Liðið gegn Newcastle

Slot búinn að tilkynna liðið sem hefur leik núna kl. 19:30 á eftir í Newcastle. Ekki mikið sem kemur á óvart, það þarf að rótera eins og hægt er án þess að veikja liðið að ráði, og hann hendir þrem leikmönnum inn sem byrjuðu ekki síðasta leik:

Bekkur: Jaros, Nallo, Trent, Endo, Morton, Szoboszlai, Nyoni, Elliott, Díaz

Jújú, kannski óvenjulegt að spila Quansah í hægri bak, en mögulega er það bara fín leið til að koma honum í spilaform, varnarskyldan er kannski ekki alveg sú sama þar eins og í miðverðinum (en samt talsverð). Það er líka bara nauðsynlegt að ætla Trent ekki um of verandi nýstiginn upp úr meiðslum.

Við sjáum kjúklingana Nyoni og Nallo á bekk, Nallo er jú varnarmaður og virðist vera sá úr unglingahópnum sem er kominn fremst í goggunarröðina þegar kemur að varnarmönnum. Trey Nyoni fær líka sénsinn, og manni líður nú betur með það frekar en að vera með tvo varamarkverði í hóp. Ekki það að þessir tveir koma tæpast inná, en vonandi notar Slot skiptingarnar eins og hægt er til að hvíla menn og dreifa álaginu.

Að sjálfsögðu byrjar Nunez, skemmst að minnast þess þegar hann mætti á þennan völl fyrir ári og skoraði tvö mörk sem tryggðu 10 leikmönnum Liverpool sigur gegn heimamönnum.

Þigg hvaða sigur sem er, myndi alveg þiggja að menn sleppi heilir frá herlegheitunum.

KOMA SVO!!!!!

94 Comments

  1. ég mun fylgjast spenntur með Quansha í þessari stöðu, bara spennandi.

    4
  2. Blábyrjunin ekki góð. Vonandi vinnum við okkur inn í þetta.

    1
  3. Asskoti finnst mér menn vera að spila óvenju tæpt í öftustu línu. Vonandi kemur það ekki að sök.

    3
  4. Núna nenni ég þessum dómurum ekki lengur…….hvar er línan. Verður fróðlegt að sjá spjaldafjöldan í þessum leik ef þetta verður línan. En annars bara frekar þung byrjun en við erum nú líka með hálfa varnarlínuna meidda. En áfram gakk.
    YNWA

    2
  5. Hverra manna er þessi Andy Madley? Þvílíkt sultuhöfuð.

    Annars mega okkar menn gjarnan fara að mæta til leiks.

    4
  6. Það var vitað að þetta yrði einn erfiðasti útileikurinn. Það bætir ekki að við erum að glíma við meiðsla tíma.

    2
  7. Macca spjaldaður fyrir öxl í öxl,ekki jolinton fyrir verra brot ?? Þessir ensku dómarar, úff

    3
  8. úff… þetta lá í loftinu. Rosalegur leikmaður þessi Isak. Átti að vera meiddur en …

    þurfum að bæta okkur!

    1
  9. Alvöru markvarsla hjá Kelleher!

    svakalega eru þeir taktlausir. Töpum boltanum aftur og aftur.

    4
  10. Ég veit að Kelleher er númer tvö í markinu, en mikið rosalega sem hann hefur staðið sig frábærlega !

    4
  11. Jákvætt……hvernig sem fer þá verðum við samt á toppnum en þetta má alveg skána.
    YNWA

    2
  12. Jones, er ekki með í leiknum. Hann ætti að vera óþreyttur þar sem hann hvíldi að mestu í síðasta leik.

    4
    • Er einhver með í leiknum…..varla hægt að nefna einn umfram annan

    • Þó Jones hafi átt fínar frammistöðu, þá hefur hann aldrei sýnt stöðugleika.

      3
  13. ekki fá þeir spjöld þótt þeir dúndri í lappirnar á okkar mönnum.

    Erfitt að keppa við 12 manna lið…

    en þessi fyrri hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir góða frammistöðu

    4
  14. TAA, Diaz og Szobo inn takk í seinni.

    Svakalega máttlaust en liðið er auðvitað með ægilega marga meidda.

    4
    • Ætli við séum ekki nær rauðaspjaldinu en þeir….en annars bara sanngjörn staða í hálfleik. Vonandi ákveða okkur dýrustu menn að sýna klærnar og mæta til leiks.
      YNWA

      2
    • Ekki sammála. Breiddin á að vera næg til að höndla mikið leikjaálag. En kannski eru ekki næg gæði í þessari breidd?

      5
  15. Sá síðustu 10 min og bara hvað er í gangi? Náðu ekki 3 sendingum og boltinn farinn bara og pressa komin á öftustu línuna.

    2
  16. Þetta tapast nema annað lið mæti í þann seinni þurfa vera grimmari. Vill sjá TAA , Diaz og Sly koma inná

    3
  17. Sælir félagar

    Skelfileg frammistaða í fyrri hálfleik. Ég hélt að þessi tími væri liðin að liðið mætti ekki til leiks fyrr en einhvern tíma og einhvern tíma. Okkar menn verðskuldað undir, enda spila þeir bara göngubolta og ekki nema í mesta lagi önnur hver sending í lagi. Vonandi tekst Slot að skrúfa hausinn á leikmenn og fá það framlag sem þarf til að vinna þennan leik. Macca búinn að tapa boltanum 4 sinnum á miðjunni og lætur þar að auki eigin frammistöðu fara í taugarnar á sér. Miðja Liverpool búin að vera afar slök og því verður að gera breytingar þar. Áhyggjur mínar sem ég minntist á í athugsemd við upphitun eru því miður á rökum reistar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  18. Uppspilið er að fara 80% upp hægra megin í gegnum Gomez og Quansah sem er nokkuð skiljanlega ávísun á stórslys og ekkert gengur. Gravenberch virðist jafnframt vera með vaselin a skónum og er ekki að ná að fá hann i fæturnar og snúa.

    Slot tekir duglega til í þessu og gjörbreytt lið mætir í seinni þar sem TAA kemur örugglega inn.

    2
  19. Sömu 4 mennirnir sem spila allar mínútur á miðjunni. Virka orkulausir og máttlausir. Ég held að það verði að rótera á miðjunni í gegnum svona hrottalegt álag.

    3
  20. Í öðrum fréttum og fyrst liðið er að spila illa. Er einhver annar að fá Shining-vibe frá þessari jóla-Kringlu auglýsingu?

  21. Þeir sem maður sá einna minnst til í fyrri búnir að kvitta fyrir. Ótrúlega vel gert.
    YNWA

    3
  22. geggjað mark og geggjað nálægt hjá nunezinum okkar. Soooo close

    4
  23. Nunez tapaði auðvitað boltanum. Miðjan galopin og Gomez selur sig eins heita lummur.

    3
    • óþolandi !!! ættum að vera 1-2 yfir en erum með graut heimskan striker

      5
  24. Newcastle er að leyfa okkur að vera með boltann og þá er að virka fyrir þá. Náum engum skyndisóknum sem er okkar helsta vopn.

    Newcastle eru bara miklu betri.

    Quansah er ekki á þessu leveli sem þarf. Bara alls ekki. Er hægur og gerir lítið sem ekkert sóknarlega.
    Trent verður að koma inná.

    Fínt mark hjá Jones en hann eða Mac á verða að fara út af.

    Nunez getur svo ekkert í dag.

    6
    • Mjög skrítin skipting. Nunez hræðilegur. En býður vonandi upp á sokk á eftir.

      5
  25. Salah!!!

    Og Trent auðvitað setur strax mark sitt á leikinn. Frábær.

    8
  26. Útaf með Nunez strax!!!! hann er í ruglinu er að gefa boltan trek í trek,,, King Salah að redda okkur

    4
  27. Ég verð að segja það að mörkin sem Liverpool er að skora í þessum leik og síðustu leikjum eru í heildina litið með þeim glæsilegustu sem maður sér. Mjög mörg þeirra eru afskaplega hröð og nálaþræðingar í sendingum eða markskotinu sjálfu.

    5
  28. hvað er nunez að gera þarna inni ???

    Hann er í svo miklu óstuði að hann er aldrei að fara að skora. Myndi ekki ná því af marklínunni.

    5
  29. Fjandinn Nunez þetta gengur ekki. Get ekki beðið eftir að fá Jota aftur í liðið.

    8
  30. ó nunez ekki ekki ekki hræðilegur Seljum hann um jólin.

    óóóóstuð dauðans

  31. Salah er bara rosalegur!! Ekki síðri yfir 30 heldur en undir.

    Það elliheimili sem tekur að lokum við honum mun bræða úr sér.

    5
  32. Kelleher alltof soft til að verða aðalmarkvörður

    Nunez er hörmulegur fotboltamaður

    4
  33. Jæja Alisson aftur inn takk. þetta var hrillileg ákvörðun að láta þennan fara blint

    2
  34. Salah gerði allt til að bjarga okkur það var ekki nóg algjör hörmung þessi leikur

    3
  35. Of margar hauskúpur þarna inná vellinum. Nunez lélegasti framherji sem ég hef séð í Liverpool búningi. Gomez lét plata sig upp úr skónum. Kelleher því miður með hræðilega ákvörðun í stað þess að grípa boltann og leikurinn líklega fjarað út í kjölfarið.

    5
  36. Ok, ok, “smá” mistök hjá Kelleher, en það þurfti jú líka “ultimate” fullkomnun til að refsa honum.

    Trúi ekki öðru en þetta verði hans mesti lærdómur á fullorðnisárum.

    Hvað þurfti marga leiki í Liverpooltreyju til að Allison hætti asnalegum úthlaupum?

    4
  37. Þetta var rosalegur leikur! Hefðum unnið hann ef dómarinn væri starfi sínu vaxinn. Horfir á þessa Newcastle-ræfla fleygja sér og dæmir á allt nema auðvitað vítin tvö sem við áttum að fá.

    Þetta stig gæti orðið gríðarmikilvægt í lok tímabils en djöfull sem það hefði verið sætt að fara með 3 stig. Fyrirgef Kelleher markið enda hefur hann verið frábær hingað til og bjargað okkur oftar en einu sinni að undanförnu.

    Óttast aðallega að leikurinn hafi tekið aðeins of mikla orku frá okkur og leikurinn gegn Everton verði mjög erfiður.

    Og eitt enn. Það þarf að semja við Salah og Trent ekki seinna en á morgun!

    3
  38. ótrúlegt að lesa sum comment hérna… var ekki Liverpool með 9 stiga forustu og verða með 7 stiga forustu eftir leikinn? maður er svekktur að hafa ekki tekið 3 stig enn getur kanski ekki annað enn verið sáttur sáttur miðað við hvernig leikurinn þróaðist framan af. þetta 3-3 jöfnunarmark var alveg hrikalega vel gert

    6

Toppliðið heimsækir Newcastle á morgun

Newcastle 3 – 3 Liverpool