Liðið gegn Girona – Alisson er kominn aftur

Liverpool hefur innan skamms útileik gegn Girona í 6.umferð Meistaradeildarinnar og nokkuð óvænt frí um síðastliðna helgi kannski spilar aðeins inn í liðsvalið í dag en maður átti kannski von á pínu róteringum en þar sem leikurinn gegn Everton féll niður þýðir það mögulega að Slot stilli upp sterkara liði en áður var planað.

Hins vegar getur alveg verið að Slot og félagar vilji koma sér í enn betri stöðu í Meistaradeildinni og tryggja sér gott sæti fyrir útsláttarkeppnina. Allavega þá er það helst að frétta að Alexis Mac Allister er í banni í kvöld og í næsta deildarleik um helgina svo hann situr hjá og Alisson er mættur aftur í rammann.

Alisson

Trent – Gomez – Van Dijk – Robertson

Jones – Gravenberch – Szoboszlai

Salah – Nunez – Diaz

Bekkurinn: Kelleher, Jaros, Quansah, Norris, McConnell, Elliott, Endo, Gakpo

Sterkt byrjunarlið en nokkuð þunnskipaður bekkur sem verður vonandi þó aðeins þéttari um næstkomandi helgi.

36 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er, það er ekki malið. Aðallega bara að engin meiðist það er nr.1.
    0-3 og nanast tryggðir i 8 efstu.

    YNWA

    3
  2. Maður finnur til með Kelleher búinn að vera frábær en erfitt fyrir Slot að geyma besta markmann heims á bekknum ef hann er orðinn heill.
    Lúxus vandamál og allt það en já tek undir með númer 1 að allir komi heilir frá þessum leik sérstaklega í vörn þunnskipað þar.

    4
  3. 4 fullorðnir útileikmenn á bekknum, það er ansi tæpur bekkur.
    En vonandi tökum við þennan leik og tryggjum okkur í topp 8. Það hjálpar til með framhaldið

    Reyna þetta einu sinni enn.
    Núnez með stórleik og 2 mörk og stoðsendingu.

    4
  4. Okkar menn eru ekki að heilla. Seinir og miðjan lokar ekki nógu vel á þá.

    Andstæðingarnir á pari við West Ham/Everton. Verðum að gera betur.

    3
  5. Voða er þetta eitthvað lélegt hjá Liverpool, situr Newcastle leikurinn enþá í mönnum.

    4
  6. óóó Núnez. Þegar maður er hættur að gera sér nokkrar vonir um að hann skori elsku drengurinn. Tvö dauðafæri. Fyrra tilvikið eins og fimmta flokks leikmaður. Seinna var dæmigerð meðalmennska. Glatað að nýta þetta ekki.

    4
  7. Jæja við erum þó ekki með þennan framherja frá Girona. 17 leikir og ekkert mark. Skaut fallegan bananabolta beint í innkast!

    5
  8. Stundum talað um markaskorara af guðs náð…… Nunez svo sannarlega ekki þeim flokki elsku kallinn!!

    1
  9. Liverpool bara í hægagangi og eru að taka áhættu með því. Ekki öruggt að menn klári svona leik á léttu skokki. Uppleggið er greinilega að komast sem léttast úr þessum leik, engir sprettir eða návígi. En sjáum hvað setur himin og haf á milli þessara liði en vanmat og kæruleysi getur komið í bakið á mönnum.
    YNWA

    3
  10. Höfum verið lið seinni hálfleikja hef trú á því. Sé fyrir mér Euro Gakpo og Elliot koma inná með ferskar lappir.

    3
  11. Sá siðasta korterið og Liverpool með Jota frammi væru sennilega komnir með mark. Annars gott að sjá Alisson aftur í markinu.

    Var smá hissa að sjá Slot tefla fram sterkasta byrjunarliðinu.

    Ég vil sjá Nunez skora áður en hann er tekinn út af. Vona hann nái marki snemma í seinni. Þetta kallast ekki lengur lægð hjá honum heldur getuleysi. Honum hefur farið aftur. Og það er ekki hægt að segja það um marga í þessum Liverpool hóp.

    Áfram Liverpool!!!

    9
  12. Hvar er Origi þegar við þurfum á honum að halda?

    Grínlaust… þá er það ekki gott ef andstæðingar geta bara pakkað í vörn gegn okkur

    4
  13. þetta hlýtur að vera víti… hann klæðir hann úr skónum og kemur ekki við boltann

    5
  14. Skipting sem kemur ekkert á óvart því miður. Efast um hann komi aftur inná þegar Jota kemur til baka

    5
  15. Úff ok ég reyndi að blása lífi í smá trú á Nunez en núna er þetta alveg fullreynt, með fullri virðingu fyrir honum því hann er jú poolari og gerir sitt allra besta en hann er bara skelfilega lélegur fótboltamaður, eða allavega langt frá Liverpool klassa.

    8
  16. Hann var nú hálf dapur á svipinn Darwin, þegar hann fór út af. Veit alveg örugglega að hann stendur tæpt.

    6
  17. Hvað kostar annars þessi horna-sérfræðingur sem Nallarnir nöppuðu frá City???

    hvað erum við búin að fá mörg í þessum leik? ekkert að frétta!

    3
  18. Þessi Aspria gæti verið góður með betra liði. Svona leikir geta verið ágætir til að spotta hæfileika (að því sögðu … þá skoraði Nunez nokkur á móti okkur þegar við öttum kappi við Porto!).

    2
  19. jæja þessi leikur fer nú ekki í sögubækurnar. Gott að vinna.

    Hvaða áhrif skyldu þessir sigrar hafa fyrir bókhaldið?

    Þetta hefði getað farið á annan veg. Hefði nú verið skandall að tapa fyrir þessum mu-rejectum!

    3
  20. Selja Nunes í janúar því þetta er orðið gott. En ekki besti leikur Liverpool en þetta slapp fyrir horn.

    1
  21. Ekki var það fallegt eða gott. En sigurinn frábær og enginn meiðsli. Frábært að geta unnið ugly. Væri gaman að fá betri frammistöðu í næsta leik. Jákvætt að fá Alisson og Elliot inn. Vonandi stutt í Chiesa og Jota. Ég sé því miður ekkert sem bendir til þess að Darwin sé að fara skila neinu. Vona að ég hafi rangt fyrir mér og hann hrökkvi í gang. Karlkvölin….Maður vonar að útsendarar Liverpool séu búnir að finna einhvern góðan fyrir janúar…

    6

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Girona-Liverpool í Meistaradeildinni

Gullkastið – Þáttur 500!