Gullkastið – Olíulaust Man City

Þvílík vika, Real Madríd var pakkað saman í miðri viku og Man City jafnvel ennþá meira sannfærandi um helgina. Liverpool er afgerandi á toppnum allsstaðar fyrir vikið. Framundan eru tveir erfiðir útileikir, Newcastle á St. Jamses áður en Liverpool heldur í síðasta skipti yfir Stanley Park til að spila í Guttagarði. Ljómandi að losna við þá úr hverfinu.

Ögurverk liðið er á sínum stað, það var töluverð barátta um fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar

Happatreyjur.is – Gjafaleikur

Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is.
Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 499

7 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þegar Michael Edwards hætti hjá Liverpool varð maður var við talsverðar breytingar. Völdin virtust færast meir í hendur Klopp. Klopp var sérlega trúr sínum leikmönnum sem hafði í för með sér að liðið fór að eldast og endurnýjunin var lítil. Ástæða þess að Keita og Ox voru ekki seldir virtist vera Klopp.

    Man City hafa haft hægt um sig á markaðnum undanfarin ár, liðið er að eldast og maður spyr sig hvort Guardiola sé nú á svipaðan hátt og Klopp var,, of trúr sínum leikmönnum.

    Maður hefur séð marga leikmenn sem voru um og yfir þrítugt fá langa risasamninga sem virtust meika fullkomin sens en reyndust vera hræðileg ákvörðun, dæmi: Aubameyang, Ozil, Alexis Sánchez, Casemiro.

    Margir voru brjálaðir þegar LFC létu Winjaldum renna út á samning, en eftir á að hyggja reyndist það vera hárrétt ákvörðun þó hann hafi ekki verið nema 31 árs þegar hann fór til PSG.

    Í fyrra gerði Kyle Walker 3 ára risasamning við City. Í dag er hann (34 ára) í fyrsta skipti á ferlinum að missa leikmenn framhjá sér og virðist hreinlega búinn sem leikmaður í hæsta klassa.

    Maður gerir ráð fyrir því að Van Dijk og Salah vilji 3 ára samninga en svo virðist vera að LFC ætli einungis bjóða þeim eitt ár.

    Það er nokkuð ljóst að þeir eru aldrei að fara að fá 3 ára samninga og ef samningar eiga að nást verða leikmennirnir að gefa eftir.

    Svo það er líka leikmannanna að sýna að þeir vilji virkilega vera áfram.

    Svo virðist vera sem Hughes og Edwards vinni eftir strúktur sem þeir ætla að fara eftir.

    Slúðrið frá The Athletic segir að Salah sé það ólmur í að vera áfram hjá LFC að hann sé nú tilbúinn að skoða þann möguleika að semja til eins árs (tökum því með fyrirvara).

    Svo spyr maður sig hvort ein af ástæðum þess að VVD og Salah séu að leika svona frábærlega sé sú að þeir eru á lokaári samnings?

    Stuttir samningar hafa oft þann kost í för með sér að menn leggja meira á sig og spila betur og vert er að hafa í huga að þó þeir séu að spila frábærlega í dag er ekki á vísan að róa með að verði eftir tvö ár.

    TAA er svo annað dæmi,, en það er helst talað um hann geri óraunhæfar peningakröfur og að strúktúrinn hjá LFC verði ekki beygður.

    Manni er líka farið að lengja eftir fréttum af samningsmálum Konate og Diaz.

    13
  2. Akkúrat þetta. Hef beint á þetta þegar menn eru í FSG OUT vagninum
    að það er hreinlega spurning hvort það sé félaginu til tekna að sitja uppi með tvo launaháa pósta í 3 ár
    maður hefur séð það svo oft að menn geta dottið yfir hæðina á einu ári.
    Það gæti kostað lægð í heilt tímabil sem gæti svo orðið lengra. Liverpool þarf stöðugt að vera endurnýja sig og reyna halda sér á þeim stalli sem það er í dag.
    en aðal staðreyndinn er sú að Dijk og Salah verða ekki eilífðir og farið að styttast vel í annan endan.
    eina sem maður vonar er að liðið nái að fylla þeirrar stöðu með vægri lendingu svo miklir lykilmenn eru þetta.

    TAA er svo annað mál, ég vona innilega að hann sé tilbúinn að semja innan ramma félagsins. spurningin er einfaldlega sú núna.

    Konate: Fabrizio Romano póstaði því í Okt. að viðræðum milli hans og félagsins gengu vel.
    svo hefur ekkert gerst.

    Diaz. eina sem maður les um að hans framtíð er óljós.

    Mögulega er spurning hvort að önnur lið séu en að hækka sig í þrep á launaskalanum. sem Liverpool þarf svo að taka líka.
    En svo getur bara vel verið að menn treysti hvor öðrum það mikið að menn séu að einbeyta sér af því að klára verkefnið sem er í gangi og allar svona viðræður séu bara gerðar rólega og eru í raun gott sem klárar.

    5
  3. 1 ár á VVD og Salah er ásættanlegt imo þá þarf maður ekki að spá í þessu fyrr en 2026.
    Og eins og menn koma inná þeir eru ekki að fara yngjast því miður !

    En getum ekki látið Trent labba frítt það má bara alls ekki gerast Liverpool á ekki að vera í þessari stöðu
    maður vill sjá hann fá góðan samning og hann vilji vera áfram hjá Liverpool verð hrikalega pirraður ef hann fer til Real.

    Manni finnst Diaz standa sig vel og gott að hafa þennan leikmann í hóp ásamt Gakpo við erum með lúxus vandamál hverjir eiga byrja leiki þar á bæ en að sjálfsögðu skilur maður að menn vilji spila alla leiki það er eðlilegt fyrir svona góða leikmenn.

    Vonandi fara koma góðar fréttir með samningamál Hughes og co fara spíta í lófana ná þessu í gegn ekkert kjaftæði !

    5
  4. Ég er nú meira en svolítið undrandi á þessari ráðstöfun. Tek undir með pundittunum í þættinum að best væri að setja Alisson á söluskrá.

    Kelleher hefur verið stórbrotinn og óháð hæfileikum Alissons þá gildir hið fornkveðna: ,,The best ability is availability”

    Svo væri gaman ef litla MU stæði uppi í hárinu á Arsenal annað kvöld og næði amk jafntefli…. Nott. Forest gæti svo strítt Pep og þá verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni!

    4
  5. Takk fyrir góðan þátt – sérstaklega gaman að fá þetta svona fyrri hluta viku – það er dæmi um að það gengur vel hjá okkar mönnum þegar þættirnir lenda snemma 🙂

    Fyrsta kortérið í þessum leik á móti Man City er einhver mesta flenging sem ég hef séð á knattspyrnuvellinum. Þegar maður var búinn að taka í sátt nálgun Slot á að possession vinnur ekki endilega leiki þá ákveður hann bara að setja þumalskrúfurnar á Pep og bensíntittina hans. Þvílíkt og annað eins – no joke, staðan hefði getað verið 4-0 á fyrsta kortérinu.

    Sama var upp á teningnum með Real Madrid – þeir sáu ekki til sólar, hvað þá Mbappé sem mun eflaust naga sig í handarbakið að hafa ekki látið slag standa og komið til Liverpool á sínum tíma – megi hann rotna í þessum hreinsunareldi á Spáni þar til hann fer að hegða sér eins og maður.

    Nú er prófið á Slot komið – getum við ekki farið að segja það að titillinn er okkar að tapa úr þessu?

    Hlakka mikið til að sjá hvernig okkur farnast síðan á móti minnimáttar-liðunum í þessari viku og bæta 6 stigum við sarpinn.

    Ég elska síðan svona gott take en ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf selja Alisson frá okkur fyrr en við förum að sjá einhver dramatísk veikleikamerki í leiknum hjá honum. Nafni minn veit það vel að munurinn á einstökum markvörðum og góðum markvörðum er hvernig vörnin er fyrir framan þá. Karius, okkar besti maður, varð allt í einu góður markvörður þegar VVD var kominn í vörnina þannig að Kelleher, okkar besti rauðhærði Íri, er ekki á sama pari og Alisson en það sem hann nýtur góðs af er að hafa bestu vörn í Evrópu fyrir framan sig.

    Að því sögðu, þá hlakka ég mikið til að sjá samningamálin klárast núna í desember. Eins miklir business-menn og Edwards & co. eru ásamt FSG þá vita þeir vel að það væri glapræði að láta leikmenn metna hátt á hálfan milljarð punda labba út um dyrnar í janúar.

    Áfram að markinu – YNWA!

    4
  6. Eitt er þó það sem ég hef ekkert séð á miðlum en Háland var hvergi sjáanlegur í leiknum og hann er gersamlega hörmulegur í stóru leikjunum og samvinna vörn og miðju sáu til þess að blondínan var ósýnilegi maðurinn í leiknum. En Man City leikmenn eru oft súkkulaðikúlur í fjölmiðlum og vel passað upp á þá.

    3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 2 – 0 Man City

Toppliðið heimsækir Newcastle á morgun