Byrjunarliðið gegn Fulham

Þá er búið að tilkynna liðið sem mætir Fulham í dag og er það svona

Bekkur:Kelleher, Quansah, Nyoni, Elliott, Morton, Endo, Nunez, Jota og Chiesa

Darwin Nunez missir sæti sitt í byrjunarliðinu í dag og byrjar Diaz á toppnum.

Það er jákvætt að sjá þá Chiesa og Jota koma inn á bekkinn og vonandi sjáum við sigur gegn Fulham í dag.

63 Comments

  1. Chiesa (,,sóknar-kirkjan”) er svolítil ráðgáta. Mætti til leiks gegn Bologna og átti þetta snilldar ,,skot” sem varð að stoðsendingu fyrir fundvísan Jota. Svo hefur umræðan verið á neikvæðu nótunum um kappann. Veikburða og vanhæfur í PL, það er eins og þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum. En nú er hann kominn á bekkinn og auðvitað vonum við að þess gerist ekki þörf að fjölga í sóknarlínunni þegar líður á leik. Best að sjá hann gegn Southampton í bikarleiknum og hvíla Salah. Væri jólalegt ef ,,kirkjan” myndi skora og opna fyrir nýja möguleika í sóknarleiknum.

    3
  2. Frekar takmarkaðir varnarkostir á bekknum. Spurning hvort Endo gæti komið inn sem bakvörður.

  3. Alltaf rautt og í gamla daga var ekki hættuspark ef menn beygja sig niður á nafla.

    4
  4. Bölvuð svín alltaf þessi lið hjá Marco Silva.

    En okkar menn eiga erfitt með að hrista af sér þennan vana að mæta ekki til leiks frá fyrstu mínútu. Ekki einu sinni á heimavelli.

    Fulham grimmari og betri og verðskuldað yfir 0-1.

    7
  5. Hann var rangstæður þegar boltinn kom. Getur ekki verið rautt.

  6. Robertson kallinn ekki upp á sitt besta þessa dagana átti Fulham gæjinn ekki að fá rautt áðan ?

    4
  7. ææææ jæja þetta er einn af þessum leikjum. Vissum að gæfan myndi á einhverjum tímapunkti snúa við okkur bakinu.

    Nú þarf að reyna að fiska einn hvítklæddan út af.

    2
  8. Robbo kalrlinn er alveg skelfilegur. Verðskuldað rautt. Ömurleg frammistaða í þessu atviki.

    Með því lélegra sem maður hefur séð á þessu leveli og maður er bara orðlaus.

    9
  9. Nú sjáum við úr hverju menn eru gerðir. Stuðningsmenn líka.

    KOMA SVO!!!

    10
  10. Þvílíkt og önnur eins heimska og aumingjaháttur hjá Robertson. Gefur mark með því að dekka ekki á fjær. Hann gaf tvö víti um daginn. Hann getur ekki komið bolta fyrir markið. Svo getur hann ekki tekið á móti bolta og neglir mann svo bara niður sem er kominn einn í gegn.

    7
    • Elska Robbo og það er sorglegt að þetta sé allt rétt hjá þér.

      11
    • Enginn er hafinn yfir gagnrýni en þessi maður átti risa þátt í að færa okkur fyrsta Englandsmeistara titilinn i 30 ár. Verður alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér.

      10
  11. Það þarf að skoða vinstri bakvörð í Jan, Robertson er búinn að gefa nokkur óþarfa víti á þessu tímabili, hann reynir alltaf við boltan og menn lesa hann allt of vel.
    Fínt að hafa hann sem bakup fyrir einhvern flottan nýjan leikmann sem passar inn i kerfið.
    Er ekki frá því að Robertson fær 0/10 fyrir þennan leik.

    7
  12. Djöfulsins pappakassi er þessi dómari. Er ekki hægt að fá góðann dómara í einn einasta leik? Eru þetta allt helvítis aular? Hvernig hékk þessi gamla united drusla inná þegar hann skilur takkana eftir í fótleggnum á Gravenberch? Þetta verður ömurlegur leikur hér eftir, Liverpool fær nokkur samúðar gul spjöld en að öðru leiti leyfir hann Fulham að pönkast í leikmönnum Liverpool eins og alltaf í öllum leikjum, Salah gjörsamlega togaður niður aftur og aftur og aftur og aftur og aldrei neitt dæmt á það. Aldrei. Ég er orðinn svo leiður á þessu rugli. Same shit, different day.

    5
  13. Þetta er bara engan veginn nógu gott.

    Já það er vont að vera manni færri en frammistaðan í heild er bara langt yfir pari og mun engu skila nema menn rífi upp um sig buxurnar.

    Er ekki frá því að Captain Chaos gæti einhverju skilað í seinni hálfleik og mögulega hjálpað Salah í gang.

    Nú reynir einfaldlega á karakter leikmanna og menn hafa 45+ mínútur til að sýna hvað í þeim býr.

    8
  14. Einhver þynnka í leikmönnum Liverpool eftir jólagleðina um helgina.

    3
  15. Hvernig er staðan á Tsimikas í vinstri bak á næstunni – er hann ekki að verða leikfær? Spurning hvort hægt sé að kalla Owen Beck til baka úr láni frá Blackburn? Hann gæti mögulega komið inn og eignað sér bakvarðastöðuna og brillerað eins og Conor Bradley hægri megin hér fyrir einhverju síðan.

    4
  16. Áfram Liverpool, við vinnum þennann leik. Þetta er búið að vera gott en ekki frábæert einum færri. Fáum sprækar lappir inn í seinni og Nunes setur svo 2 eins og hann kann best. Svo að öðru, það eru potential 2 rauð spjöld á Fulham sem hefði auðvelt væri að réttlæta.

    6
  17. Svo er bara að fiska annað gult spjald á Fulham leikmann sem nú þegar á gulu og jafna í liðum – jafna og vinna svo helv……. leikinn!!!

    3
  18. Því miður þá kom þetta ekki á óvart frá Robbo hann er búinn að vera veikasti hlekkurinn í liðinu ásamt Nunez á þessu tímabili það hlaut að koma að þessu búinn að vera ógna þessu trekk í trekk hann Robbo.

    Þurfa versla vinstri bak strax í janúar þetta er komið gott.

    4
  19. Diaz út og Nunez inn ekki þorandi að hafa hann inn á með gult. Svo má Salah fara að sýna úr hverju hann er gerður. Þetta verður erfitt en við trúum
    YNWA

    3
  20. Hef því miður enga trú á því að Nunezinn sé að fara að blása lífi í glæðurnar. Þetta Fulham er grjóthart lið og gefa lítið færi á sér. Diaz hefði mátt gera betur í dauðafærinu en við erum fyrirsjáanlega ekki að skapa neitt merkilegt.

    En eitt mark frá okkur myndi breyta miklu. Erum með Salah og það getur skipt sköpum.

    2
  21. Þvílík sending hjá Salah!

    Og gjörsamlega frábært hlaup og afgreiðsla hjá Gakpo!!

    12
  22. Mikið svakalega var þetta glæsilegt!!!

    Stoðsending frá Salah og geggjaður skalli frá Gakpo

    7
  23. unintentional segir Var…

    Svo ef þú ætlar þér ekki að bomba einhvern niður þá er það ekki víti…
    Hvaða steik ákvörðun er það, óheppinn að bomba Gomes niður er bara víti hvort sem hann ætlaði að gera það eða ekki.
    Ég skil ekki hvernig þú brýtur af þér mjög ílla, sjá það allir en það er bara ekki hægt að dæma víti á það útaf því að það var óvart!

    6
  24. Hefði Gravenberch verið aðeins klókari hefði hann látið sig falla og fiskað Robinson út af fyrir peysutog. Fjandinn.

    11
  25. Ekki missir hann trúna á Darwin! sé ekki betur en að hann sé á leiðinni inn á.

    Flott skyndisókn áðan.

    4
  26. ferlegt en fyrirsjáanlegt.

    Þetta fulhamlið er með mjög öfluga einstaklinga.

    Quansah hefði mátt gera betur.

    3
    • Þetta var ömurlegt hjá Quansah sem er nýkominn inná með ferskar lappir.

      6
  27. Kannski annað tap Liverpool í deildinni en enginn heimsendir, en menn virðast algjörlega búnir á því og margir að spila undir getu.

    P.s. Þetta er skrifað í stöðunni 1-2 fyrir Fulham

    2
  28. Úff hvað það er mikill léttir að fá meistara Jota aftir í liðið !

    12
  29. Afrek að halda jöfnu. Geggjaðir á köflum. Hefðum getað unnið þetta en manni færri í ca. 90 mínútur er ansi mikið.

    Velkominn aftur Jota.

    Frábært að tapa ekki þessum leik

    4
  30. Gott stig eftir allt saman og gott að tapa ekki.
    Robbo fær hauskúpu hjá mér.
    Jota geggjuð innkoma þér var mikið saknað !
    Við höldum áfram !

    YNWA

    4

Vestur-London býður – Heimsókn til Fulham (Upphitun)

Liverpool 2 – 2 Fulham