Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Man Utd í nítjánda deildarleiknum sínum á leiktíðinni og verður nú að segjast að staða liðana mjög ólík. Liverpool er í vænlegri stöðu á toppnum og á flottu skriði en Man Utd hefur verið í miklu brasi og vandræðum þrátt fyrir stjóraskipti.
Oft eru þetta viðureignir sem erfitt getur verið að spá fyrir um og staða liðana skiptir oft ekki máli þegar leikirnir eru flautaðir á. Það sást til dæmis á síðustu leiktíð þegar liðin gerðu tvisvar sinnum jafntefli í deildinni sem var mjög mikið úr karakter miðað við viðureignir liðana fram að því sem oftar en ekki enduðu í ansi stórum sigrum Liverpool. Það var svo raunin þegar liðin mættust á Old Trafford fyrr á leiktíðinni og Liverpool vann auðveldan 3-0 sigur.
Miðað við undanfarna leiki liðana er erfitt að búast við öðru en nokkuð öruggum sigri Liverpool svona ef maður ætlar sér að meta það út frá því sem sést hefur bæði á velli og á pappírum undanfarnar vikur. Liverpool til að mynda unnið síðustu þrjá deildarleiki sína gegn Tottenham, Leicester og West Ham og skorað í þeim fjórtán mörk. Á sama tíma hafa Man Utd tapað gegn Newcastle, Bournemouth og Wolves þar sem þeir hafa fengið á sig sjö mörk og ekki skorað neitt.
Umræðan sem maður sér á netinu og á við stuðningsmenn Man Utd fer svolítið á þá leið að fæstir ef einhverjir þeirra búast við að fá eitt eða neitt út úr þessum leik og svona vonast til að tapið verði bara ekki of stórt. Það virðist ekki mikil bjartsýni og hugur í þeim sem horfa á þá og styðja og það virðist svo sannarlega ekki heldur vera hjá þeim sem reima á sig takkaskó og spila fyrir þá. Svo aftur, það er erfitt að búast við einhverju öðru en nokkuð þægilegum sigri frá Liverpool en það þarf að spila þessi leiki eins og alla aðra, horfa á þá sem kannski sýnda veiði en ekki gefna og ná fram sínum leik því jú úrslit geta verið óvænt og ekki á þá leið sem maður reiknar með þeim.
Meiðslalisti Liverpool virðist svona almennt vera að minnka þar sem að Arne Slot greindi frá því að þeir Konate og Bradley eru að hefja aftur æfingar með liðinu sem eru frábærar fréttir, þá sérstaklega varðandi Konate sem Liverpool hefur klárlega saknað og í ljósi þess að Joe Gomez verði frá í nokkrar vikur eftir að hafa tognað gegn West Ham. Hins vegar þá á ég erfitt með að trúa því að Konate byrji gegn Man Utd og því muni Quansah byrja í miðverðinum.
Miðað við frammistöðu liðsins gegn West Ham þar sem þeir spiluðu allir nær óaðfinnanlega þá þætti manni svona pínu grimmt ef einhver þeirra byrji ekki aftur gegn Man Utd en ég held að það séu nokkrar breytingar nokkuð líklegar og þá sérstaklega sú að Szoboszlai kemur aftur inn í byrjunarliðið fyrir þá líklega Jones eftir að hann tók út leikbann gegn West Ham og því búinn að fá ágætis hvíld og þeir ansi oft róterað sín á milli. Þá er spurning hvernig verður með þá Diaz og Gakpo, þeir hafa svolítið verið að rótera með Nunez og núna er Jota að detta í gang aftur svo mögulega gæti verið einhver smá breyting þar en ég held að hann byrji aftur með Diaz frammi og Gakpo á kantinum þar sem þeir voru frábærir gegn West Ham og báðir á frábæru skriði og nú búnir með viku hvíld frá því gegn West Ham.
Trent – Quansah – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Diaz – Gakpo
Ég ætla að tippa á þetta svona og að eina breytingin fyrir utan sjálfkrafa Quansah í miðvörðinn fyrir Gomez verður sú að Szoboszlai kemur inn í byrjunarliðið. Ég væri vissulega mikið til í að sjá Diogo Jota byrja ef hann er í nógu góðu standi til þess en ég held að hann sé líklegri inn af bekk. Hins vegar eru þeir Gravenberch og Gakpo (ásamt Konate) einu spjaldi frá því að missa af næsta deildarleik sem er útileikur gegn Nottingham Forest svo mögulega gæti verið einhver rótering þar – og kannski er þetta akkúratt leikurinn til að gera það þar sem miðja Man Utd er ekki beint þekkt fyrir mikinn hraða og hlaupagetu né líkleg til að taka alveg yfir flæði leiks eins og þessa. Því gæti alveg verið að Slot gefi Gravenberch smá pásu til að eiga hann inni gegn Forest og gæti þá hreinlega byrjað með Jones ásamt Szoboszlai og Mac Allister eða hreinlega látið Endo byrja. Þá líka gæti verið að Jota eða Nunez kæmi inn fyrir Gakpo. Sjáum til, þetta er leikur sem þarf að vinnast áður en farið verður að hugsa um Nottingham Forest.
Varnarleikur Man Utd hefur verið virkilega ósannfærandi bæði í opnum leik sem og í föstum leikatriðum, þeir fengu til að mynda á sig mark beint úr hornspyrnu tvo leiki í röð fyrir ekki löngu síðan. Eflaust munu þeir liggja aftarlega á vellinum með tvo vængbakverði og þrjá miðverði og reyna að spila sig upp völlinn en það er erfitt að fyrirfram sjá hvernig það á að skila árangri gegn þessu liði Liverpool sem gæti þó þurft að sýna þolinmæði til að ná fyrsta högginu á þá og takist það þá gæti maður alveg búist við að fleiri högg myndu fylgja og þetta endi í rothöggi. Sjáum hvað setur, Liverpool á að hafa alla burði til að vinna þennan leik nokkuð örugglega og vonandi verður það bara raunin. Þegar þessi leikur verður flautaður á hefur Arsenal lokið sínum útileik gegn Brighton og ekki ósennilegt að munurinn verði þá kominn niður í þrjú stig og Liverpool með tvo leiki til góða – verði það málið mun 100% vera eitthvað tal um pressuna á Liverpool og svona en miðað við það sem við höfum séð af liðinu hingað til þá efast ég um að það verði eitthvað sem slær þá út af laginu.
Annars bara óska ég öllum lesendum gleðilegs nýs árs og vonandi verður þetta “okkar ár” og við byrjum það með góðum sigri og enn einum stórleik Mo Salah gegn Man Utd sem kemur honum enn nær því að fara yfir 20 mörk og 20 stoðsendingar í deildinni.
EPL hefur sent út yfirlýsingu þar sem segir að til að jafna leikinn muni þeir setja David Coote sem dómara og Chris Kavanagh í VAR herbergið
Særð ljón geta verið hættuleg.
Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir manjú en við vitum að þeir mæta oftast extra einbeittir í þessa leiki. Ef við komumst yfir snemma má held ég að þetta verði frekar þægilegt. Spái 2-0.
Það situr í manni einhver beygur sem rekja má til síðasta tímabils. Þá vantaði mikið upp á að liðið væri klínískt. Hafði unnið hvern leikinn á fætur öðrum með herkjum og það var eins og andi Andy Carrols svifi yfir vötnum og markstöngum.
Núna höfum við notið þess að framherjar kunna betur til verka og miðjan er þar að auki af slíkum gæðum að þótt þeir nýti ekki nema helming dauðfæranna uppsker liðið jafnvel stórsigur, eins og í síðasta leik.
Æðibunugangurinn í framherjum sem einkenndi 0-0 rimmu þessara liða heyrir nú blessunarlega sögunni til. Svo við ættum að setja amk tvö mörk fyrir leikhlé og í seinni hálfleik opnast vonandi gáttir þar sem örmagna mu-verða eins og mýs á flótta undan svöngum ketti.
Þá ættum við að vinna stórt.
Ágætt að muna að enginn leikur er unnin fyrirfram en áfram Liverpool
Það er bara ömugurlegt að allt þetta frábæra tímabil hefur snúist meira en minna um samningsmál þriggja leikmanna.
ég bara skil ekki að fara inní tímabilið svona þ.e. ósmaið við V.T.S.
En það eru víst aðrir sem vita meira um þetta en ég og eiga og stjórna LFC
Vona að Salah verði með þrennu og gefi þessum US eigendum puttann.
YNWA
Sjitturinn hvað ég hlakka til leiksins, alltaf pínulítill kvíði með en trúi ekki öðru en að við vinnum þetta easy. Utd gætu tekið upp á því að leggja rútunni, en lykillinn er að skora snemma og ekki hleypa þeim í sjensa, halda hreinu.
Annars verð ég að benda á þessa frétt sem skítamiðillinn visir.is tekur frá Sky.
https://www.visir.is/g/20252670919d/salah-stad-festir-ad-thetta-se-hans-sidasta-tima-bil-med-liver-pool
Fréttin gengur út á það að það sé staðfest að Salah fari eftir þetta tímabil.
Hann segir samt hvergi að hann vilji ekki semja um nýjan samning samt, en það er aukaatriði þegar um smell beitu er að ræða.
YNWA
Algjörlega sammála þér Hafliði!
Þessir blessuðu íslensku blaðaramenn sem vinna á þessum miðlum virðast ekki hafa lagt mikla vinnu í að hlusta á viðtalið við Salah, það kemur hvergi annað fram enn það sem allir vita að hann er að klára núverandi samning enn ekkert um það að hann ætli ekki að semja að nýju!
Ég hef fulla trú á því að Salah og Virgil van Dijk verði áfram hjá okkur, ég veit ekki með Trent?
Ég hef sjaldan verið jafn rólegur yfir leik milli Liverpool og Man Utd og núna
í mínum huga snýst þetta um hvað Liverpool mun vinna stórt.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur. Þessi leikur getur verið bananahýði þegar horft er á spádóma um úrslit leiksins. Spámenn hjá Dr. football spá 4 – 0 og 5 – 0 og Sutton spáir 5 – 0. Svona spádómar gera ekkert annað en trufla einbeitingu leikmanna og “mótivering” þeirra verður því erfiðari. Ef okkar menn mæta til leiks með fulla einbeitingu og hausinn fast skrúfaðan á, ætti þessi leikur að vinnast. Í svona leikjum er Liverpool liðið sinn versti óvinur og þar að auki eru þessir leikir þess eðlis að staðan í deildinni skiptir litlu máli. Ég vonast eftir sigri í hunderfiðum leik og verð ánægður með hvaða sigur tölur sem verða.
Það er nú þannig
YNWA
Já leikmenn Liverpool líklega ofpeppast mikið við að hlusta á vikulok Dr. Football, vonandi tóku þeir þetta ekki of mikið inná sig.
Enn og aftur er veðurspáin djöfulleg fyrir leik morgundagsins. Helmingslíkur á frestun. Það væri eftir öðru að Liverpool ætti tvo leiki til góða fram á vorið, og það við erkióvinina Everton og Man Utd.
Ef það eru ekki dómararnir þá er það veðrið……hvar endar þetta eiginlega 🙂 Hefðum mætt Everton í þeirra versta formi og það sama á við með utd á morgun. Trúi og treysti á veðurguðina, slæmt að eiga tvo leiki inni.
YNWA
Liverpool vinnur 4-0
Burtséð frá stöðu liðanna á töflunni þá verður þetta erfiður leikur! Skil ekki tal um að okkar menn vinni leikinn 4-0, 5-0 o.s.frv. Bruno vælukjói að koma úthvíldur tilbaka eftir leikbann, Ugarte sömuleiðis þannig að því miður verða Casimeiro og Erikssen ekki á miðjunni. Svo er þessi grófi í vörninni hjá þeim, Martinez – skelfilegt að sjá sumar tæklingarnar frá honum, kæmi ekki á óvart að hann muni gera einhvern skandal og bæta við meiðslalistann okkar megin. Annar hálfviti þeirra megin í formi Antony!
Ok, játa pínu svartsýni í mér en ég er drullusmeykur við þennan leik minnugur hvernig bikarleikurinn við MU á síðasta ári endaði. Þann leik áttum við að vinna en fór sem fór og framhaldið eftir því.
Góð úrslit í Brighton,nú er lag að auka forskotið!!
Er eilítið smeykur fyrir leikinn á morgun en ef menn spila á getu,þá á þessi leikur að vinnast.
Ég er ögn smeykur um að leiknum verði frestað en það er spáð mikilli úrkomu sem gæti orðið snjókoma.
Þegar ETH var við stjórnvölin hjá MU þá var vissulega alltaf sú hætta fyrir höndum að þeir myndu pakka í vörn og ná jafntefli en nú er staðan þannig að þeir geta ekki einu sinni varist skammlaust.
Jæja Brighton að taka stig af Arsenal sem er gott. Arteta búinn að vera mása og blása í fjölmiðlum yfir Liverpool ætluðu að vera eins og hamar tilbúnir að slá ef við gerum mistök.
Núna er að senda honum nokkra ryðgaða nagla og vinna United á morgun.
A- Ég er sammála Slot um að það má aldrei vanmeta Man Und. Gæði liðsins eru mjög mikil þó þeim gangi brösulega að búa til almennilega liðsheild.
B- Ef eitthvað gæti bjargað tímabili Man Und frá því að verða að alherjar-athlægi og mögulega að koma sér almennilega af stað, þá væri það sigur eða jafnvel jafntefli gegn Liverpool. Það má því búast við harðri mótspyrnu og erfiðum leik. Þetta er ekki gefin veiði.
Það er oft erfiðara að spila gegn liði eins og Man Und sem hefur allar ástæður og afsakanir til að parka rútunni fyrir framan markið, stinga sér ofan í skotgrafirnar og spila hundleiðinlegan varnarfótbolta með tilheyrandi töfum og leiðindum. Vitandi af því að liðið býr yfir gæðum og gæti hæglega refsað ef varinn er ekki á. Ég er samt sigurviss og held við vinnum þá. Liðið okkar er tiltölulega jarðbundið og virðist bera virðingu fyrir öllum andstæðingum og þeir mæta í þennan leik í fimmta gír og hvergi bangnir.
YNWA
@Brynjar
„Gæði liðsins eru mjög mikil.” Ég er ekki sammála þessu. Ef maður skoðar leikmenn Man Utd, hverjir þeirra myndu labba inn í first XI hjá Liverpool? Ekki margir. Kannski enginn. Hugsanlega Amad.
Væri fróðlegt ef lesendur spreyttu sig á því að stilla upp sameiginlegu liði úr Liverpool og Man Utd fyrir leikinn á eftir.
Flott upphitun!
Ef einhver veit um gott streymi þá endilega látið vita.
Skelfilegar myndir af Anfield svæðinu á DailyMail https://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-14251565/Liverpool-Man-United-called-snow-amber-weather-warning.html
TVEGGJA TOMMU jafnfallinn snjór á götum! Það eru heilir 5 sentimetrar! Verður metið síðdegis í dag hvort óhætt verði að spila. Ef sömu forsendur væru á Íslandi, þá væri Íslandsmótið ennþá í gangi!
Eðli máls samkvæmt vilja stuðningsmenn Utd. að leiknum verði frestað, eða stigunum skipt á milli liðanna!
Frestun eða ekki frestun veltur á ástandi vega og brautarteina, ekki ástandi vallarins. Það er fyrst og fremst spáð í hvort áhorfendur komast klakklaust til og frá Anfield, jafnvel langa leið.
Ég tel engar líkur á því að stjóri man utd taki uppá því að leggja rútunni og þar með gjörbilta sinni nálgun á leikinn en einhvera hluta vegna er ég samt skíthræddur við þennan leik og má ýlla til þess hugsa að við vinnum hann ekki þar sem ég hef verið býsna duglegur við að snúa hnífnum í sári man utd manna og minna þá á stöðuna í deildinni og gæti sá hroki bitið mig hraustlega í afturendann ef ýlla fer í dag.
En af því að ég er bjartsýnis maður að eðlisfari þá spá ég okkar mönnum sigri í dag og þar með get ég áfram nuddað salti í sár man utd mér til mikillar ánægju en þeim til armæðu.
YNWA
O.M.G! Svakalegustu fréttir dagsins hljóta að vera þær að Elon Musk vill kaupa Liverpool.
Maður hræðist alltaf þegar Liverpool aðdáendur virðast halda að þessi leikur sé svo gott sem unninn fyrirfram. Ég mun ALDREI ganga út frá því að leikur við United sé unninn áður en hann hefur einusinni verið flautaður á.
Hafandi sagt það þá finnst mér jákvætt hvernig liðið okkar er stemmt, og ég var líka smeykur fyrir bæði Spurs og West Ham leikina. Þeir fóru eins og þeir fóru.
Það er nefnilega málið Daníel, alltaf nokkur fiðrildi í maganum þegar þessi lið eigast við. Eins og ég nefni hér ofar varðandi bikarleikinn við Rauðu Djöflana í fyrra. Sama lið stal svo sigrinum af City um daginn, þannig að menn þurfa að hafa varann á í dag!
GAME ON! Vonandi verður þetta Super Sunday og maður haldi glaður inn í komandi vinnuviku!
Sælir félagar
Ég tek undir áhyggjur manna af þessum leik sem getur orðið svakalegt bananahýði ef okkar menn mæta ekki rétt stemmdir til leiks. En á það ber að líta að ég var, eins og fleiri, mjög áhyggjufullur fyrir leiki liðsins gegn T’ham og Wesr Ham svo ef til vill er ég bara kvíðasjúklingur. Ég tek sigri hvernig svo sem hann verður, 1 – 0 eða 4 – 3, skiptir engu – bara sigur í hunderfiðum leik.
Það er nú þannig
YNWA
Henderson
Þú hlýtur nú að vera sammála mér um að Man Und eru með ágætis einstaklinggæði, þó þeir komist ekki í hálfkvist við okkar menn þessa stundina ? Í því tilfelli er nóg að nefna Bruno Fernandes, Marcus Rashford, Mason Mount, De Light, Lene Yoro, Casemiro. Eriksen
Ég held að leikmaður eins og Casemiro gæti alveg spilað vel, ef hann væri með réttu blönduna í kringum sig. Sama á við Marcus Rashford.
Það er fenginn reynsla af enska boltanum að það er ekki hægt að slá neinu föstu og mér dettur ekki í hug eitt sekúndubrot að gera lítið úr þessu liði.. Fyrst lið eins og Leicester gat komist yfir gegn okkur, afhverju þá ekki Man Und ?
En ég er alveg sammála þér að við erum þónokkuð betri en þeir. Stigataflan segir það sem segja þarf.
Nja… Af þessum sex sem þú nefnir eru Eriksen og Casemiro löngu búnir. Marcus Rashford og Mason Mount eru gagnslausir og verður geysi erfitt fyrir Utd að selja þá. Bruno Fernandes er ágætis leikmaður en skortir allan aga. De Ligt og Leny Yoro gætu átt eftir að verða traustir en eru nýkomnir. Þannig að – nei – ég myndi ekki vilja einn einasta af þessum köppum í Liverpool lið dagsins.
Áhugavert að hlusta á Daniel Sturridge og Roy Keane spekúlera í Man Utd liðinu á Sky Sports áðan. Keane sagði bara: „They’ve got no world class players.”
https://www.youtube.com/watch?v=fyTghVWn_1s
Ágætt að muna að enginn leikur er unnin fyrirfram en áfram Liverpool
Við munum tæta þá í okkur, sé ekkert annað en stórsigur.
7:0, nei, tökum þetta 10:0 salah með öll mörkin ?