Liverpool 3 – 1 Leicester

Aðstæður til knattspyrnu voru ekki þær bestu þegar Leicester mættu á Anfield í kvöld. Þokan var svo þykk að til að byrja með var oft á tíðum erfitt að sjá hvar boltinn var í sjóvarpsvélunum.

Okkar menn lenntu þó í basli til að byrja með þegar að Mavididi náði að sigra rangstöðugildruna og koma boltanum inn á teyg á Jordan Ayew sem setti boltann í Robertson og þaðan í netið. Ansi slök varnarvinna hjá mest öllu liðinu í þessu atviki.

Í kjölfarið sáum við ansi slakar mínútur þó Leicester náði ekkert að nýta sér það var hápressa Liverpool alls ekki að virka en á 23. mínútu vorum við nálægt jöfnunarmarki þegar Robertson átti frábæran bolta inn á Gakpo sem tók við boltanum en markmaður Leicester náði að lesa þetta og kom á móti í boltan. Stuttu síðar átti Robertson skalla sem endaði í stönginni og reyndi sitt besta til að borga tilbaka fyrir að hafa sett knöttinn í eigið net.

Rétt fyrir hlé setti Salah boltann í slánna og þá hélt maður að þessu væri lokið í fyrri hálfleik hjá okkar mönnum en upp steig bjargvættur í formi Cody Gakpo sem skoraði frábært mark utarlega í teignum í fjærhornið, svipað mark og gegn Brighton fyrr á tímabilinu, Gakpo hafði ekki verið sérstakur í leiknum fram að markinu en það átti eftir að breytast.

Dómaranum lá svo á að komast til búningsklefa í hálfleik að hann bætti bara tveimur mínútum við þó að Leicester hafði tafið frá því þeir skoruðu, tvisvar höfðu þeirra menn legið eftir í lengri tíma og að mark Gakpo kom á uppbótartímanum að þrátt fyrir það sá hann sér kleift að flauta af eftir þessar tvær mínútur meðan Liverpool var í sókn.

Liverpool voru ekki jafn lengi í gang í seinni hálfleik eins og þeim fyrri því á 48. mínútu kláraði Curtis Jones flotta sókn okkar manna með marki en það þóknaðist ekki dómarateymi leiksins sem eyddi heillöngum tíma að finna eitthvað sem þeir gætu notað til að dæma markið af, ef ég tal rétt reyndu þeir að finna þrjár rangstöður og eina hendi í aðdragandanum en ekkert sem hægt var að nota svo markið stóð og Liverpool komnir yfir.

Gakpo skoraði svo annað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa loksins fundið að Salah var réttstæður fundu þeir rangstöðu á Nunez sem reyndi við boltann, vissulega rétt en virkilega pirrandi eftir það sem hafði á gengið í leiknum að fá annað svona langt VAR móment sem fór í hina áttina í þetta skiptið.

Á 82. mínútu kláraði Salah leikinn eftir frábæra sendingu frá Gakpo leit hann upp og lagði boltann vel í fjærhornið og tryggði sigur í dag.

Bestu menn Liverpool

Gakpo var eins og áður sagði ekkert spes stóran hluta fyrri hálfleiks en skoraði svo frábært mark til að koma okkur inn í leikinn, lagði upp loka markið og skoraði annað sem var dæmt af. Hann var stöðug hætta í seinni hálfleik og hefur nú komið að tíu mörkum í síðustu tólf leikjum sem hann hefur spilað. Mac Allister var skástur af miðjumönnum okkar í fyrri hálfleik og endar leikinn með tvær stoðsendingar og batt leikinn vel saman í seinni hálfleik áður en hann fékk að setjast á bekkinn. Mo Salah var týndur í fyrri hálfleiknum en kom vel inn í seinni og skoraði loka mark leiksins og var nálægt því að eiga fleiri en er nú kominn í 100. mörk á Anfield.

Slæmur dagur

Trent átti afleitan dag í dag. Hann var í rugli í mörgum sendingum, slakur í varnarleiknum í marki Leicester og eins og oft áður átti hann hræðinlegan dag í hornspyrnum, svo slakan að í seinni hálfleik var Mac Allister og svo Tsimikas farnir að taka spyrnunar hans meginn. Var frábær í síðasta leik en þetta var ekki hans dagur. Nunez minn átti líka frekar slakan dag. Það vantaði ekkert í kraft eða vilja en eins og svo oft áður var hann í algjörum krummafót og það gekk ekkert hjá honum fyrir framan markið eða í uppspilinu. Einhverjir myndu síðan líklega setja Robbo hér inn en ég verð að segja að mér fannst hann eiga góðan leik í dag. Gerir illa í marki Leicester þar sem hann fær hann í sig og í netið en annars fannst mér hann skila flottum leik þannig hann rétt sleppur hjá mér, en það er liðsfélögunum að þakka fyrir að klára leikinn.

Umræðan

  • Seinni hálfleiks liðið Liverpool heldur áfram að heilla en verðum að fara að byrja leiki betur.
  • Sjö stiga forskot, sem gæti orðið sex á morgun ef Arsenal vinnur sinn leik, með leik til góða og Salah heldur áfram að skora. Þetta gæti varla verið betra.

Næsta verkefni

Næst eru það hamrarnir í West Ham á sunnudaginn, síðasti leikur ársins.

28 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Sammála Hödda Magg að Gagpo maður leiksins og hvílíkur fengur sem hann er fyrir liðið okkar þessi drengur. Allir samt góðir og ekkert að segja við markinu sem var frekar óhepponi en snilld Leicester manna. Góð úrslit í leikjum dagsins auka forustu Liverppol á toppnum. Salah skorar auðvitað markið sitt eins og venjulega en hafði samt frekar hægt um sig. En hvað um það þrjú stig í hús og það að vonum. Takk fyrir mig í dag.

    Það er nú þannig

    YNWA

    15
  2. Góður seinni hálfleikur hjá okkar mönnum eftir hæga byrjun í fyrri.
    Aldrei í hættu Liverpool var með þetta frá A-Ö.
    Euro Gakpo var í stuði og er maður leiksins hjá mér frábær !

    YNWA

    6
  3. Aumingja Alison. Það gleymdist að segja honum að leikurinn væri búinn. Hann stóð auka 5 mínútur í markteignum og hafði ekki hugmynd.

    19
  4. Eigum 7 stig á Chelsea og leik inn, 9 stig á Arsenal eftir jafn marga leiki, þetta lítur vel út! En minni á að ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið! :O)

    13
  5. Flottur sigur hjá okkar mönnum í þokunni en ég skildi ekki þessa spjaldagleði hjá dómarann að gefa fimm spjöld í leiknum þar sem ekki eitt einasta gróft brot átti sér stað svo ég tali nú ekki um VAR ruglið sem ekki nokkur maður áttar sig á hvað það tók langan tíma að skoða vafaatriði.

    14
  6. Gakpo heldur áfram að sýna hversu góður hann er í fótbolta.

    Bölvanlegt að byrja leiki á því að gefa mark en liðið heldur áfram að sýna karakter þegar á móti blæs.

    Salah besti sóknarmaður í heimi og Virgil besti varnarmaður í heimi og eiga þeir skilið samninga sem endurspegla það.

    Frábær þrjú stig og liðið aftur farið að byggja forskot eftir hagstæð úrslit síðustu leikja.

    Smá bananahýði í næsta leik á móti Hömrunum eftir aðeins þrjá daga og Szoboszlai, sem átti klárlega að byrja þann leik, verður í banni – en okkar maður Slot hlýtur að leysa það með bravúr.

    Áfram Liverpool!

    11
  7. Gakpo MOTM.

    Þegar Gakpo leikur vel þá hefur mér oft þótt hann vanta herslumun upp á að vera frábær.

    Í dag voru flestar hættulegustu sóknir liðsins byggðar upp af Gakpo.

    Vinnslan var til fyrirmyndar og auðvitað átti seinna markið hans að standa.

    Gomez, Mac Allister og Gravenberch virkilega góðir.

    9
  8. Þetta er hætt að vera gaman, þetta er orðið stor gaman. Að sja Salah setja svona mork er unun, þarf ekki að vera fast, bara hnitmiðað. Er sammala her að ofan, Gakpo er klarlega maður leiksins, hann vex og vex með hverjum leiknum. Læðist að manni spurningin, er orðið ohætt að fara að lata sig dreyma.

    YNWA

    13
  9. Alison stóð í markinu fimm mínótum eftir leikslok en hann fékk ekki skot á sig allan seinni hálfleikinn.

    Dijk kom þá og sótti hann, komdu leikurinn er búinn við unnum. Þá sagði Alison, takk ég sá ykkur aldrei í seinni, helvítis þokan!

    18
  10. Sælir.

    Sigur. Efstir i deildinni og eigum einn leik inni. Jota fékk 20 mínútur á grasinu, Tsmikas 16 mínútur og Endo 13 mínútur og Elliott 8 mínútur. Hægt var að hvíla Szoboszlai í 77 mínútur. Hægt að dreifa álaginu. Stutt í næsta leik sem Szoboszlai missir af vegna 5 gulra spjalda.

    5
  11. Allison er maður leiksins. Man eftir honum þegar hann var að reyna verja markið þegar Lec… skoraði.

    3
  12. Góður leikur, sigurinn fannst mér aldrei í hættu þrátt fyrir að hafa lent undir í byrjun – nálgun Leicester var þannig að Liverpool hefði þurft að eiga algjöran hauskúpuleik til að skora ekki a.m.k. 2 mörk. Markið hans Gakpo var síðan fáránlega mikilvægt OG flott, það sem þessi gæji hefur að geyma í sínu vopnabúri. Ég get eiginlega ekki beðið eftir að sjá Gakpo – Jota – Salah byrja leik, sem verður sennilega ekki næsti leikur, en mögulega gegn ManUtd í byrjun árs .

    Szobo klaufi að næla sér í gult áðan, mun því vera í banni gegn West Ham, í leik sem hann átti 100% að byrja fyrst hann byrjaði ekki í kvöld. Hann verður þeim mun úthvíldari 5. janúar, ég reikna s.s. ekki með að Jones verði búinn að ýta honum útúr liðinu fyrir þann leik, en maður veit aldrei. Vörnin var góð, þetta mark var ekki einu sinni klaufalegt, erfitt að eiga við Ayew í teignum og hann slúttaði vel. Trent var góður í öllu nema hornspyrnum, enda fékk hann ekki að taka þær í seinni hálfleik. Robbo óheppinn að skora ekki og skilaði góðri frammistöðu. Gravenberch besti miðjumaður vallarins eins og nánast í öllum leikjum í vetur, sá hefur fengið okkur til að anda léttar. Mac solid, ekkert frábær en man ekki eftir mistökum heldur.

    Salah hefði með smá heppni skorað þrennu í kvöld, en eitt mark dugar alveg til þess að uppfylla mínar óskir. Svo er það hann Nunez, sem ég hef stutt við bakið á síðan hann kom, fyrstur til að ná 10+ í bæði mörkum og stoðsendingum í deildinni í fyrra o.s.frv. – elsku Nunez. Hann er bara ekki nógu góður, það er að koma í ljós núna. Hann ræður ekki við þennan hraða og getur ekki með nokkru móti sent þversendingar, fyrir utan að hann gleymir sér alltof oft og er rangstæður. Gef honum séns út tímabilið, ef hann fer ekki að slútta betur og nýta sín tækifæri held ég að það sé kominn tími á hann bara.

    Slot fær toppeinkunn, leggur leikinn rétt upp og dreifir álaginu vel með skiptingunum.

    Nú bíður maður spenntur eftir 29. des, jú og vonast auðvitað eftir Ipswich sigri á morgun!

    8
    • tja það eru nú flestir á því að Van Dijk hefði átt að renna sér og stoppa stoðsendinguna í marki Leicester, þó svo að margar mannvitsbrekkurnar hafi viljað afhausa Robbo á meðan leik stóð.

      6
      • Þekkjandi VVD, hann rennir sér ekki í svona bolta. Sem gerir hann að frábærum varnarmanni fyrir rest.

        3
  13. elska þetta lið!! Klopp sendi falleg skilaboð á jones eftir leik. Hann er sannarlega að fylgjast með líka

    En spáið, Nunez tókst að vera tvisvar rangstæður í sömu sókninni hahah

    4
  14. Málið er að Núnez er ekki rangstæður, línan er tekinn frá Nunes að aftasta varnarmanni þeirra en á meðan stendur Salah með fótinn fyrir innan þá línu og er í raun að senda boltann frá sér og til baka. þetta eru ótrúleg mistök að mínu mati. Ég er ekki dómari en áhugamaður um fótbolta og spilaði hann í gamla daga. Held að aldrei sé hægt að dæma rangstöðu á þennan hátt.

    9
    • Er ekki miðað við boltann frekar en manninn sem á sendinguna? Ég er alls ekki viss sjálfur.

      1
      • þetta er óljóst þegar maður les reglurnar :
        The law states that a player is in an offside position if any of their body parts are in the opponents’ half of the pitch, and closer to the opponent’s goal line than both the ball and the second-last opponent (the last opponent is usually, but not necessarily, the goalkeeper).

        En alveg ljóst þegar maður sér “stilframe” af þessu þar sem Salah er talsvert fyrir innan línuna að senda á til baka á Nunez. Myndi halda að það ætti altaf að miða við manninn, hvað með hælspyrnur osfr. Myndi kalla á endalaust debat. Væri gaman að fá álit sérfróðra á þessu.

        1
      • Boltinn ræður, það skipti því ekki máli þó að líkamshlutar Salah væru framar en Darwin, heldur hvar boltinn var þegar Salah spyrnti. Svo þetta var hárrétt því miður.

        1
    • Takk Maggi fyrir að útskýra þetta, sennilega skynsamleg regla þó þarna komi hún einkennilega út.

  15. Ég held að Slot sé flínkasti in-game-management stjóri sem ég hef séð hjá Liverpool. Nokkuð sem var ekki sterkasta hlið Klopp…

    4
  16. Það er óþarfi að klína því á Robba að hafa fengið boltann í sig þegar við fengum markið á okkur þar sem boltinn breytti um stefnu af Van Dijk en ekki Robba áður en þeir skoruðu markið.

    4
    • Þetta er bara vont mark að fá á sig. Ein einfaldur bolti inn í hjarta liðsins miðjan teiginn og þar er vinstri bókavörður liðsins með aðalstrikerin hjá þeim í fanginu og leyfir honum að snúa auðvelda á sig og ná þessu skoti. Og annar miðvörðurin mætir svo í seinna lagi og fær boltann í sig og inn það má klína þessu á óheppni en líka á að þú skapar þína eigin heppni. Þetta var óþolandi mark að fá á sig en sem betur fer er þetta lið með hnífasett af öllum Gerðum og stærðum.
      Þessir mótherjar voru með 9-10 menn fyrir aftan bolta og vonuðust eftir að við ættum slaka sendingu á miðju sem þeir gætu stolið.
      Ég var að elska hvernig Slot leysti þennan rútu bolta sem þeir buðu uppá á Anfield í kvöld. Þeir fengu sjaldan tíma til að skipuleggja þessa rútu við dældum boltum inn í teig frá öllum stöðum. Vorum ekkert að reyna spila okkur í gegn. Þeir fengu ekki sek í að slaka á og á endanum var þetta létt upprúllun. Og eins og rætt var um in games dæmið þá lokaði Slot nánast á að þeir næðu að lesa inn í sendingar í seinni. Master Class leikur .

      2
  17. Þetta helvítis autocorrect…
    En gaman að þú nennir að gera það að umtalsefninu. Mjög gott og skemmtilegt innlegg inn í umræðuna.
    Sé þetta oft á Facebook líka í commenta kerfunum fólk sem finnst sniðugt að pikka út orð hjá öðrum og búa til grín. Algjörir meistarar!

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið gegn Leicester