Liðið gegn Leverkusen

Liðið gegn Leverkusen er komið í loftið

Báðir vinsti vængmennirnir byrja og því líklegt að Gakpo verði upp á topp. Nunez þarf að fá hvíld einhversstaðar og út því Jota er meiddur er skiljanlegt að Gakpo leysi eitthvað upp á topp.

Szoboszlai og Robbo eru líka á bekknum en Konate er mættur aftur sem eru frábærar fréttir

Bekkur Jaros, Davies, Gomez, Endo, Szoboszlai, Nunez, Robertson, Quansah, Bradley, Morton.

 

35 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Pool er ekki lengur possession based lið. Ekki einu sinni á heimavelli… 34% fyrsta korterið. Svipað á móti Bton. Ætli þetta sé uppleggið hjá Slot?

  2. Veit einhver hvaða óhljóð eru í gangi á vellinum? Það er eins og það sé non stop flugeldasýning í bakgrunni.

    2
  3. Erum sjálfum okkur verstir í kvöld.Þýska stálið tapað aðeins 2 af síðustu 60 leikjum,sjáum til ad að þeir verði 3 svo ég get verið enn ánægðari á afmælis daginn.
    Erum seinni hálfleiks lið er það ekki koma svo!

    3
  4. Enn einn hörmulegur fyrri hálfleikurinn. Bara verið að bíða eftir hvað andstæðingurinn gerir. Höldum ekki bolta meiri en 6 sendingar og þá er bara sparkað langt fram. Búið að taka allt rock’n roll úr liðinu, við vinnum enga seinni bolta, stýrum engu spili og hættir að vinna bolta á síðasta þriðjungnum. Þetta er að spíralast niður í eitthvað counter attack lið sem hund leiðinlegt er á að horfa. Ef þetta er það sem Slot ætlar að bjóða upp á þá er TAA farinn!!!! maður sér í gegnum sjónvarpið hvað honum leiðist inni á vellinum. Here we are at the top of the league og allt það…. það er farið að örla á smá efa. Alonso og Leverkusen halda uppi skemmtanagildinu á Anfield og það er slæmt…. mjög slæmt.

    2
    • Mulningsvélin gengur áfram hægt og örugglega …. mögnuð frammistaða frá a til ö …

      2
    • Mulningsvélin gengur áfram hægt og örugglega …. mögnuð frammistaða frá a til ö …

      3
  5. Löguðu allt sem var að í fyrri hálfleik og keyrðu yfir Leverkusen. Geggjaður seinni hálfleikur VEL GERT!!!

    2
  6. Spilakassinn! (e. Slot machine). Gjörsamlega átu þýsku meistarana í seinni hálfleik.

    1
  7. Mjög flottur seinni. En Nunez!!! Hann virðist bara ekki geta gert neitt rétt á síðasta þriðjungi blessaður kallinn. Þetta minnir mann á efnilegan fljótan dreng úr 3. flokki sem á allt ólært. Vörnin flott. Jones góður. Salah skilar marki og stoðara að venju. Diaz að fara að taka stöðuna á toppnum???

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Fullkomin helgi

Liverpool 4 – Bayer Leverkusen 0 (Skýrsla uppfærð)