Liverpool – Arsenal (leikþráður)

Byrjunarliðin klár:

Breytingar frá síðasta deildarleik eru að Diaz er vinstra megin á kantinum og Curtis byrjar, Gakpo og Szobo á bekk.

Saka er heill hjá Arsenal. Stórleikur framundan!

35 Comments

  1. Skelfileg vörn. Virkilega vont hjá Robbo og coverið hjá VVD slappt. Einnig lítil pressa á White sem sendir þennan bolta. Heilt yfir algjör sofandaháttur.

    Svo stuttu seinna Salah að fara illa með fínt skotfæri.

    En á meðan ég skrifa þetta þá jafnar VVD eftir frábært horn!

    Elskum þessa íþrótt!

    9
  2. Úff Arsenal mun líklegri að bæta við marki, erum í nauðvörn núna

    4
  3. Er hægt að biðja um að okkar menn mæti til leiks?

    Á fyrri helmingi þessa prófs féllum við. Arsenal miklu betri.

    Það verður að gera breytingar. Nú reynir á Slot.

    12
  4. Nunez mætir aldrei til leiks, held að liverpool ætti að dumpa honum og setja annan á miðjuna.

    3
  5. Jæja Curtis og Darwin út strax í hálfleik bara til að ná smá stjórn á leiknum og takt í uppspilið.
    Alltaf eru þessi meiðsl á Jota rándýr fyrir okkur í stærri leikjunum.
    Szobo er bara allt annað dýr líkamlega en Curtis sem hefur engan kraft í að vinna eða halda boltanum gegn sterkum miðjumönnum Arsenal.

    7
  6. Erum verðskuldað undir, eigum erfitt með að halda boltanum og erum að gefa heimskulegar aukaspyrnur á hlttuleguk stöðum.

    Nôg eftir og það þarf að komast til baka.

    4
  7. Sælir félagar

    Þetta er bara sanngjarnt, Ars-anal búið að vera betra liðið í þessum leik. Uppleggið hjá Slot ekki alveg að virka og vonandi finnur hann svar í hálfleik. Darwwin alveg týndur sóknarlega og Robbo búinn að vera verulega slakur 🙁

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Ekki gleyma einum færri á miðjunni. Ekki var það svo gott að Curtis ætti tvo góða leiki í röð 🙁

      6
  8. Algjörlega yfirspilaðir af frísku liði Arsenal manna. Vasntar allan kraft og ´þor í okkar menn í dag. Spurning hvað er til ráða hjá Slot og félögum á bekknum. Jones ekki verið að sýna neitt í fyrri hálfleik frekar en nokkur annar ? Salah ekki sést. Ef ekki verður brugðist við þá fer þetta bara mjög Illa
    Koma svo

    5
  9. Því miður eins og maður bjóst við. Höfum komist upp með að spila marga leiki máttlausa og unnið á einhverju frekar ósannfærandi. Þetta er orkulítið, flatt og hægt. Töpum flestum návígum og seinni boltum. Spilum þessa fokking rangstöðutaktíkt í föstum leikatriðum. Skil það ekki með tvö tröll í teignum. Vera neðar með línuna og treysta á tröllin. Fáránlegt að aukaspyrna utan að kannti endi sem dauðafæri. Mac hryllilegur. Útá af með hann í hálfleik. Verðum að færa liðið framar og þrýsta á Arsenal.

    5
  10. Hvar eru Dias,Salah í þessum leik, hafa varla verið með og hvar er þessi góða vörn okkar, gleymdist að taka hana með frá Annfield. Mjög slappur leikur hjá Liverpool og bara frekar lélegt og mögulega annað tap okkar á tímabilinu að renna upp nema Slots taki smá hárþurrku á þá í hálfleik.

    4
  11. Ömurleg frammistaða í fyrri hálfleik, eins og menn nenni ekki að leggja sig fram.
    Vinnum engin návígi, erum alltaf skrefinu á eftir og neyðumst þá til að brjóta, getum ekki haldið boltanum þá sjaldan við fáum hann.
    Og hvernig í andsk… var ekki búið að setja varnaleikinn upp gagnvart þessum föstu leikatriðum þeirra, þeir gera alltaf það sama. Seinna markið fer á þjálfarateymið.
    En menn þurfa að girða sig í brók inni á vellinum. Svona lagað er ekki boðlegt.

    4
  12. Þarf miklu meira en það sem var í fyrri hálfleik vorum of seinir í allt og nákvæmlega EKKERT að frétta fram á við fyrir utan þetta horn og fría skotið sem Salah fékk.

    Varnarleikurinn hjá Robbo var gjörsamlega útur kortinu í fyrri fannst mér en ekki við hann einan að sakast bara virkilega slakt í alla staði og Arsenal réttilega yfir.

    Þurfa girða sig í brók og auka tempóið í seinni !

    3
  13. Bull að menn nemni ekki að leggja sig fram, en þetta er voðalega þungt eitthvað og erfitt.

    Mér finnst bara uppleggið hjá Arsenal betra, vonandi finnast svör í seinni.

    3
  14. 30 mínútur eftir og Gabriel farinn af velli. Þreföld skipting, allt getur gerst.

    7
  15. Skil ekki að halda línunni þegar aukaspyrnan var tekin. Þurfa ekki að fylgja mönnunum inn.

    2
  16. Andskoti er Trent óhittinn með sendingarnar í dag. Ekki gott að horfa á þetta.

    2
  17. Maður er alveg að sofna að horfa á þennan grjónagraut. Lull.

    1
  18. Og þá kom Salah með kanelinn og sykur! Vantar bara rjómablandið til að klára þennan fjárans leik!

    4
  19. Mjög léleg frammistaða. Urmull af lélegum sendingum. Hægt, þungt og hugmyndasnautt. Áttum eina góða sókn í leiknum og áttum lítið skilið. Saliba í stúkunni, Odegaard líka. Gabriel fer út af, Saka og Timber líka. Náðum aldrei neinum sóknarleik. Þetta var úrvals tækifæri til að vinna Arsenal á þeirra heimavelli en liðið karakterslaust, þungt, tapaði flestum návígum, fullt af lélegum frammistöðum. Fengum stig sem er allt í lagi fyrirfram en frammistaðan mikil vonbrigði fyrir mér. Slot! Við verðum að spila betur en þetta!!!

    3

Upphitun: Heimsókn á Emirates

Arsenal 2 – Liverpool 2