Bikarleikur gegn Brighton

Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í Deildarbikarnum en Liverpool er ríkjandi meistari í þeirri keppni og vill Arne Slot eflaust takast að halda þeim titli á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli í útileik gegn Arsenal en heilt yfir spilaði liðið ekki vel og tókst þó að koma tvisvar til baka með góðum mörkum sem er jákvætt.

Það er einna helst að frétta með leikmannahóp Liverpool að þeir Jota, Alisson og Elliott verða eflaust allir frá út næsta landsleikjahlé og erfitt er að meta hver staðan er á Chiesa.

Eflaust mun Slot rótera liðinu aðeins, hann segist ekki viss hvort Jaros byrji leikinn í markinu en það væri kannski nokkuð sanngjarnt.

Jaros

Gomez – Quansah – Van Dijk – Tsimikas

Szoboszlai – Gravenberch – Jones

Salah – Nunez – Gakpo

Hef ekki hugmynd við hverju maður býst við í liðsuppstillingu en ég gæti alveg séð þetta fyrir mér um það bil svona. Sterkt en samt smá rótering.

Brighton hafa verið í fínu formi í deildinni og sitja sem stendur í 6.sæti og eiga tvo leiki í röð gegn Liverpool, heimaleik í bikar og útileik í deildinnu svo ég tel ekkert ólíklegt að þeir geti róterað eitthvað í öðrum hvorum leiknum og þá spurning hvor það yrði.

Annars finnst mér þetta eiga að vera skyldusigur og áfram inn í næstu umferð, takk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – All eras come to an end