Girona 0-1 Liverpool – sæti í næstu umferð tryggt

Það var vítaspyrna Mo Salah sem tryggði Liverpool sigurinn í útileiknum gegn Girona í 6.umferð Meistaradeildarinnar og þessi sigur tryggir Liverpool eitt af efstu sætunum í keppninni sem þýðir beina þátttöku í næstu umferð keppninnar þegar tvær umferðir eru eftir af þessu nýja deildar fyrirkomulagi. Liverpool er með fullt hús stiga eftir sex leiki og hefur nú spilað í yfir níu klukkustundir án þess að fá á sig mark í Meistaradeildinni sem er nú bara vægast sagt frábær árangur!

Hvað gerðist marktækt í leiknum?
Tja svona í rauninni bara ekki neitt. Þetta var mjög bragðdaufur leikur og bæði lið fengu nokkur svona hálf færi og náðu skotum sem markverðir beggja liða þurftu kannski ekki að hafa alltof mikið fyrir. Það marktækasta gerðist í seinni hálfleik þegar Luis Diaz var traðkaður niður í teignum og Liverpool fékk dæmda vítaspyrnu sem Mo Salah skoraði auðveldlega úr.

Hvað réði úrslitum?
Alisson gerði mjög vel í þau skipti sem Girona komst í gegnum Liverpool og varði í nokkur skipti bara ansi vel og frábært að hann sé kominn aftur í markið. Kelleher stóð sig heilt yfir frábærlega en Alisson er bara eitthvað annað góður og frábært að fá hann til baka í jólatörnina og var þetta fínn leikur til að byrja og var hann svona pínu skotinn í gang án þess þó að þurfa að taka almennilega á því.

Þá var það auðvitað mark Salah sem gerði út um leikinn svo það voru að mestu þessir tveir þættir sem ég tel að hafi að mestu séð um að klára þetta.

Hverjir stóðu sig vel?
Framlínan var frekar bitlaus fannst mér og kom þannig séð ekkert út úr þeim. Salah kannski svona hvað líflegastur án þess þó að vera góður og Nunez og Diaz fannst mér bara ekkert í takti við eitt eða neitt.

Miðjan var fín og meira en minna bara stýrði leiknum nokkuð þægilega. Vörnin var nokkuð þétt og fín en fengu á sig nokkur skotfæri sem Alisson bara leysti fínt úr. Ætli það megi ekki velja einn af Andy Robertson, Ryan Gravenberch, Curtis Jones eða Alisson sem mann leiksins.

Hvað næst?
Um helgina tekur Liverpool á móti Fulham sem gerðu jafntefli við Arsenal í síðustu umferð. Það er nokkuð ljóst að þó Liverpool hafi náð að vera í cruise control í leiknum í dag þá þurfi þeir nú almennt að spila töluvert betur en þetta um næstu helgi.

Það var nettur undirbúningstímabils bragur í þessum leik og job done en vonandi munum við sjá Liverpool yfir höfuð betri og meira sannfærandi, þá sérstaklega fram á við um helgina.

9 Comments

  1. Ég verð eiginlega að minnast á Szoboszlai, hann er sjaldan í umræðunni en hefur í rauninni verið mjög goður frá upphafi tímabilsins. Hann vinnur vinnuna sem helst enginn vill vinna sem er að hlaupa fram og tilbaka stanslaust, loka á svæði, byggja upp sóknir og almennt að stýra miðjunni að vissu leyti. Í byrjun tímabils sérstaklega var hægt að setja spurningamerki við ákvarðanatökurnar hans á seinasta þriðjungi en það virðist vera að batna. Ef hann bætir aðeins í varðandi mörk og stoðsendingar er þetta efni í einn besta miðjumann í heimi. Ekki auðvelt verk en það er allt til staðar.
    Nota bene, það má eiginlega segja það sama um alla miðjumenn Liverpool í dag, það verður að hrosa FSG fyrir frábæra endurnýjun a miðjunni, menn misstu kannski smá von þegar Bellingham kom ekki en Liverpool gerði virkilega vel ef maður horfir tilbaka núna

    26
  2. Sammála með Szobo … mikil barátta og verður betri og betri. Því miður tikkar Nunes ekki. Allisson er eitthvað annað og maður fann það í kvöld þrátt fyrir frábærar frammistöður Kelleher. Nú þarf að ganga frá samningum við Dijk, Salah, Trent og Allisson og þá verðum við 100% í baráttunni á næstu árin. Ljúft að sjá töfluna í Meistaradeildinni og Ensku ?.

    12
    • Er Alisson samt ekki með contract til 2027 ? soldið í það ekki satt.

      4
  3. Lágkúran ríður öllu hjá Ratcliffe! Hann var að skera niður jólabónus almennra starfsmanna hjá Man Utd úr 100 pundum niður í 40 pund. Sparnaðurinn við það er líklega uþb. eins dags kaup fyrir Rashford og Casemiro. Njálgurinn sá arna. Við megum aldeilis þakka fyrir okkar „show us the money” John. Hann er þó ekki búinn að keyra okkar félag alveg í svaðið – ólíkt Glazer myrkraverunum.

    16
  4. Liverpool er augljóslega á meira en nokkuð góðu róli núna.

    Bakgrunnsumhverfið virðit vsera afskaplega gott. FSG er að gera góða hluti … (næstum því og) oftast. “Top layer” þar undir virðist alveg að fúnkera … oftast. … og nýi stjórinn er bara meira en virkilega, virkilega góður!! Undirstjórnendur hans eru alla vega ekki að skemma mikið góða innbyggða hluti, bæta jafnvel eitthvað í (erfitt að leggja mat á þangað til meiri reynsla birtist).

    Mig langar samt að sjá umræðu (hér í kommentum) og umræðu meðal “our awsome three” á kop.is um fyrirliða “tikkið”.

    Við erum með fullt af einstaklingum í liðinu sem fylgja vikulega fyrirliðastjórnun Liverpool FC.

    En hvernig taka þeir það hver og einn áfram til annara viðfangsefna?

    Nenni ekki að telja þá upp, við vitum öll að margir þeirra eru stórkostlegir persónuleikar í landsliðsverkefnum, mjög oft fyrirliðar (í hvaða aldursflokki sem er), en ég væri alveg til í að sjá og heyra (á kop.is) umfjöllun um eiginleika fyrirliðans vs. leikmannsins sem spilar fyrir Liverpool.

    Hvað er hver og einn að taka með sér annað (og læra af því til framtíðar)?

    5
  5. Þessi leikur fer svo sem ekki í sögubækurnar, en mikið er gott að sjá hvernig þessi hópur er að sigla stigunum í höfn þó svo að það séu ekki eintómar flugeldasýningar.

    Þetta eru mikil forréttindi sem við njótum að halda með þessu liði og ég hef sagt hér oft áður að FSG hafa staðið sig gríðarlega vel varðandi alla umgjörð og uppbyggingu og þeir eiga að mínu mati stóran þátt í því hver staðan er á klúbbnum í dag.

    Þó svo að manni þyki samningsmálin vissulega skrítin þá þarf enginn að segja mér að það sé ekki búið að vera að vinna í þeim málum og meta stöðuna og þá möguleika sem uppi eru. Kannski skrifar tríóið undir, kannski ekki… en ég er alveg merkilega rólegur.

    9

Gullkastið – Þáttur 500!

Annar Merseyside derby hjá kvennaliðinu