Gullkastið – Þáttur 500!

Hlaðvarpsþættir Kop.is hófu göngu sína 25.maí árið 2011 og hafa síðan þá verið stór partur af starfsemi síðunnar. Þátturinn í þessari viku er númer 500 og er Gullkastið elsta starfandi hlaðvarp landsins og reyndar þó víðar væri leitað. Til að fagna þessum tímamótum fengum við tvær kempur með okkur í þáttinn í þessari viku sem vart þarf að kynna frekar, meistara Bjössa Hreiðars og Hödda Magg.

Liverpool leik helgarinnar var reyndar frestað en staðan á toppnum vænkaðist eiginlega engu að síður, hressandi yfirferð yfir það helsta í þessari viku og það sem er framundan.

Ögurverk liðið er á sínum stað og það var lítil samkeppni fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar að þessu sinni.

Happatreyjur.is

Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan KOP10

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi, Bjössi Hreiðars og Höddi Magg.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 500

13 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sama segji eg, innilega til hamingju með þennan afanga, 500 þættir eru bara helv. margir þættir.
    Þetta starf ykkar er frabært og ometanlegt.

    YNWA

    7
  2. Til hamingju með áfangann drengir og takk fyrir mig!
    Ég er búinn að hlusta á hvern einasta þátt frá upphafi og suma oftar en einu sinni.
    #YNWA

    6
    • Sæll Hjálmar,

      Ég tek undir þetta. Hver einasti þáttur er eins og konfekt í mínum eyrum, svona af því að jólin eru að koma. Hehehe.

      3
  3. Til hamingju með 500 þætti. Þið og þeir sem hafa komið að þessu podcasti með ykkur öll þessi ár hafa bara verið eins og fjölskyldan manns. Maður þekkir ykkur svo vel en samt ekki 🙂 Takk fyrir mig og hlakka til næstu 500 þátta.

    2
  4. Innilegar hamingjuóskir með frábæra þætti og geggjaða ,,innmeðmagann” mynd! ?

    2
  5. Snillingar og virkilega stórt framlag inn í íslenska Liverpool samfélagið ? Til hamingju með þennan merka áfanga

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Girona – Alisson er kominn aftur

Girona 0-1 Liverpool – sæti í næstu umferð tryggt