Byrjunarliðið gegn Aston Villa

Lið kvöldsins er komið, ekki mikið þarna sem kemur á óvart. Menn voru helst að velta því upp hvort að Szobo myndi byrja með Curtis og Gravenberch en Mac Allister heldur sæti sínu, Robertson kemur inn í vinstri bak og Darwin Nunez kemur aftur inn í stað Gakpo.

Sterkt lið. Þrjú stig takk!

YNWA

56 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Er ekki hefð fyrir því að hópferðir kop.is á leiki skili þremur stigum í hús? Vonum a.m.k. að það gangi eftir í kvöld.

    13
  2. Rodri lausir city menn að tapa 4 leiknum í röð sem hefur aldrei gerst í stjóratíð Guardiola, megi það halda lengi áfram.

    13
      • Maður fagnar vissulega í hvert skipti sem þessir svindlarar tapa stigum,, en ég ætla að halda aftur af mér þar til Villa leikurinn er yfirstaðinn.

        Fjórir tapleikir í röð og í raun hafa þeir verið lélegir alveg síðan Rodri meiddist. Voru heppnir að vinna Southampton, Wolves og Fulham.

        7
  3. City var að tapa tapa…nú verðum við að taka þennan leik, einn af úrslita leikjum tímabilsins….ehhhh…

    7
  4. City virðist lost án Rodri (og De Brunye). Við höfum oft lent í þessu, að missa lykilmenn og lenda í basli (án þess að hafa heilt varalið á bekknum), en þá var það bara “lélega Liverpool” í mediunni.

    Skýrasta tilfinningin eftir síðustu ár er að þetta er allt gert af dugnaði, alúð, innsæi, skerpu, skemmtun og “kviku”. Ansi gaman að vera stuðningsmaður. Vonum hið besta í kvöld!

    6
  5. Anton Villa með sterkt lið inn á í kvöld. Væri gaman ef Liverpool myndi byrja leikinn af krafti. Höfum verið daufir framan af leikjum. Vona að Nunez sýni loksins eitthvað gott í kvöld.

    3
  6. Úff, vörnin galopin á köflum! Líklega sama sagan, Arne þarf að segja mannskapnum í hálfleik hvar Davíð keypti ölið!

    2
    • Fengum markið.
      Ef hann hefði ekki skorað þá hann fokið útaf.
      En vel slúttað hjá Nunez

      6
      • Nei dómarinn dæmdi aldrei brot, sem er ótrúlegt það er verið að hlægja að því í útsendingunni

        4
      • Sé það núna að fólið hann Tierney er á Varsjánni. Skýrir ýmislegt.

        2
      • Reyndar er þess vegna furðulegt að það hafi ekkert verið dæmt þegar Watkins og Konate voru að slást þarna í teignum. Hefði alveg trúað annaðhvort Coote eða Tierney til að dæma víti.

        2
  7. Held að Robertson eigi að vera sendur út á ísinn. Getur ekkert lengur. Klúðrar 5 metra sendingum.

    2
  8. Flottur fyrri hálfleikur. Fæ ekki nóg af því þegar rólegheita-reitaspil breytist á augabragði í leiftursókn. Svakalega flott uppsett. Nunez – hvað getur maður sagt? Flott afgreiðsla en slúttið einn á móti markmanni var afleitt. Er vonandi að komast betur inn í taktinn.

    Salah hefur nú oft farið illa með færin en svo gerir hann gæfumuninn.

    4
  9. Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn.
    Nunez að troða sokk hann þurfti þetta mark.
    Erum að spila gegn góðu liði það er aldrei neitt gefið fyrirfram í þessu en verðum bara verðum að taka þessi 3 stig núna þar sem City misteig sig.

    Nunez er búinn að vera sá besti í fyrri hálfleik að mínu mati þrátt fyrir að hafa klúðrað þessu dauðafæri fyrr í leiknum.
    Hvar er Diaz ? ekki sést í leiknum eins mikið og maður dýrkar hann þá er hann gjörsamlega ósýnilegur í fyrri hálfleik.

    Konate,VVD og Kelleher algjör beast í fyrri hversu gott er að hafa svona lið þarna aftast.

    Trent með vöðvameiðsl ekki gott en við vitum að Bradley er nógu góður og hann hefur sýnt það áður.
    Tökum þetta í seinni !
    YNWA

    8
  10. Furðulegt að spjalda ekki gulu fyrir brotið á Salah….Coote í sínum vanalega amatör gír,ekkert annað en hörmulegur dómari. Alexis er eitthvað off finnst mér,þessi dægrin en heilt yfir bara flott að vera yfir í hálfleik.

    5
  11. Er virkilega sattur með fyrri halfleikinn. Darwin er skv. þrounarkenninguni, alltaf að þroast til hins betra. Koma svo REDS, styrkjum okkur enn betur a toppnum.

    YNWA

    3
  12. Sælir félagar

    Macca búinn að vera ansi mistækur og DSiaz ekki sjáanlegur í fyrri. Vonandi hressist eyjólfur í seinni. Núnez og Sala bestir ásamt varnartröllunum og Kelleher. Nú er bara að halda haus og klára .þetta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  13. 3 skiptingar
    Gakpo inn diaz út
    Tsimkas inn Robbo út
    Og mögulega sobo inn og mac út ?

    2
  14. Slot er maður tveggja hálfleikja. Hingað til hefur það verið Murinho í fyrri og full time Klopp í seinni. Núna er það bara full time Morinho í seinni og sigla þessu heim… Vonum að það gangi.

    3
  15. Ég segi bara hvaða leikmaður á að leysa Salah af hjá okkur ?
    Nýjan samning á manninn strax í kvöld.

    12
  16. Vá hvaða himnasending er Arne Slot…ég er búinn að halda með Liverpool í 47 ár hef aldrei verið svona peppaður…YNWA

    8
  17. Aðspurður um hvernig Liverpool væri að fóta sig sagði ég við vin minn í september, forfallinn Arsenal mann, að það væri gaman að sjá að liðið virtist ætla að standa stjóraskiptin slysalaust af sér. “Þetta er aðeins leiðinlegra,” sagði ég. “En það virðist virka.”

    Það verður nátturlega aldrei annar eins skemmtikraftur og Klopp. Hann tók hárrétta ákvörðun með því að hætta á réttum tíma, eins og allar hans ákvarðanir fyrir klúbbinn.

    Við siglum inn á ný svið með nýjum áskorunum og það er svo sannarlega verið að svara þeim. Þvílík undrabyrjun hjá Arne Slot.

    4
  18. Slot hvaða rugl er þessi maður að cooka…ekki eðlileg þessi byrjun. Tók við góðu liði og allt það en þessi performance eru eitthvað annað ég skil ekkert hvað er í gangi núna.
    Ég tek því með yfirvegun samt en að fylgjast með þessu er eitthvað annað.

    Við elskuðum öll Klopp en það er auðvelt að halda áfram þegar að Slot ákveður að setja þetta á eitthvað annað level. Fáranlegt.

    YNWA

    6
  19. Frábær sigur. Ekki svo frábær frammistaða. Svolítið þemað í haust. Maður er ekki vanur svona hægum bolta og mörgum sendingum aftast. Erum ekki mjög sóknarþenkjandi. T.d. 11-9 í marktilraunum í kvöld og við með 2 horn og Villa 9. Manni líður alltaf eins og að það sé stutt í að við fáum á baukinn. Vonandi heldur þetta áfram en maður væri til í aðeins meira skemmtanagildi.

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Aston Villa heimsækir Anfield

Liverpool 2-0 Aston Villa