Southampton 1-2 Liverpool

Það var ansi breytt lið Liverpool sem mætti Southampton í deildarbikarnum í dag. Wataru Endo byrjaði leikinn í nýrri stöðu í miðverði en Liverpool breytti aðeins nálgun sinni og fór hann upp á miðsvæðið þegar okkar menn voru með boltann. Við fengum að kynnast nýjum þjálfara á hliðarlínunni þar sem Slot var í banni og aðstoðarmaður hans Hulshoff var á hliðarlínunni.

Á 24. mínútu leiksins komumst við yfir eftir að Trent átti flott hlaup frá eigin vallarhelmingi og kom svo með góða sendingu inn á Darwin Nunez sem slapp einn í gegn og aldrei þessu vant kláraði auðveldlega. Flott móment fyrir hann eftir að stuðningsmenn Southampton höfðu verið að syngja til hans að hann væri bara slök útgáfa af Andy Carroll.

Átta mínútum síðar spiluðu Gakpo og Endo sig upp völlinn þar sem sá fyrr nefndi lagði svo boltann fyrir Harvey Elliott sem átti frábæra snertingu til að stilla upp í skot og setti boltann fram hjá McCarthy í markinu.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Liverpool mun betri aðilinn og komst MacAllister næst því að bæta við en McCarthy varði gott skot frá honum.

Í hálfleik fóru Trent og Gomez af velli og inn komu Chiesa og Tsimikas og við það færðist Morton í hægri bakvörð, sem sagt tveir miðjumenn í öftustu línu hjá Liverpool í seinni hálfleik.

Við þetta datt tempóið svolítið úr leiknum og Southampton menn fengu að komast meira í boltann og tóku undirtökinn í leiknum án þess þó að gera mikið með það þar til á 69. mínútu þegar boltinn barst til Cameroon Archer sem sótti inn á teig og fékk alltof mikinn tíma og setti boltann í fjærhornið framhjá Kelleher í markinu. Fannst að Morton og Quansah hefðu getað lokað mun fyrr á þessa hættu.

Þá gerðu Liverpool aðra tvöfalda skiptingu þar sem MacAllister og Gakpo fóru útaf og McConnell og Jota komu inn í stað þeirra. Þetta stoppaði þó ekki yfirburði Southampton í seinni hálfleiknum en þeir sköpuðu þó ekkert dauðafæri fyrir utan skalla Brereton Diaz undir lok leiks sem Kelleher varði en hann var rangstæður hvort eð er.

Í uppbótartíma var Chiesa nánast búinn að skora eitt trademark Salah mark þegar hann var við það að krulla bolta í fjærhornið áður en að Harwood-Bellis bjargaði á línu. Þremur mínútum síðar kom umdeildasta atvik leiksins þegar það kemur langur bolti fram á Fernandes sem er í baráttu við Quansah við vítateigin, þeir láta boltann skoppa og hlaupa á eftir honum með hendur á hvor öðrum þegar Fernandes fellur inn í teyg og vildi fá víti. Dómarinn var fljótur að láta vita að það væri ekkert að þessu og ekkert VAR í dag þannig það bara stendur en við endursýningu sást að Quansah var í það minnsta ansi tæpur. Við hefðum öskrað á brot hinu meginn á vellinum allavega en leikurinn endar og Liverpool í undanúrslit.

Bestu menn Liverpool

Gakpo hélt áfram að eiga flotta leiki í þessari keppni en hann var mjög hættulegur í fyrri hálfleik og fór snemma útaf, vonum að þetta hafi verið byrjun á flottum Liverpool ferli hjá Chiesa sem kom inná í hálfleik og spilaði verri hálfleikinn af okkar hálfu en flest jákvætt sóknarlega undir restina fór í gegnum hann. Elliott byrjaði sinn fyrsta leik á þessu tímabili og skilaði marki. Morton var flottur á miðjunni í fyrri hálfleik en átti erfiðara með bakvörðinn í seinni.

Vondur dagur

Leikurinn var skrýtinn, kaflaskiptur og oft tempólaus þannig það átti kannski enginn sérstaklega slæman dag og enginn sérstaklega góðan. Quansah hélt áfram að sýna okkur að það er erfitt fyrir ungan miðvörð að vera inn og út úr liðinu og er alls ekki jafn stabíll þegar hann er ekki að spila viku eftir viku eins og í loks síðasta tímabils. Svo gerði maður ráð fyrir að MacAllister væri sýnilegri í leik þar sem hann er að spila í miðjunni með tveimur guttum eftir ágætis hvíld en var bara fínn í dag.

Umræðan

  • Liverpool ósigraðir í 20 leikjum í röð í öllum keppnum á sama tímabilinu í fyrsta sinn síðan 1996.
  • Gott að sjá Tsimikas, Chiesa og Jota fá fínar mínútur til að koma sér aftur í form. Á meðan fengu Gravenberch, Van Dijk, Salah, Jones, Szoboszlai og Diaz að sitja heima og hvílast og fengum að sjá að líkt og Klopp er Slot ekkert smeykur við að henda ungu strákunum í þessa keppni.
  • Liverpool komnir í undanúrslit og geta varið titil sinn í þessari keppni og sjáum núna hversu mikilvægt það var að enda í topp átta í Meistaradeild og fá ekki enn fleiri leiki í janúar og byrjun febrúar.

Næsta verkefni

Næst er það hefndar ferðalag til London á sunnudaginn þar sem við mætum Tottenham en við eigum þeim harm að hefna eftir úrslitin þar í fyrra en þeir mæta Manchester United í þessari keppni á morgun.

18 Comments

  1. Maður vonar bara að Ange stilli upp sterku liði á morgun. Hann vill sennilega reyna að halda í hefð sína að vinna alltaf bikar á sínu öðru tímabili.

    2
  2. Að minu mati goður sigur a heildina litið. Lið sem var samsett a ymsum forsendum, en vann sig ut ur þvi a endanum með sigri. Show must go on ekki satt, það held eg alla vega.

    YNWA

    3
  3. Frábærlega spilaður fyrri hálfleikur en seinni smá vonbrigði. Kannski er það skiljanlegt eftir riðl í liðinu og menn að spila sínar fyrstu mínútur og úr stöðum en á endanum litið frábært kvöld. Jota, Tsimikas, Macca, Trent og Elliot að fá góðar mínútur í skrokkinn og aðrir að fá vel þegna hvíld, Darwin loksins skorar sem vonandi gefur honum aukið sjálfstraust, hann þarf að koma sterkur inn af bekknum á sunnudag. Fáum degi lengri hvíld en Tottenhamliðar og vonandi að Ange stilli upp sterku liði í kvöld og það verði alvöru tempó leikur fram og til baka.

    Mér finnst þó enn áhyggjuefni hvað við erum oft á tíðum lost og hægir að finna menn á miðjusvæðinu og hvað þetta er mikið dútl þarna aftast. Hvað svosem það kemur Slottaranum við með 1 tap í 24 leikjum….

    8
  4. Eg átti von á opnari og meira lifandi leik. Ánægður með sigurinn .

    Það verðir fróðlegt að sjá Liverpool bruna upp völlinn í skyndisóknir þegar the Klopp effect er alveg farinn úr liðinu. Mér fannst Slot græða smá á því í upphafi tímabils en að undanförnu finnst mér eins og það sé ekki sama ákefð og oft mjög tilviljunarkennt allt. Er fólk ósammála?

    4
    • Talandi um ákefð, horfðu þá aftur á fyrri hálfleikinn gegn City.

      Annars þótti mér þótti enga ákefð skorta gegn Newcastle.

      Gegn Fulham var liðið yfir á öllum sviðum tölfræðinnar 10 gegn 11 í 75 mínútur.

      Ákefðin er vissulega önnur í samanburði við Klopp. Meira pælt í álagsstýringu og minni orkusóun.

      5
      • Ég er bara að spá í skyndisóknirnar. Ég er mjög ánægður með álagsstýringu almennt. En finnst oft hik og eins ekki sé farið á fullum krafti í skyndisóknir. Fannst áhugavert að sjá þetta þegar Salah er ekki inná.

        4
  5. Mér finnst leikur liðsins “agaðari” undit Slot. Það hefur kosti og galla og ég held að þess verði langt að bíða að við fáum sama skemmtanagildið og Klopp stóð fyrir. Það er líka rétt að hafa í huga hvaða tímabil var í gangi þegar Klopp var með liðið. Við ættum að vera með þrjá titla eftir hans tímabil en ekki einn en áður en hann tók við er ekki nema eitt ár þar sem við hefðum sögulega átt sæmilegan séns á titli… spáum aðeins í því.

    Ég henti hérna upp smá töflu sem fylgir með, og við getum séð grófa mynd af þessu… það er áhugavert að sjá hvað stórlið Man.Utd var í raun og veru lélegt lið þegar það var að vinna þessa titla 😉
    Ár Lið Stigafjöldi Stig Lpool Tímabil með titil
    2024 City 91 82 6
    2023 City 89 67 0
    2022 City 93 92 27
    2021 City 86 69 0
    2020 Liverpool 99 99 31
    2019 City 98 97 31
    2018 City 100 75 1
    2017 Chelsea 83 76 1
    2016 Leicester 81 60 0
    2015 Chelsea 87 62 0
    2014 City 86 84 6
    2013 Man.Utd 89 61 0
    2012 City 89 52 0
    2011 Man.Utd 80 58 0
    2010 Chelsea 86 63 0
    2009 Man.Utd 90 86 9
    2008 Man.Utd 87 76 1
    2007 Man.Utd 89 68 0
    2006 Chelsea 91 82 6
    2005 Chelsea 95 58 0
    2004 Arsenal 90 60 0
    2003 Man.Utd 83 64 0
    2002 Arsenal 87 80 4
    2001 Man.Utd 80 69 0
    2000 Man.Utd 91 67 0
    1999 Man.Utd 79 54 0
    1998 Arsenal 78 65 0
    1997 Man.Utd 75 68 0
    1996 Man.Utd 82 71 0
    1995 Blackburn 89 74 0
    1994 Man.Utd 92 60 0
    1993 Man.Utd 84 59 0

    Meðalstig meistara og fjöldi titla
    Man. Utd. 85 13
    Blackburn 89 1
    Arsenal 85 3
    Chelsea 88 5
    City 92 8
    Leicester 81 1
    Liverpool 99 1

    Þetta kemur sjálfsagt furðulega út, en er allavega þarna

    9
  6. (þráðarrán)

    Smá spurning.

    Nú átti Everton – Liverpool leikurinn að vera síðasti leikurinn á Goodison park.

    Hvar verður leikurinn þegar hann verður?

    1
    • Örugglega bara á Goodison, planið var held ég að klára leiktíðina á þeim leikvangi. Þetta var held ég síðasti Merseyside derby leikurinn á Goodison, en ekki síðasti leikurinn á Goodison punktur.

      3
    • Tottenham stillti upp sínu sterkasta liði og lykilmenn spiluðu allan leikinn.

      Í gær gátu LFC hvílt 8 úr byrjunarliðinu, aðrir spiluðu 45-60 mín.

      Auk þess fær Liverpool aukadag í hvíld.

      Fraser Foster mætir rúinn sjálfstrausti.

      Maður sættir sig ekki við neitt annað en sigur gegn þessu brothætta Tottenhamliði.

      8
  7. Fáum spurs í undanurslitum og útileikinn fyrst. Þannig að þetta er nánast vonlaust fyrir þá.

    6
    • held að Spurs henti Liverpool best af þeim liðum sem voru í boði. Þeir munu líklega spila sínu sterkasta liði á meðan Slot róterar.

      6
  8. Bara 2 dagar í hvíld frá United leiknum á sunnudegi og svo EFL á móti Tott á þriðjudegi jáhá.

    1
  9. Sælir.
    Kelleher, Endo, Quansah, Tyler Morton, Harvey Elliott og Darwin Nunez spiluðu allan leikinn. Tsimikas og Chiesa fengu 52 mínútur, Jota og James McConnell fengu 34 mínútur, MacAllister spilaði í 63 mínútur og Trey Nyoni spilaði í 86 mínútur. Nokkrir þessara að koma úr meiðslum og þurfa nauðsynlega að fá mínútur auk þess sem að nokkrir ungir leikmenn fengu að spila. Spurning hvort að Tyler Morton verði seldur í janúar. Við ættum að koma ferskir inn í leikinn gegn Tottenham þar sem að við náðum að hvíla meira og minna okkar lykilleikmenn og Tottenham spilaði gegn United í gær.

    3

Byrjunarliðið gegn Southampton

Upphitun fyrir Tottenham