Upphitun – Arsenal
Þó skuggi Wenger hvíli ennþá yfir Emirates vellinum, þá hafa nallarnir náð að stíga útúr skugga besta þjálfara síns betur en annað rauðklætt lið sem mætti nefna. Í upphafi þessa tímabils var almenn skoðun sú að Arsenal væri það lið sem væri líklegast til geta strítt ofurliði Manchester City. Í fyrsta sinn síðan á miðjum fyrsta áratugnum, gátu bjartsýnir Arsenal farið inn í tímabilið og litið svo á að þeir væri líklegastir til að vinna titilinn. Nú eru tvö landsleikjahlé liðinn og þeir fá okkar menn í heimsókn, í leik sem gæti haft gífurleg áhrif á keppnina um þann stóra.
Andstæðingarnir – Arsenal.
Þegar þjálfarar hafa verið með lið í einhvern tíma vilja stuðningsmenn sjá handbragð þeirra á leik liðsins. Arteta hefur svo sannarlega tekist að móta ógnvænlegt lið sem hefur batnað ár frá ári. Í fyrra voru þeir með bestu vörn í deildinni og komnir með stál í liðið sem hefur vantað í mörg ár. Þeir bættu við sig Raheem Sterling sem ætti á pappír að styrkja sóknina slatta. Margir leikmenn liðsins eru á besta aldri og á barmi þess að toppa.
En til að vinna deildina nú orðið þarf tímabilið að vera hérumbil fullkomið. Það vinnur ekki deildina í október, en það er ekkert mál að tapa henni svo snemma. Arsenal hefur þann vondan kæk í ár að fá kjánaleg rauð spjöld og eru þess að auki í bölvuðum meiðslavandræðum. Saka og Ödegaard eru þeirra tvö aðal sóknarvopn, Saka gæti mögulega náð þessum leik en Ödegaard er meiddur, ásamt Tomyasu og Tierney. Þess fyrir utan er Saliba í banni eftir rautt spjald í síðasta leik.
Ef Arsenal tapa á morgun er bilið upp í Liverpool orðið sjö stig og í City líklegast sex (þó við vonum auðvitað að Southampton geri eitthvað kraftaverk). Þetta vel brúanlegt á löngu tímabili, en maður veltir fyrir sér hvernig þetta færi í hausinn á leikmönnunum. Leikmenn vita hvað þarf mörg stig til að vinna deildina, þjálfarar vita það og stuðningsmenn vita það.
Á pappír var frábært fyrir þá að ná í jafntefli gegn City einum færri á Ethihad, en hvernig það gerðist hlýtur að sitja í þeim, á sama hátt og tapið gegn Bournmouth síðustu helgi. Rauði helmingurinn af Norður London er með frábært lið, en þangað til þeir ná að komast yfir síðasta hjallan og lyfta einum og stóru titlunum tveim, þá munu spurningamerki hanga yfir þeim, á sama hátt og þau héngu yfir Liverpool þangað til í Madríd.
Síðustu leikir
Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 og síðan hafa Arsenal mætt Liverpool sextán sinnum í öllum keppnum. Minnstæðastur er líklega bilaður 5-5 leikur í deildarbikarnum í upphafi stjóratíðar hans. Ef við tökum bikarkeppnirnar út fyrir sviga eru þetta 10 leikir. Það má alveg tala um viðsnúning í gengi liðanna: Liverpool unnu fimm af sex deildarleikjum 2019-22, síðan hafa Arsenal unnið tvo og það hafa verið tvö jafntefli.
Okkar menn.
Lífið er gott undir stjórn Arne Slot. Hollendingurinn hefur komið ískaldur inn í enska boltann og staðist flest próf. Á morgun er stærsta prófið hingað til, heimsókn til meistaraefna. Okkar menn hafa átt góða viku eftir landsleikjahléið. 2-1 sigur á Chelsea síðustu helgi og svo útisigur í Meistaradeildinni. Svona vikur eru erfiðar, en munurinn á frábærum tímabilum og góðum er að taka svona vikur og leysa þær.
Hinir geðþekkur Jota og Alisson eru því miður meiddir. Tveir menn sem eru stórfenglegir á öllum sviðum fótbolta, nema að vera inn á vellinum alla leiki tímabilsins. Harvey Elliot er því miður líka úti ásamt Chiesa. Einhver smá séns er að Conor Bradley verði leikfæri, en það væri heljarinnar dæmi að setja hann inn á þessum leik. Samkvæmt Slot er Mac Allister aftur leikfær.
Það hefur vissulega ekki verið jafn spennandi að giska á byrjunarliðið í ár eins og fyrri ár. Það spilar inn í að Slot bolti er ekki jafn orkufrekur og Klopp boltinn var þannig að menn virðast getað tekist á við fleiri mínútur í vikunni. Í deildinni hefur Slot haldið sig meira eða minna við sama lið og ég spái því að það haldi áfram, fyrir utan að ég held að MacAllister komi ekki beint inn í byrjunarliðið. Þetta verður væntanlega svona:
Spá.
Þetta verður algjört stál í stál og endar í pirrandi 1-1 jafntefli. Það verður Diaz sem skorar fyrir Liverpool eftir suddalega stoðsendingu frá Salah.
Diaz ætti að koma inn aftur fyrir Gakpo, hann er partur af sterkasta byrjunarliði okkar og búinn að hvíla nóg núna.
Takk fyrir yfirvegaða upphitun.
Mikið hlakka ég til að horfa á morgun. Sjálfstraust gestgjafanna hangir á bláþræði, svo ef … ef og ef okkur tekst að byrja með bravúr og setja eitt eða tvö strax í fyrri hálfleik, þá trúi ég því að sjálfstraust heimamanni hrynji eins og spilaborg. Áhorfendur þagna, þjálfarinn grætur og leikmenn hengja haus. Þá verður eftirleikurinn, fyrirsjáanlegur reitabolti að hætti Slots!
Sumsé – upphafið mun skipta sköpum fyrir leikinn.
Halda menn að Diaz komi ekki 100% inn fyrir Gakpo? Sá hefur litið sýnt að hann sé betri en Diaz.
Svo hefur verið slúðrað um álagsmeiðsli hjá Trent og hann þurfi jafnvel í aðgerð. Vonum það besta
Ég virðist hafa gert byrjunarliðs myndina með hugan við eitthvað annað, Diaz á að vera þarna vinstra megin. Afsakið þetta.
Verð á Emirates á morgun, hef mikla trú á mínum mönnum. Eina er að ég er í stúku með Arsenal áhangendum og get því ekki fagnað ef vel gengir.? vona því í þetta sinn að ég geti ekki fagnað oft og mörgum sinnum. YNWA
Vona að þu þurfir að bíta i varirnar og öskra inn í þer 3var sinnum a morgun. Vinnum1-3.
Myndi taka því allan daginn.?
Byrjar Tsimikas?? Það eru að berast fréttir um að Timber og Saka verði með Arsenal á morgun. Það yrði skellur held ég að hafa Tsimikas að verjast þarna megin og Diaz með honum. Vona að Robbo verði þarna. Einnig berast fregnir um að Chiesa eigi langt í land líkamlega. Ef það er rétt þá setur maður enn stærra spurningamerki við leikmannakaup síðasta sumars… en mikið væri frábært ef við náum góðum leik á morgun og í 3 stig. Þurfum gamla Salah í þessum leik.
Arsenal menn tala ekki um annað en meiðsli og fjarveru Saliba. Kannski eðlilegt þar sem þeir eru góðu vanir og hafa haft sitt sterkasta byrjunarlið að mestu meiðslafrítt sl. 2 ár.
Takehiro Tomiyasu, Odegaard og Calafiori eru meiddir, Saka og Timber tæpir og Saliba í banni.
Þess má geta að Alisson, Elliott, Chiesa, Jota og Bradley verða fjarverandi hjá LFC.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ingimar. Hvernig sem all veltist og snýst, hvernig sem Slot stillir upp liðinu og hvernig sem Arteta vælir og gargar þa´vil ég sigur og ekkert nema sigur. Meiðslalisti liðanna er svipaður og því þarf ekki að horfa til þess. Þetta snýst einfaldlega um það hvort liðið er betra og því hvert sigurinn fer. Ég fer fram á að Liverpool vinni leikinn sem verður hunderfiður og líklega ekki mjög skemmtilegur því svona leikir hafa tilhneigingu til að verða harðir og tilþrifa litlir. Dómgæslan gæti ráðið úrslitum og vonandi verður fíflið hann Michael Oliver ekki í VAR herberginu með allan sinn hroka og hleypidóma.
Það er nú þannig
YNWA
Daginn
Það sem er spennandi núna er dómgæslan. Hún hefur klárlega ekki fallið með þessum liðum á tímabilinu, enda bæði mögulegir keppinautar við olíuliðið.
Ætli það komi í ljós á egtir hvort liðið sé talið líklegra í þeirri keppni, eða verður markmiðið að tryggja tvö töpuð stig á þau bæði?
Ég hef almennt fulla trú á dómgæslu, en mér finnst þetta tímabil á Englandi búið að vera verulega vafasamt.
Spái 1-1, í furðulegum leik.
Hvað er að frétta með þenna chiesa gaur. Fékk hann pointers hja Arthur ?
Eitt sinn meiðslahrúga, alltaf meiðslahrúga.
Þetta er eins og að spila í lottóinu, “you loose some, you loose some more”
Það er skrýtin lykt af kaupunum á Chiesa. Hugsanlega hefur pælingin verið að koma honum í gang og í toppform – og selja hann svo fyrir meiri pening? Maður sem er ekki í leikformi fyrir ítölsku deildina ræður auðvitað ekkert við hraðann í Premier League. Til þess þarf þrotlausar æfingar og langan tíma. Þeð gæti tekið heilan vetur að ná Chiesa í stand til að spila heilan leik með Liverpool. En gæðin “voru” þarna áður en hann meiddist. Spurningin er bara hvort hann nær nokkurn tímann fyrra standi.
Sælir félagar
Sá á netinu að Bryan Mbeumo yrði staðgengill Mo Salah. Frábær fótboltamaður þ´hann nái ekki hæðum Salah. En hver gerir það svo sem?
Það er nú þannig
YNWA
When it comes to Liverpool or your tits, its Liverpool I vote for every time honey!
Arteta búinn að væla yfir meiðslum alla vikuna. Það vantar jafn marga byrjunarliðsmenn. Odegaard og Saliba. Jota og Allison.
Ömurlegt hjá Robertson algjörlega étin
Þurfum vinstri bakvörð. Heldur ekki línunni og lætur sóla sig uppúr skónum.
Skelfilegur sofandaháttur hjá Robbo. Virkaði seinn og klaufskur