RB Leipzig 0 – 1 Liverpool

0-1 Darwin Nunez  27.mínútu

Leipzig byrjaði leikinn í dag af miklum krafti og áttu okkar menn í nokkrum erfiðleikum með þá til að byrja með. Kelleher átti tvær fínar markvörslur áður en Leipzig kom boltanum í netið þegar Xavi Simons fann Openda í góðu hlaupi sem setti boltann fram hjá Kelleher en var rangstæður. Mínútu síðar var Liverpool svo komið yfir. Fyrirgjöf kom frá Tsimikas sem Salah náði að skalla á markið, boltinn virtist vera á leið í netið en Darwin Nunez fylgdi á eftir og tryggði markið á 27.mínútu leiksins.

Þetta kveikti á Liverpool mönnum og það sem eftir lifði hálfleiks voru þeir með undirtökin í leiknum. Gulaci átti flotta markvörslu frá Nunez stuttu eftir markið en umdeildasta atvikið í leiknum gerðist svo á 39.mínútu þegar Willi Orban sparkaði Nunez niður inn í teignum en af einhverjum undarlegum ástæðum var ekkert dæmt og VAR var ekkert að leiðrétta það. Það hjálpaði ekki að fyrr í leiknum var MacAllister spjaldaður fyrir dýfu þegar hann fékk klárlega sparkaður niður.

Í seinni hálfleik fékk maður smá skelk í bringu þegar MacAllister fékk högg og þurfti aðhlynningu, hann stóð að lokum upp aftur og kláraði leikinn. Um miðjan seinni hálfleik átti MacAllister flott skot sem endaði í þverslánni.

Kelleher þurfti að taka tvær markvörslur með stuttu millibili áður en Leipzig skoraði aftur. Heinrichs átti þá skot sem Kelleher varði fyrir fætur Openda sem skoraði en var aftur rangstæður.

Bestu menn Liverpool

Það voru margir sem áttu fínan leik í dag, Darwin Nunez var mjög flottur alltaf hættulegur og fínn í uppspilinu. Gravenberch átti annan flottan leik aftast á miðjunni í dag og í leik sem Liverpool gekk illa að finna samherja löngum stundum endar hann með 95% heppnaðar sendingar. Kelleher átti virkilega flottar markvörslur og sýndi aftur að hann getur vel verið aðalmarkmaður hjá flottu liði sem á ekki markmann sem heitir Alisson. Eina slæma hjá Kelleher var undarlegt úthlaup þar sem hann og Konate lenntu í samskiptavandræðum og Kelleher átti lausan skalla sem fór ekki útaf og Sesko átti skot framhjá markinu.

Slæmur dagur

Það var enginn sem átti sérstaklega slæman dag. Trent var flottur varnarlega í dag en átti stundum í vandræðum með sendingarnar sínar, eins og fleiri í liðinu en maður er bara ekki vanur að sjá þetta frá Trent.

Umræðupunktar

  • Þrír sigrar í fyrstu þremur Meistaradeildarleikjunum. Vissulega er þetta nýtt fyrirkomulag og menn eru ekki alveg vissir hvað þarf til að ná efstu sætunum átta sem gefa þér greiða leið í sextán liða úrslit en besta leiðin til að þurfa ekki að hugsa um það er að vinna bara alla sína leiki.
  • Dómgæslan ekkert alltaf betri í Evrópu. Dýfuspjald Macca og vítið sem Nunez átti að fá sýnir okkur það að það eru ekki bara ensku dómararnir sem eru í basli.
  • Aftur flott frammistaða hjá Nunez – sem við þurfum virkilega á að halda með Jota er meiddur

Næsta verkefni

Næst á dagskrá er það einn af stærstu leikjum tímabilsins þegar Arsenal kemur í heimsókn á sunnudaginn en næsta Meistaradeildarverkefni er eftir tvær vikur gegn Xabi Alonso og félögum í Leverkusen

29 Comments

  1. Við erum með besta markmann í heimi og næst besta markmann í heimi)))

    13
  2. Þetta var svo yfirvegað hjá Slot að maður stendur upp í sófanum, hneigir sig og klappar.

    Já, ok þeir fengu nokkur rangstöðufæri og Kellher þurfti að verja vel í nokkur skipti en yfir það heila var þetta afburða frammistaða, úthugsuð eins og vel tefld skák.

    Margt gladdi augað. Rólegheitaspil breytist á augabragði í hárbeitta sókn þar sem boltinn er þræddur á milli miðjumanna og skyndilega eru fjórir komnir að teig og fátt um varnir. Nunez gladdi mitt gamla bolta-hjarta með markinu og afburða baráttu. Hann átti að fá víti eftir að hafa unnið boltann og spilað upp af harðfylgi. Konate var stórbrotinn. Þvílík tign yfir þeim leikmanni. Gravenberch alltaf góður.

    En þarna hafði maður það á tilfinningunni að Stórmeistari Slot væri að hugsa fleiri en einn leik fram í tímann. Mætum löskuðu Arsenal á sunnudaginn og manni finnst liðið okkar vel í stakk búið fyrir þá rimmu.

    15
    • Konate þvílíkt tröll þessi maður.

      Í sumar töldu flestir hann ekki nægilega góðan.

      Þessum síendurteknu köllum eftir fleiri varnarmönnum er nú loksins farið að fækka.

      Höfum fengið á okkur 5 mörk í 12 leikjum. Hin rómaða Arsenal vörn hefur fengið á sig 8 mörk í 8 deildarleikjum,

      14
  3. enn og aftur heldur liðið hreinu.

    Þetta var ekki auðvelt, en það var nokkuð augljóst að Slot var einnig með hugann við Arsenal leikinn.

    Leipzig eru í öðru sæti í Bundeslígunni og því virkilega sterkt að sigra þá á útivelli.

    11
  4. Mér fannst Konate, allt of oft gaufandi með boltann og að missa hann til andstæðingana. Kelleher, bjargaði okkur frá tapi í þessum leik.
    Það er eins gott að við spilum betur á sunnudaginn, en MJÖG sterkur sigur og frábært að við erum oft að ná að halda hreinu. Vonandi verður JOTA orðinn góður fyrir næsta leik.

    4
    • Ef okkar markvörður bjargaði okkur frá tapi, þá má alveg eins segja að þeirra bjargaði þeim frá mun stærra tapi.

      7
    • Verð að fá að koma létt inná þetta.
      þetta er nákvæmlega ástæðan að ég er stuðningsmaður FSG.
      Af öllum nöfnum og bara öllum þjálfurum í heiminum.
      ráða þeir Arne Slot sem var nú ekki hæðstur á listanum hjá sparkspekingum sem voru að ræða nýjan þjálfara LIverpool.
      Ég hugsa um það með hryllingi að þeir selji félagið til ákveðins hóps fólks sem tengjast allskoniar vafasömu sem munu dæla inn peningum þvert á relgur deildarinnar og reyna þá aðferð til að vinna eitthvað.
      málið er að fólkið í kringum FSG menn eins og Edwards og fleiri eru bara svo ógeðslega fær í sínum störfum að Liverpool mun vera að keppa um verlaun og innan laga sem knattspyrnusambandið hefur gert.

      5
      • Þeir eru nú samt að missa einu dýrmætustu og uppalda vöru frítt næsta sumar!! Einmitt þegar hann er að renna inn í prime skeið sitt sem knattspyrnumaður. Algjörlega óþolandi staða og ófyrirgefanlegt ef raungerist.

        2
      • Auðvitað finnst okkur það óþolandi, En ef TAA sé búinn að taka þá ákvörðun að fara þá má deilda um það hvort þeir hefðu átt að selja hann í fyrra eða hvernig sem það er. en þeir hefðu aldrei getað komið út sem sigurvegarar í því máli.
        auðvitað er enginn eigandi fullkominn.

        En þarna erum við að tala um uppalinn strák, Og ég gef mér það að menn hafi verið tilbúnir að bjóða honum það besta sem félagið ræður við. Og ef það er hans vilji að skilja við félagið á þessum forsendum þá er það miklu frekar hans sök en annars.
        en ég trúi því ekki heldur að hann ætli að gera það.

        3
  5. Sælir félagar

    Verðskuldaður sigur eftir frábæra uppsetningu á leiknum hjá meistara Slot. Ég var sáttur við frammistöðu flestra leikmanna og Salah fékk smá hvíld sem er gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  6. Ja hérna hér. Þessi gaur frá Hollandi er ótrúlega fagmannlegur. Svo fagmannlegur að óvissuástandið vegna stjóraskiptanna er að breytast í eitthvað allt annað. Stórkostlegur sigur og árangur!
    Vinnum svo arsenal um helgina.

    8
  7. Ég er mjög svekktur í dag. FSGOut eru hættir. Darwin er ekki nógu góður. Hætt. OMG Klopp er hættur himnarnir hrynja. Einhver strákur í akademíunni rak stórutá í borðstofufót — yikes!!

    Ay, here we are with troubles at the top of the league(s).

    YNWA

    5
  8. Mark Darwin Nunez gegn RB Leipzig tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Auk þess að tryggja áframhaldandi fullkomna byrjun í Evrópu þýðir sigurinn að Liverpool hefur nú unnið fyrstu sex útileiki sína 24/25 ef horft er til allra móta, sem er nýtt félagsmet. Enn glæsilegra er að liðsmenn Arne Slot hafa unnið 11 af 12 leikjum sem þeir hafa spilað síðan tímabilið hófst. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem Liverpool getur státað af jafn góðri byrjun. Tala um draumabyrjun á ferlinum sem rauður fyrir Slot! Þetta er lyginni líkast og mögulega byrjun á einhverju miklu stærra en maður þorði nokkurn tíma að vona.

    11
  9. Frábær sigur á erfiðu liði sem er að gera vel í deildinni heima fyrir, það eru engir auðveldir leikir í meistaradeildinni en við erum að byrja fantavel, en svo koma fljótlega Bayern Leverkusen og Real Madrid, það er kjörið tækifæri á að taka Real þetta árið.

    Liðið var virkilega flott í gær og Gravenbergh er að spila eins og kóngur í ríki sínu og greinilegt að hann er að njóta sín undir stjórn Arne Slot.

    7
  10. Ég held að okkur sé alveg óhætt að segja núna að Arne Slot er the real deal. Það getur auðvitað alveg komið tímabil sem ekki gengur vel, meiðsli séu mikil og andrúmsloftið ekki gott. En ég get ekki séð annað en að eigendur og stjórnendur Liverpool hafi gert mjög vel í að finna mann í brúnna í stað Klopp. Þetta er í það minnsta afar gott start á þessu tímabili þó ekki sé liðið nema 1/6 af því, sé gefið að við förum alla leið allsstaðar í öllum keppnum 🙂

    5
  11. Fínn sigur og gengið hefur verið gott sem af er, en er það er eitthvað sem mér finnst vera að í uppspilinu hjá okkur og mér finnst við eiga í erfiðleikum með að búa til fleiri almennileg færi. Ég hef ekki gert tölfræðilega athugun á því en mér finnst t.d. eins og við höfum tapað óvenju mörgum boltum á eigin vallarhelming vegna þversendinga frá kanti inn á miðjuna sem leiða af sér break-i og marktækifærum á okkur. Betra lið en í gær, t.d. Arsenal, hefði skorað a.m.k. eitt mark í upphlaupi sem verður til vegna þess háttar feilsendinga. Ég er alls ekki að taka neitt frá liðinu og sigrarnir í CL hafa verið góðir sérstaklega leikurinn í Milan. Deildin hefur verið “létt” prógram, manutd eru bara á vondum stað og tapið gegn Forrest var ömurlegt og á eftir að svíða ? vor. Chelsea voru góðir og við þurftum að verjast vel en sá leikur var í algjörum járnum. Auðvitað er Slot að byrja sína vegferð og leikmenn að læra inn á hans áherslur en það eru nokkur atriði sem eru að “rub me the wrong way” og mér finnst eins og liðið sé ekki eins gott og það var undir Klopp. Hugsanlega er þetta bara eftirsjá því ég algjörlega elska skemmtanagildið sem lið undir Klopp bjóða upp á í sínum leikjum. Slot hefur gert vel hvernig hann lokar leikjum ( og breytt Gravenberch í eitthvað sexu skrímsli!!) þegar við erum yfir og “drepur” leikinn fagmannlega, eitthvað sem maður jú kvartaði stundum undan hjá Klopp að liðið var á öllum cylindrum allan leikinn alltaf og saup kanski stundum seiðið vegna þess. En enn sem komið er og núna fram að næsta landsleikjahlé reynir nú fyrst almennilega á Liverpool og Slot í mínum huga og margir þungir leikir fram undan. Ég er ósammála SSteina því við verðum að vinna á sunnudaginn og búa til bil á milli okkar og Arsenal. Ég ætla að leyfa Slot og liðinu að njóta vafans fram að næsta hléi og meta stöðuna og taktinn þá.

    3
    • Já þessar feilsendingar hafa kostað okkur 1 eða 2 mörk í 12 leikjum.

      Óþolandi að liðið sé ekki orðið fullkomið á þessum tímapunkti.

      Það er ekkert létt prógram í PL. Það er sjaldan auðvelt að þurfa að spila í miðri viku og mæta síðan minni liðum á útivelli sem hafa alla vikuna til að undirbúa sig.

      2
  12. Á Liverpool virkiklega enga vonarstjörnu í sóknarlínuna hjá sér.
    Við höfum t.d Nyoni (17) á miðjuna sem fær reyndar engin tækifæri og Tyler Morton (21) sem fær heldur aldrei sénsinn. Jarrel Quansah (21) sem var frábær í fyrra og mun pottþétt fá fleiri tækifæri í vetur.
    En hvað á liðið sóknarlega ?

    Eldrei leikmenn famarlega á vellinum.
    Gakpo og Diaz eru bara kantmenn ásamt Salah og eru ekki þessir pjúra sóknarmenn.
    Frammi höfum við Jota og Nunez en ætti liðið ekki að unga efnilega leikmenn til að koma inná og fá að spreyta sig í sumum leikjum ?

    4
    • Danns? Fær að vísu enga sénsa núna en stóð sig vel á síðasta tímabili

      3
    • Það eru nú alls konar guttar í pípunum. Jú Danns átti að fara út á láni en meiddist síðsumars og er því bara í meðferð í Kirkby. Svo erum við með Lewis Koumas sem fór á láni til Stoke og er að gera flotta hluti þar. Keyrol Figueroa og Trent Kone-Doherty eru enn að spila með U18 og kannski aðeins lengra í að þeir geti farið að spila með fullorðnum.

      2
      • Og Ben Doak, sem er frábær með Middlesboro, og jú í skoska landsliðinu !

        1
  13. Góða kvöldið.

    Ég verð á Englandi í kringum 9. nóv og datt í hug að spyrja ykkur hvort og þá hvar væri best að kaupa miða á Aston Villa leikinn?

    1
  14. ok … takk… gætirðu gefið mér upplýsingar hvernig ég nálgast hann?

Byrjunarliðið gegn Leipzig

Upphitun: Heimsókn á Emirates