Mörkin
1-0 Nunez, (20.mín)
2-0 Salah (84. mín)
Hvað réði úrslitum
Egypski kóngurinn, Mo Salah. Lagði upp fyrsta markið hjá Darwin Nunez og skoraði svo hið gríðarlega mikilvæga annað mark á virkilega góðum tíma. Það þýðir að Salah er kominn með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum þetta tímabilið, enginn verið fljótari síðustu 40 árin!
Annað sem mér finnst þess virði að benda á. Miðvarðarparið okkar, þvílíkur lúxus að hafa tvo af þessum gæðum. Frábærir í dag, eins og þeir eru búnir að vera allt tímabilið.
Hvað þýða úrslitin
Úrslitin þýða einfaldlega að við förum inn í landsleikjahléið með 5 stiga forystu á toppnum eftir tap City fyrr í dag. Ef ég las mér rétt til þá er þetta versti kafli í stjóratíð Pep, fjögur töp í röð. Það er því klárlega tækifæri til staðar fyrir önnur lið – en það á mikið vatn eftir að renna til sjávar ennþá. Nú er bara að halda dampi, sleppa við meiðsli og vonandi fá einhverja til baka.
Hvað hefði mátt betur fara?
Það var enginn að búast við þessari byrjun á leiktíðinni. Glasið mitt er hálffullt í kvöld, ég segi því ekkert – nema þá að missa ekki Trent í meiðsli. Vonandi er þetta ekki alvarlegt og hann verði klár 24 nóvember.
Næsta verkefni
Næst er það landsleikjahlé númer fimmtán. Alveg stórmerkilegt. Aldrei vitað um jafnmikið framboð af einhverju þegar eftirspurnin er nákvæmlega engin. Það eru samt risa leikir sem bíða okkar. Fyrst er það Southampton á útivelli áður en við tökum á móti Real Madrid og Man City í sömu vikunni!
Þar til næst
YNWA
Sælir félagar
Frábær 3 stig í höfn og efsta sætið margtryggt. Það er hægt að vera sáttur við alla í þessum leik og það er magnað hvað hversu gríðarsterk vörnin er. Leikurinn var í raun aldrei í hættu þó annað markið hafi verið kærkomið. Afgriðsla Salah þar var mögnuð og mikið væri nú gaman ef fleiri gætu skorað af sömu yfirvegun. Takk fyrir mig og svo er þetta skítalandsleikja hlé sem enginn vill hafa. Hvorki stuðningsmenn né leikmenn.
Það er nú þannig
YNWA
Vörnin í þessum leik vá…Konate var líklega að spila einn af betri leikjum Liverpool algjört beast mode enabled.
Hvað getur maður sagt ? Nunez treður í sokk snemm búinn jólasokk held ég.
Salah er að minna menn á afhverju hann er kallaður kóngurinn ..menn eiga DRULLAST til að endursemja við hann ég nenni ekki meira af kjaftæði með það.
Maður vonar að Trent sé ekki illa meiddur en djufull er gott að hafa Bradley sem backup.
Nunez hann stóð sig virkilega vel í þessum leik.
Djufull sáttur við þessi stig og City meiga éta skít
YNWA
10 & 10 – Mohamed Salah is the first player to reach double figures for both goals (10) and assists (10) for a big five European League side in all competitions this season, while the Egyptian has now achieved this in each of his last four seasons for Liverpool. Unplayable.
Enough said give the man a new contract..
Er virkilega sattur, hvernig ma annað vera. Allt einhvern veginn YNWA ara yfir ollu, samstillingin er þannig hja liðinu okkar. Sem þiðir að Slott elskar að halda i LFC hefðina, love it..
YNWA
Ég ætla að velja Kelleher sem mann leiksins
Konaté var tröllaukinn í kvöld. Minn MOM.
Landsleikjahlé framundan með tilheyrandi volæði og þunglyndi – en aftur förum við inn í það í frábærum fíling.
Takk fyrir mig frábæru leikmenn og þjálfarar!
Það er ekki hægt að biðja um meira en akkúrat það sem liðið skilaði í kvöld, 3 stig og hreint lak, allir leikmenn stóðu sig vel. Að sjá Diaz og Nunez hlaupa lengst aftur á okkar vallarhelming til að hjálpa vörninni hvað eftir annað er verðmætara en við gerum okkur grein fyrir, þetta eru sko engar prímadonnur!
Fyrst að Trent meiddist og Konate gæti verið aumur í hnénu í nokkra daga er hægt að sætta sig við landsleikjahlé, annars hefði ég viljað næsta leik strax í miðri viku, strákarnir tóku þennan leik í lága drifinu.
YNWA
Svakalegt hvað þetta er maskínulegt hjá okkur og fagmannlegt.
Næsti leikur er stórhættulegur á móti southampton þar sem þeir fá tveggja vikna frí til að æfa sig á meðan við erum með landsliðsmenn út um allan heim.
Frábær úrslit og minn maður leiksins var Virgil van Dijk. Mér leið alltaf best í stöðunni 1-0 þegar hann var með boltann. Ég er ekki viss um Liverpool gæti spilað svona bolta eins og boðið var upp á í seinni ef fyrirliðinn væri ekki að stjórna þessu.
Annars heilt yfir mjög sáttur og það þarf varla að taka fram hvað Salah er magnaður.
Slot heldur betur að fara vel af stað. En gleymum því ekki að Klopp á nú alveg eitthvað í þessu.
Áfram Liverpool og áfram Slot!
Okkur vantar nokkra miðverði í viðbót.
Trúi ekki að Slot ætli að treysta á Konate
Haaa?
Farðu aftur júní, júlí og ágúst og skemmtu þér við að lesa endalaus SOSköll eftir miðvörðum og dómsdagsspár um væntanlegt tímabil
Stefán Már 02.08.2024 at 12:27
Ég hefði nú talið það ákveðið lykilatriði að fá miðvörð í staðinn fyrir Konate, þar sem hann er gagnslaus.
Höddi B 14.08.2024 at 16:02
Það er líka statement ef Liverpool kaupir engan leikmann ! Það þýðir þá bara að menn sætta sig við að vera ekki að berjast um titlinn, heldur bara að ná 4-6 sæti.
@Spekingurinn:
Auðvitað alveg mögulegt að bæði Stefán Már og Höddi B munu hafa rétt fyrir sér, enda aðeins 29% af tímabilinu búið og allt getur gerst. Til dæmis gætu meiðsli á lykilmönnum breytt öllu. Við skulum þó vona að svo verði ekki en það er engan veginn tímabært að gera lítið úr skoðunum og áhyggjum fólks fyrir tímabilið. Þetta er ennþá bara rétt að byrja og við spyrjum að leikslokum.
En fjandinn hvað maður er að njóta þessa dagana!
Ég stend við ummæli mín. Maðurinn er góður í fótbolta, en er tifandi tímasprengja. Fljótlega verður hann kominn á sjúkralistann og aftur orðinn með ollu gagnslaus.
Nýtt ævintýri er í uppsiglingu, það er nokkuð ljóst! Slot-boltinn er búinn að sýna sitt eðli. Hvað er það sem ég tek eftir?
1. Jú, magnað að sjá varnarmenn okkar rekja boltann á milli sín á eigin vallarhelmingi, ,,calm as you like” meðan andstæðingurinn stendur sínum megin á vellinum og leggur ekki í pressuna. Svo… bimm, bamm, búmm… nokkrar sendingar og skyndilega er liðið komið í leiftursókn. Ótrúleg hraðabreyting hjá heilu liði, boltinn er þræddur í gegnum miðjuna hjá þeim og allar viðbörunarbjöllur klingja hjá andstæðingunum! Hrikalega gama að sjá þetta.
2. Hraðaupphlaup… erum við komnir aftur í appelsínugulu-búningana og árið er 2018? Hvað er að frétta? Við erum að sjá þetta trekk í trekk, þar sem föst leikatriði hjá andstæðingum enda í hinum megin á vellinum og í þessu tilviki – tvö mörk (og hefðum átt að skora þau þrjú eða jafnvel fjögur!)
3. Einstaklingsgæði… Leyfum því að ,,sinka in” að enginn spilandi leikmaður var keyptur í liðið í fyrsta Slot-glugganum. Hérna sjáum við framúrskarandi árangur af æfingasvæðinu þar sem hver og einn leikmaður hefur stórbætt sig. Ef við berum þetta saman við nýja þjálfara hjá öðrum liðum, þá fylgir slíkum breytingum í brúnni gríðarlegur kostnaður við nýja leikmenn. Í okkar tilviki hefur þeim tekist að gera gott betra.
4. Staðfesta: Slot er með fætur á jörðinni, ekkert vesen, engin óþarfa dramatík, enginn mini-Klopp. Allt bara eins og hann telur að sé rétt og gagnist hópnum. Það er ekki sjálfgefið að við skyldum fá svona sterkan karakter eins og hann!
Yndislegt alveg yndislegt.
Viðurkenni að mér leið ekki vel með hvernig við komum inn í seinni hálfleik, mikið dól með boltann innst á okkar helmingi og verið að spila einhverskonar biðbolta, fá Villa menn framar á völlinn.
Mér líður alltaf illa þegar við erum að spila þannig.
Anyhú, Nýjan samning á Salah takk!
YNWA
Gleymdi að minnast á Gravenberg!
Þvílíkur leikmaður!
Mér fannst TAA koma virkilega stemmdur til leiks í gær. Það var alvöru hugur í honum og leiðinlegt að sjá hann fara út af vegna meiðsla. Menn leiksins að mínum mati voru van Dijk og Salah. Þetta eru menn sem eru að spila virkilega vel.
1. Væru þeir að spila jafn vel ef þeir væru búnir að skrifa undir nýja samninga hjá Liverpool?
2. Verða þetta aðrir leikmenn eftir áramót? Annaðhvort að passa sig áður en þeir yfirgefa liðið og/eða með hugann við annað, eða kannski ósáttir við að fá ekki samning og þá ekki að spila fyrir liðið.
Eða búnir að skrifa undir risasamning og geta slakað aðeins á.
3. Er FSG kannski alveg með þetta. Fá sem mest út úr þeim á sem minnstan pening? Alvöru kaup í janúar og þeir halda partýinu gangandi án þeirra?
Eitt sem víst. Að þetta eru allt leikmenn og þá sérstaklega Salah og van Dijk, sem á löngum köflum hafa verið bestu knattspyrnumenn í heimi í sinni stöðu. Klopp á sinn þátt í því og Liverpool. Á endanum snýst þetta um hvað er best fyrir liðið. En þetta verður smá fyrir og eftir janúar með þessa mikilvægu menn.
Smá sunnudagur í manni.
Nýjustu fréttir herma að þetta séu landsleikjameiðsli hjá TAA möguelga 1-2 leikir fyrir utan það. vonandi reynist það rétt.
En varðandi samningsmál og það allt.
Er það í raun eina sem við vitum lítið til varðandi Slot, þótt við þekkjum FSG ágætlega.
lið ánn Salah,Dijk og TAA það er spurning hvernig það verði. með fullri virðingu fyrir Nunez en hvað ef gæinn sem kæmi fyrir Salah yrði álíka krummafótur?
Og næsti miðvörður yrði annar Lovren t.d. eða einhver langt frá Dijk?
næstu tveir gluggar munu ráða miklu fyrir framhaldið hjá okkur.
en Dijk og Salah verða ekki að elífu við sjáum öll að það styttitist!.
annars eru þessir 3 púnktar hjá þér bara nokkuð spot on.
https://fotbolti.net/news/11-11-2024/domari-i-ensku-urvalsdeildinni-jurgen-klopp-er-tussa
Coote er sá vitleysingur sem ég hélt að hann væri og nú er það staðfest.