Liðið gegn Man Utd

Það var snjókoma í gær og í nótt í Liverpool og aðstæður voru skoðaðar í morgun og svo aftur eftir hádegi og leikurinn fer fram, því betur fer!

Það er ekki margt sem kemur á óvart í liðsvalinu í dag, liðið er óbreytt frá því í leiknum gegn West Ham nema að Konate byrjar og kemur inn í stað Gomez sem verður frá í nokkrar vikur (Bradley kemst einnig á bekk).

Kemur kannski einna helst á óvart að Szobo skuli ekki koma inn í stað Jones, en hann ku vera veikur og missir af leiknum í dag. Það er samt ekki hægt að kvarta mikið í dag, sterkt byrjunarlið og virkilega sterkur bekkur einnig – vonandi þurfum við ekki á honum að halda í dag.

Koma svo, þrjú stig takk!

YNWA

77 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Szobozlai búinn að vera veikur undanfarna daga þannig að hann er ekki í hópnum í dag.

    1
  2. Væntingastjórnun?

    PL Predictions: Expect the unexpected… Man Utd to win at Anfield?
    Liverpool are likely to overwhelm Manchester United at some point in the match but every team has it’s price.

    And at 8/1 with Sky Bet, with Bruno Fernandes and Manuel Ugarte back to bolster the middle of the pitch, United are just too big to pass up, especially in a season where we’ve become accustomed to expecting the unexpected.

    Yes, United have taken just seven points from eight Premier League games under Ruben Amorim – since he was appointed only Leicester (4) and Southampton (2) have taken fewer.

    But you only need to go back a couple of games to see encouraging underlying metrics – they did win the expected-goals battle for five games in a row, including winning the actual game at Manchester City.

    This away trip is obviously a huge step-up on that but this United squad is packed full of big-game players that have won multiple trophies in their time. At the prices, they are worth a nibble to deliver.

    SCORE PREDICTION: 1-2

  3. Blautt, kalt & hált eru ekki kjöraðstæður til að spila knattspyrnu. Ég vona innilega að leikmenn meiðist ekki í dag.

    4
  4. Mér sýnist LFC vera að tilkynna byrjunarliðið sem 4-5-1 á móti 3-4-3 hjá MUN. Á að yfirmanna miðjuna til að byrja með og færa síðan Gakpo og Salah framar seinna í leiknum?

    3
    • Vonandi verður hann hjá okkur frábær leikmaður þegar hann er í lagi fer örugglega ekki á meðan Salah samningur er ókláraður..

      2
  5. Gott að sjá Konate kominn aftur !
    Gott byrjunarlið og góðir menn á bekknum að sjálfsögðu við tökum þetta United lið !

    YNWA

    7
  6. Alveg rétt að minna á að í 7-0 leiknum á sínum tíma þá var xG ekkert svakalegt: 2.78 hjá Liverpool, 0.82 hjá United. Við höfum alveg séð leiki með svipað xG þar sem úrslitin voru í hina áttina, þ.e. að lið sem er með tæplega 3 í xG getur vel endað á að skora kannski bara eitt mark.

    6
  7. Sterkt lið hjá Liverpool og góður bekkur. Er alltaf smá stressaður fyrir viðureignum þessara liða og skiptir staðan á töflunni yfirleitt ekki máli. Oftast hörkuleikir þar sem allt getur gerst. En að því sögðu þá erum við á heimavelli með magnað lið sem hefur gefið fá högg á sér og því tippa ég á öruggan sigur minna manna. Reikna ekki með utd jafn ráðvilltum og í síðasta leik þeirra, fá inn tvo úthvílda miðjumenn sem ættu að hressa upp á þeirra spilamennsku (vonandi ekki).
    Frábært að vera nánast búnir að hreinsa upp meiðslabekkinn og vonandi bætist engin á hann í dag því ekki skortir leikina á næstunni.
    YNWA

    4
  8. Verðum að auka tempoið og passa lamgar sendingar með grasinu…völlurinn er alltof blautur og hægir á boltanum

    3
  9. Mér fanst þetta skallafæri sem Man Und fékk, staðfesta algjörlega það sem ég er að segja. Þeir hafa svo sannarlega gæði til að valda okkur áhyggjum og gætu auðveldlega unnið okkur, sér í lagi ef heppnin er með þeim en ekki okkur.

    5
  10. Zzzzzzzzzzz erfiður leikur erum að láta þá líta þokkalega vel út hlýtur að skána þegar við skorum eitt mark.

    4
  11. Hvað er í gangi okkar menn að hleypa þeim í alltof mikið.
    Verðum að koma sterkari í seinni !

    5
  12. Við erum að leyfa utd að vera alltof mikið með boltann og viðvörunarbjöllur klingja. Þurfum að girða okkur í brók í seinni og klára þennan leik. Skíta aðstæður til að spila fótbolta og menn þurfa að velja sendingar í samræmi við það. man.utd. ganga til búningsklefa með blóð á tönnunum….þurkum það af þeim strax í byrjun seinni.
    YNWA

    3
  13. Maður er bara ánægður að liðið fari inn í hálfleik ekki undir. Ég hef á tilfinningunni Liverpool eigi meira inni en gestirnir.

    Tvö mörk í seinni frá Liverpool. 2-0 sigur.

    5
  14. Því miður ansi dapurt. Trent með góða hauskúpu í fyrri hálfleik og ekki honum að makka að Utd skoraði ekki. Miðjan ekki með nein tök á leiknum. Stefnir í erfiðan dag.

    5
  15. Þessi hálfleikur staðfesti algjörlega það sem ég var að segja. Þetta er Man Und. Þó þeir eru neðarlega í töflunni og hafa verið að spila illa, þá eru gæði þarna sem geta valdið okkur vandræðum.

    Liðið okkar spilaði oft ágætlega og fékk sín vanabundnu dauðafæri sem þeir nýttu ekki. Ætlið færið hans Gakpo hafi ekki veirð vænlegast.

    Ég vona að liðið mæti einbeittara í síðari hálfleik, Gefa þessu liði tækifæri á að bæta sig. og sjá hvort við getum ekki fundið leið í gegnum þennan vegg.

    Mér finnst Man Und hafa spilað vel. Það var vel vitað að við yrðum með yfirhöndina. Þetta er lið sem ætti að vera miklu ofar í deildinni miðað við hvernig þeir hafa spilað í þessum leik.

    3
  16. Opna hægri kantinn upp aftur og aftur en Slot hlýtur að finna lausn á því. Allt of tæpur leikur fyrir mitt hjarta en á því að þetta fari 2-0.

    1
  17. Of mörg touch og mjög erfiðar vallar aðstæður hentar okkur alls ekki.
    Létum United líta alltof vel út í þeim fyrri.
    Tempoið of hægt og fyrirsjáanlegt á köflum en áttum vissulega 2 frábær færi sem hefðu auðveldlega getað verið mörk.
    Sama væri hægt að segja hjá United áttu stórhættulegar sendingar og þeir voru meira með boltann í of langan tíma fyrir minn smekk.
    That said hef fulla trú á okkar mönnum í þeim seinni og er viss um að Slot pússar þetta til hjá þeim.
    Væri gott að skora snemma í seinni !

    Koma svo rauðir !

    2
  18. Gríðarlega erfiður leikur.
    Verðum að sækja en þeir eru stórhættulegir að sækja hratt dæmigerður þolinmæðisleikur.
    En Slot er frábær að lesa inn í leikina og sækjum á kop í seinni tökum þá í seinni

    3
  19. Verðum að spýta í lófana í seinni. Scum litu bara vel út með úthvílda miðju. Klárum í seinni koma svo!

    2
  20. Vallaraðstæður hjálpa united án efa. Við verðum að gera betur, finnst vanta mikið í pressuna þegar szobo nýtur ekki við.
    Höfum oft gert mun betur í seinni og vonandi verður svo nú.
    Trent verðið sterkur í vetur en meira og minna öll færi united í dag koms vegna soft varnarvinnu hans.
    Verðum að vinna betur úr erfiðum vallaraðstæðum og finna einhverja leið. Macca og gravenb. sterkir í fyrri, Salah rólegur. Hefði viljað jota inn, þessi lága blokk hentar honum betur en diaz.
    Koma svo

    5
  21. Roy Keane á SkySport að hrauna yfir frammistöðu Trent og varnarvinnuna hjá honum…… með sama áframhaldi fer hann ekki til Real og væri á mörkunum að komast í liðið hjá Tranmere….. ég er sammála Keane!!

    8
  22. Minnir á fyrsta leikinn gegn Ipswich.

    Sé fyrir mér að Jota mæti og Eliott hefur verið góður gegn MU. Salah á eftir að skora og leggja upp. Gleymum því ekki!

    Þessi pressa hjá mu er að ganga of vel. Eigum að ganga á lagið og refsa þeim.

    3
  23. Áhugaverðar næstu 45 mín vona að Slott lesi rétt í spilin sem ég er sannfærður um….óttast mest Onana…

    2
  24. Ömurleg spilamennska í 50 mínútur núna. Breytingar strax takk.

    Trent Alexander Madrid verstur.

    7
  25. Trent er svo augljóslega ekki að nenna þessu og mögulega að komin í huganum til Spánar.

    2
  26. Sorp frammistaða , trent er búin að vera hrillilegur.
    Jones gat ekkert. nú er Robbo tekin í bólinu.

    6
  27. Get ekki annað en gagrýnt Slot fyrir að hafa ekki hvílt AA í þessum leik. Hann er að fara, það sjá allir.

    4
    • Hver átti að spila í staðinn fyrir Trent, Bradley er að koma úr meiðslum og alls óvíst að hann sé tilbúinn í að spila heilan leik en vissulega hefði verið gott að hafa Gomez til taks en hann er því miður meiddur en ég get alveg tekið undir að Trent átti ekki góðan leik.

      1
  28. Þetta er bara ekki nógu gott hjá okkar mönnum í dag. Ömurlegt að þessi samningsmál hangi yfir klúbbnum. Slæmur dagur hjá TAA. Líflegar lokamínútur.

    5
  29. Hvað er Darwin Nunez búinn að gera í þessum leik frá því hann kom inná fyrir utan að ná sér í gult spjald???

    3
  30. Jæja, enn 6 stig og leikur til góða á næstu lið. Ekki alslæmt. Verst að láta Utd líta út eins og þokkalegt fótboltalið.

    4
  31. Vond frammistaða. Varnarlega alveg skelfilegt. Vorum lélegir. Komumst yfir samt. En lekum ömurlega lélegu marki þar sem í þúsundasta skipti kom sending inn í teig frá vinstri og maðurinn hans Andy kemur og skorar óáreittur enn eina ferðina. Sóknarlega náðum við nánast aldrei að búa neitt til og Onana þurfti nánast aldrei að verja. Ég man ekki eftir verri frammistöðu en hjá Arnold í þessum leik og augljóst að Virgil var að brjálast á honum.

    5
    • Andy búin að vera frábær í mörg ár… en hann er ábyrgur fyrir nokkrum mörkum í síðustu leikjum því miður. Lendir of oft á eftir kantmönnunum eins og í seinna markinu í dag og það verður að lagfæra strax.

      1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Man Utd kemur á Anfield

Liverpool 2-2 Man Utd