Kop.is samsteypan kom saman laugardaginn 2.nóvember og tók upp Pub Quiz sem Daníel Brandur hélt utan um strax í kjölfarið á góðum sigri Liverpool á Brighton. Vægast sagt ekki auðvelt quiz en við ákváðum að prufa að taka þetta upp og leyfa hlustendum að vera með líka.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 496
“Ertu að lýsa bara einu marki …”
Maður þarf að vera með mannkynsoguna a hreinu til þess að vita þessar spurningar. En ok, hver skoraði fallegasta mark ferils sins með hælspyrnu, þegar boltinn var a leið fra marki, augnablikshugsun.
Origi gæti verið svarið en hann hefur reyndar skorað nokkur falleg mörk.
Mane, sennilegasta vanmetnasta mark ever.
YNWA
Kvarme kom með langa sendingu fram völlinn, Balotelli fór framhjá þremur og gaf fastan fyrir á Istvan Kozma sem stangaði boltann i nærhornið, óverjandi fyrir Ogrizovic í markinu. Hvað heitir kona línuvarðarins sem flaggaði rangstöðu?
Elaine Richardson auðvitað. Er þetta ekki almenn vitneskja?
Ögurverk liðið. Vinstri bak hlýtur alltaf að vera Vignal, Man eftir miklum væntingum þar. Saknaði líka Vegard Heggem í hægri bak. Kom ungur og hafði töluverðar væntingar en meiðsli settu svosem strik í hans feril. John Welsh átti svo að vera næsti Carra sem cb, cl , cr og cmd
Ef við tökum þjóðerniskenndina inn í spilið þá hljóta mestu vonbrigðin að vera þau að hvorki Haukur Ingi né Guðlaugur Victor skyldu komast upp úr varaliðinu… Og Gylfi Sig. mætti aldrei til leiks né heldur Ísak Bergmann.
Hvenær verður Íslendingur næst orðaður við okkar ástkæra lið?
Er það ekki bara þegar Heimir Hallgrímsson tekur við sem interim þjálfari, á 78. aldursári, þá búinn að þjálfa fleiri lið en nokkur annar í heiminum?
Hann á langt í land með að ná þessum meistara
https://en.wikipedia.org/wiki/Rudi_Gutendorf
Hugmynd að næsta Ögurverk liði: Leikmenn sem komu næstum því (mjög sterklega orðaðir).