(Ath. fyrir þau ykkar sem fylgist með á Reddit, þá var þessi grein birt þar líka).
Metin sem Mo Salah hefur verið að slá á seinustu vikum ofan á þau sem hann var búinn að slá áður eru orðin svo mörg að það er auðvelt að missa yfirsýnina hve mörg þau eru. Ég ákvað því að taka saman þennan lista yfir bæði opinber og óopinber met sem hann á eða hefur sett í úrvalsdeildinni. Hér er því sleppt þeim metum sem hann kann að eiga ef við skoðum Evrópu eða heiminn í heild sinni, og eins þau met sem hann á innan Liverpool.
Mörk og stoðsendingar
- Mo Salah er eini leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur náð í 10+ mörk og 10+ stoðsendingar á 6 mismunandi tímabilum.
- Mo Salah er eini leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur náð í 10+ mörk og 10+ stoðsendingar á 4 mismunandi tímabilum í röð.
- Mo Salah er sá leikmaður úrvalsdeildarinnar sem hefur bæði skorað og gefið stoðsendingu í sama leiknum í flestum leikjum, 38 leikir í heildina. Wayne Rooney kemur næstur með 36 leiki.
- Mo Salah er fyrsti leikmaðurinn til að skora eða gefa stoðsendingu í 12 leikjum í röð – og það hefur hann gert tvisvar.
- Mo Salah er fyrsti og eini leikmaðurinn til að ná í 10+ mörk og 10+ stoðsendingar á tímabili fyrir jól.
- Mo Salah hefur bæði skorað og átt stoðsendingu í 8 mismunandi leikjum á þessu tímabili, enginn leikmaður deildarinnar hefur náð því. Næstir koma Alan Shearer, Thierry Henry, Robin van Persie, Harry Kane og Bruno Fernandes, sem allir hafa náð 7 leikjum á tímabili.
- Mo Salah hefur átt þátt í 14 mörkum í desember 2024 (þ.e. mak eða stoðsending), og hefur þar með slegið metið sem Luis Suárez átti áður (13 mörk/stoðsendingar í einum mánuði).
Mörk
- Mo Salah hefur skorað 9 mörk í fyrsta leik tímabilsins. Næstu leikmenn hafa skorað 8 mörk: Alan Shearer, Wayne Rooney og Frank Lampard.
- Þegar Mo Salah skoraði 32 mörk tímabilið 2017-2018, þá varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora fleiri mörk en 3 úrvalsdeildarlið á því tímabili.
- Mo Salah er sá leikmaður frá Afríku sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Næstur kemur Didier Drogba.
- Tímabilið 2017-2018 skoraði Mo Salah gegn 17 liðum í deildinni. Aðeins Ian Wright og Robin van Persie hefur tekist að ná því (einnig með 17).
Sigrar
- Mo Salah lék 33 leiki frá því í mars 2019 til febrúar 2020 sem allir unnust, og enginn leikmaður hefur átt fleiri sigurleiki í röð.
Gegn Man United
- Mo Salah er eini leikmaðurinn sem hefur skorað þrennu gegn Manchester United á Old Trafford (október 2021).
- Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk gegn United á einu tímabili, hann skoraði 5 mörk í deildarleikjum gegn United tímabilið 2021-2022.
Viðurkenningar
- Mo Salah hlaut nafnbótina “Leikmaður mánaðarins” þrisvar á tímabilinu 2017-2018, og var þar með fyrsti leikmaðurinn til að ná því. Síðan þá hefur aðeins Marcus Rashford jafnað það met.
Ef þið munið eftir fleiri metum sem tilheyra Salah og eiga við um deildina í heild sinni, þá megið þið endilega bæta því við í athugasemdum.
Annars viljum við á Kop.is árétta óskir okkar um gleðilegt nýtt ár, og þökkum fyrir gamla árið!
Burtu með Trent nú í janúar. Hann er ekki ómissandi og má ekki fagna með okkur í vor. Ég gæti unnt Sala þó hann færi eftir tímabilið enda skilað sínu og vel það.
Höldum Trent …
burt með Jol
Takk fyrir þetta Daniel.
Hver er ástæðan fyrir því að Mo fær ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið? Það þarf tölfræði til að segja öllum öðrum en Liverpool aðdáendum hvað hann er frábær leikmaður. Bíðum eftir fleiri tölum segja punditar þegar þeir eru spurðir út í Salah. Þeir eru núna fyrst, á þessu tímabili að átta sig. Ég held að ástæðan sé hvað hann lætur þetta líta auðvelt út. Engir stælar, nokkur fitt og boltinn settur. Önnur ástæða er að hann er ekki frá suður Ameríku þá væri snilldin skiljanlegri. Bestu áramótakveðjur til ykkar sem halda þessari síðu út og þakkir fyrir ykkar störf.
Trúlega eru það bara fordómar þ.e.a.s. að Salah sé frá Afríku.
Ég efast um að hann vinni Ballon dor enda er þessi keppni ömurleg.
Hann er ekki frá London eða manchester. Hann er frá Egyptalandi og það þolir gamla herra þjóðin ekki sem sannast best hvað það má brjóta mikið á gæjanum. Sjáið muninn á því hvað t.d. leikmenn manutd þurfa að gera “lítið” til að komast í lið vikunnar og vera hæpaðir upp í rjáfur. Það eru virkilega einstaklingar sem eru að reyna bera saman Onana og Alison. Bruno má varla eiga heppnaða sendingu þá er farið að tala um hann sem bestan í deildinni. Og svo þetta arsenal runk!?! Saka vs. Salah HAHAHAHAHAHA. Salah er ekki bara besti leikmaður deildarinna núna, hann er besti leikmaðurinn í sögu deildarinnar!
Salah og van djik þurfa nýja samninga.
Held að salah eigi alveg 2 góð ár eftir, van djik er ómissandi.
Trent tja veit ekki hvað hægt er að segja um hann, það að liverpool sé ekki búið að semja við þá er furðulegt satt að segja.
Eru menn ekki sammála að ef Trent vill ekki semja við okkur frekar rm. að hann eigi að fara strax. Ég get ekki hugsað mér ef við vinnum deildina verði hann að fagna með okkur í lokin.
Jú….. burtu með hann strax og taka varabandið af honum!! Og djöfull hata ég þessa fasista í madrid. Það var, er og verður bara einn Scouser… captain fantastic Steven Gerrard!!
Ég vil ekki missa Trent en ef hann vil fara þá þakka ég bara fyrir hans framlag fyrir Liverpool, ég skil ekki þetta rugl í sumum hér að þeir vilji losna við hann strax og þola ekki að sjá hann fagna titlinum í vor, það er kannski rétt að benda mönnum á að við erum ekki búnir að vina neinn fjandans titil enþá og allsekki öruggt að við vinnum neinn titil þótt vel gangi núna.
Það má eflaust gagnrýna Liverpool fyrir að vera ekki búnir að semja við þá þrjá en þú semur ekki uppá hvað sem er og allsekki við menn sem ekki vilja semja eins og virðist vera hjá Trent en vonandi nást samningar við Salah og Van Dijk.
En að öðru gleðilegt ár kæru púllarar og megi nýa ári færa okkur tóma hamingju og vonandi eitthvað af titlinum.
Sælir félagar á nýju ári.
Fyrir mér eru leikmenn sem vilja fara annað og spila fyrir annað lið en Liverpool dauðir sem leikmenn liðsins. Bæði Mo Salah og VvD hafa lýst því yfir að þeir vilji spila áfram fyrir liðið og hafi áhuga á samningum við það. Þar með hefi ég ekki áhyggjur af þeim, þeir munu semja og verða áfram tvö til þrjú ár hjá Liverpool. Hinsvegar er áhyggjuefni ef TAA hefur ekki áhuga á að semja við Liverpool eða hefur meiri áhuga á R. Madrid en sínu uppeldisliði þó ekkert hafi komið frá honum þar að lútandi.
Á það ber að líta að TAA hefur EKKERT gefið upp um áhuga sinn eða annað í sambandi við samningamál sín. Spænsku sorpmiðlarnir sem eru á mála hjá RM og Barca flytja endalausar falsfréttir og ef rýnt er í þær kemur í ljós að þar rekur sig hvað á annars horn. Stundum er TAA farin til Spánar og stundum eru RM að undir búa tilboðð í hann til að fá Liverpool að samningaborðinu. Stundum ætla spánverjar að fá hann frítt og stundum viljas þeir semja um kaupverð. TAA gaf það skýrt til kynna með látbragði sínu í síðasta leik að hann heyri bara endalaust bull og segir jafnframt að hann ræði ekki samningamál sín í fjölmiðlum. Ekki við neinn og hvergi, þannig að við skulum bara róa okkur og sjá hverju fram vindur.
Það er nú þannig
YNWA
Ég held að flestir hljóti nú að skilja að það er spennandi að fá að spila með Real Madrid
Alltaf sól og blíða og þeir berjast um alla titla sem í boði eru.
En það er drullu svekkjandi ef hann fer frítt þangað og það er það sem ég er ósáttastur með.
Vonandi skrifar hann undir hjá okkur en ég gæti líka alveg séð eigendur Liverpool taka 20 miljóna punda tilboði ef slíkt myndi berast í lok januar.
Vinna deildina með Liverpool undir Klopp og svo Slot og fara svo á vit ævintýranna og spila með sennilega stærsta knattspyrnuliði allra tíma. Og taka inn feitan bónus í leiðinni. Lítið hægt að segja við þessu.
Ég vona hann verði áfram út tímabilið því hann gerir Liverpool að betra liði. Síðan ef hann fer þá óska ég honum alls hins versta eins og ég gerði með Torres. Sem ég er búinn að fyrirgefa í dag, manni finnst bara vont að missa góða leikmenn í önnur sambærileg lið.
Best að fá allt á hreint sem fyrst. Þessi samningamál gæti kostað liðið eins og ég sagði í upphafi tímabils. Sama hver niðurstaðan verður.
Áfram Liverpool og áfram Slot!
Já Salah er stórmenni í enskri knattspyrnu. og vonandi á hann allavega 2 góð ár í Liverpool treyju en það veltur á ýmsu.
En hvað varðar TAA, þá er ég einn af þeim sem skilur ekki afhverju hann ætti að hafa meiri áhuga á að spila fyrir Real Madrid en Liverpool.
sagan segir okkur að hann verði mun meiri stórmenni bæði sem leikmaður og eftir sinn feril ef hann verði hjá Liverpool. Svo er þessi spænska deild ekki merkileg og þú ert nánast kominn í helganstein sem leikmaður að vera spila fyrir Real Madrid. það er búið að dæma Barca fyrir eitthvað allskonar og ég bara hreinlega skil ekki hvernig Real geta stundað þessi bókhaldsleikfimmi sem félagið er að gera í skjóli ríkisins jafnvel.
Ég skil ekki að ef þú vilt verða þekktur sem knattspyrnumaður og eiga möguleika að komast á stall hjá þínu uppeldisfélagi og fólkinu þínu að þú viljir komast í þetta Madrid umhverfi.
eina sem mér dettur í hug er að þú viljir vera nærfatamódel í USA eftir ferilin og ef það er markmið TAA þá má hann fara mín vegna.
EN Liverpool á aldrei að losa hann úr þessari snöru og selja hann í Janúar.
bara aldrei! við látum hann taka þessa ákvörðun og ákveða sjálfan að skrifa undir annar staðar en Liverpool.
En eins og Sigkarl og aðrir benda á er allt bara slúður sem stendur. og tökum öllu með fyrirvara ég allavega trúi ekki að TAA fari til spánar til þess að safna mikkamús medalíum í þessari gefins deild.
En hvað með kaup hjá Liverpool ?
Við reyndum við Zubimendi í fyrra og enduðum á að kaupa ekkert.
Hvað þarf að kaupa núna í jan ?
Ættum við að reyna aftur að kaupa Martin Zubimendi ?
Á að kaupa varnarmann ?
Selja Nunez og fá inn annan sóknarmann ?
Bakvörð fyrir Trent ? Eða Robbo ?
Hvað haldiði að Liverpool muni gera í jan ?
Mér finnst eins og Liverpool verði að nýta tækifærið núna á meðan City er í lægð og styrkja hópinn og reyna að vinna þessa deild.
Við erum í raun bara einum meiðslum hjá Van Dijk frá því að vera í vandræðum, eða ef að Gravenbergh meiðist illa.
Ég held að við gerum ekki neitt í janúar, en ef ég hendi upp “óska/skynsemislista” er hann einhvern vegin svona:
1. Alvöru slúttari keyptur inn sem fremsti maður. Við sjáum alveg hvað Jota gerir í þessu liði og hann er fyrst og fremst slúttari. Alexander Ísak væri í harðri samkeppni við Salah um markakóngstitilinn væri hann í Liverpool t.d.. Jota er alltaf meiddur hálft tímabilið þannig að þarna þarf mann með honum, en Ísak er reyndar alltaf meiddur hálft tímabilið líka… en þessa týpu væri snilld að fá
2. Bakvörð, eiginlega einhvern sem getur verið bæði hægra og vinstra megin ef þurfa þykir. Við erum með svo mikla meiðslapésa þarna virðist vera að við erum alltaf að spila fjórða kosti reglulega.
Ég held að þá séum við bara þokkalegir.
Það væri fínt að fá Ísak ef hann og Joð verða heilir hvor sinn helming tímabilsins. Annars væri það afleitt.
Hvad er i gangi med samningamálin, enginn af salah trent eda van dijk búinn ad skrifa undir og svo slatti af gódum leikmönnum med 1.5 ár eftir(konate, luis dias og fleiri t.d.). Má endilega finna nýjan samningamann
Nákvæmlega, og nú eru félögin farin að hafa samband við Trend, Salah og Virgil og LFC getur ekkert gert í því.
Er ekki bara málið að taka stöðuna á Matip og tékka hvort að kappinn sé klár að koma sér í stand og vera til taks ef einhverjir fleiri miðverðir detta út í seinni hlutanum.
Þessir andskotans kanar sem eiga þetta annars frábæra félag tíma engu og gætu eyðilagt tímabilið sem við erum nú með í höndunum. Því miður eru það peningar sem skipta máli í þessari íþrótt.
https://fotbolti.net/news/03-01-2025/salah-segir-ad-thetta-se-sitt-sidasta-timabil-hja-liverpool
skammarlegt hjá kanafíflunum, gæti kostað titla á þessu timabili
Edwards og Hughes klárlega að klúðra pókernum hjá sér. Svakalega lélegt og eiginlega grafalvarlega staða fyrir okkur sem stuðningsmenn ef félagið getur ekki samið við leikmenn og ekki keypt leikmenn (kom enginn í sumar).
Við buðum yfir 100 milljónir í Caicedo hvar er eiginlega sá peningur þvi ekki hefur hann farið í leikmenn.
Ég hef oft verið gagnrýninn á FSG. Og verð það eflaust áfram þegar ekkert er keypt eða tímabili of seint. En ég velti fyrir hvort það sé mögulega rétt að framlengja ekki við Salah ef við erum að tala um þrjú ár og risa launapakka. Hann verður 33 ára í sumar. Það eina sem er öruggt er það mun hæga á honum. Bara spurning hversu mikið og hversu hratt.
Eina er, að hann er besti leikmaður í heimi í dag.