Annar Merseyside derby hjá kvennaliðinu

Stelpurnar okkar eru í smá lotu í þessari viku, léku gegn United á sunnudaginn, sá leikur fór eins og hann fór og bara áfram gakk. Nú koma Everton stelpurnar í heimsókn á St. Helens völlinn í bikarnum, okkar konur eiga þar harma að hefna eftir tapið gegn þeim í deildinni á Goodison. Jesús minn hvað það þetta bláklædda lið er böggandi, og þá aðallega hvað okkar konum gengur illa að skora gegn þeim. Vonum að það gangi betur í kvöld, en auðvitað hjálpar ekki að liðið skuli vera án bæði Sophie Roman Haug OG Marie Höbinger. Þær sjást varla fyrr en eftir áramótin, verandi frá vegna meiðsla.

Liðið er klárt, og það eru sem betur fer nokkur andlit komin til baka úr meiðslum:

Micah

Clark – Silcock – Fisk

Daniels – Nagano – Shaw – Hinds

Holland – Kiernan – Kapocs

Bekkur: Laws, Spencer, Bonner, Fahey, Matthews, Duffy, McDonald, Smith, Enderby

Ákveðin rótering í gangi, enda þrír leikir í sömu vikunni og sjálfsagt eitthvað um að leikmenn séu einfaldlega ekki í formi til að spila svo mikið. Smith byrjar á bekk í kvöld, sem og Gemma Bonner. Við sjáum svo Maddy Duffy aftur á bekk, hún fékk sína fyrstu mínútu (í eintölu) í deild í leiknum á sunnudaginn, en náði held ég ekki að koma við boltann, kannski verður annað uppi á teningnum í kvöld. Þá er nýtt andlit á bekknum, við höfum ekki séð hina 16 ára Neve McDonald á leikskýrslu áður og verður áhugavert að sjá hvort hún komi eitthvað við sögu.

Það verður hægt að sjá leikinn á LFCTV, en virðist ekki vera sýnilegur á Youtube.

Manni er eiginlega drullusama um þessa bikarkeppni per se, en mikið svakalega langar mann samt til að vinna þær bláklæddu.

KOMA SVO!!!!!

4 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Kemur í ljós að Robbie Fowler (og þá akademían hans) á talsvert í þessum leik:

    1
  2. Góður 4-0 sigur, Clark með fyrsta markið, Enderby setti tvö og Kapocs eitt. Mjög mikil bikarstemming yfir vötnum og fullt af ungum leikmönnum sem fengu séns. Everton spiluðu mikið til á unglingaliðinu sínu, og hjá Liverpool fengu Neve McDonald og Eva Spencer sínar fyrstu mínútur. Einstefnan í leiknum var slík að Teagan Micah kom líklega svona max 5 sinnum við boltann, og Spencer líklega einu sinni. Neve McDonald var lífleg á hægri kantinum, skoraði reyndar mark en var kolrangstæð, en átti líka fínar fyrirgjafir og lofar góðu þrátt fyrir ungan aldur.

    Nú er það leikurinn gegn Arsenal um helgina, líklegt að sá leikur verði talsvert erfiðari.

    1
    • Nú erum við að tala saman! Vesalings Pep hefði örugglega þegið þessi fjögur mörk í kvöld…

      2
      • Heyrðu, vá, Celtic er fyrir ofan Man City í Meistaradeildinni!

        Pep lafir á mörkum þess hreinlega að komast áfram… með heil átta stig úr sex leikjum.

        3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Girona 0-1 Liverpool – sæti í næstu umferð tryggt