Lokalið ársins gegn West Ham

Bekkur: Kelleher, Quansah, Tsimikas, Endo, McConnell, Elliott, Nunez, Jota, Danns

Engar stórfréttir hér. Szoboszlai er í banni út af gulum spjöldum, ekki alveg ljóst hvort Chiesa er enn að jafna sig eftir veikindin sem voru að hrjá hann fyrir einhverjum dögum, eða hvort hann er bara ekki valinn. En við erum með bæði James McConnell og Jayden Danns á bekknum og er það vel. Maður hefði svosem veðjað á að Nyoni fengi kallið á undan McConnell, en það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu vali. Konate og Bradley enn meiddir, eins og var vitað.

Hamrarnir hafa oft verið erfiður ljár í þúfu fyrir okkar menn, vonum að það takist að draga stigin þrjú í land. Það má gjarnan gerast þannig að allir komi heilir heim.

KOMA SVO!!!!

39 Comments

Skildu eftir athugasemd
    • A.m.k. er staðan sú núna að maður sér hann ekki sem leikmann Liverpool í ágúst á næsta ári.

      2
      • hvort sem Chiesa hefur beðið um sölu eða ekki þá hlýtur hann að vera á förum ef hann er búinn að missa Danns fram fyrir sig í röðinni, og það þegar tveir aðrir framherjar eru á bekk (Nunez, Jota).

        Maður vissi alltaf að þessi Chiesa kaup væru áhætta. Maður er þó bjartsýnn um að kaupverðið fáist að mestu til baka með sölu.

        4
    • Vonandi verður hann áfram frábær leikmaður þegar hann er í lagi getur verið okkar x faktor þegar líður á tímabilið….

    • Vonandi verður Chiesa áfram gæti verið okkar X faktor þegar líður á tímabilið höfum ekkert þurft á honum að halda sem er gott

      2
    • Bara ekki nógu fit ef ég ætti að giska. Mögulega á sérstöku æfingar plani. Mættir í cameo næsta bikar tipa á það.

      1
  1. 3 stig eina sem skiptir máli sama hvernig. Spurning hvort verði svipað VAR fiasko og síðast? Erum með gæðin til að klára þetta vonandi þæginlega.

    YNWA

    6
  2. Hörkubyrjun. Markmaður WH hefur verið heppinn. Fær boltann í sig úr dauðafærum.

    Robertson hefur verið svolítið sjeikí eins og maður segir. Gott að þeir skyldu ekki skora þegar hann missti boltann. Minnti á aðdraganda rauða spjaldsins á móti Fulham

    3
  3. OK.

    Getum við keypt þennan Kodus í janúar???

    Besti maður vallarins!

    Og enn ein meiðslin í vörninni! Úff.

    6
  4. Gomez farinn aftan í læri sýnist mér. Verður þá líklega frá í 4-8 vikur.

    Eru virkilega ennþá einhverjir sem telja ekki þörf á að versla varnarmann?

    6
  5. Magnað! Sendingin frá Salah á Gakpo!

    Hann hlýtur að fá stoddarann!

    Frábær skemmtun

    4
    • Þú þarft kannski að vera nákvæmari, hvaða snilld ertu að tala um hér 😉 það er af svo miklu að taka. Maðurinn er eitthvað annað þessa dagana (vikunar, árin)

      3
  6. Þetta lið er ótrúlegt hversu auðvelt þetta lítur út fyrir þá.
    Vonandi ekki mikið hjá Gomez.

    3
  7. Sælir félagar

    Það er bara einn Mo Salah í þessari veröld okkar og þvílíkur snillingur sem hann er. Allir að spila vel nema Robbo byrjaði illa en náði sér svo á strik. Við verðum að versla vinstri bak og miðvörð í janúar og svo mætti alveg kaupa Kudus líka. Kerkes og einhvern miðvörð úr efstu hillu. Þá fær ekkert stöðvað þessa snillinga okkar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  8. Frábær staða. Sýnist vera mikil þörf á að bæta við varnarmanni sem getur leist miðvörð og jafnvel bakvörð strax í janúar.

    3
  9. Er bara orðlaus hérna og svo setti ég triple c á Salah,sem er heldur betur að gefa.

    4
  10. Veisla!

    Macallister búinn að vera mergjaður. Salah alltaf dásemd en hefði átt að vera búinn að skora þrisvar sinnum fleiri mörk 😀

    6
  11. Má maður fara velta fyrir sér að við hefðum átt að skipta Klop fyrr út. Hann var fastur í sinni leikaðferð en nú er spilaður annar fótbolti hjá liðinu.

    4
    • 8 ár er hámark fyrir fólk í toppstöðum….ráðherrar bæjarstjórar osf….geta farið í annað félag og haldið áfram en ekki á sama stað lengur en 8 ár….Slot er betrungur hingað til…..FSG eru frábærir eigendur…..

      3
    • Nei. Öndum rólega. Munum stöðuna í apríl sl. og krossum fingur að liðið hrynji ekki í meiðsli.

      1
  12. Eins frábær og Salah er, þá stundum er hann eins og Darwin Nunez fyrir framan markið!

    7
  13. Salah og Svanavatnið! Þetta er eins og ballett á að horfa! :0) Þvílík gæði og snilld!!

    3
  14. Sigur. Hreint lak. Því miður meiddist Gomez en mér fannst Quansah gera vel eftir að hann kom inná. Hann var að finna leikmenn á milli línanna og fékk rúmlega 60 mínútur. Japanski stríðsmaðurinn Endo kom inná og var duglegur að vanda og spilaði í um það bil 40 mínútur sem og Jota sem skoraði eitt mark. Mikið hlakkar mér til þegar Jota er kominn í það spilaform að geta spilað í 90 mínútur. Tsimikas og Elliott fengu um 20 mínútur á grasinu. Enginn fékk að líta gula spjaldið þannig að þeir sem voru í hættu að fá fimmta spjaldið geta spila við Manchester United.

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

West Ham á sunnudag (Upphitun)

West Ham 0 – 5 Liverpool