Gullkastið – Frábær Jól og Gleðilegt nýtt Liverpool ár

Liverpool er búið að spila fjóra leiki um jól og áramót, sigur í einum þeirra gegn Southampton í deildarbikar og slátrun í hinum þremur. Fjórtán mörk í þremur deildarleikjum og þar af ellefu í London. Geggjaður endur á árinu og við hæfi að henda í smá uppgjör. Leikmannaglugginn opnar á miðvikdaginn og Liverpool fær Man Utd í heimsókn á sunnudaginn.

Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.

Við félagarnir á Kop.is viljum annars nota tækifærið og þakka lesendum, hlustendum og ferðafélögum síðunnar kærlega fyrir árið 2024. Þetta var miklu betra ár en við kannski þorðum að vona í ljósi þess að það byrjaði á því að Klopp tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið og næsta ár sannarlega spennandi.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 502

9 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Gleðilegt árið og takk fyrir þjónustuna enn eitt árið,
    Árin sem ég hef verið dyggur lesandi eru þá orðin 20 ef ég man rétt.

    Ekki bara eru okkar menn að brillera heldur eru andstæðingarnir að missa stig.

    Gleðilegt verður árið 2025!

    YNWA

    10
  2. Sælir félagar

    Þakkir færi ég ykkur kop-urum fyrir ósíngjarnt starf í þágu okkar stuðningsmanna Liverpool á Íslandi og þó víðar væri leitað. Megi komandi ár færa okkur gæfu og titla, gleði og spennu til síðasta dags. Við fylgendur besta liðs í universinu höfum lifað gott ár og skemmtun af bestu gerð. Megi svo vera á nýju ári og gæfa og gleði okkur til handa alla tíð.

    Það er nú þannig

    YNWA

    16
  3. Oska ollum Poolurum Gleðilegs nys ars, og þakka ynnilega fyrir alla þessa frabæru podcast þætti, að ogleymdum pistlahofundum siðunar. Það eru erfiðir timar framundan(sma svartsyni), erfiðir að þvi leiti, fyrir leikmenn, að standa undir ollum þeim krofum sem sett er a þa. Veit ekki með aðra, en allt hefur gengið framar minum villtustu draumum, og megi þessi villti draumur halda afram a nyju ari.

    YNWA

    8
  4. Síðasta tímabil endaði illa og eldsneytistankurinn var eins og orðinn tómur, en við fengum hollenskan töframann sem fyllti eldsneytistankinn af töframeðali – Gleðilegt nýtt rautt ár !

    9
  5. Gleðilegt nýtt Liverpool ár.
    Mér finnst að þetta tímabil sé að fara eins og undanfarin ár hefðu orðið án svindl liðsins í Manchester.

    4
  6. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla kæru Kopparar. Hér koma nokkrir vinstri kantmenn sem gera tilkall til Brostnar-vonir-Ögurverk-liðsins. Sumir eru aðeins meira desperat en aðrir og reyna aftur að komast í liðið eftir að hafa verið hafnað áður.

    Fabio Carvalho (2022-24) – Kom 19 ára til félagsins frá Fulham en hann var að renna út á samningi og þurfti Liverpool því ekki að borga nema tæpar 8 milljónir punda fyrir hann. Hann hafði verið í stóru hlutverki hjá Fulham sem komst upp úr Championship deildinni árið áður og kom því með töluverðar væntingar. Hefur einnig spilað fyrir öll yngri landslið Englands. Hann náði aldrei að finna sig hjá Liverpool, hápunkturinn er væntanlega eftirminnilegt sigurmark í lok leiks á móti Newcastle en hann var svo lánaður bæði til RB Leipzig þar sem hann fann sig ekki og til Hull City þar sem hann stóð sig mjög vel. Sennilega var hugarfarið líka ekki rétt og Liverpool ákvað því að selja hann með ágætis hagnaði til Brentford í sumar.

    Ben Woodburn (2007-22) – Uppalinn leikmaður sem var lengi beðið eftir en náði aldrei að brjóta sér almennilega leið inn í liðið. Getur einnig spilað á miðjunni eða frammi en kom mest inn á vinstri kantinn hjá Liverpool og því set ég hann hér. Hann spilaði fyrir öll yngri landslið Wales og spilaði í raun jafnmarga leiki fyrir Liverpool og A-landsleiki fyrir Wales, 11 talsins. Hann var lánaður mikið í neðri deildirnar og til Skotlands þar sem hann náði aldrei að slá í gegn og yfirgaf hann félagið á frjálsri sölu sumarið 2022 og samdi við Preston North End. Spilar í dag með Salford City í League Two.

    Jordon Ibe (2012-16) – Kom 16 ára til félagsins frá Wycombe Wanderers fyrir 500 þúsund pund. Hann náði að brjótast inn í liðið á síðusta tímabili Brendan Rodgers og fyrsta tímabili Klopps og þegar Raheem Sterling var seldur sá maður fyrir sér að Ibe gæti mögulega fyllt hans skarð. Hann var hins vegar sennilega ekki nógu góður og mögulega sáu fulltrúar Liverpool eitthvað fyrir sér hvað verða vildi og var hann því seldur til Bournemouth fyrir 15 milljónir punda. Fallið hefur verið hátt síðan, mjög hátt. Hann spilaði í heildina 92 leiki fyrir Bournemouth og skoraði 5 mörk. Hlutverk hans fór hins vegar smám saman minnkandi og hann fékk ekki áframhaldandi saming árið 2020. Hann hafði lent i smá veseni þegar hann stakk af eftir árekstur og keyrði Bentley-inn sinn á kaffihús. Hann samdi við Derby County en spilaði bara 1 leik áður en Ibe og félagið komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Ibe opinberaði að hann væri að glíma við þunglyndi og ekki veit ég hverjum fannst það góð hugmynd en í janúar 2022 samdi hann við Adanaspor í Tyrklandi. Þrátt fyrir að hafa gert þriggja og hálfs árs samning yfirgaf hann félagið nokkrum mánuðum síðar án þess að spila leik. Hann hefur síðan spilað í ensku utandeildinni með Ebbsfleet United og Hayes & Yeading United en er í dag 29 ára og án félags.

    Raheem Sterling (2012-15) – Talandi um Raheem Sterling, er hann gjaldgengur í Brostnar-vonir-liðið? Ég held nú varla þar sem hann spilaði vel yfir 100 leiki fyrir félagið. Ég set hann því hér eingöngu að nafninu til en ég verð að viðurkenna að ég sá á eftir honum þegar hann var seldur á sínum tíma til Manchester City. Liverpool gerði nú vel í að fylla skarð hans með Sadio Mane og eru það skipti sem ég get vel sætt mig við.

    Robbie Foy (2000-06) – Kannski ekki mesta efnið en uppalinn leikmaður sem fékk að koma inn á í einum deildarbikarleik á fyrsta tímabili Benitez. Fór á láni í neðri deildirnar en samdi svo við Scunthorpe United en þurfti að leggja skóna á hilluna 22 ára vegan meiðsla.

    Mark Kennedy (1995-98) – Einn af gamla skólanum. Kennedy kom 19 ára til Liverpool frá Millwall fyrir 1,5 milljónir punda árið 1995 og varð dýrasti táningur Bretlandseyja. Varð þekktur fyrir það að spila fleiri landsleiki fyrir Írland heldur en félagsleiki fyrir Liverpool. Spilaði í heild 21 leik fyrir Liverpol á fjórum tímabilum. Var síðan seldur fyrir smá hagnað til Wimbledon. Átti síðan ágætisferil, mest í næstefstu deild á Englandi og spilaði í heildina yfir 500 leiki fyrir Liverpool, Wimbldon Manchester City Wolves, Crystal Palace, Cardiff City og Ipswich Town. Hefur síðan reynt fyrir sér sem stjóri nokkurra liða en með frekar takmörkuðum árangri.

    Dani Pacheco (2009-13) – Dani Pacheco vill endilega gera aðra tilraun til að komast í Ögurverks-liðið enda hefur hann mest spilað á vinstri kantinum eftir að hann yfirgaf Liverpool. Endurnýtum því textann sem var notaður þegar Pacheco reyndi að komst í liðið sem miðjumaður; Mögulega meiri framherji eða kantmaður en gat líka spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður. Liverpool “stal” honum úr akademíu Barcelona sem hafði nýlega skilað upp mönnum eins og Messi, Pedro, Pique, Fabregas, Busquets, Bojan og fleirum og átti Dani Pacheco að vera næstur í röðinni. Hjá Liverpool spilaði hann 17 leiki, flesta í Europa League, og tókst ekki að skora mark. Var lánaður í Championship deildina og til Spánar en náði hvergi að slá mikið í gegn. Fór frá Liverpool til Alcoron í næstefstudeild í spáni og spilaði mest þar áður en hann fór á smá flakk til Kýpurs og Póllands. Er 33 ára í dag og spilar með Wis?a P?ock í næstefstudeild í Póllandi.

    Fleiri sem áður hafa verið nefndir í öðrum stöðum en gætu einnig reynt fyrir sér sem vinstri kantmenn í Ögurverks-liðinu eru t.d.: Sergi Canos, Ryan Kent, Tom Ince, Sheyi Ojo og mögulega Harry Wilson en látum þetta duga.

    3
    • Mætti ekki setja Rhian Brewster þarna líka? Man ekki nákvæmlega hver hans besta staða var, mögulega var hann bara í níunni, en hjá Sheffield United virðist hann hafa verið í tíunni í síðasta leik.

      1
      • Ég leit alltaf á Rhian Brewster sem níu þó að hann geti spilað úti á kanti eða aftar. Samkvæmt Transfermarkt hefur hann spilað 109 leiki sem nía, 17 leiki á kantinum, þar af 10 á vinstri kanti og 8 leikir sem attacking mid eða second striker. => Rhian Brewster kemur með framherjunum í næstu vikuþ

        1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

West Ham 0 – 5 Liverpool

Metin sem Mo Salah á