0-1 Pereira 11.mín
1-1 Gakpo 47. mín
1-2 Muniz 76. mín
2-2 Jota 86. mín
Leikurinn hófst á miklum áhyggjum þegar Robertson var sparkaður niður og leit það ekki vel út en sem betur fer stóð hann upp og hélt áfram þar sem enginn vinstri bakvörður var á bekknum og hefðum þurft að hrófla ansi mikið við varnarlínunni ef hann hefði farið útaf. Hinsvegar voru alveg rök fyrir því að brotið átti skilið rautt spjald á Diop frekar en gult.
Stuttu seinna ætlaði fyrrum Liverpool-maðurinn Harry Wilson að senda boltann tilbaka en gaf hann beint á Jones inn í teig Fulham manna en hann var aðeins of lengi að athafna sig og þeir náðu að loka á hann.
Það voru hinsvegar aðeins um tíu mínútur liðnar af leiknum þegar við lenntum undir en Iwobi átti þá fyrirgjöf sem Pereira náði að teiga sig í knöttinn sem fór af Robertson og í netið. Sóknin byrjaði því og endaði á Robbo sem átti lélega sendingu sem hóf sókn Fulham manna.
Robertson kórónaði svo hauskúpuleik sinn á sextándu mínútu þegar hann tekur illa á móti boltanum og Harry Wilson stelur boltanum af honum og Robertson tekur hann niður og uppskar rautt spjald.
Eftir rauða spjaldið fór Gravenberch í varnarlínuna og tóku Fulham menn völdin í leiknum án þess þó að skapa sér eitthvað virkilega gott færi en þegar tók að líða á hálfleikinn fóru okkar menn að ná að halda aðeins betur í boltann og Salah tók nokkrar rispur sem minntu á að við gætum enn skorað þrátt fyrir að vera manni færri.
Besta færi okkar í hálfleiknum kom eftir 40 mínútna leik þegar Szoboszlai kom boltanum inn á Diaz sem átti skalla yfir markið. Klár bæting undir lok fyrri hálfleiks en Fulham líka farnir að bakka og ljóst að það þurfti mikla bætingu í seinni hálfleik til að ná í einhver stig í dag.
Fyrri hálfleikurinn byrjaði eins vel og hægt var að vona þegar Diaz kom boltanum út á Salah sem átti frábæran bolta á fjærstöngina þar sem Coady Gakpo stangaði hann í netið. Mínútu síðar var Gakpo aftur kominn í skotstöðu en Leno varði skot hans en þá átti sér stað stórundarlegt atvik þar sem Gomez er á fleygiferð inn á teiginn og Tete keyrir hann niður en ekkert var dæmt.
Tete meiddist í atvikinu og fór útaf og fékk aðhlynningu fékk svo að koma aftur inn á bara til að leggjast strax niður til að tefja leikinn og draga úr frábærri byrjun okkar manna í seinni hálfleik.
Það var svo þegar aðeins stundarfjórðungur var eftir sem Fulham náðu að nýta liðsmuninn þegar Iwobi fékk boltann útá vinstri kantinum og Quansah endaði einn með tvo menn og elti Robinson inn á teig þannig Iwobi fékk góðan tíma til að koma boltanum á Robinson sem framlengdi yfir til Muniz og þaðan lak boltinn í netið.
Þá komu Elliott og Jota inn á og voru fljótir að koma sér inn í leikinn þegar Jota kom boltanum á Salah inn á teignum en skot hans fór í varnarmann og þaðan til Elliott sem átti frábært skot rétt framhjá.
Svo þegar fimm mínútur voru eftir kom Darwin Nunez boltanum á Jota sem dró boltann framhjá varnarmanninum og afgreiddi boltann snilldarlega í netið, ofboðslega gott að fá þig aftur Jota minn.
Í uppbótatíma var svo mikill darraðadans í teig Fulham þegar Jota vinnur boltann og kemur honum á Van Dijk sem á skot sem fer í varnarmann og nokkrir menn fá tækifæri til að skjóta í röð en enginn náði að koma boltanum á markið.
Alisson átti góða markvörslu frá Adama Traore en Liverpool voru mun hættulegri aðilinn undir lok leiks og því erfitt að segja til um hvort þetta séu tvö töpuð stig eða eitt unnið.
Bestu menn leiksins
Það voru misjafnar frammistöðurnar í dag en þá bestu átti maðurinn sem var í því að breyta um stöðu Gravenberch skipti litlu máli hvort hann var á miðjunni eða í vörninni hann var mjög flottur. Gomez fær líka hrós í dag leysti vel úr flestu bæði sem miðvörður og bakvörður og stundum eitthvað hybrid þar á milli en mátti kannski gera betur í seinna markinu. Varamennirnir komu virkilega vel inn í dag þá allra helst Jota sem var allt í öllu eftir að hann kom inn á. Einnig var Gakpo mjög hættulegur í seinni hálfleiknum alveg þar til hann fór af velli eftir 70. mín.
Vondur dagur
Ég hef ekki alveg verið sammála mönnum með það hversu slakur Robertson hefur verið á þessu tímabili, vissulega hefur hann verið sekur um mistök og langt frá sínu besta en fannst hann ekki alveg jafn búinn og sumir vildu meina en hann gerði sitt besta til að sýna mér að það var rangt í dag. Fékk vissulega ansi þungt högg strax í upphafi leiks en ef það hafði áhrif á þessa frammistöðu átti hann að biðja strax um skiptingu því hann var sökudólgurinn í flest öllu sem fór illa hjá Liverpool alveg þar til hann fékk að fara snemma í sturtu.
Umræðan
- Arsenal gerði markalaust jafntefli við Everton í dag, náum ekki að nýta okkur það en þetta er dýrmætt stig að sækja miðað við að vera marki undir og manni færri eftir rétt rúmlega korters leik.
- Það er í raun ótrúlegt að vera manni færri nánast allan leikinn en vera samt liðið sem er miklu hættulegra undir lok leiks og stemmingin á vellinum var orðinn þannig að maður gerði eiginlega ráð fyrir að þeir myndu ná að sjúga inn þriðja markinu.
- Hefðum vel getað fengið víti í dag og séð Fulham missa menn af velli og í raun frekar skrýtið að hvorugt atvikið var skoðað eitthvað sérstaklega.
Næsta verkefni
Næst er það deildarbikarinn þar sem við mætum dýrlingunum í Southampton á miðvikudaginn.
Það er ekki annað hægt en að hrífast með. Frábært hjá Liverpool að ná jöfnu, með heppni hefðum við unnið.
Mjög margt jákvætt eftir kannski svekkjandi jafntefli. Stórskemmtilegur leikur og það er það sem skiptir mig öllu máli. Og að menn leggji sig fram sem þeir svo sannarlega gerðu.
Það sem maður sá var lið sem gerði allt til að reyna vinna leikinn þrátt fyrir að vera komnir mark undir og manni færri eftir 20 mín.
Þetta er lið sem getur unnið titla..vorkennir sér ekki eða leggjast í eh rútu afþví þeir eru manni færri..
gáfust aldrei upp !
That said ég vill sjá peninga í janúar frá FSG og ég vill sjá alvöru kaup þá sérstaklega í vinstri bak.
YNWA !
Svakalegur leikur. Bæði mörk Fulham eru með viðkomu í varnarmönnum Liverpool og breyta um stefnu. TAA kippt útaf eftir hans kæruleysi í öðru marki fulham (veit samt ekkert um það) Frábærar innáskiptingar þar sem týndi sonurinn dróg upp eitt stykki stoðsendingu. Skrýtið gullt spjald í byrjun leiks á fulham, hefði mátt vera rautt. Hefðum átt skilið sigur en tökum stigið.
YNWA
TAA sýndi kæruleysislega tilburði alltof oft í leiknum þó hann hafi verið þokkalegur fram á við.
Með fullri virðingu þá hugsa ég að hann sé ekki rétti karakterinn í að vera fyrirliði.
Ég gæti ekki verið meira sammála.
Hann er vissulega hæfileikaríkur en hann er ekki nógu stabíll andlega til þess að vera leiðtogi.
Kæruleysið og semi hroki af því hann er svo góður er mjög vond blanda. Ég held við ættum bara að leyfa honum að fara eftir tímabilið og hólka á alvöru stríðsmenn eins og Bradley!
Í pólitíkinni fyrir stuttu talaði ónefndur pólitíkus um varnarsigur – þetta var það svo sannarlega og rúmlega það! Þvílíkt sem við höfum saknað Jota og frábært að fá hann til baka – allt annað yfirbrag á sóknarleiknum og við alltaf líklegir til að skora þegar Jota er á sveimi þarna frammi.
Stutt í nýtt ár og janúar mánuð – nú þurfa þeir sem eru að vinna á bakvið tjöldin að sýna lit og styrkja Rauða Herinn til sigurs í deildinni. Chelsea með 27 miðjumenn og annað eins í öðrum stöðum farið að blása ofan í hálsmálið á okkur……… þá mega FSG og co alveg stíga upp og sýna okkur og hinum hvar Davíð keypti jólaölið!
Þvílíkt lið!
Bara game on og þvílíki viljinn og baráttan þrátt fyrir mótlæti. Ég er ekkert smá stoltur af þessari frammistöðu.
Einmitt ekki lagst niður og vonast eftir að pota inn marki eftir horn eða aukaspyrnu.
En minn maður Roberton…. Ég hef áhyggjur af honum þessi misserin.
Já hann er ekki alveg á sama flugi og síðustu ár. Ef það er ein staða sem ég hef áhyggjur af þá er það vinstri bakvarðar staðan.
YNWA
Eigum við ekki bara að segja að Liverpool vinni deildina með nákvæmlega þessu stigi? Ég held það.
Ég tek öllum sviðsmyndum fagnandi þar sem Liverpool vinnur deildina.
Hauskúpuleikur.
En stigi bjargað.
Meistari Andy Robbo, sem ég dýrka og dái, eyðilagði því miður leikinn með frammistöðu sinni.
Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta var lélegt varnarlega þegar við fáum á okkur annað markið. Hrikalega svekkjandi.
Þessi leikur staðfesti að það þarf að styrkja liðið varnarlega.
Robbo er orðinn dragbítur, Quansah hefur ekki það sem til þarf og Konaté mun aldrei spila heilt tímabil.
Vörn vinnur titla svo þetta ætti að vera algjört forgangsmál (fyrir utan samningamál Salah/VVD/TAA sem við ættum ekki að þurfa að ræða).
Maður er þó rétt tæplega hóflega bjartsýnn ef miða skal við frammistöðu hinnar nýju innkaupadeildar hingað til.
Elska svo að sjá Jota aftur á vellinum!
“Vörn vinnur titla”
Já og þess vegna er Liverpool með gott forskot á toppnum og fæst mörk fengin á sig.
Mögulega gæti liðið þurft styrkingu í vinstri bakvarðarstöðuna.
“Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta var lélegt varnarlega þegar við fáum á okkur annað markið. Hrikalega svekkjandi”.
Hvað er það sem menn gera sér ekki grein fyrir? Hlaupið frá Trent, átti Quansah að stoppa sendinguna eða var það lélegt af Gomez að boltinn skaust af hælnum á honum í markið?
Ég er nú á því að vörnin sem oft á tíðum var ansi fáliðuð hafi staðið sig ágætlega í þessum leik.
Þessi leikur hefði alltaf unnist 11 gegn 11.
Að Quansah klári ekki einfalt hlaup og kemur í veg fyrir fyrirgjöfina er arfalélegt að mínu mati. En í momentinu rétt á undan, nær miðju vallar, var Trent vissulega slakur í sínum varnarleik. En eg hef allt aðrar væntingar til hreinræktaðs varnarmanns eins og Quansah heldur en til Trent.
Okkar menn vissulega með frábæra vörn hingað til, en fólk sér alveg veikleikana þegar td Konaté vantar og þegar Robbo er orðinn dragbítur.
Pointið er að það þarf ekki mikið til, til að halla fari undan fæti og 2 stig í síðustu tveimur leikjum og 5 mörk fengin á sig, finnst mér sýna það ágætlega.
Glugginn opnar í janúar og klúbburinn hefur alla möguleika til að nýta sér það – ég persónulega tel þörf á því.
Og – að liðið sé með gott forskot á toppnum – er ég ekki sammála.
Mögulega og líklega vinnur Chelsea sinn leik á morgun og þá er forystan aðeins tvö stig.
Og þó svo okkar menn eigi leik til góða, þá er það útileikur gegn Everton sem er langt frí því að vera unninn.
Jafntefli eru dýr í þriggja stiga keppni og staðan getur breyst ansi hratt.
Ekki gott forskot? Hvers vegna ertu að reyna að reyna túlka forskotið á versta veg.
Málið er að Liverpool eru með 5 stiga forskot á Chelsea eftir jafn marga leiki og þar við situr.
Leikur Chelsea á morgun er jafn langt frá því að vera unninn og leikurinn sem LFC á inni gegn lélegu Everton liði.
Ef varnir vinna titla þá ættum við frekar að hafa áhyggjur af Arsenal (6stiga forskot á þá og leikur inni,, frekar aumt forskot kannski?) heldur en Chelsea sem eru með marga veikleika í vörninni og lélegan markmann.
Þetta Chelsea-lið með “marga veikleika í vörninni og lélegan markmann” geta verið komnir á toppinn áður en Liverpool spilar sinn næsta deildarleik.
Ég vona svo sannarlega að þeim fari að fatast flugið en það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim, að mínu mati.
Svo nei, ég tel okkar menn ekki hafa gott forskot.
Það var gott áður en liðið gerði tvö jafntefli í röð en er það því miður ekki lengur, að mínu mati.
Forskotið gott fyrir þessi tvö jafntefli en ekki núna?
Síðan þá hafa Arsenal einnig gert tvö jafntefli og eini munurinn er sá að LFC á leik inni á þá.
Síðan þá hafa City droppað tveimur stigum og sjáum svo til hvað þeir gera á morgun.
Eftir jafnmargar leiki eru þeir 9 stigum á eftir LFC.
Og ef að varnir vinna titla þá þurfum við varla að hafa áhyggjur af Chelsea?
Sammála. Við hefðum alltaf unnið 11 á móti 11.
Algjörlega sammála Dude í þessari umræðu! Jafntefli gefa lítið í 3ja stiga reglunni……. skoðið leikjaprógrammið framundan hjá Chelsea í deildinni – Brentford, Everton, Fulham, Ipswich, Crystal Palace, Bournemouth, Wolves……….. í þessari röð. Ef allt er eðlilegt með risahóp leikmanna ætti Chelsea að hala inn haug af stigum. Þessi Evrópukeppni sem Chelsea er í, er bara brandari! Hvíldu flest alla sína aðal leikmenn heima í síðasta leik á meðan stjórinn kvartaði og kveinaði yfir löngu ferðalagi og stutt í næsta deildarleik – vælið yfirgengilegt og leikurinn færður til kvölds! Næsti Evrópuleikur hjá þeim gegn Shamrock Rovers sem fínn æfingaleikur fyrir varaliðið!
Eins og ég nefnt áður, Chelsea farnir að anda ofan í hálsmálið á okkur og við megum ekki við frekari meiðslum í vörninni = styrkja okkur þar í janúar og kannski meira til.
Vörn vinnur titla – FSG……… yfir til ykkar!
Salah mjög slakur í dag. Skrýtið að maður sem vill flottan samning skuli varla geta gefið boltann. Hann er okkar aðalmaður og verður að standa upp í þessari stöðu. Annars mjög sterkt að ná jafntefli manni undir á móti vel skipulögðu liði og slökum dómara. Koma svo! YNWA.
Jæja, þetta var rússibani.
1. Mér fannst liðið sýna frábæran karakter, manni og marki undir. Það var aldrei í boði að leggja niður vopnin eða eins og segir í góðri leikskýrslu – fara í sjálfsvorkunn.
2. Áhorfendur voru frábærir. Liðin er sú tíð þegar stuðningurinn dofnaði um leið og á móti blés. Núna fór ekki á milli mála að rauðir ætluðu sér að ná einhverju út úr leiknum.
3. Salah er orðinn fullsterkur segull á allar sendingar. Szobo horfði bara til hans í hraðaupphlaupinu eins og sást vel í endursýningu. Sennilega var hann sjálfur í betra færi en salah og hefði getað með einni gabb-hreyfingu komist í opið færi. Þetta sást oftar í leiknum. Allir horfa á Salah sem átti að mínu mati ágætan leik. Komst oft framhjá Robinson þessum og skilaði glæsilegr stoðsendingu. En aðrir leikmenn ættu að nýta það pláss sem hann tekur hjá andstæðinum og keyra á eyðurnar.
4. Jota: Velkominn aftur!
5. Nunez gerði það sem hann gerir best – djöflaðist í vörn andstæðinganna, hljóp eins og titlingur og átti flotta stoðsendingu á ofangreindan Jota.
Er sáttur við stigið en hefði auðvitað …
Þráðrán: Mikið djö. er helv. hann Pickford óþarflega góður í marki.
Nottingham Forest komið upp fyrir Man City! Jólin eru að koma… kveikjum kertum á.
Ef að Kerkez gangi ekki inn um dyrnar 1.1.25 verð ég vonsvikinn. Robbo kostaði okkur 3stig í dag, það er ekkert flóknara. Búinn að vera á niðurleið í svoldinn tíma þessi mikli meistari og fyrir mér var þetta mikilvægasta staðan til að styrkja í síðasta glugga. Hef talað um þennan herslumum sem klúbburinn þarf að gera til að auka líkurnar á árangri. Erum svosem í frábærum málum og er alls ekki að draga úr þeirri staðreynd en höfum ekki unnið neitt ennþá og nóg eftir. Koma svo fsg! Inn með Kerkez að minnsta kosti.
Annars var ég viss um í hálfleik að við myndum vinna og það vantaði ekkj mikið uppá. Frábært þetta lið og áfram gakk. Keli, Endo, Morton, Elliott, Nunez og restin c-lið gegn S’ton. Aldrei þessu vant má fórna Carabao fyrir mér. Álagið og staðan á hópnum leyfa ekki mikinn focus á þessa keppni akkúrat núna.
Það var erfitt að horfa á Quansah áðan. Mér fannst eins og þetta væri leikurinn sem endaði feril hans hjá Liverpool. Þetta er búið að vera erfitt hjá honum undir stjórn Slot og maður sá hann vildi ekki fá boltann undir lok leiksins. Og eins og Dude bendir á að klára ekki hlaupið leit alls ekki vel út. Quansah samt ágætasti leikmaður. Bara mín tilfinning. FSG þarf að versla í janúar. Slot á það nú heldur betur skilið.
Líka sammála Dude með þetta er ekkert forskot. Þoli ekki fréttaflutning eins og þetta sé komið hjá Liverpool ef hinn og þessi tapi í næstu umferð. Ég er ekki búinn að afskrifa City eins og margir. Ef Pep kaupir í janúar sem verður að teljast líklegt þá geta þeir orðið ósigrandi seinni hluta tímabilsins.
Svo vil ég sjá van Dijk skrifa undir sem fyrst.
Hvílíkt endemis helvítis kjaftæði. Þú ert að tala um 21 árs leikmann sem var að spila 3 manna vörn með 10 leikmenn í fyrsta skipti . Og þetta mark skrifast bara ekkert á hann umfram aðra í liðinu.
Ótrúlegt heimsendarugl þegar allt er ekki eins og jólin.
Fátt leiðist mér eins mikið og þegar Trent er með Rashford-veikina, og ráfar um völlinn svipbrigðalaus mest allan leikinn. Óþolandi að horfa á líkamstjáninguna hjá honum og (að því er virðist) áhugaleysið. Ef hann hefði ekki gullsendingarnar sínar get ég ekki ímyndað mér að Slot myndi nokkurn tímann setja hann inn á. Nú þarf hann að segja af eða á, ekki seinna en strax, hvort hann ætlar að vera eða fara.
Það var ótrúlega mikilvægt að ná í stig út úr þessum leik. Þetta var off-dagur hjá okkur og þeir verða alltaf nokkrir á ári.
Mikið var gott að sjá Jota á vellinum,hann hefði með smá heppni unnið leikinn fyrir okkur,þvílíkur karakter og í leikslok sá maður vonbrigðin á honum fyrir glötuð stig,þó manni færri lungann úr leiknum.
Quansah átti bara að gera betur í seinna markinu með ferskar lappir og enginn talar um “vítaatvikið” en fyrir mér var þetta víti og ekkert annað. En þeir fá prik í kladdann hjá mér fyrir að gefast ekki upp,en að spila manni færri svona lengi og samt næstum vinna leikinn segir að mönnum er ekki sama.
Konate auðvitað óheppinn með meiðsli hingað til en þessi meiðsli eru uppkominn eftir líkamsárás Endrick að aftan og haugurinn fékk ekki einu sinni spjald fyrir árásina á hann.
Lífið heldur áfram og þetta er nú einu sinni bara tuðruspark á milli milljónamæringa…..eða hvað?!
Finnst Arne Slot eigi að fá mesta hrósið eftir þennan leik.
Fækkaði ekki í sókninni eftir rauðaspjaldið.
Róteraði vörn og miðju töluvert til að reyna að finna jafnvægi.
Allar skiptingar voru í þá átt að vilja vinna.
Flest allir stjórar hefðu farið í hina áttina og reynt að pota inn jöfnunarmarki í lokin.
Er virkilega að fíla hvernig hann brást við öllu í leiknum.
Svo sammála. Arne er ótrúlega flottur þjálfari sem virðist vita uppá hár(án hárs) hvað hann er að gera.
Sælir félagar
Liðið sýndi mikinn karakter og með örlítið jafnari dómgæslu hefði liðið unnið þennan leik 10 á móti 11 nánast allan leikinn. Mér hefur sýnst þróunin á Robbo vera neikvæð síðustu 3 misserin og svo sem ekkert við því að segjs. Hann hefur skilið all eftir á vellinum fyrir liðið í gegnum tíðina en á sífellt minna að gefa blessaður drengurinn.
Það þarf að fá nýjan mann inn fyrir Robbo á vinstri, alvöru bakkup fyrir Grav því ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef hann meiðist. Einnig sýnist mér að Quansah sé ekki það efni sem við héldum og því þarf mann úr efstu hillu fyrir hann í vörnina. Ég er ánægður með liðið í heild í þessum leik þó benda megi á einhverja leikmenn sem hefðu átt að gera betur. Vonandi fer Bradley að komast á lappir aftur.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála þér í einu og öllu þarna félagi Sigkarl. Gravenberch algjör klettur á miðjunni og væri hrikalegt að missa hann í meiðsli! Varðandi vinstri bak þá nefndir þú einhvern tímann Robinson hjá Fulham sem spennandi leikmann, get kvittað undir það – sókndjarfur, öskufljótur, vanur Úrvalsdeildinni og á besta aldri. Svo berast freknir af því að lánsmaður okkar hjá Blackburn, Owen Beck er að gera góða hluti vinstra megin og skoraði í gær fyrir þá bláhvítu. Væri spennandi ef hann gæti sett mark sitt vinstra megin eins og Conor Bradley hefur gert á hægri vængnum. En hvað vitum við hvað er að gerast á bakvið tjöldin?! Janúar verður spennandi………..
Já Robertson er komin yfir hæðina. Það á að vera forgangsverkefni í janúar að kaupa nýjan vinstri bakvörð. Hví ekki kaupa Robinson frá Fulham.
Ég er á Kerkes vagninum núna.
Er ekki ástæða fyrir okkur stuðningsfólk LFC að reyna að vera jafn áræðin og ástríðufull og liðið sjálft?
Ótrúlegt að hlusta á fólk á vælubílnum eftir að 10 við tókum 11 Heilsvín og og grilluðum þau.
Ímyndið ykkur að vera í klefanum eftir leik. Var einhver uppgjöf þar? Var einhver söknuður eftir síðastaári þar? Var einhver efi þar?
LFC
Sælir.
Frá mínum sjónahóli þá nennti Trent ekki að spila vörn og bæði mörk Fulham komu upp hans kant. Hvar var hann þegar Quansah var einn á einn með framherjann? Hvar var hjálpavörnin?
Annars byrjaði þetta mjög illa með marki og Robertsson rekinn út af. Bæði lið gátu unnið þennan leik.
Sigurður Þ. Magnússon
Þaddna, eru sjíttý að reyna að ná í C-deildina sjálfur áður en þeir verða dæmdir?
Það er áhugavert að lesa þessa grein, það er lítið fjallað um þetta, þetta gæti samt haft gríðarlega mikil áhrif í toppbaráttunni þegar upp er staðið
https://www.espn.com/soccer/story/_/id/42964020/the-var-review-andrew-robertson-red-card-liverpool-wrong