Síðasti leikur kvennaliðsins fyrir jól

Lokaleikurinn hjá stelpunum okkar fer fram á St. Helens vellinum núna kl. 14:30 þegar Arsenal konur mæta í heimsókn.

Næsti leikur er svo ekki fyrr en um miðjan janúar, og það er í raun bara ágætt enda liðið enn í meiðslakrísu. Ekki minnkaði hún þegar Leanne Kiernan meiddist í Everton leiknum á miðvikudaginn, og hún er því frá í dag, en virðist vera nokkuð öruggt að hún verði klár í leikinn 12. jan gegn West Ham sem er leikur í FA bikarnum.

Vonandi sjáum við Sophie Roman Haug í þeim leik sömuleiðis, þó svo það hafi ekki verið gefið út opinberlega hvenær megi eiga von á henni til baka. Eins væri óskandi ef Marie Höbinger verði þá líka komin til baka, nú en ef ekki þá þýðir það bara enn fleiri mínútur sem Zara Shaw fær. Hún hefur sannarlega gott af slíku og er alltaf að sýna betur hvað í hana er varið. Yfirveguð á velli, með lágan þyngdarpunkt, góðan skotfót, og á framtíðina fyrir sér.

Andstæðingurinn situr í 3ja sæti töflunnar á meðan okkar konur sigla lygnan sjó um miðja deild í 7. sæti, og því von á erfiðum leik. En á hinn bóginn þá er það nú þannig í þessari deild – rétt eins og í karladeildinni – að öll lið geta strítt öllum hinum, og sást það bersýnilega í gær þegar neðsta lið deildarinnar – Leicester – gerði jafntefli við það efsta – Chelsea. Það er því allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og leikmenn mæta nægilega ákveðnir til leiks.

Fátt nýtt í uppstillingunni, og Matt heldur sig áfram við 3ja manna vörn:

Micah

Clark – Bonner – Matthews

Fisk – Holland – Nagano – Shaw – Hinds

Smith – Enderby

Bekkur: Laws, Spencer, Evans, Fahey, Silcock, Daniels, Kapocs, McDonald

Gemma Evans er komin til baka eftir höfuðhögg, og Neve McDonald fær aftur sénsinn eftir að hafa sýnt líflega takta gegn Everton í vikunni. Sannarlega talsvert efni þar á ferð, ennþá bráðung en komin í U17 landslið Skota.

Leikurinn verður sýndur á Youtube eins og venjulega, og ég myndi alveg þiggja 3 stig í skóinn eða jólapakkann.

KOMASO!!!

p.s. ef svo fólk langar að ræða aðra leiki dagsins hér (gera Brentford okkur greiða? Hvað gerist í Manchester slagnum?) þá er það guðvelkomið.

4 Comments

  1. Úr því þú gefur upp boltann, Daníel, hvað finnst lesendum kop.is um hrun Man City? Hvaða ástæður liggja að baki?

    1
  2. Ég horfði á leikinn áðan. Og stóð sjálfan mig að því að halda með Man U tapi.

    Það sem mér fannst áhugaverðast við leikinn var hvað gæðin voru lítil. Man City hafa ekki endurnýjað nægilega vel og þetta lið er ljósárum frá því að vera sama lið og síðastliðin ár. Allt of margir “Andy Robertsonar”.

    Ég held samt veskið verði opnað og þeir verði komnir á flug fyrr en síðar. Kaupa Martín Zubimendi og aðra eftirsótta leikmenn sem styrkja liðið strax.

    4

Liverpool 2 – 2 Fulham

Gullkastið – Tvö Töpuð Stig