Byrjunarliðið gegn Leicester

Bekkur: Kelleher, Quansah, Tsimikas, Szoboszlai, Elliot, Endo, Jota, Chiesa og Diaz

Byrjunarliðið gegn Leicester klárt og tvær breytingar frá síðasta leik þar sem Jones og Nunez koma inn fyrir Szoboszlai og Diaz. Kemur á óvart miðað við hvað þeir áttu góðan leik gegn Tottenham en það er líklegast meira með endurheimt í huga en frammistöður.

Aðallega gott að sjá að leikurinn fer fram en það hafði verið einhver umræða að mikil þoka myndi verða til þess að leiknum yrði frestað og það væri ömulegt að eiga tvo leiki inni með liðið enn inni í öllum keppnum.

65 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Bekkurinn er rosalega sterkur. Allavega að nafninu til. Það má vera að það sé ögn af ryði í liðamótunum á Jota og Chiesa en mikið er nú samt gott að vita af þeim þarna á bekknum.

    7
  2. Sýnd veiði en kannski ekki gefin. Væntanlega eru Leicester menn farnir að átta sig á því að fallbaráttan verður hlutskipti þeirra fram á vor. Berjast því eins og hver mínúta sé sú síðasta. Nú verða menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og ná alvöru forskoti í deildinni en glutra því ekki eins og síðast þegar tækifæri gafst til þess. Nú fer virkilega að reyna á Slot, hvenær nær hann td að hvíla VvD, Gravenberch og Salah í CL og deildinni. Okkar lið hefur sloppið betur en oft áður með meiðsli en álagið verður mikið seinni hluta jan og byrjun febrúar. Allavega 7 leikir á 22 dögum á þeim tíma. Áfram Liverpool og setja svo mark eða mörk Nunez.

    6
    • liðið er komið áfram í CL og þess vegna ætti það ekki að vera höfuðverkur fyrir Slot hvenær hann hvílir lykilmenn. Auk þess er auðveldur leikur í FA cup og tveggja leikja undanúrslit í Carabao cup.

      4
  3. Sammála bekkurinn er virkilega flottur og gott að geta róterað í leikjaálaginu !
    Koma svo rauðir !
    YNWA

    3
  4. Er nú ekki alveg dæmigert að þessi markmaður hjá Leicester er að fara eiga leik lífs síns!! Liverpool verður að vinna þennsn leik og setja upp smá buffer fyrir seinni hluta tímabilsins. Væri mjög, mjög gott fyrir alla að Nunez setji eins og 2 stk í kvöld.

    4
    • Burt með þig ef þú getur ekki stutt liðið og leikmennina okkar. Þú ert draslið.

      21
      • Ég þoli ekki þegar einhver sem kallar sig stuðningsmann Liverpool talar um leikmann leikmann “drasl”

        11
  5. Shit….þeir eiga eftir að hanga á þessu marki…klúður..en annars gleðilega hátíð

    4
  6. Ekkert jafn þreytt og að sjá einhvern tala um Trent hlaupa úr stöðu. Það er það sem hann á að gera í þessu leikkerfi og hefur gert hann að einum besta en í deildinni síðustu ár

    11
  7. Geðveikt! Alltaf gaman að sjá hvað við erum on it í byrjun leikja. Svo skulum við halda tempoinu eins lágu og hægt er bara svo leicester þurfi ekki að eyða orku!

    3
  8. Skrítinn leikur, situr steikin enn í mönnum? Og ef þokan er að trufla þá eru hinir með fína sýn að því er virðist….keyra þetta í gang drengir!!!

    6
  9. Vá hvað þetta er lélegt, mögulega slappasta lið í ensku deildinni sem Liverpool er að spila við og þetta gengur ekkert.

    3
  10. Má biðja Curtis Jones um að hætta þessu auka klappi á boltann þegar kominn í skotfæri!!

    10
  11. Til hvers er verið með Nunes í þessum leikjum, þegar vitað er að liðin liggja til baka.

    4
  12. Úfff það er svo margt sem minnir á forest leikinn….lið sem ekki vinnur þetta ömurlega leicester lið á heimavelli er ekki meistaraefni.

    1
  13. 23 fyrirgjafir so far og ekkert komið út úr þeim. Er Nunez rétti maðurinn í boxinu? Ég vil fá Diaz og Szoboszlai inná.

    7
      • Erum með Jota en því miður er hann úr viðkvæmu efni : D en já þetta er erfitt ár fyrir Darwin

        5
      • Þetta kaptein chaos er orðið þunnt. bókstaflega bíður upp á ekkert.
        Seldur næsta sumar eða kominn á bekk í 3 strikers hlutverk ef það

        2
  14. Ísinn er brotinn og núna er að keyra á þessar lufsur í seinni.
    Býst við Diaz-Jota og Sly í seinni og við vonandi gufu sjóðum þá!

    9
  15. Út af með Nunez og Jones og líka Robertson í seinni hálfleik, þeir eru að spila mjög illa.

    4
    • Sammála! Sérstaklega með Nunez og Jones, er alltaf sáttur við skoskan baráttuanda, Andy fer langt á honum þótt það sé farið að hægja á Skotanum. :0)

      3
    • Hahaha Robertson búin að vera með betri mönnum…..elska þessar hálfleikspælingar hjá sumum. Höfum átt þennan leik eftir markið þeirra sem aldrei hefði orðið ef hælinn á Van Dijk hefði ekki þvælst fyrir.

      10
  16. Jákvætt að hafa jafnað fyrir hlé.
    Þokan virðist þykkari hjá Kop þannig að Trent og Andy sjá betur til í seinni! Koma svo.

    5
    • Var ekki verið að tala um að taka hann útaf í hálfleik 😉 VAR reyndi meira að segja að skemmta fyrir honum

      6
  17. Þvílíkt liðsmark. Og þvílíkur vilji hjá VAR að reyna að dæma það af. Við tökum deildina sama hvað á dynur. Langbest.

    11
  18. Þessi kris kavana í VAR herberginu, hversu oft þarf að taka þsð fram að sá gaur á ekki að koma nálægt LIVERPOOL leikjum

    9
  19. VÁ hvað þetta enska VAR apparat er með eindæmum ruglað!! Sóknin skoðuð frá A – Ö til finna ástæðu að dæma markið af. …. galið!!

    7
  20. Ég sé svo ílla á sjónvarpið. Hver er staðan eiginlega og er leikurinn ennþá í gangi?

    5
  21. Já troðiði sokkum eins og þið getið! Fer ekki ofan af því hvað Curtis Jones er á köflum mikill klappari á tuðruna og hægir á sóknarleiknum í upplögðum færum. Að því sögðu auglýsi ég eftir Salah!! Megi sokkadrífan koma í kjölfarið!! :0)

    6
  22. Darwin búinn að stúta tveimur efnilegum sóknum í röð, fyrst rangstæður og svo brýtur hann af sér. Pfff…

    3
  23. Djísus. Verður þessum VAR klukkutímum ekki örugglega bætt við uppbótartímann?

    4
  24. Hann teiknaði línuna á miðjum Salah til að gera Nunez rangstæðan það þarf að rannsaka þetta

    5
  25. Þetta er fáránlegt vegna þess að Salah er fyrir innan Nunes og þá skiptir ekki máli hvar varnarnaðurinn er. Það er Salah sem sendir boltann. Þetta er ótrúlegt að sjá.

    6
  26. Svona sirkus hefði verið fyrir löngu blásinn af og markið dæmt rétt ef ekki væri hlutdrægni. Það er verið að reyna að eyðileggja leikinn. Við vinnun sant.

    7
    • Bæði rangt. Miðast við hvort VAR dómarinn er frá Yorkshere eða Manchester

      1
    • þá er loksins kominn kostur við að Salah semji ekki. Mikið afskaplega væri gott að losna við þig.

      7
  27. Gakpo heldur áfram að sýna hversu góður hann er í fótbolta.

    Bölvanlegt að byrja leiki á því að gefa mark en liðið heldur áfram að sýna karakter þegar á móti blæs.

    Salah besti sóknarmaður í heimi og Virgil besti varnarmaður í heimi og eiga þeir skilið samninga sem endurspegla það.

    Frábær þrjú stig og liðið aftur farið að byggja forskot eftir hagstæð úrslit síðustu leikja.

    Smá bananahýði í næsta leik á móti Hömrunum eftir aðeins þrjá daga og Szoboszlai, sem átti klárlega að byrja þann leik, verður í banni – en okkar maður Slot hlýtur að leysa það með bravúr.

    Áfram Liverpool!

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Leicester kemur í heimsókn á morgun

Liverpool 3 – 1 Leicester