West Ham 0 – 5 Liverpool

Okkar menn skruppu í heimsókn til höfuðborgarinnar og komu með 3 stig í farteskinu heim á Merseyside eftir að hafa lagt West Ham (má ekki örugglega kalla þá W’Ham! annars?) örugglega.

Mörkin

0-1 Díaz (30. mín)
0-2 Gakpo (40. mín)
0-3 Salah (44. mín)
0-4 Trent (54. mín)
0-5 Jota (84. mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Það gerðist hellingur áhugavert, því fyrir utan mörkin 5 þá átti Liverpool aragrúa af færum, West Ham áttu svo tvö skot í tréverkið, plús nokkur hálffæri til viðbótar.

Fyrsti hálftíminn einkenndist af því að okkar menn voru ekki að nýta færin sín. 3-0 eftir hálftíma leik hefði bara alls ekki verið ósanngjarnt: Salah fékk dauðafæri við markteig en lét verja frá sér, Gakpo var nálægt því að skalla í netið eftir sendingu frá Salah en boltinn var millimetrum of langt frá til að það tækist, og það var a.m.k. eitt færi til viðbótar sem hefði vel getað lekið inn. En Díaz sá til þess að brjóta ísinn með góðu skoti rétt innan við vítateigslínu þegar 30 mínútur voru komnar á klukkuna. Nokkrum mínútum síðar greip Gomez um lærið í eltingaleik við Bowen, og þurfti að fara af velli. Quansah kom í hans stað og stóð sig vel það sem eftir lifði leiks. Aðdragandi annars marksins var sérdeilis glæsilegur, og þá fyrst og fremst af hálfu Mo okkar Salah. Það kom langur bolti fram og Salah var rangstæður ef hann hefði farið í boltann, svo hann sleppti því og leyfði Díaz að sjá um að taka við sendingunni. Mo fékk svo boltann, náði að snúa á einn varnarmann með einhverri snúningshreyfingu sem ég held að hafi e.t.v. aldrei sést á fótboltavellinum áður, klobbaði varnarmanninn með þeirri hreyfingu og klobbaði svo annan í sendingu á Gakpo sem renndi boltanum í netið. Fyrst var ekki alveg ljóst hvort Salah fengi stoðsendingu þar sem boltinn snerti varnarmann áður en Gakpo skoraði, en sú snerting var lítil og líklega var enginn ásetningur þar, svo stoðsendingin var skráð á Salah. Hann skoraði svo þriðja markið skömmu fyrir hlé, og leikurinn effektívt búinn strax í hálfleik.

Trent bætti svo við öðru marki eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik, skot fyrir utan teig átti viðkomu í varnarmanni W’Ham! og Areola (sem átti annars topp leik og var líklega besti maður hamranna í dag) átti ekki séns. “Fagnið” hjá Trent var alveg örugglega hann að senda einhver skilaboð varðandi samningaviðræður – en bara hvaða skilaboð? Það er líklega engin leið að segja. En mögulega var hann að ýja að því að það væri verið að blaðra full mikið um hluti sem netverjar vita kannski ekkert um. Svo við skulum ekki panta flugmiðann til Madríd handa honum alveg strax.

Jota bætti svo við síðasta markinu skömmu fyrir leikslok eftir að Salah hafði vaðið upp hálfan völlinn og egypski konungurinn krækti sér þar með í aðra stoðsendingu sína í leiknum.

Semsagt: góður 5-0 sigur, Alisson hélt hreinu og 5 mismunandi leikmenn komust á blað, en það neikvæða er klárlega að Gomez hafi meiðst sem þýðir væntanlega að við sjáum hann ekkert í janúar.

Hverjir stóðu sig vel?

Eins og svo oft áður þá var liðið í heild sinni að spila vel. Salah fær klárlega nafnbótina maður leiksins fyrir mark og tvær stoðsendingar, en framlínan var geysilega beitt og helst mætti gagnrýna þá fyrir lélega færanýtingu (sem er sturlað í leik sem vannst 5-0). Miðjan var sömuleiðis sívinnandi, og breytir þá engu hvort við erum að tala um Gravenberch, Macca eða Jones, allir eiga hrós skilið. Robbo var í smá brasi í byrjun, en svo jafnaði það sig og hann var öflugur þar til Tsimikas leysti hann af hólmi.

Hvað hefði mátt betur fara?

Fyrir utan meiðslin hjá Gomez sem við hefðum klárlega kosið að losna við, þá hefði Slot mátt gefa Danns mínútur í lokin. En hei, líklega fær hann mínútur gegn Accrington Stanley.

Umræðan eftir leik

Eigum við að ræða eitthvað hvers konar tímabil Salah er að eiga? Hann er nú þegar að slá flest þau met sem deildin heldur utan um varðandi mörk og stoðsendingar – OG ÞAÐ ER ENNÞÁ DESEMBER! Það er einfaldlega ekki hægt annað en að tala um hann sem þann besta í heimi eins og staðan er núna. Nú svo getum við rætt aðeins hvað framlínan með Gakpo og Díaz auk Salah er öflug, og hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir Nunez að þetta sé mælistikan sem hann er borinn saman við. Hann kom ekki við sögu í dag, og satt að segja hefði maður ekkert orðið hissa þó Danns hefði fengið mínútur frekar en Nunez. Sjáum samt til hvort það takist að sparka honum í gang og láta hann ná svipuðum tölum og félagar sínir í framlínunni.

Tölum líka um miðjuna okkar, sem leik eftir leik sýnir að hún er með bestu miðjum í deildinni og þó víðar væri leitað. Þvílíkur gluggi hjá klúbbnum sumarið 2023, þegar Macca, Szoboszlai, Gravenberch og Endo voru allir keyptir, og reyndar kom Trey Nyoni líka, vonum að eftir nokkur ár verði hann nefndur í sömu andrá og þessir kappar.

Tölum líka aðeins um samningamálin. Eðlilega vildi enginn segja neitt í viðtölum eftir leik, en þetta fagn hjá Trent er vonandi vísbending um að við gætum notið starfskrafta hans á næstu tímabilum. En það sem Richard Hughes mætti alveg gera er að segja við þremenningana: “Vinnið deildina fyrir okkur og þá fáið þið nákvæmlega þá samninga sem ykkur sýnist”.

Verkefnin framundan

Það er vika í næsta leik: United mæta á Anfield. Jújú, þeir hafa ekki beinlínis verið að gera einhverjar gloríur síðan Amorim tók við, en við skulum ekki ímynda okkur eitt augnablik að þetta verði leikur sem vinnist baráttulaust. Alveg klárt mál að við gerum kröfu um sigur, reiknum bara ekki með að hann verði auðveldur.

Eftir þann leik verður liðið búið að spila 19 leiki á leiktíðinni, og með sigri fer liðið í 48 stig. Það þýða 96 stig yfir heila leiktíð, og það væri nú bara alls ekkert slæmt. En við skulum halda einbeitingu eins og Slot og strákarnir þurfa að gera: einn leikur í einu.

35 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Eina sem maður bað um í dag er að fá þægilegan leik sem myndi ekki reyna of mikið á taugarnar.
    Nú er bara að halda áfram í átt að markmiðunum.

    11
  2. Salha 17 mörk 13 stoð þetta er bara ruggl hvað þessi gæji er góður það verður að hlekkja manninn við samningaborðið srax anskotinn hafi það

    gleðilegt Rautt ár allir sem einn !
    YNWA

    17
  3. Frábær leikur og þeir hefðu getað skorað fleiri. Stigu af gjöfini og gáfu wh mönnum grið fannst mér.
    Salah er sá allra besti
    Vonandi er Gomez ekki mikið meiddur

    YNWA

    12
  4. Sælir félagar

    Sápukúlurnar sprungu hver af annarri og West ham átti aldrei von í þessum leik. Afburða maðurinn Salah bestur af öllum góðum jafningjum sínum og er besti leikmaður í heiminum í dag. Hefði getað skorað 3 – 4 mörk en lét eitt nægja og tvær stoðsendingar. Allir að spila vel og varamennirnir að skila sínu. TAA er ekki sjáanlega að fara neitt og gaf merki um að menn eigi ekki að hlusta á bullið í spænsku miðlunum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    23
  5. Þetta var góð skemmtun – eins og þar stendur.

    Svo maður gefi smá álit á sókninni þá var:

    1. Salah sjálfum sér líkur. Endalaus sköpun, ofurmannlegir taktar, glæsileg tilþrif. Hefði getað og mátt skora ca 4 mörk en það kvartar enginn undan einu marki og tveimur stoð.
    2. Diaz er að blómstra. Hversu oft sá maður hann í fyrra og hitteðfyrra þar sem hann gerði allt vel nema að skora? Núna er hann miklu hættulegri og markið hans var verðskuldað.
    3. Gakpo er að sama skapi kominn í markagírinn. Frábær frammistað búinn að vera storbrotinn í siðustu leikjum.
    4. Jota kemur inn á – hvílíkt að hafa þann leikmann í bakhöndinni. Þurfti ekki langan tíma eða mörg færi til að setja þetta líka snyrtilega mark. Haldast heill. Haldast heill.
    5. Nunez kom ekki inn á af bekknum og það skiljanlega.

    Miðjan:
    Óþarfi að taka út einhverja leikmenn. Allir frábærir. Macca, fremstur meðal jafningja. Ótrúlega gaman að sjá samúræjann okkar mæta á skikkanlegum tíma.

    Vörnin
    Eina áhyggjan er standið á Gómuezinum. Annars, hreint skjal/lak og allir sáttir.

    Ég hlakka svo til …. ég hlakka svo til að horfa á þá flengja mu-hyskið! Erum með allt annað lið enn í fyrra, þótt mannskapurinn sé sá sami. Þau stórslys sem við horðum upp á þá munu ekki endurtaka sig í bráð!

    14
    • Best væri sjálfsagt að versla þrjá varnarmenn ekki seinna en næsta sumar. Andy R sennilega búinn með sitt besta, TAA etv á förum, VvD að eldast og Konate og Comez allnokkuð meiddir. En allir frábærir ef þeir eru heilir.

      8
  6. Ég hef sjaldan séð eins mikla yfirburði í premier league og yfirvegun hjá okkar liði. Þessi leikur var svo auðveldur að hálfa væri varla nóg. Þvílík forréttindi að vera poolari í dag að maður passsar sig með gleðina. Þetta er besta fótboltalið sem ég hef á ævinni minni séð.

    15
  7. Skýrslan komin í hús, ræðið að vild (það virðist svosem ekkert þurfa að hvetja fólk til þess).

    10
  8. Það er alveg magnað að verða vitni að þessari þróun hjá Arne. Hann tekur við frábærum hóp og fínpússar hann eins og um sé að ræða Football Manager 1995. Einfalt og fallegt. Meira að segja eru óánægjuraddirnar þagnaðar hérna enda ekki yfir neinu að kvarta. Nema kannski skorturinn á því að láta stjörnurnar okkar skrifa undir. Það yrði algjörlega sturlað að bjóða ekki Mo Salah hvað sem er. Sama gildir um VVD og Trent. Það er enginn sparnaður að taka inn nýja leikmenn sem eru með milljón óvissuþáttum í stað að vita hvað hægt er að byggja á.

    14
  9. Samning við þrjá leikmenn fyrir áramót takk fyrir. Það er algjör glæpur hjá FSG ef þeir ná ekki að semja við þrjá bestu leikmenn heims !
    Mæta í vinnunna Hughes og Edwards

    9
  10. Hvílíkt lið. 11 mörk skoruð í tveimur útileikjum í London um jólin. Geggjað. Salah hreint út sagt ótrúlegur og rannsóknarefni að ekki sé búið að semja við hann á ný. FSG vilja ekki fara út fyrir launastrúktúrinn en ef einhver verðskuldar það er það egypski kóngurinn.
    Trúir því virkilega einhver ennþá að Darwin sé leikmaður sem á heima í þessu liði? Hvað þá að hann muni ná “svipuðum tölum og félagar sínir í framlínunni.” Framlínan og liðið allt tikkar öðruvísi þegar Darwin er inni á. Sást vel í Leicester leiknum. Miklu betra flæði í dag þegar Diaz eða Jota eru fremstir. Darwin einfaldlega alltof slakur leikmaður fyrir Liverpool.

    5
  11. Mér líst ekkert á þennan Slot. Munið þið ekki eftir tapinu á móti Notthingam Forrest af öllum liðum? Eiga þeir ekki að vera í þriðju deild eða eitthvað. Eða svo ég vitni í athugasemdir fólks frá því í september sl. hérna á síðunni

    “Þetta er skellur! risa skellur og svakaleg falleinkunn á Slot! ”

    “Já, Arne Slot var kannski sá fyrsti til að vinna þrjá í röð sem nýr stjóri – en nú er hann líka sá fyrsti í 55 ár sem tapar fyrir Forest á Anfield.
    Espírito Santo því miður með taktískt rúst á okkar mann í dag.”

    “Tap á heimavelli staðreynd og það að ekki er hægt að kenna neinu um nema Slot ”

    “Hræðileg frammistaða ..væri þetta á Etihad eða álíka velli og þetta væru úrslitin þá væri þetta ekki heimsendir en það eina sem N fokking forest og þeir áttu sameiginlegt með City var að þeir spiluðu í alveg eins treyjum.”

    “Metnaðarleysi eigenda farið að bíta liðið í rassgatið strax í fjórða leik. Okkar lang bestu fyrstu 11 voru algjörlega OFF. Slot hafði litlar sem engar lausnir á bekknum til að brjóta þetta upp. ”

    “Ég hafði áhyggjur af þessu. Óbreytt lið 4. leikinn í röð, fáar mínútur af bekknum það sem af er. Þetta hefði Klopp aldrei gert, hann hefði róterað 2-3 stöður strax í fyrstu leikjunum.”

    “Þetta er f***** Nothingham Forest, þvílíkt djók.”

    “Welkominn í úrvalsdeildina Arne… Við vorum bara taktíst teknir í nefið”

    “Skrifa þetta tap mestmegnis á Slott.”

    og ég gæti haldið svona áfram heillengi í viðbót með beinar tilvitnanir

    19
    • Ég er aðallega að rifja þetta upp til að benda mönnum um að halda varlega á pennanum og anda með nefinu þegar þeir skrifa eftir slæm úrslit.

      18
    • Og þetta var eina tapið hjá okkar mönnum frá því um miðjan Ágúst….Robertsson er eina frávikið í mínum huga en hann er warrior og hvar er hægt að finna annað eins í tuðrusparki heimsins eins og þeir hafa spilað? Eitthvað er að smyrjast saman og eins og staðan er,eiga öngvir möguleika.

      Á mínum vinnustað eru þónokkrir Arsenal menn sem og utd tuskur sem eru hættir að nefna Enska tuðrusparkið og bara það að þagga niður í þeim,er eins og tónlist í mínum eyrum.

      9
      • Indriði, ert þú ekki trúðurinn. Hvaða titla vinnurðu í Desember. Þvílíkur ,,,,,,,:-) Ert þú kannski búinn að fá einhvern gullpening , hahahahahahahaha. Nei, þú ert örugglega man utd greyið 🙂

      • 13.2.1
        Höddi B 30.12.2024 at 19:45

        Hmm, nú sakar þú mig um að sigla undir fölsku flaggi og styðja ekki Liverpool,, liðið sem þú þrífst á að tala illa um, eitra alla umræðu fyrir það eitt að kaupa ekki leikmenn sl. sumar, og saka allt og alla um metnaðarleysi.

        Þess utan virðist þú ekki hafa mikla trú á liðinu þrátt fyrir algjöra yfirburðastöðu á öllum vígstöðvum.

        Nú eru Chelsea að hellast úr lestinni og fátt eða ekki neitt virðist geta komið í veg fyrir að metnaðarleysingjarnir sigri deildina með yfirburðum í vor. Blendnar tilfinningar?

        3
    • Metnaðarleysi fsg á enn við þarna, að vera ekki búnir að semja við okkar 3 bestu menn. Það er voðalega auðvelt að koma með svona eftirá. Mjög ódýrt.

      7
      • Horfðu á töflunar í PL, CL og undanúrslitin í carabao cup og haltu svo áfram að tala um metnaðarleysi, trúðurinn þinn

        7
  12. Frábær leikur og þvílíkur unaður að fylgjast með liðinu þessa dagana. Vorum með þvílíka yfirburði að maður átti varla til orð. Þrjú stig í hús og við göngum inn í nýtt ár á toppnum á öllum vígstöðvum. 2025 byrjar svo með alvöru keyrslu þar sem virkilega á eftir að reyna á alla sem að liðinu koma. Spennandi tímar og langt síðan hin dimmi janúar hefur vakið hjá mér þvílíka eftirvæntingu. En Liverpool væri ekki í þeirri stöðu sem það er í dag á öllum vígstöðvum ef ekki væri fyrir frábæran hóp leikmanna og þjálfara. Fer pínu í mínar fínustu þessa endalausa leit sumra að einhverju til að væla um. Hvernig er hægt að kvarta þegar staðan er eins og hún er……það er bara ofar mínum skilningi. Örugglega allir sammála um að gott væri að klára samninga við þríeykið en ef það gengur ekki eftir þá trúi ég því að þeir muni samt sem áður leggja allt í sölurnar til að landa þeim stóra. Ef þeir vilja ekki vera áfram þá verður bara svo að vera og áfram gakk.
    YNWA

    12
    • Ég myndi nú fara varlega að tala um þremenningana sem “þríeykið”, annars gætum við lent í því að Virgil og Salah verði komnir í framboð fyrir Samfylkinguna!

      7
      • haha.. væri helvíti fyndið að sjá þessa 3 í íslenskri pólitík!

        En. fyrst umræðan er að færast en og aftur að FSG.

        hvernig er staðan og hver ég menn á kop podcastinu að fara yfir þetta.
        þeir vita oft meira en aðrir.

        Manutd. hefur verið að versla og gera hluti? nú er sagan að þeir skuldi öðrumfélögum 300mp og eru á rauðu við FFP.
        Chelsea er svo með allt í visarað langir samningar til þess að dreifa greiðslum á ár.
        það er eins gott að kaup þeirra klikki ekki.
        svo er það ManCity við vitum þeirra sögu…
        FFP og fjárhagur félagana er hann nokkur eins sterkur og menn vilja meina?
        eru þessu félög ekki að grafa sína gröf með þessum endalausum háu samningum og kaupum?
        Ég get ekki séð að þessi lið séu að gera betra mót en Liverpool.
        Ég held einmitt og segi það aftur að ég er mikil stuðningsmaður FSG og fólksins sem vinnur hjá þeim.
        Sjáiði t.d. Manutd koma til baka næstu árin? með þessa skuld við önnur félög ónýtanvöll og þurfa að endurnýja liðið sitt svona 90% ? því nýr yfirmaður knattyspyrnumála dugði í 5 mánuði og svo bara tekinn inn þjálfari með allt aðrar hugmyndir en forveri hans.
        allavega ég stór efast um að þessir 3 séu allir að ganga í burtu ánn þess að FSG sé ekki með plön. þetta stressar mig ekkert

        9
      • Ég er nú svo illa af mér í íslenskri pólitík áð ég veit ekki hvað þríeykið er, en var að lesa um valkyrjur sem nú hafa tekið völdin.En því verður varla neitað að Trent,Vergil og Mo eru topp menn og verða vonandi allir hjá Liverpool í nokkur ár í viðbót. Gleðlegt ár allir og megi síðan lifa sem lengst.

        1
  13. Mer finnst að Hoddi B og Indriði eigji nu bara að sliðra sverðin, slaka aðeins a og njota. Sama hvað sagt er her, og hver segir, þa reikna eg með að hver hafi sina skoðun, sem hver og einn ma hafa, breytir samt engu um loka niðurstoðina. Annars var Chelsea að tapa a moti Ipswitch og haldið ykkur fast, manu að tapa a moti Newcstle. Það gengur allt upp hja Indriða og Hodda B.

    YNWA

    5
  14. Þriggja kafteina kvöld hjá Man Utd. Þeir eru örugglega að springa úr spenningi að fara næst á Anfield.

    4
    • Vefurinn raududjoflarnir.is virðist amk vera sprunginn, eða síðuhaldarar einfaldlega búnir að gefast upp

      1
      • Ég hef tekið eftir þessu með rauðudjöflana.is líka og finnst það leitt að þeir séu hættir (án alls gríns eða stríðni). We need our rivals! En það hefur verið lítil virkni og örugglega ekki mjög gefnadi að halda starfinu áfram og mikil vinna.

        1
  15. ég byrjaði annars að lesa kop.is á árunum sem Roy Hodgson var stjóri og Kop.is og Liverpoolstuðningsmenn og klúbburinn lifði það tímabil af.

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Lokalið ársins gegn West Ham

Gullkastið – Frábær Jól og Gleðilegt nýtt Liverpool ár