Aston Villa heimsækir Anfield

Í kvöld mun Aston Villa heimsækja Anfield í 11.umferð Úrvalsdeildarinnar en bæði lið léku í Meistaradeildinni í vikunni. Á þriðjudaginn gjörsigraði Liverpool lærisveina Xabi Alonso 4-0 á heimavelli en Aston Villa tapaði 1-0 fyrir Club Brugge á útivelli deginum eftir.

Liverpool situr á toppnum á deildinni með 25 stig en Aston Villa eru í 6.sætinu jafnir að stigum við Arsenal og Chelsea og stiginu á eftir Nottingham Forest svo þeir eru í fínni stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Það er því mikið undir fyrir bæði lið í þessum leik og eru þetta stig sem gætu talið ágætlega fyrir bæði lið þegar talið verður upp úr hattinum í lokin.

Man ekki til einhverja meiðsla eða leikbanna hjá Aston Villa sem ættu að hafa einhver gífurlega stór áhrif á þeirra lið. Ross Barkley er meiddur sem og Matty Cash og ég sá eitthvað myndskeið af Jhon Duran framherja þeirra kveinka sér á æfingu en ekkert hefur heyrst meira af því svo ég viti til. Villa ætti því að mæta með svo gott sem sitt besta lið í kvöld.

Meiðslalisti Liverpool er nú ögn stærri og merkilegri en þeir Diogo Jota, Alisson Becker, Harvey Elliott og Federico Chiesa eru enn allir frá vegna meiðsla.

Arne Slot kom kannski pínu á óvart með uppstillingu sinni gegn Leverkusen þegar hann setti Luis Diaz í strikerinn en sú tilfærsla skilaði sér heldur betur og skoraði sá Kólumbíski þrennu í leiknum og Cody Gakpo skoraði líka af vinstri kantinum svo ég yrði ekkert mjög hissa ef hann heldur sömu framlínu í dag þar sem þeir eru báðir á mjög góðu skriði og að skora og leggja upp mörk.

Curtis Jones kom með góða innkomu í byrjunarliðið gegn Leverkusen og hefur verið flottur undanfarið en hefur svolítið róterað sínu hlutverki með Szoboszlai svo það er spurning hvor þeirra fái að byrja í dag. Gæti trúað að það sé svolítið stærsta spurningamerkið í byrjunarliðinu í dag og ég reikna með að Kostas Tsimikas byrji í vinstri bakverðinum.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

Jones – Gravenberch – Mac Allister

Salah – Diaz – Gakpo

Þetta er leikur sem gæti verið erfitt að spá fyrir um og Aston Villa hefur verið svolítið jójó í frammistöðum og úrslitum upp á síðkastið hvað varðar frammistöður og úrslit. Þeir tapa gegn Club Brugge í síðasta leik og svo tapa þeir í bikarleik gegn Crystal Palace og í deildarleik gegn Tottenham og jafntefli gegn Bournemouth frá síðasta sigurleik sínum.

Liverpool á frábæru skriði og hafa gert svo vel í að sigra þær hindranir og áskoranir á þeirra vegi hingað til í vetur svo það er engin ástæða til að vonast eftir öðru en góðum og mikilvægum heimasigri í kvöld.

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Ólafur. Mér finnst uppstillingin eins líkleg og hver önnur fyrir utan Alisson sem líklega leikur ekki í kvöld. Villa menn munu koma alveg trylltir í þennan leik því gengið undanfarið hefur örugglega farið undir skinnið á þeim. Ég vonast eftir sigri í hunerfiðum leik og geri mig ánægðan með hvernig sigur sem er.

    3
  2. Við fengum auka dag til að hvíla og auk þess á heimavelli í vikunni en þeir á útivelli. Nú vil ég sjá hátt orkustig í fyrri hálfleik líka!!

    Við ættum að vera með sjálfstraust algjörlega 100% botni meðan þeir gætu verið vel stressaðir

    5
  3. Vil sjá þá Gakpo – Diaz – Salah frammi, verður athyglisvert að sjá hvort að Diaz geti haldið áfram sinni frammistöðu sem fremsti maður. Fer ekki fram á aðra þrennu en væri gaman að sjá hans gæði njóta sín sem fremsta manns

    4
  4. Ég er nú þegar orðinn þreyttur á Chiesa. Núna er þessi gaur meiddur næsta mánuðinn eða svo samkvæmt hvernig Slot talaði að mögulega yrði hann tilbúinn fyrstu vikurnar EFTIR landsleikjahléið.
    Þannig þegar hann var ekki in form þá var það ekkert nema bull frá klúbbnum það var búið að vara við þessari meiðsla hrúgu og samt er farið og náð í hann.

    Jota við þurfum að fara fá annan leikmann í staðinn fyrir hann eins góður og hann er þá er hann meiddur svona 6 mánuði af tímabilinu.
    Nunez má selja í janúar ég vill að klúbburinn fari og nái í almennilegan striker þetta er komið gott hann er farþegi í þessu liði og skilar engu nema flottri hárgreiðslu.

    Við erum 1 meiðslum frá Diaz eða Gakpo og þá er allt farið í skrúfuna fremst.

    3

Liverpool 4 – Bayer Leverkusen 0 (Skýrsla uppfærð)

Byrjunarliðið gegn Aston Villa