Gullkastið – Þyngra prógramm

Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 491

26 Comments

  1. Á eftir að hlusta en langaði að forvitnast um kop ferðina í nóv. Komiði með ferðadagskrá fljótlega? Hverjir af ykkur meisturum eru að fara? Við erum eitthvað að pæla að finna leik til að fara á á sunnudeginum. Eru fleiri að pæla í einhverju svoleiðis og hvað þá?

    Er fólk líka búið að sjá að Liv vs Villa er kl20 !! Kvöldleikur í ruglaðri stemningu.

    4
    • Sælir.
      Verdi sendir hana örugglega út á næstu vikum.
      Við förum þrír í ferðina, sem sagt ég, Einar og Maggi.
      Um að gera að kíkja á leiki á sunnudeginum, við fórum nokkrir saman á Bolton leik í síðustu ferð. Það eru t.d. heimaleikir hjá Liverpool Womens, Burnley, Sheff.Utd. og Man.Utd á sunnudeginum.
      En hrikalega flott að leikurinn sé orðinn að kvöldleik á laugardagskvöldi, það verður einhver stemmarinn undir ljósunum á Anfield.

      4
  2. hugmyndir að næsta Ögurverks-liði:

    1: leikmenn sem komu ykkur á óvart í ykkar tíð sem stuðningsmenn.
    2: one hit wonders, leikmenn sem áttu eitt gott tímabil, einn góðan leik, eitt mark sem hafði áhrif til hins betra.
    3: cult-heroes, veit reyndar ekki hvort það sé hægt að finna leikmenn í öllum stöðum.

    4
    • Flottar hugmyndir Páló, endilega henda inn slíkum þar sem það styttist í að næsta lið komist á dagskrá.

      2
  3. Kærar þakkir, bræður, fyrir góðan þátt.

    Heiti þáttarins er sannarlega að undirstrika veruleikann sem er framundan hjá okkur. Prógrammið verður mun þyngra núna í þessum landsleikjaglugga sem er framundan. Sem betur fer höfum við tekið talsvert af stigum út úr þessari byrjun hjá okkur sem ætti að vera gott veganesti inn í þessa brælu sem er framundan á miðunum.

    Að því sögðu þá er ég virkilega ánægður að sjá liðið okkar núna og hvaða áhrif The Slot Machine er að hafa á hópinn. Eitt það jákvæðasta sem ég sé er að liðið er sannarlega að geta skipt um gír við skiptingar manna inn á völlinn eða milli hálfleikja. Eina undantekningin var þessi fokkings Forest-leikur þar sem Slot virtist ekki eiga nein svör við því sem gríska mafían hafði upp á að bjóða í þeim leik.

    Manni sýnist líka þessi samkeppni sem er búin að vera um stöðurnar í byrjunarliðinu vera farin að kynda hressilega undir leikmönnum og við það bætist síðan eldmóðurinn í leikmönnunum sem eru með lausan samning – fátt virkar betur en einmitt smá kynding til þess að draga það besta út úr leikmönnum – Salah, TAA og VVD eru að eiga mögulega sín bestu tímabil til þessa sökum þess.

    Hinsvegar þá verð ég að setja smá upphrópunarmerki við að þið séuð að flokka Southgate með föðurbræðrum ykkar, Hodgson og Allardyce. Ólíkt sumum hópum sem vilja bara heimta meira án þess að sýna fram á einhvern mælanlegan árangur fyrir því af hverju þeir eiga að fá meira þá náði Southgate því að koma enska liðinu lengra áfram á stórmótum en margir fyrirrennarar hans. Sérstaklega fannst mér það áberandi á EM 2020 þegar honum tókst að blása smá þjóðarstolti í leikmenn og á tímabili virtist sem að það myndi duga þeim til þess að skila bikarnum loksins heim.

    Vona svo innilega að við pökkum Chelsea saman og náum að sýna hvað býr í liðinu gegn stóru liðunum – það er svo sannarlega prófsteinninn sem við höfum verið að bíða eftir.

    Áfram að markinu – YNWA!

    Ps. Var einhver sem svaraði dyrabjöllunni? 🙂

    6
  4. Varðandi valið á Downing í verstu-kaupa-lið-aldarinnar, þá finnst mér vanta í þá sögu. Ég man ekki betur en þetta hafi verið fyrsta (og líklega eina) tilraun Liverpool til að fara í hreinræktaða ameríska tilraun í Moneyball.

    Liðið keypti stóran og stæðilegan striker (Andy Carroll), og tvo kantmenn sitt hvoru megin sem áttu að vera með afburða sendingagetu. Hugmyndin var sú að boltum væri dælt inn í teig og Carroll gæti stangað alla þessa bolta í markið.

    Downing var keyptur vinstra megin og enginn annar en Jordan Henderson var keyptur hægra megin. Eins og við vitum þá gekk þetta engan vegin eftir en við fengum þó vinnudýrið Hendo varð þekktur fyrir margt annað en gullsendingar.

    Ég held að ég sé að fara rétt fram með söguna en endilega leiðréttið þetta ef þetta er einhver skáldsaga.

    7
  5. Ég veit nú ekki hversu mikið money ball Downing átti að vera. Flestum þótti Liverpool borga allt of mikið fyrir hann 27 ára gamlan.

    Líkurnar á að LFC myndi græða á kaupunum voru hvetfandi.

    2 árum seinna keypti West Ham Downing á fjórðung af þeirri upphæð sem LFC borgaði.

    Henderson var keyptur inn á miðjuna þó Dalglish hafi í einhverju hallæri spilað honum á hægri kanti við misgóðan orðstýr.

    3
  6. Af því að maður getur verið blindur á það sem maður elskar þá varð allt í einu spennandi að hugsa til þess að Downing sem þessi pjúra kantmaður kæmi og færi að dæla stoðsendingum á hausinn á Andy Carrol, en það fór eins og það fór 🙂

    4
  7. Ég bara neita að trúa því að TAA sé að fara á frjálsri sölu næsta sumar!!!

    3
  8. Sá sem er ábyrgur fyrir samningsmálum Trent má einfaldlega fá sparkið út um hurðina.
    Það var greinilega bara gert ráð fyrir því að uppaldi strákurinn yrði hjá Liverpool no matter what og því ekki haft fyrir því að negla niður samning á hann.
    Ef við missum Trent frítt til Real þá er það stærsta klúður í leikmannamálum félagsins í sögunni.
    Uppalinn strákur sem er að fara á hátind ferilsins og ég bara skil hann vel ef hann endar hjá Real, það er ekki eins og það hafi verið boðin honum samningur.

    https://fotbolti.net/news/17-10-2024/forsida-marca-liverpool-veit-ad-hann-framlengir-ekki

    2
    • Það er algjörlega alveg á 150% tæru að Liverpool eru búnir að bjóða Trent nýjan samning. Illa þýdd frétt á fotbolti.net er enginn heilagur sannleikur (ekki þessi sem þú ert að linka á, heldur önnur sem virðist vera farin út núna).
      Það eru búnar að vera viðræður við umboðsmenn allra þeirra þriggja sem eru með lausa samninga næsta sumar. Það virðist aftur á móti ekki ganga vel að ná saman um framlengingar.
      Ég vona auðvitað að allir þrír skrifi undir, en í mínum huga er það alveg ljóst að ef Trent er kominn á þann stað að taka McManaman á þetta, þá bíður hans svipað hlutskipti, verður aldrei aftur meðtekinn hjá stuðningsmönnum Liverpool FC.
      Vonandi að hann hugsi aðeins út í það í þessu ferli.

      11
      • Það er enginn Gerrard í TAA. Peningurinn virðist ráða hjá honum, þó svo hann eigi fullt rassgat af þeim. Vona samt að hann framlengi, sem og VVD og Salah.

        1
      • Það breytir því ekki að honum er leyft að fara á seinasta árið á sínum samning.
        Ef hann vildi ekki skrifa undir þennan samning sem þú segir að honum hafi 150% verið boðinn þá átti einfaldlega að bjóða hann til sölu.
        En ég held ennþá í smá von um að hann verði áfram.

        2
      • Mikið er gaman að hafa ykkur Kopverja með okkur í spjallinu.

        En ég trúi því ekki fyrr ég tek á því að TAA
        Ætli að taka Mcmanaman á þetta.
        Það væri lang verst fyrir hann sjálfan.

        En þetta er að fara verða ansi áhugarverð staða hjá félaginu.
        En FSG hafa fullan stuðning frá mér. Ég treysti þeim 100% fyrir þessu.

        3
      • Þetta er ekki þannig dæmi að peningurinn muni öllu ráða. Ég stórefast um að Madrid muni bjóða TAA mikið hærri upphæð en hann fengi hjá LFC.

        Liiverpool munu líklega bjóða TAA um 300-350.000 pund á viku.

        Bellinghamm fær 400.000 evrur á viku hjá RM. TAA fengi ekki meira en það.

        2
    • Þetta er mjög skrítið og í raun ótrúlegt, eina sem mér dettur í hug er að ákvörðun Klopp hafi kannski ruglað plön FSG.

      Ég hallast að því að tryggja Virgil van Dijk næstu tvö til þrjú árin sé kannaski mikilvægast núna. Tæki hann samning þá er ég viss um hann myndi leggja sig 100% fram og vilja vinna titla.

      Ég er farinn að hræðast það að ef Trent fær risasamning núna mun hann eiga erfitt hjá Liverpool. Sérstaklega ef stendur til boða að fara til Real núna. Ótrúleg staða.

      Salah er kóngurinn. Að hann sé að renna út á samning er sennilega það allra furðulegasta. Maðurinn var metinn á 200m fyrir stuttu og er ofurstjarna í heimsboltanum. Hann færi sennilega á 100m næsta sumar ef hann væri samningsbundinn.

      Ég er samt bara glaður að hafa þá núna þetta tímabil og ef þeir fara allir þá opnast ný tækifæri, þetta eru alvöru launapakkar sem þeir eru að biðja um.

      Áfram Liverpool og áfram Slot!

      4
      • Indriði, þú gleymir að taka með í dæmið svokallað “sign on fee” sem TAA fengi líka hjá Real útaf því þeir fá hann frítt. Þar bætast við milljarðar !

        3
  9. LFC má aldrei gera ráð fyrir að leikmenn liðsins taki tilfinningalega afstöðu eins og Zubimendi eða Gerrard. Þegar ekki hefur náðst samkomulag innan tiltekins tíma þarf að spyrja sig að því hvort síðasta leiktíðin með leikmanninum sé 60 milljón punda virði eða á að selja og endurnýja. Þarf einfaldlega vera ískalt mat.

  10. Og í raun ætti svona gæða leikmaður á þessum aldri, aldrei að eiga minna en 2 ár eftir af samning, einmitt útaf þessari ástæðu.

    1
    • Hjartanlega sammála því, það á ekki að hleypa svona leikmönnum svona langt með þetta. En maður veit svo sem akkúrat ekki neitt hvernig viðræður um nýjan samning hafa verið.
      En varðandi að taka tilfinningalega afstöðu, líkt og Brynjólfur kemur inná hér að ofan, þá minnist maður “I’m just a normal lad from Liverpool whose dreams came true”.
      Ef hann mun fara þessa leið, þ.e. neita öllum samningstilboðum og fara frítt frá félaginu, þá eru þau orðin merkingalaus. Það er ekki fyrr en ferilinn klárast hjá þessum gaurum, sem það kemur í ljós hversu hátt skrifaðir þeir verða. Það er algjörlega ljóst (og vonandi að hann geri sér grein fyrir því) að hann verður ekki hátt metinn hjá heimamönnum ef hann situr út samninginn sinn. Dýrðarljómi hans mun dvína og það hratt, hjá innfæddum sem og mjög mörgum öðrum.
      Auðvitað hefði átt að setja ákveðið strik í sandinn, verði menn ekki búnir að skrifa undir fyrir einhvern ákveðinn tíma, þá bara ertu seldur.
      Vonandi eru þetta bara óþarfa pælingar hjá okkur og að hann skrifi undir, en mikið afskaplega er maður orðinn vonlítill með það.

      2
  11. Ömurleg fyrirsögn á Marca í dag. Við eigum alltaf Bradley, sem getur orðið enn betri!

    YNWA

    1
    • Lítið að marka Marca. Þeir hafa í gegnum tíðina verið með bullfullyrðingar í þessa veru.

  12. Fréttir morgunsins bera það líka með sér, skv. áreiðanlegum heimildum, að TAA muni vera áfram hjá Liverpool og að það hafi alltaf verið hans forgangsmál að vera áfram hjá liðinu.

    Fögnum því að sjálfsögðu og að það fari að sjá til lands með Salah og VVD sömuleiðis!

    Áfram að markinu – YNWA!

    5

One Ping

  1. Pingback:

City mæta á Anfield

Chelsea á sunnudag (upphitun)