Bikarleikur gegn Brighton

Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í Deildarbikarnum en Liverpool er ríkjandi meistari í þeirri keppni og vill Arne Slot eflaust takast að halda þeim titli á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli í útileik gegn Arsenal en heilt yfir spilaði liðið ekki vel og tókst þó að koma tvisvar til baka með góðum mörkum sem er jákvætt.

Það er einna helst að frétta með leikmannahóp Liverpool að þeir Jota, Alisson og Elliott verða eflaust allir frá út næsta landsleikjahlé og erfitt er að meta hver staðan er á Chiesa.

Eflaust mun Slot rótera liðinu aðeins, hann segist ekki viss hvort Jaros byrji leikinn í markinu en það væri kannski nokkuð sanngjarnt.

Jaros

Gomez – Quansah – Van Dijk – Tsimikas

Szoboszlai – Gravenberch – Jones

Salah – Nunez – Gakpo

Hef ekki hugmynd við hverju maður býst við í liðsuppstillingu en ég gæti alveg séð þetta fyrir mér um það bil svona. Sterkt en samt smá rótering.

Brighton hafa verið í fínu formi í deildinni og sitja sem stendur í 6.sæti og eiga tvo leiki í röð gegn Liverpool, heimaleik í bikar og útileik í deildinnu svo ég tel ekkert ólíklegt að þeir geti róterað eitthvað í öðrum hvorum leiknum og þá spurning hvor það yrði.

Annars finnst mér þetta eiga að vera skyldusigur og áfram inn í næstu umferð, takk.

6 Comments

  1. Ég hef smá áhyggjur af þeim Gravenberch og Van Dijk ef það á að spila þeim 90 mín í öllum leikjum.
    Það fer vonandi að styttast í að það verði hægt að hvíla þá í einhverjum leikjum, setja þá Gomez í miðvörðinn og Bradley sem er að koma til baka úr meiðslum í bakvörðinn og nota Endo meira, hann er alveg klár í það.
    Hópurinn er góður, það þarf að nýta hann betur.

    5
  2. Ég held og vona Wataru Endo byrji leikinn. Hann þarf að fá mínútur því það er nokkuð ljóst miðað við innkaupastefnu FSG að liðið mun þurfa á honum að halda á einhverjum tímapunkti þetta tímabilið.

    Væri líka til að að sjá Konaté hvíla. Hafa hann kláran í deild.

    Og ef Trent er búinn að ákveða að skrifa ekki undir þá á hann að spila. Þessi samningamál eru ekki að fara hjalpa liðinu seinni hluta timabilsins. Og þetta er auðvitað engum beint að kenna, bara ekki gott.

    Annars ósammála skýrsluhöfundi þetta sé skyldusigur. Brighton á heimavelli er alvöru leikur. Mér finnst Brighton líklegri í kvöld. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Carabao bikarinn bara þvælast fyrir þetta timabilið. Ég vil deildina í ár.

    Áfram Liverpool og áfram Slot.

    3
  3. Sælir félagar

    Mér er eiginlega alveg sama um þennan leik og er þar á báti með Hafliðasyni. Ég vil meiri róteringu í vörninni og tel að Virgil þurfi hvíld frekar en Konate þannig séð. Konate er einhver besti varnarmaður deildarinnar og með VvD myndar hann besta miðvarðarpar deildarinnar. Það er ekki að sjá að Konate sé neitt veiklulegur nema síður sé. Mín vegna mætti hvíla það báða. Annars bara góður 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  4. Gómes og Kvansa í miðverðina. Endo fyrir framan. Og eigum við ekki einhverja spræka unga frammi?

    Endilega nýta þessa bikarleiki til að safna leikreynslu og hvíla aðalliðið.

    7
  5. Auðvitað á Chiesa að byrja leikinn og keyra kallinn út. The opera ain’t over till the fat lady sings

    5
    • Ekki vera með þessar kröfur á vesalings drenginn. Hann er með inngróna tánögl.

      2

Gullkastið – All eras come to an end

Byrjunarliðið gegn Brighton (bikar)