Newcastle 3 – 3 Liverpool

Liverpool mætti á St. James Park í Newcastle í kvöld og fór þaðan með eitt stig, sem að sumu leyti var bara ágæt uppskera, en að sumu leyti ógeðslega súrt að krækja ekki í öll stigin 3.

Mörkin

1-0 Isak (35. mín)
1-1 Jones (50. mín)
2-1 Gordon (62. mín)
2-2 Salah (68. mín)
2-3 Salah (83. mín)
3-3 Schar (90. mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Hellingur. Fyrir það fyrsta þá var orkustigið hjá leikmönnum alls ekki gott, og Newcastle menn mættu mun ákveðnari til leiks. Í raun var ákveðinn léttir að fara bara með eitt mark á bakinu inn í hálfleikinn. Reyndar spilaði líka inn í að dómarinn var gjafmildur á gulu spjöldin, þó svo að heimamenn hafi nú minnst fengið að njóta þeirrar gjafmildi einhverra hluta vegna. T.d. var spjaldið sem MacAllister fékk sérlega furðulegt, og nokkur brot hjá þeim röndóttu sem hefðu frekar verðskuldað gult spjald.

Seinni hálfleikur var að mestu leyti mun betri hjá okkar mönnum, enda var komið jöfnunarmark innan 5 mínútna, flott mark hjá Jones í sínum 150. leik fyrir félagið og stoðsending frá Salah (en ekki hvað?). Antony Gordon þurfti svo auðvitað að skora annað mark nokkru síðar, en Salah svaraði með marki rétt eftir að Trent, Szobo og Díaz komu inná, og þar var nú Trent potturinn og pannan. Svo bætti Salah öðru marki við þegar skammt var til leiksloka, en á lokamínútu venjulegs leiktíma náðu heimamenn að jafna þegar Kelleher lét bolta fara sem hann hefði a.m.k. átt að slá afturfyrir eða hugsanlega reyna bara að grípa. Þar sást vel að þrátt fyrir allt er hann reynslulítill og vafasamt að Alisson hefði fengið svona mark á sig. Og þannig enduðu leikar, drullufúlt að ná ekki að vinna, sérstaklega fyrst jöfnunarmarkið var eins og það er.

Hverjir stóðu sig vel?

Það eru mun færri á þessum lista heldur en eftir leikina gegn Real og City. Það er nú varla annað hægt en að setja Mo Salah efst á þann lista, nú er hann sá leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur bæði skorað og átt stoðsendingu í sama leiknum. 37 leikir hjá kappanum, Rooney er næstur með 36 og Henry með 32. Trent kom sterkur inn síðasta hálftímann eða svo, MacAllister átti góðan seinni hálfleik, og Curtis má nú alveg fá smá hrós líka.

Hvað hefði mátt betur fara?

Hér setjum við frammistöðuna hjá Kelleher í fyrsta sætið, fyrst og fremst fyrir þessa einu fyrirgjöf sem hann hefði átt að díla öðruvísi við. En hann er ekki sá eini sem má líta í eigin barm. Darwin Nunez hljóp eins og vitleysingur, en það kom lítið út úr honum og hann átti nokkur færi sem betri slúttari hefði skorað úr. Gravenberch hefur oft spilað betur, kannski ósanngjarnt að gera kröfur til að hann haldi sama leveli allt tímabilið eftir að hafa verið þetta góður í haust. Quansah er enginn bakvörður, og líður greinilega mun betur í miðverðinum. Munum jú líka að hann er enn ungur og á ýmislegt eftir ólært.

Slot notar þennan leik vonandi til að læra af, það má nú alveg færa rök fyrir því að hann hefði átt að skipta ferskum löppum inn eftir að Salah skoraði 2-3, og í raun magnað að nota ekki allar 5 skiptingarnar á þessu tímabili þar sem það er nauðsynlegt að dreifa álaginu eins og hægt er.

Endum samt á dómaranum sem átti alls ekki góðan dag, og var mjög óstöðugur í sinni dómgæslu. Líklega ekki ástæða til að kenna honum um úrslitin samt.

Umræðan eftir leik

Fyrst og fremst þarf bara að klára að semja við Mo Salah, og reyndar við Virgil og Trent sömuleiðis. En þó svo Salah sé kominn yfir þrítugt þá er hann einfaldlega ennþá bestur. Svo er spurningin hvað Darwin Nunez á að fá mörg tækifæri. Persónulega hefur undirritaður alltaf haft miklar mætur á honum og hann getur orðið algjört skrímsli, en bara spurning hvað eigi að bíða lengi eftir að það gerist.

Næsta verkefni

Varðandi frammistöðuna í kvöld – sérstaklega í fyrri hálfleik, þá er kannski bara eðlilegt að menn séu ögn lúnir eftir tvo háspennuleiki gegn Real og City. En það þarf að endurheimta með hraði, því það er hádegisleikur á Goodison kl. 12:30 á laugardaginn. Við verðum án Alexis okkar í þeim leik, því hann er kominn í eins leiks bann eftir gula spjaldið í kvöld. Svosem ágætt að hann fái smá hvíld.

Þeir bláklæddu náðu í 3 stig í kvöld gegn Úlfunum og koma í góðum gír inn í leikinn á laugardaginn, sem verður erfiður og mikil slagsmál eins og alltaf. Panta 3 stig í þeim leik takk!

43 Comments

  1. Velkominn í PL Arne Slot, þar sem dómararnir hata Liverpool.

    En æææægilega sárt og súrt að Kellher skyldi ekki taka þennan bolta. Og þetta var sennilega það slappasta sem maður hefur séð frá Nunez.

    11
  2. Bæði Gomez né Quansa eiga í erfiðleikum með að bera boltann úr vörninni. Öll lið munu keyra á það í næstu leikjum. Afleitur leikur og glatað að tapa á markmannsmistökum í lok leiks.

    7
  3. Ef Nunez hefði einn fjórða af boltatækni Salah! Ekki eintómar helvítis krókódílalappir…

    7
  4. Nunez versti maðurinn á vellinum fékk að hanga inná samt ..afhverju í fjandanum tekuru Cody Gakpo af vellinum Slot hann var að eiga mjög góðan leik talsvert líklegri en krummafóta Nunez.

    Salah átti stórleik sá allra besti.
    Kelleher gerði stór mistök sem kostuðu okkur en hann hefur samt verið frábær hingað til.
    Dómarinn getur fokkað sér.

    16
  5. Vá Salah – sá besti í dag !!!

    Úff Darwin er farinn að líta út eins og kjáni þarna inn á vellinum í kringum þau gæði sem aðrir leikmenn bjóða upp á !

    Sennilega sá allra slakasti þarna frammi frá upphafi að teknu tilliti til verðmiða-mínútna og traust sem hann hefur fengið !

    6
  6. Frábær skemmtun þessi seinni hálfleikur og Slot var með þetta. Mistök í lokin kostuðu okkur því miður.

    Salah, van Dijk og Trent enn og aftur að sýna hvað þeir eru liðinu mikilvægur.

    Áfram gakk!

    10
    • Mistök í lokin? Nei. Darwin átti að setja tvö mörk. Þar tapaðist leikurinn.

      9
      • Vorum samt með þetta þangað til Kelleher gaf markið og það var ekki Darwin að kenna.
        YNWA

        9
      • Við verðum þá bara að vera ósammála um þetta. Fyrir mér tapaðist leikurinn þegar Kelleher ákvað að grípa ekki boltann.

        Nunez er ekki inná til að skora mörk. Það getur enginn ætlast til þess sem hefur séð hann spila á þessu ári. Hvað þá hann skori tvö mörk.

        Þrjú mörk eiga að duga gegn öllum liðum. Líka þeim sem dómarinn heldur með.

        9
      • @BjörnS

        „Vorum samt með þetta…” Tja, í heilar 7 mínútur?

        Vorum aldrei með unninn leik í höndunum. Newcastle var sterkara. Sennilega bara frekar gott hjá okkar mönnum að ná í eitt stig.

        5
      • @Henderson 14 7 mínútur hafa stundum dugað og að sjálfsögðu vorum við með unnin leik í höndunum og töpum bara á hræðilegum mistökum. Hins vegar er jafntefli kannski sangjörn úrslit sem er bara allt annar handleggur 🙂

        2
  7. Jæja hvað getur maður sagt, eftir erfiða fæðingu í fyrri hálfleik þá var seinni bara fínn og hefðum unnið ef markvörðurinn hefði ekki tekið svona barnalega ákvörðun.
    Nunez kallinn þarf að eiga frábæra 5 mánuði ish til að bjarga nr9 hjá Liverpool þetta gengur ekki lengur og sama um meistara Robinson.
    Næsti leikur takk YNWA

    4
  8. Held að það sé eins gott að taka upp veskið og semja við Salah …. satt að segja væru okkar menn um miðja deild án hans …. jú, jú græja Trent og Virgil líka en Salah er málið

    6
  9. Nunez Nunez Nunez, karlinn væri fínn í West ham eða eitthvað. Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur.
    Gæti varlað klárað af línunni…
    Kelleher Nr 2 staðfest.

    5
  10. Sorglegt þar sem Salah á einn besta leikinn á tímabilinu að það endi í jafntefli..vörnin var glötuð og Kelleher gerir svo mistök í lokin þetta átti ekki að fara svona.

    6
  11. Kelleher hefur verið frábær undanfarið og á inni mistök en hann átti í versta falli að kýla boltann burt,veist ekkert hvað er á bak við þig.

    Stig er stig og dómarinn hörmulegur eins og allir hans félagar á Englandi…þarf að stokka þar upp í þeim klíkuskap.

    14
  12. Léleg frammistaða í heild (nema hjá meistara Mo). Margir mistækir en Nunez var hræðilegur og ótrúlegt að hann hafi klárað 90 mínútur.

    Newcastle voru mun betri framan af og þess vegna gott stig á erfiðum útivelli. Maður hefði elskað að vinna ljótt en það tókst ekki í kvöld.

    Liðið þarf nú að halda haus og sækja þrjú stig hjá Everton. Það þarf seiglu í þessa deild því 7-9 stiga forskot getur verið fljótt að hverfa ef menn slaka á.

    En sturlaður leikur og langt síðan maður hefur gargað svona á sjónvarpið.

    Megi svo þessi Andy Madley brenna í neðra. Allavega í neðri deild. Þvílíkur moðhaus.

    Og svo að lokum, semja við Egypska kónginn. Ef þetta verður ekki neglt á næstu dögum þá stefnir í búsáhaldabyltingu fyrir utan skrifstofu FSG.
    Einnig samninga á VVD og TAA, takk.
    Maður fer að missa svefn yfir þessu.

    Áfram Liverpool!

    20
  13. Góð skýrsla. Enginn þarf að fara á límingunum þó þessi leikur hafi ekki verið góður.

    Hvíla borða sofa spila.

    4
  14. Slaka á. Hrikalega erfiður útivöllur (bæði Arsenal og Chelsea tapað á þessum velli). Skemmtilegur leikur og seinni hálfleikurinn bara flottur hjá okkar mönnum.

    15
  15. Nkl öndum smá liverpool er ekki að fara klára ánn þess að tapa stigum.
    Eins og kristján segir mjög erfiður útivöllur og program liverpool þungt fyrir hann.
    Nú er að hlaða vel og taka 3 gegn Everton.
    Mótið heldur áfram og gott stig á útivelli.
    Þótt 3 voru að koma þá gerðum við slæm misstök en höldum áfram.

    8
  16. Ég fyllist VIÐBJÓÐI gagnvart FSG. Að semja ekki við MO, VVD, og TAA er svo mikið sjálfsmark að það gæti ekki verið verra. Afhendið SHITTY TITILINN. Það þarf að bæta við LB og CDM. Dómarinn er svo allt annað drasl, Coote á hvítu,

    6
  17. Til þess að vinna leiki þarf að mæta, það gerðu okkar menn ekki fyrr en í seinni hálfleil og jafnvel þá var eins og þeir efuðustum að þeir væru að spila í kvöld.

    4
    • Rétt er það.

      En ég vil mikið, mikið frekar að Liverpool mætti á fullu gasi gegn Manchester City, Real Madrid, Manchester United og Everton. Gef þeim alveg (eftir það) jafnteflislaka á útivelli gegn Newcastle, … (jafnvel Arsenal).

      2
  18. Sælir félagar

    Það hlaut að koma að því að einhver stig töpuðust og ekki ástæða til að skamma Kelleher. Hann átti innistæðu fyrir mistökum en ekki gott samt. Ég er búinn að vera einn harðasti forsvarsmaður Darwin Nunez en nú er því lokið. Þvílíkur flækjufótur og honum er bara fyrirmunað að skora. Ég vil selja hann í janúar og kaupa man sem fær ef til vill færri færi en skorar úr þeim sem hann fær. Eitt stig á móti 14 andstæðingum á vellinum er ekki slæmt. Ég vona að Liverpool geri rökstuddar athugasemdir við dómara þessa leiks því það er auðvelt að sýna fram á vanhæfni hans. Sleppti tveimur augljósum vítum og dæmdi augljóslega með öðru liðinu. Þið megið geta hvoru.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
    • Liverpool fékk fimm gul spjöld!

      Skyldu kollegar Andy Madley hafa veðjað á MacAllister? Skrýtið spjald.

      7
      • Málið er það að það er ekki innistæða fyrir svona mistökum á 90 mínútu … furðuleg viðbrögð …. 2 stig í ruslið á augabragði …. menn eru dæmdir af svona mómentum …. Allisson hefði bara gripið þetta með einföldum hætti … en þetta er bara mín skoðun.

        6
    • Mér fannst leikskipulagið hjá Newcastle vera að loka á sendingamöguleika Virg á miðjumennina og stoppa þá strax. Tókst fullkomlega í fyrri hálfleik og miðjan okkar öll í vanda. Þvílík breyting þegar Trent og Sobo komu inn á. Það breytist allt spil og við stjórnuðum leiknum. Dól Jones með boltann rétt utan við vítateiginn bjó til hættur og kom ekki aukaspyrnan sem markið kom úr ekki einmitt eftir hans klaufaskap? Fúlt en við töpuðum þó ekki. Svo má skipta Nunez út fljótlega.

      4
  19. Sælir félagar

    Fyrirgefðu Höddi B en það er hægt að segja meiningu sína án þess að vera svona orðljótur. En – hvað innihaldið varðar þá er ég algerlega sammála.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  20. Nunez afleitur í kvöld. Ekki í fyrsta, og ekki í annað skiptið.

    5
  21. Ég væri til í að koma inn á þetta með Nunez
    hjó eftir þessari setningu ” hann getur orðið algjört skrímsli, en bara spurning hvað eigi að bíða lengi eftir að það gerist.”
    Við Poolarar höfum lengi talað um einmitt þetta að Nunez gæti orðið svakalegt skrímsli.

    Ég held að það sé ómögulegt að Nunez verði þetta svakalega skrímsli sem leikmaður.
    og félagið gæti beðið út feril hans. en hann verður það aldrei.
    ástæðan er einfaldlega sú að sama hvað hann reynir að bæta leik sinn með djöflagangi og baráttu ásamt kannski sínum stærtsta vopni sem leikmaður hraði.
    Þá er það svo augljóst að hann skortir svo marga hluti sem mögulega væri hægt að færa allt saman inn í IQ eða leikskilning. hann virðist oftar en ekki vera ílla staðsettur og ógnar þar af leiðandi ekki mikið inn í teig í þessum fyrirgjöfum og fleira. ef hann er með boltan í hröðum sóknum hjá Liverpool þá tekur hann oftar en ekki rangar ákvarðanir.
    hugsið ykkur ef við værum með þennan Isak t.d?
    Þarna er klárlega staða inná vellinum sem félagið gæti bætt sig svo svakalega í að það hrópar á mann! afþví sögðu þá get ég ekki beðið eftir að D.Jota fari að koma aftur og það er lykil atriði að hann haldist svo heill út þetta tímabil. En það er allavega mjög mikilvægt að framherjastaðan verði skoðuð í sumar.

    7
    • Algjörlega …eina ástæða fyrir því að við höfum ekki fundið fyrir því að Jota meiddist er einfaldlega sú staðreynd að við erum með besta leikmann heims sem heitir Salah hann er potturinn pannan og allt hitt samanlagt í liðinu.

      Gakpo og Diaz hafa skilað sínu og eru fínir en Nunez er gjörsamlega sneiddur öllu á þessu tímabili ..hann er bara þarna. Í fyrsta sinn fannst mér Slot gera mistök í skiptingum í gær hann tók Gakpo útaf í stað Nunez mér fannst það furðulegt ég hefði viljað sjá Gakpo fá að vera áfram og Diaz í stað Nunez.

      Salah reyndi allt til að halda okkur inni og áttum að vinna en því miður fór sem fór.
      Svekk með úrslit en ég er ekkert ósáttur við seinni hálfleikinn hann var einn sá skemmtilegasti á þessu tímabili.

      YNWA !

      6
      • Ég er búinn að missa trú á honum, eins og flestir hérna, en kannski sér þjálfarateymið eitthvað sem við getum á engan hátt séð þegar í leikina er komið.
        Að Slot hafi ekki skipt Nunes út af gæti þá verið einhver aðferð til að reyna að koma honum í gang en vonandi fær hann ekki of langan tíma, þó vissulega sleppi það til meðan aðrir skora (lesist Salah).

        Eru ekki einhverjir í varaliðinu sem geta farið að taka stöðuna hans?

        4
  22. Spáði 4-4 fyrir leik, leikir við Newcastle hafa alltaf verið stórskemmtilegir. Það má örugglega fjargviðrast útí markmanninn okkar fyrir þessi mistök í lokin, spurning er kallaði einhver til hans af varnarmönnunum að láta boltann fara ? ég tók ekki eftir því en hann Kelleher var búinn að vera fínn í leiknum fram að þessu og því lítið hægt að segja. Salah er á allt öðru leveli en aðrir í ensku í dag og það er lögreglumál að ekki sé búið að klára þetta samningamál. Ég trúi því og treysti að það verði samið við hann fyrr en seinna. Eins er með Van Dijk og Trent , ég vona að þeirra samningar verði kláraðir sem fyrst. Þýðir lítið að gráta þetta, eitt stig í hús á erfiðum útivelli þar sem önnur lið hafa lent í vandræðum eins og city og arsenal í það minnsta. Keep on rocking.

    4
  23. Ógeðslega pirrandi töpuð stig, sérstaklega á þennan fáránlega hátt sem þeim var hent í ruslið.

    En ef Slot hefur engin not fyrir leikmenn eins og Endo og Morton á neinu stigi í leik eins og í gær er morgunljóst að Liverpool þarf nýjan miðjumann strax í janúar og helst í júlí 2024. Lykilmenn sem hafa verið að spila mjög mikið undanfarið voru augljóslega sprungnir og skotur á möguleikum á bekknum kostaði í gær.

    Sama má segja um varnarlínuna en þar eru tbf 4-5 valkostir meiddir eða tæpir. Það var rándýrt að vera án Konate og sérstaklega bæði Trent og Bradley í gær. Robbo vantar eins Tsimikas til að fá smá breather. Já og Alisson fær ekki þessi þrjú mörk á sig, mögulega ekkert þeirra.
    Þetta var vonandi síðasta skipti sem við sjáum Quansah sem bakvörð og satt að segja vill ég ekki heldur sjá Gomez sem bakvörð, hvorki hægra né vinstra megin. Þetta eru miðverðir.

    Slot pirraði mig í fyrsta skipti svo ég muni með skiptingar í þessum leik, fannst hann allt of svifaseinn með þær. Magnað að gera enga breytingu í hálfleik eftir þennan ömurlega fyrri hálfleik og ennþá meira pirrandi að hamra ekki járnið þegar Liverpool jafnaði 1-1 gegn gangi leiksins. Frosinn og auðvitað misstum við þetta aftur í 2-1.

    Liðið sökkbreyttist við að fá Trent inná og taka þessa Quansah handbremsu úr bakvarðarstöðunni. Eins var Szoboslai drjúgur. Diaz hefði átt að koma inn fyrir Nunez frekar en Gakpo.

    Frábært að koma til baka og snúa þessu í 2-3 en magnað að gera ekkert eftir þriðja markið. Liðið var á gufunum og hann á stráka eins og Endo og Morton á bekknum ásamt Elliott. Ef að Slot hefur engin not fyrir Endo og Morton á neinu stigi í leik eins og í gær er ljóst að hann treystir þeim ekki og breiddin helvíti tæp á miðjunni. Ef það er staðan er morgunljóst að Liverpool þarf að kaupa miðjumann helst síðasta sumar og hvað þá núna í janúar.

    Tek svo undir með Daníel varðandi Nunuez, hef verið á hans bandi og held að það sé skrímsli þarna en nenni ekki að bíða eftir því lengur, hann var fullkomlega afleitur í gær, hold up play er ekki til staðar, jafngott að vera með vel gróðursett tré þarna frammi og ákvarðanataka þá sjaldan hann kemst orðið í færi er fullkomlega afleit. Sama með Jota en af annarri ástæðu, því fyrr sem við losnum við hann og kaupum nothæfa níu í staðin því betra.

    6
    • Var svo viss um að Endo kæmi inn í lokinn og Darwin færi út til að loka þessu…..en ég er ekki stjórinn en var samt hissa

      3
  24. Sælir bræður – þetta var einhver slakasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð og hefur maður séð margt, hjá ýmsum flokkum og liðum í gegnum tíðina.

    Ekki var ábætandi, þegar við erum að spila illa að í dómgæslu þessa leiks var maður sem með ákvörðunum sínum hefur eflaust komið sér á radarinn um að mögulega vera að hagræða úrslitum, sér til fjárhagslegs framdráttar. Þvílíkt og annað eins!

    Það er nefnilega svo vont að þegar við erum að spila illa, á móti andstæðingi sem fær að komast upp með svona hrottaspilamennsku að við náum ekki taktinum í gegnum svoleiðis spil því dómaradruslan er að dæma og flauta í tíma og ótíma og þá helst að dæma á okkur. Sem dæmi, Diaz fær ekki aukaspyrnu / víti og svo þessi blatant hönd sem var ekkert dæmt á. Maðurinn er með höndina upp við líkamann en er í þannig stöðu að hann er að framlengja vömbina á sér með því að hafa olnbogann þarna og koma í veg fyrir upplagt marktækifæri.

    Þá sjaldan sem ég læt dómgæslu fara í taugarnar á mér en þarna var einhver ásetningur í gangi.

    Að því sögðu, þá þarf að bekkja Nunez núna og koma honum á sölulistann. Ég hef verið á Nunez-vagninum alveg síðan hann kom til liðsins og verið hans mesti stuðningsmaður en úr þessu þá sé ég ekki hvað hægt er að ná út úr honum. Hentu frekar ungviðinu inn á heldur en að þurfa að horfa á upp á þennan harmleik sem spilamennskan er hjá honum.

    PS. Kelleher hefur sýnt það að undanförnu að hann er góður markmaður en er ekki í sama klassa og Alisson. Skil ekkert í þeirri vitfirringu að við eigum að losa okkur við Alisson og halda í Kelleher.

    9
  25. Sérstakt svolítið að koma hingað inn og finnast eins og maður sé að lesa united spjallið eða eitthvað álíka.
    Þetta var útivöllur á móti úthvíldum newcastle leikmönnum og okkar menn virkilega brothættir í vörninni og menn búnir að leggja gríðarlega vinnu í að sigra Real Madrid og man city í sömu vikunni.
    Eigum við ekki alveg að slaka á í þessum kröfu, við töpuðum ekki leiknum þó að við höfum misst nánast unnin leik niður í jafntefli eftir slæma Karius hegðun hjá Kellegher sem hefur annars verið alveg sturlaður í markinu í fjarveru besta marvörð heims.
    Við erum ekki að fara að vinna alla leikina í deildinni það er alveg á hreinu, það þarf að passa upp á hópinn og vonandi í jan þá fáum við vinstri bakvörð og miðjumann og helst sóknarmann fyrir Nunez.

    Allison, Jota og Chiesa verða svo vonandi komnir til baka í næsta leik eða þar næsta.

    15
    • Ég sá fáein brot úr ungmennaleik Liverpool í gær, þar sem Chiesa spilaði (og skoraði reyndar) og ég mér sýndist hann ennþá eiga langt í land. Get ekki ímyndað mér að hann verði einu sinni á bekknum í næsta aðalliðs-leik, hvað þá meira.

      1
    • Vá hvað ég er sammála þér!! það voru nú ekki miklar kröfur frá sérfræðingunum hérna í haust þegar enginn var keyptur. En samt eru menn alveg brjálaðir núna þegar við vinnum ekki alla leiki og erum á fullu gasi frá upphafi til enda!!

      100 comment þegar við gerum mistök
      25 comment þegar við flengjum city

      Galið!

      8
  26. Var að horfa á Tottenham tapa fyrir Bournemouth og falla niður í tíunda sæti. Skrýtið að sjá hvað þeir eru óskipulagðir og óöruggir. Vörnin í molum og liðið einhvern veginn út um allt. Ekki sjáanlegur neinn afgerandi karakter í leikstílnum og liðið ekki í nógu góðu formi. Vantar eitthvað uppá hjá Ange kallinum.

    2
    • Þetta var ekkert líkt liðinu sem reif Man City niður í frumeindir um daginn…

      2

Liðið gegn Newcastle

Merseyside Derby helgi (Everton á Goodison á laugardag – Upphitun)