Á morgun verður mikill fótboltadagur í enska boltanum og verður hægt að sitja fyrir framan skjáinn og horfa á leiki frá hálf eitt í hádeginu og til um að verða tíu um kvöldið. Loka leikurinn á morgun er viðureign Liverpool og Leicester sem hefst kl átta, þegar toppliðið mætir liðinu í 17.sæti.
Liverpool vann auðvitað Tottenham í síðasta leik með bráðskemmtilegum og líka á ákveðinn hátt nokkuð pirrandi 3-6 sigri. Hagstæð úrslit í sömu umferð þýddi að staða Liverpool varð bara ansi góð og mögulega enn betri takist liðinu að vinna leikinn sem það á inni gegn Everton sem mun fara fram í febrúar.
Hingað til höfum við ekki fengið þá jólagjöf sem við vonuðumst eftir og fengið fréttir af því að þeir Trent, Salah og/eða Van Dijk hafi skrifað undir nýja samninga en við höfum svo sannarlega ekki gefið upp alla von ennþá!
Það virðist ekki vera eitthvað nýtt að frétta af leikmannahópi Liverpool, það hefur ekkert heyrst af neinum sem hefur dottið út og það er enginn í leikbanni – þó þeir séu nú alveg all nokkrir á fjórum gulum spjöldum og eru einu spjaldi frá leikbanni – og ég held að það sé þannig að þeir þurfa að þrauka út leikinn gegn Man Utd til að sleppa við það, hins vegar þá er Liverpool bara búið með átján leiki og það á að núllast út eftir nítjándu svo kannski er eitthvað twist þar. Gravenberch, Gakpo, Szoboszlai, Konate og Nunez eru allir á fjórum gulum spjöldum. Konate og Bradley eru enn meiddir svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Konate hvað það varðar núna.
Talað er um að Leicester gæti verið án markvarðar síns og Danny Ward gæti mætt sínum gömlu félögum í staðinn og þá er talað um að Jamie Vardy gæti verið eitthvað tæpur en ég reikna nú með honum í þessum leik.
Trent – Gomez – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Jones
Salah – Nunez – Diaz
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að spá fyrir um byrjunarliðið nú þegar breiddin er orðin meiri og Liverpool spilaði frábæran leik gegn Tottenham þar sem að t.d. Szoboszlai var frábær en það er spurning hvort að þessi hætta á leikbönnum gæti spilað eitthvað inn í. Þá ætla ég að giska á að Szoboszlai eða Gravenberch gæti byrjað á bekknum og þar sem Slot hefur verið duglegur að rótera framlínunni þá yrði ég ekki hissa ef hann gæti kannski tekið Gakpo úr byrjunarliðinu þar sem hann byrjaði síðustu tvo leiki og er á þessari línu með leikbann. Jota kom mjög ryðgaður inn í leikinn gegn Tottenham en hefur átt rispur síðan hann kom til baka úr meiðslunum og ég held að hann sé ekki alveg tilbúinn að byrja svo það gæti verið að Nunez komi inn í byrjunarliðið í þessum leik ef Gakpo fer út.
Arne Slot gæti svo alveg dottið í hug að stilla bara upp mjög sókndjarft og sterkt í byrjun og leitast eftir því að klára leikinn snemma og skipta svo út þegar líður á. Í síðustu fjórum leikjum sínum hefur Leicester fengið á sig 82 skot, að meðaltali 20.5 í leikjum gegn Wolves, Newcastle, Brighton og West Ham svo það má nú alveg sterklega búast við því að vörn og markvörður Leicester þurfi að vera vel á tánnum á morgun.
Það er skyldusigur á morgun, halda áfram að safna stigum og styrkja stöðuna á toppnum án leikbanna og meiðsla væri frábært.
Frestaði leikurinn við Everton og bikarleikurinn gegn Southampton hafa gefið lykilmönnum hvíld og eftir leikinn gegn West Ham hvílir liðið í viku áður en Man Utd koma á Anfield.
Í janúar eru einungis 4 deildarleikir og þá getur Slot leyft sér að rótera í meistaradeildarleikjunum, gegn Accrington Stanley og mögulega gegn Spurs í deildarbikarnum.
Þannig að ég vona að Slot stilli upp sínu sterkasta liði gegn Leicester og líka gegn West Ham og noti frekar leikplanið og fyrirfram ákveðnar skiptingar til álagsstýringar.
En vissulega gætu yfirvofandi leikbönn flækt stöðuna og ef mig minnir rétt þá þurrkast þessi gulu spjöld út eftir 19. umferð.
Látum ekki yfirvofandi leikbönn trufla okkur. Göngum bara til leiks með sterkt lið og klárum þennan leik með sigri. Ýmsar roteringar í boði og sterkur bekkur sem er gleðilegt á þessum árstíma. Hef trú á að Salah skori og fagnið hans verður þannig að hann klappar á merkið, undirritun og þumall upp. Van Dijk og TAA hlaupa til hans og geta slíkt hið sama. Þvílík gæsahúð 🙂 3-0 eru bara fín úrslit í mínum huga. Yrði frábært að halda hreinu….svona aukabónus. En gleðilegan fótboltadag 🙂
YNWA
Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála dag. Vonandi eiga Fulham eftir að kroppa 2 eða jafnvel 3 stig af grönnum sínum.
Ég leyfi mér svo að vera bjartsýnn fyrir leikinn gegn Leicester. Er sá tími ekki liðinn að við vorum eins og Tottenham – unnum glæsta sigra gegn toppliðum en biðum svo afhroð gegn minni spámönnum í næsta leik? Ég treysti því að fókusinn verði rétt stilltur og að Slots-skipulagið nái að opna vörn bláklæddra.
Hver veit nema að Nunezinn poti inn einu marki? Hann er kostulegur þessi framherji okkar. Þrátt fyrir að mikið vanti upp á fágunina þá minnir hann mig svolítið á níuna Firminho á seinni stigum ferilsins. Það var ekki auðvelt að greina framlag hans, lítið um mörk miðað við treyjunúmerið. En hann skapaði usla í vörninni, vann af kappi og aðrir í sókninni nutu góðs af!
Vonum að hann skori amk eitt á eftir!
Maður fer nú að verða stressaður fyrir Everton-leikinn…. Þeir kunna að verjast!
Það er ekki oft sem maður heldur með Everton í leikjum…
Ég er farinn að vorkenna Guardiola. Hann á svo bágt. Það eru 8 leikmenn meiddir. Þaraf 5 sem verða komnir til baka eftir 1-2 vikur.
Samt sjá allir að hann þarf að kaupa.
Er hann ekki besti þjálfari í heimi ?
Eða kannski bara svona mannstu hver ég var ?
Klopp var hálft tímabilið í fyrra með svipaðan fjölda á meiðslalista og á nokkrum tímapunktum voru 12-3 leikmenn á listanum á meðan City og Arsenal höfðu sjaldan fleiri en 2.
Ég persónulega vorkenni Guardiola ekki neitt og farið hefur fé betra af toppnum en Man City.
JÁJÁ Fulham ! vel gert !
Þetta sýnir líka að okkar menn gerðu bara ágætlega að halda jöfnu gegn Fulham, manni færri í 75 mínútur.
Chelsea eru til alls líklegir á komandi árum en reynsluleysið og veikleikar í öftustu línu gera það að verkum að ég hef meiri áhyggjur af Arsenal þetta tímabil.
Já kanski maður er ekkert búinn að afskrifa neina. En Arsenal voru búnir að hiksta meira en Chelsea fyrir Fulham leikinn.
Tímabilið er rétt hálfnað hellingur eftir.
En maður fagnar að sjálfsögðu svona úrslitum gefur okkar mönnum meiri edge ef við nýtum okkur það að sjálfsögðu.
Og síðbúin jólagjöf frá Fulham, já takk!
Er of seint að rifta kaupunum á Wilson ?
Agent Wilson akkúrat þar sem hann á að vera
Það er ekkert til í þessari deild sem heitir skildusigur. Man City lendir í meiðslahrynu sem er ekkert voðaleg á Liverpoolmælikvarða og þeir eru allt í einu orðnir á miðlungsliði í ensku deildinni. Þetta sýnir mér allavega hvað þessi deild er sterk og það verður að mæta öllum andstæðingum af fullkominni virðingu.
Jú jú, við erum klárlega með sterkar lið en Leicester, en eitt raut spjald, ein augnabliks mistök, dómaraskandall eða nokkrir illa fyrir kallaðir leikmenn gæti kostað okkur sigur.
Slot og Klopp hafa aldrei verið hrokafullir í garð andstæðingsins og talað um þá sem raunverulega ógn. Þannig hugsa sigurvegarar. Þeir eru raunsæir, alltaf á tánum og meðvitaðir um styrk og veikleika andstæðingins. Kokrhreisti er eitur. Dramb er falli næst.
Jæja, loksinsi tókst United að færa sig um eitt sæti…
…niðurávið.