Merseyside derby hjá kvennaliðunum – Goodison að segja bless

Þrátt fyrir að Goodison Park sé auðvitað óþolandi leikvöllur, þá verður nú sjálfsagt ákveðin eftirsjá af honum eftir þann 7. desember þegar síðasti Merseyside derby karlaliðanna fer fram á þeim velli. Stelpurnar okkar ætla að mæta grönnum sínum núna kl. 15 á téðum velli, og það eru allar líkur á að það verði í síðasta skiptið sem það mun fara fram Merseyside derby kvennaliðanna á þeim velli.

Gengi liðanna hefur svosem ekkert verið til að hrópa húrra fyrir, en okkar konur eru þó í efri hlutanum. Það sama verður ekki sagt um þær bláklæddu, þær eru reyndar í neðsta sæti deildarinnar og þegar komnar fram raddir um að þær gætu e.t.v. fallið í vor.

Þær bláklæddu eru með innanborðs tvo leikmenn sem áður spiluðu fyrir Liverpool: Melissa Lawley og Rylee Foster eru nú innan þeirra raða, en hvorug þeirra hefur mikið komið við sögu, helst að Lawley hafi komið inná í leikjum.

Nóg um það, við beinum athyglinni að okkar konum og hvernig þær stilla upp, og það er sitthvað nýtt að frétta þar:

Micah

Clark – Bonner – Silcock

Fisk – Nagano – Holland – Hinds

Höbinger

Smith – Kiernan

Bekkur: Spencer, Fahey, Evans, Shaw, Daniels, Kapocs, Enderby

(Það má alltaf deila um hvernig uppstilling er nákvæmlega, bara ljóst að Fisk og Hinds eru vængbakverðir, svo eru 3 miðverðir, og að Nagano er í sexunni. Holland og Höbinger gætu í sjálfu sér verið báðar í box-to-box hlutverki, og gegn liðum eins og Everton og öðrum liðum í neðri hlutanum er liðið sjálfsagt aðeins sókndjarfara en t.d. gegn Chelsea og City).

Hannah Silcock er held ég að byrja sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið, gríðarleg traustsyfirlýsing í hennar garð. Enda má segja að Matt Beard hafi verið í ákveðnum vandræðum með þessa stöðu, Gemma Evans hefur ekki verið að heilla eitthvað svakalega, Jasmine Matthews hefur aðeins spilað þessa stöðu en er ekki í hóp í dag, og Niamh Fahey er held ég meira í hópnum upp á punt og kannski til að koma inn af bekknum á síðustu 10-15 mínútunum í tilteknum leikjum, en hefur líklega ekki lappir lengur í að byrja leiki.

Þá er Rachael Laws ekki í hóp, en Teagan Micah er sem betur fer komin til baka og byrjar því á milli stanganna. Eva Spencer er á bekk, rétt eins og Zara Shaw, stalla hennar úr U18 landsliðinu, en það eru aðeins 7 leikmenn á bekk þar sem það vantar Laws, Matthews, Parry, Roman Haug og Lundgaard vegna meiðsla. Einhver hefði nú gefið akademíuleikmönnum pláss á bekknum, en við vitum svosem ekkert hvenær þær eru að spila og kannski voru þær bara ekki fáanlegar. Beard svosem lítið í því að henda akademíuleikmönnum út í djúpu laugina hvort eð er, nema þá í t.d. deildarbikarleikjum.

Leikurinn verður sýndur á Youtube rás deildarinnar (ásamt öllum hinum), og er held ég líka sýndur á Sky eða a.m.k. á einhverri sjónvarpsstöðinni.

Það yrði yndislegt að krækja í 3 stig í dag, löngu kominn tími til að valta yfir þær bláklæddu.

KOMA SVO!!!

4 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Smá leiðrétting: Hannah Silcock byrjaði leik í deildinni gegn Arsenal í mars 2023, en það er líklega eini deildarleikurinn sem hún á í byrjunarliði. Er búin að koma inná nokkrum sinnum í haust, og hefur jafnvel smeygt sér inn á miðjuna þá.

    1
  2. Þetta brot var fyrir utan teig. Lélegt að dæma víti. En svona eru VAR-lausu leikirnir.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Liverpool Á Toppnum Allsstaðar!

Pub Quiz Kop.is