Spurs 3 – 6 Liverpool

Mörkin

0-1 Luis Diaz (23.mín)

0-2 Alexis MacAllister (36.mín)

1-2 James Maddison (41.mín)

1-3 Dominik Szoboszlai (45.+1 mín)

1-4 Mohamed Salah (54.mín)

1-5 Mohamed Salah (61.mín)

2-5 Dejan Kulusevski (72.mín)

3-5 Dominic Solanke (83.mín)

3-6 Luis Diaz (85.mín)

Þetta var nú meiri sýningin. Ingimar spáði 0-3 og hafði þannig séð rétt fyrir sér, við fengum bara 6 mörk í kaupbæti í dag. Þetta er kannski eins og við er að búast af Tottenham-liðinu, þeir eru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum, geta nánast skorað að vild en líka fengið á sig að vild.

Leikurinn

Það má eiginlega segja að allur fyrri hálfleikur, nema kannski 3-4 mínútur undir lok hans, í kringum 40.mínútu hafi algjörlega eign Liverpool. Tottenham komst ekki upp úr blokkinni, samt óðu sóknarmenn Liverpool í færum og til að mynda átti Salah fimm skot að marki á fyrstu 15.mínútunum. Diaz fékk réttlætinu fullnægt þegar hann boraði risastórt gat á stífluna sem hafði haldið aftur af okkar mönnum í rúmar 20 mínútur og þá bunuðu líka mörkin í gegn, við fengum 9 mörk á 70 mínútum, hvert öðru skemmtilegra. Liverpool átti 24 skot í leiknum og með xG upp á 4.60.

Á þessum fimm mínútum sem Spurs gátu eitthvað náðu þeir tveimur skotum á markið og annað rataði í netið.

Í síðari hálfleik hélt veislan áfram og Mo Salah bætti tveimur mörkum í safnið sitt á fyrstu 15 mínútum hálfleiksins og staðan var því orðin 1-5 eftir klukkutíma leik. Eftir það tóku menn fótinn aðeins af orkugjöfinni og Spurs náði að setja tvö áður en Luis Diaz kláraði leikinn sinn með öðru marki sínu.

Góður dagur

Jahhh…hvern er ekki hægt að tína út? Flestir áttu góðan dag, sérstaklega sóknarmegin. Salah og Diaz báðir með tvö mörk. Szoboszlai átti ríkan þátt í fleiri mörkum en hann fær kredit fyrir, hann var eins og hann væri á yfirsnúningi allan daginn og mér finnst upp á síðkastið að hann hafi verið að ná sömu hæðum og hann náði fyrri hluta síðasta tímabils. En það er ekkert hægt að ganga framhjá Mo Salah eina ferðina enn. Tvö mörk og tvær stoðsendingar, ég segi bara það sama og um daginn, semjiði við manninn og látið hann hafa það sem hann vill.

Vondur dagur

Varnarleikurinn á köflum var ekkert til að hrópa húrra fyrir, en mér gæti ekki verið meira sama. Stundum eru leikir bara svona opnir og ég ætla ekkert að tína út einhverja einstaklinga hvað varðar einhver mistök og hvað má gera betur. Það má alltaf gera eitthvað betur.

Umræðan

Fjögurra stiga forysta á toppnum og leikur til góða, takk fyrir frábærlega skemmtilega jólagjöf og helgin spilaðist ágætlega fyrir okkur. Salah er markahæstur í deildinni og líka stoðsendingahæstur. Nú er það jólatörnin framundan, sem reyndar er ekkert ægileg. Það sem við stuðningsmenn þurfum líka í jólagjöf frá félaginu eru fréttir af nýjum samningum. Það má líka velta fyrir sér janúarglugganum sem nálgast óðum, en okkar menn eru svo sem ekki vanir að gera mikið þar. Hins vegar er nýtt stjórnendateymi í liðinu sem gæti gert kröfur um bætingu einhvers staðar á vellinum en rétti bitinn þarf að vera í boði. Ég myndi halda að stöðurnar væru fyrst og fremst senter og vinstri bakvörður, en mér finnst líklegra að það verði beðið eftir því hvað gerist með þrjá bestu leikmennina okkar og samningana þeirra. Ef þeir endurnýja ekki verða bara risastórar holur í hópnum sem þarf að fylla með stórum prófílum.

Framundan

Næsti leikur er gegn Leicester á heimavelli að kvöldi annars dags jóla, þ.e. á fimmtudaginn og svo er West Ham úti sunnudaginn þar á eftir, 29.desember. Þannig að eðlileg, áframhaldandi rótering í nokkrum stöðum er kannski æskileg en ef hægt er að hvíla menn í 20-30 mínútur í leik þá getur það alveg dugað.

26 Comments

  1. Salah að dreifa gjöfunum í ár ! þvílíkur leikmaður ! hann er með 10 í þessum leik það má eitthver reyna segja mér annað !

    Semja í gær ! ég vill fá jólagjöfina mína núna John takk fyrir !

    YNWA !

    18
    • Salah er á eldi….hann var fúll að vera tekinn útaf ánægður með Slott…

      9
    • Salah heldur svo áfram að slá met.
      Núna fyrsti leikmaður frá upphafi að ná double digits í goals og assists fyrir jól !
      Hvernig er þetta hægt? Hann er eins og eðal rauðvín sem verður betri með aldrinum ótrúlegur leikmaður.

      12
      • Ótrúlegar tölur. 15 mörk og 11 stoðsendingar í 16 leikjum!

        7
  2. Szoboszlai er svo klárlega arftaki Hendo … nema að gaurinn er að skora og leggja upp eins og tittlingur.

    Einfaldlega frábær frammistaða.

    En smá pæling…. (nenni ekki að gúgla) hefur Alisson okkar ekki fengið á sig 3 mörk í leik eftir að hann mætti aftur?

    14
      • 2 gegn Fulham og svo núna 3 en Kelleher var í markinu í vikuni a moti soton

        7
      • ES. En hann var frábær í meistaradeildini á móti Girona en það er ekkert hægt að skrifa þessi mörk á hann ..er frábær markamaður vörnin okkar þarf aðeins að fínpússa en maður hefur engar áhyggjur elska Alisson

        10
    • Já, sammála. Ég elska Hendo en hann skoraði bara á sex ára fresti en hljóp eins og Irish Setter a sumardegi.

      8
  3. Liðið var frábært í dag.
    Fyrir utan usual suspects, þá fær Joe Gomez feitan plús í kladdann. Hefur verið frábær í vetur.
    Slot er bara snillingur að kalla fram það besta í mönnum.

    29
    • Gomez oftar en ekki frábær þegar hann fær kallið.
      Einnig í fyrra.
      Toppmaður.

      27
  4. Erfitt að gagnrína eftir svona sigur.
    En hefði viljað að menn myndu vera meira sólin í 1-5 ekki mjög slotlegt hvernig þetta spilaðist.

    En margir frábærir í dag og verður fróðlegt að sjá hver fær að fara í Húsasmiðjuna .

    4 stig plús leik til góða er ögn þæginlegra en þessi 2!

    Gleðileg Jól !

    7
  5. Sturlaður markaleikur. Smá óþarfi að fá á sig þrjú mörk en Tottenham er lið sem getur alltaf skorað.
    Frábær frammistaða sóknarlega í dag.

    En mál málanna; stóra samningamálið.
    Hvað er að frétta?
    Mo, Virgil og Trent.
    9 dagar til stefnu.
    Mun FSG skila sínu eða mun næsta ár einkennast af FSG out og öðru eins volæði?

    Liðið okkar er að spila stórkostlega og það væri glapræði að ekki ná samningum við þessa lykilmenn liðsins. Koma svo og klára þetta!

    Áfram Liverpool!

    17
    • SEMJA, SEMJA, JÁ SEMJA, EFTIR HVERJU ER VERIÐ AÐ BÍÐA, SEMJA NÚNA ….

      7
  6. Það hefur vantað alla spennu í marga leiki Liverpool að undamförnu og …… ég er djö sáttur við það !
    Gleðileg rauð Jól !

    11
  7. Einstefna og miklir yfirburðir okkar manna.
    Tek undir með ykkur sem hrósuðu Gomez sérstaklega, hann var rock solid.
    Reyndar var ég alveg viss um að hann myndi kóróna frábæra frammistöðu með því að skora fyrsta markið sitt en það veður að bíða aðeins lengur.

    Gleðileg jól elskurnar og nótum þess að halda með þessu stórkostlega Liverpool liði.

    14
    • Já ég var svo að vonast eftir því að við fengjum víti og Joe Gomez myndi fá að taka það, en hann má eiga það að hann skilar alltaf rock solid frammistöðum og er í raun bara okkar nýji James Milner, getur spilað allar stöður í vörninni og gerir það býsna vel.

      En núna hljóta eigendur liðsins að sjá hvers mikils virði Salah, Trent og Van Dijk eru fyrir liðiði.
      Við erum með fæst mörk (16) ásamt Arsenal og Salah er komin með 18 mörk og 15 stoðsendingar á tímabilinu.
      Gaurinn er ekkert að grínast með þetta bilaða form, hann er einnig með að meðaltali seinustu 7 ára með 50 spilaða leiki á tímabili.
      Hver annar í heimsboltanum er að skila svona leikjafjölda og mörkum/stoðsendingum.

      7
  8. Ég horfði á leikinn í gær mér til mikillar skemmtunar og svo að sjálfsögðu á mörkin aftur og aftur. Ég segi nú bara mikið óskaplega er ég glaður að við eigum besta varamarkvörð í heimi. Guð minn góður hvað maður hefði verið oft á nálum, að ég tali ekki um pirraður að hafa einhvern eins og þann stóð í markinu hjá Spurs.
    Gleðilega hátíð allir og sérstakar þakkir til þeirra sem halda þessari frábæru síðu og hlaðvörpum úti.
    YNWA

    9
    • Að sjálfsögðu átti að standa gleðilega hátíð öll en ekki allir, biðst velvirðingar 🙂

      8
  9. Siðasti leikur alveg frabær, eins og allt timabilið. Ma eiginlega segja að hafi gengið lygini likast, eða hvað. Alla vega allsstaðar a toppnum þar sem það er hægt. Vil vera auðmjukur þegar eg segji og skrifa,
    við eigum það skilið! Oska ollum gleðilegrar hatiðar.

    YNWA

    9
  10. Besti leikur tímabilsins staðfest haha vá bara geggjað Slot er magnaður

    10
  11. Bara ótrúleg og í raun óvænt staða þegar jólin ganga í garð. Ekki einu sinni í mínum viltustu draumum gat ég reiknað þetta út. Og gerum okkur grein fyrir því að þessi staða er einfaldlega vegna frábærrar liðsframmistöðu því eins og við öll vitum þá er þetta allt spurning um liðsheild en ekki einstaklinga. Munum það þegar við dettum í þá gryfju að dæma mann og annan 🙂
    Gleðileg Liverpool jól
    YNWA

    11
  12. Ég held að flestir okkar Liverpool-aðdáendur einkum þeir sem voru svo heppnir að hafa orðið vitni að Shankly og Paisley tímanum séum bara svo þakklátir fyrir að við höfum nú stjóra sem er svo hæfileikaríkur eins og Slot virðist augljóslega vera. Eins og flestir vissi ég ekkert um hann þegar hann var nefndur til sögunnar og ég vonaði bara eftir topp 4 á fyrsta árinu. Það er önnur upplifun að horfa á Liverpool spila fótbolta undir hans leiðsögn. Þeir eru meira óútreiknanlegir. Mér finnst ég upplifa leik þeirra öðruvísi, ég fylgist meira og betur með hvar allir eru staðsettir á vellinum og hvað er að fara að gerast næst í leiknum. Leikmennirnir spila taktískari bolta og eru í betri þjálfun. Ég naut þess að fylgjast með spilinu í fyrri hálfleik gegn Tottenham þar sem allir leikmenn Liverpool vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar þeir sundur spiluðu Tottenham leikmennina sem vissu varla hvort þeir væru að koma eða fara. Þvílíkir snillingar sem þeir voru og án efa besti einn hálfleikur undir stjórn Slot. Við munum alltaf elska Klopp. Hann tók okkur aftur á toppinn og ef það væri ekki fyrir svindl liðið í Manchester hefði hann unnið 4 deildarmeistaratitla. Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að ég vildi að Xabi Alonso tæki við af Jurgen Klopp og ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar Klopp söng nafn Arne Slot í á skilnaðarathöfninni í lok síðasta tímabils. Við erum hins vegar mjög heppin og lánsöm að hafa Arne Slot um borð. Það er deginum ljósara að við getum ekki fengið betri eftirmann.

    18
  13. Það sem mér finnst orðið einkenna þetta lið okkar er að það virðist vera einhver ró yfir í öllu og öllum í kring um liðið. Jurgen Norbert Klopp þvílík goðsögn, maðurinn sem reif allt upp og reif okkur upp sem aðdáendur með svo mikinn persónuleika að maður vildi að hann væri allavega tengdapabbi mans. En aftur á móti þá vantaði þessa ró, það var allt í fimmta gír og tekið framúr öllum bílum og ekkert slakað á sem að okkar kæri Arne Slot hefur náð að fanga svo ofboðslega vel. Þú þarft ekkert að flýta þér heim, komdu bara öruggur heim og skilaðu þér bara heim í hús. Þetta Liverpool lið er besta Liverpool lið sem ég hef séð og eitt allra besta lið sem ég hef nokkurn tíman séð í world football.

    12
    • Það sem gerði Klopp einstakan er sú uppbygging Liverpool, sem peningalítils fótboltafélags, sem hann leiddi í sinni stjóratíð. Að vinna alla titla sem voru í boði á einungis sex arum er afrek sem ekki verður leikið eftir nema með mun meira fjármagni. Leikmannakaup síðustu ára hafa gengið upp og uppaldir leikmenn skila sér í aðalliðshópinn. Ég atti aldrei von á því sl. vetur að liðið væri í baráttu á öllum vígstöðvum fram í apríl en meiðsli komu í veg fyrir að fleiri en einn bikar náðist. Nú lítur þetta mjög vel út leikmennirnir sem komu í fyrra (Graverberch, Sobozlai, McAllister) hafa náð að slípast vel saman og liðið allt er ferskt. Vona að Slot nái að viðhalda standardinum næstu árin og leikmennirnir vilji ólmir vera áfram þó grasið á Spáni sé kannski grænna. Og svo þarf að kaupa og skipta út leikmönnum og Slot verður vonandi sa sem fær að eiga lokaorðið í þeim ákvörðunum.

      10
  14. Sælir.
    Í leiknum á móti Accrington Stanley í FA bikarnum vil ég sjá þessa leikmenn spila:
    Kelleher, Tsimikas, McConnell, Jota, Chiesa, Elliott, Morton, Endo, Quansah, Darwin Nunez og vonandi fá Nallo, Norris, Danns og Ngumoha einhverja mínútur. Auðvitað er frábært ef að þessir ungu leikmenn fái mínútur en hinir þurfa líka að komast í betra leikform þannig að þeir geti spilað í 90 mínútur.

    6

Tottenham – Liverpool leikþráður

Leicester kemur í heimsókn á morgun