Liðið gegn Brighton … aftur

Liðið klárt, og klárar breytingar á goggunarröð komnar í ljós:

Bekkur: Jaros, Gomez, Quansah, Robertson, Bradley, Endo, Jones, Morton, Díaz

Semsagt: Hinn gríski scouser er kominn fram fyrir Andy í röðinni, en kannski aðeins erfiðara að lýsa því yfir að Gakpo sé kominn fram fyrir Díaz, þeir hafa einfaldlega báðir verið sjóðheitir í haust.

Tökum þrjú stig í dag takk!

KOMA SVO!!!

49 Comments

  1. Það er óskandi að Darwin Nunez stígi upp í dag og skelli í 1-2 mörk í dag.

    4
  2. Söfnuðurinn hér á Ystu Nöf hefur fastað frá föstudegi kl. 12:00. Vatn bara drukkið en mysa fyrir aðra. Nú þegar barinn opnaði eru menn afar kátir. 3-1 hefur alloft heyrst.

    9
  3. Brighton bara miklu betri en Liverpool og við bara heppnir að vera 1-0 undir í þessum leik.

    4
  4. úff… jæja það er mikið í húfi. Slot er ekki týpan til að missa kúlið. Hann fer yfir þetta með þeim vandlega í hléinu og þeir koma tvíefldir til leiks í seinni.

    3
  5. Alls ekki mættir í þetta finnst manni
    Þurfa vera grimmari koma svo!

    4
  6. Salah ekki með og varla sést í leiknum. Skifta honum útaf í hálfleik.

  7. Betri með hálfgert varalið í miðri viku gegn sama liði á útivelli en með aðal liðið á heimavelli nokkrum dögum síðar!

    4
  8. Það þarf að laga mikið hjá okkar mönnum í dag. Lítum illa út á heimavelli

    4
  9. Er Szobozlai lélegustu kaup Liverpool frá upphafi eða er Nunez það??

    7
  10. Það er enginn áhugi að vinna þennan leik. Inn með feskar fætur í hálfleik.

    4
  11. Jesús Kristur hvað Liverpool nenna þessu ekki, og bara allt liðið er að spila langt undir getu og mikið af mistökum.

    4
  12. Hvernig gátu þeir verið svona lélegir í fyrri það var átakanlegt að horfa á þetta.
    Ætli Konate sé meiddur eftir að hafa dottið þarna í lokinn hélt um hendina vona ekki en úff þetta var glatað.

    3
  13. Í einu orði sagt skelfileg frammistaða. Stirðleiki, klaufska, feilsendingar, kærleysi,vanmat og bara áhugakeysi. Þeir spila boltanum úr vörninni eins og þeir séu að spila við lið í 5 flokki.

    4
  14. Óþolandi í áhorf. Sobó hangandi á boltanum og missti hann þegar hann gat hreinlega rennt honum á Salah . stuttu seinna komið mark á okkur.
    Nunez gerir allt rétt eins og heimsklassa framherji í sókn snemma í leiknum en klárar svo ekki
    Týpiskt…

    Sóknin er bara vandamál og Sobó þar með í þessu 10 hlutverki
    Ef salah meiðist þá er hægt að gleyma þessu

    3
  15. Vonandi skiptir Slot um menn í hléi. Jones og jafnvel Diaz inná.

    2
  16. Erum bara að spila á móti virkilega öflugu liði sem gefur ekki tommu eftir. Þurfum að finna lausn á miðsvæðinu og róa sig svo aðeins á mótlætinu. Erum með full mikið af feilsendingum og svona álíka skíta í gangi hjá flestum. Nú þurfa menn að girða sig heldur betur í brók og klára þennan leik. Vonandi er Konate ekki úr leik en það væri svo sem eftir öðru í leiknum.
    YNWA

    10
  17. Góðu fréttirnar eru að liðið er einungis 0-1 undir og enn inn í leiknum.

    5
  18. Það er langt síðan eg hef séð Liverpoollið svona slakt og áhugalaust. Það hlýtur að verða umsnúningur í seinni hálfleik því verra gerist þetta ekki.

    3
  19. Hræðilegur fyrri hálfleikur.
    Vantar kraft og sendingagetu.

    Arsenal tapaði og City undir gegn Bournemouth.
    Við verðum að koma til baka og taka 3 stig í dag!

    2
  20. Jæja núna er ég hættur að horfa á þessa hörmung. Farinn út í góða veðrið.

    1
  21. Slot verður að gera eitthvað, inna með Diaz eða eitrhvað. Þetta er steindaut

    1
  22. Skil aldrei þessa þjálfara hve seint þeir skipta. Til hvers að hafa breidd þegar hún er ekki notuð.

    1
  23. Hvað ég myndi gera fyrir smá þungarokksknattspyrnu frá okkar mönnum núna. Þessi bumbubolti er ekki að heilla.

    1
  24. Ég er ekki að horfa. Er einhver hér inni sem hefur trú á sigri? Væri hrikalega svekkjandi að tapa í dag!!

    KOMAVSVO!!!

    2

Upphitun: Brighton… aftur

Liverpool 2 – 1 Brighton