Eftir gríðarlega vel heppnaðan fótboltadag í gær hjá Liverpool þá ætla stelpurnar okkar að leggja land undir fót og heimsækja Aston Villa núna kl. 16:30 í Birmingham, og reyndar verður leikurinn á Villa Park.
Þetta verður sérstakur leikur þó ekki nema fyrir það að Missy Bo Kearns verður núna í fjólubláu og hvítu, en ekki rauðu eins og hennar búningur er búinn að vera á litinn frá því að hún var bara nýhætt að skríða og farin að geta sparkað í bolta. Alveg skiljanlegt að hún hafi ákveðið að taka þetta skref á ferli sínum, en mikið vonar maður samt að hún komi aftur heim eftir ekkert allt of mörg ár.
Nóg um það, við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem munu klæðast rauðu (eða líklega hvítu í dag), og þetta verða okkar konur í leiknum á eftir:
Clark – Bonner – Matthews
Fisk – Nagano – Hinds
Höbinger – Holland
Smith – Kiernan
Bekkur: Micah, Parry, Evans, Fahey, Silcock, Daniels, Kapocs, Enderby
Sophie Roman Haug er enn frá vegna meiðsla og verður víst í einhverjar vikur til viðbótar, sem betur fer er nokkuð góð breidd þarna frammi og við erum með Kapocs og Enderby á bekknum. Leanne Kiernan byrjar hins vegar fyrsta deildarleikinn á tímabilinu.
Það verður hægt að sjá leikinn á YouTube rás deildarinnar.
KOMA SVO!!!!
Flottur 1-2 sigur, Hinds með bæði í fyrri.
Vel gert.
Jebb, og jújú þær lágu svolítið mikið í vörn í seinni, en góð 3 stig í hús.