Byrjunarliðið gegn Southampton

Bekkur: Jaros, Nallo, Norris, Tsimikas, McConnell, Jota, Chiesa, Danns og Ngumoha

Áhugavert lið í dag spurning hvernig varnarlínan er, eitthvað slúður um að það sé verið að prófa Trent í vinstri bak en verður áhugavert að sjá hvernig þetta er.

21 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Miðað við skíta leiðinda og vatnsveður þessa stundina á suðurströndinni, þá geri ég ráð fyrir að farfuglarnir hans Daníels í fyrri pistli væru til í að færa sig enn sunnar! :0)

    Spurning hvort hugur Trents leiti á sömu mið á nýju ári?!

    3
  2. Boltinn er hérumbil hættur að rúlla í pollunum. Verður þetta ekki bara blásið af vegna veðurskilyrða?

    2
  3. Fínn hálfleikur með mjög breyttu liði. Endo stendur sig vel í miðverðinum. Soton eru að sjalfsögðu lang lelegasta lið deildarinnar en það þarf samt að spila okkar leik.
    Gott að Nunez hafi skorað á það skilið vonandi koma fleiri.

    5
  4. Algjör óþarfi að setja Jota inná. Maðurinn er brothættur. Og við höfum annað að gera en að elta þennan bikar.

    2
    • Það þarf mínútur til þess að vera klár í baráttuna. Þeir vita nú eitthvað hvað þeir eru að gera

      1
  5. Léleg varnarvinna í þessu marki Southampton! Archer boðið að stilla upp á skotfótinn í stað þess að loka á hann og þvinga upp að endalínu!

    4
  6. Vel gert! komnir í undanúrslit með Arsenal – Newcastle – Tottenham/Man U

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Dýrlingarnir á miðvikudagskvöld

Southampton 1-2 Liverpool