Gullkastið – Milljarðaliðið lagt

Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur.

Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 492

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 2-1 Chelsea