Mörkin
0-1 Martinez, (52.mín)
1-1 Gakpo (59. mín)
2-1 Salah, víti (70. mín)
2-2 Diallo (80. mín)
Hvað réði úrslitum
Flestir bjuggust við einhliða leik og jafnvel stórsigri Liverpool. Ég var aldrei á þeim vagni. Við vitum það af eigin reynslu að þegar það kemur að þessum leikjum þá skiptir gengi og form engu máli og þetta ræðst á hugarfari, baráttu og gæðum. Gestirnir mættu til leiks og vel það – virkuðu ákafari en heimamenn á löngum stundum.
Það verður samt ekki annað sagt en að spilamennska Trent kostaði okkur líklega tvö stig í dag. Hann átti hlut í báðum mörkum og það var opin flugbraut hans megin nánast allann leikinn. Í viðbót við það er Robertson allt allt allt of oft á vettvangi glæpsins. Það er rosalega dýrt að vera með 2 varnarmenn af 4 sem taka sér frí á sama tíma. Annar virðist vera að detta á síðasta söludag (því miður) á meðan að hinn hefur ráðist í verstu PR herferð síðustu ára, að vilja ekki tala um samningsmálin sem gerir það að verkum að það er ekki talað um annað en samningsmálin, hvort sem það sé í fjölmiðlum, X, facebook, kaffistofunni eða klósettinu. Ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal þá þarf þessi ákvörðun að liggja fyrir ekki seinna en í fyrramálið.
Hvað þýða úrslitin
Það er einfalt. Úrslitin þýða að staðan eftir þessa umferð er óbreytt. Við erum með 6 stiga forystu á Arsenal og eigum leik til góða. Það er erfitt að vera svekktur með þá stöðu en við klúðruðum gullnu tækifæri til þess að skilja Arsenal eftir með öllum þeim sálfræðilegum þáttum sem því fylgja.
Þrjú Jafntefli í síðustu sex deildarleikjum er ekki nægilega gott. Það þarf að fara að breyta þessum jafnteflum í sigra og þá þurfum við að fara að minnka þessi einstaklingsmistök sem hafa kostað okkur stig í öllum þessum leikjum, Munurinn er ekki nema þrír leikir og við verðum ekki skornir úr snörunni í hverri viku.
Hvað hefði mátt betur fara?
Stutta svarið Trent. Aðeins lengri útgáfa af svarinu segir: Allt í rauninni. Það má segja að Alisson, Gravenberch, Mac Allister, VVD, Konate og Salah voru þeir einu sem sleppa frá þessum leik án mikillar gagnrýni.
Það er ofboðslega erfitt að vinna fótboltaleik með varnarvinnu eins og þá sem Trent bauð uppá í dag. Ákafinn og viljinn til þess að verjast var ekki til staðar, staðsetningar hans skelfilegar og hann bauð upp á lítið sem ekkert sóknarlega heldur. Ef þú bætir svo við það varnarvinnu Robertson eins og hún var í öðru markinu þá getur þetta bara ekki endað vel. Liverpool er búið að fara úr því að fá á sig 8 mörk í 13 leikjum í að fá á sig 11 mörk í síðustu 6 deildarleikjum – í þessum sömu leikjum höfum við 2 sinnum skorað 2 mörk og 1 sinni skorað 3 mörk en það hefur samt ekki dugað til sigurs. Þú vinnur enga titla með svona varnarleik, það er hægt að gleyma því.
Kannski voru ekki fleiri mínútur í Bradley (efast samt um það) en TAA hefði átt að fara mikið fyrr útaf. Bradley spilaði 11 mínútur og vann 3 návígi á meðan að Andy Robertson og Trent unnu 1. Eitt í þær 90-100 mínútur sem þeir spiluðu.
Fyrir utan varnarleikinn þá var Jones virkilega slakur í dag, við söknuðum Szobo mikið og þá orku sem hann kemur með inn í liðið. Diaz, Gakpo, Jota og Darwin voru nánast ósýnilegir utan markið hans Gakpo. Þeir voru lélegir í pressu og einhvernveginn í engu synci. Darwin náði sér í þokkabót í ofboðslega vitlaust og augljóst gult spjald, ef hann væri ekki að spila svona illa þá gætum við mögulega saknað hans gegn Forrest. Litlar líkur á því eins og staðan er í dag.
Næsta verkefni
Það er smá pása í deildinni núna en það eru 9 dagar í næsta deildarleik. Þá sækjum við liðið í þriðja sæti heim, Nottingham Forrest (14/1). Við eigum samt tvo bikarleiki í millitíðinni, fyrst er það fyrri leikur í undanúrslitum deildarbikarsins, útileikur gegn Spurs (8/1) áður en við tökum á móti Accrington á Anfield (11/1) í FA bikarnum. Nóg um að vera og rúmlega það.
Þar til næst
YNWA
Besti leikur ManU á tímabilinu…
Þeir kunna að gíra sig upp fyrir stóru leikina. Maður sá hvernig þeir unnu á Etihad
Verst að láta þá líta út eins og sæmilegt fótboltalið.
Þarna mættum við rándýru liði sem var með úthvílda miðju og hafði fengið aukadag til undirbúnings m.v. okkur. Bætum við slatta af vanmati og hörmulegri frammistöðu Trent og þá er þetta jafntefli viðbúið og hefði raunar getað farið enn ver.
Jæja upp með hökuna og lærum af þessu. Bradley í næstu leikjum og kaupa nýjan bakvörð fyrir þessar 20 m sem RM bauð í hann.
Sammála með Trent, ok fram á við, ömurlegur í varnarleiknum! 20 millur núna er win win fyrir alla aðila!!
Stundum skipta auka hvíldardagar máli. Sérstaklega þegar leikið er á þriggja daga fresti.
Heldur þú virkilega að það hafi haft eitthvað að segja að þeir fengu 8 daga hvíld frá síðasta leik en okkar menn 7?
Einn af lélegri leikjum hjá okkur á þessu tímabili.
Úrslitin hefðu getað verið önnur hvorum meigin það er morgun ljóst.
Trent var hreint út sagt útá þekju í þessum leik hefði viljað sjá Bradley inn fyrr.
Þýðir lítið að dvelja við þessi úrslit það koma leikir hratt og örugglega og næst er það Tottenham í bikar !
YNWA
Margar frammistöður til skammar. Trent átti að mínu mati versta leik sem ég hef séð í langan tíma.
hann bókstaflega startaði allar hættulegur united sóknirnar.
Robbo hreinlega er að gera mistök reglulega núna sem gefa mörk. þetta er að verða vandamál.
og Nunez að lokum. að vera ekki með alvöru níu til að klára, kostar.
En klassískt Liverpool að auka ekki bilið. Munirnn á okkur og City og United upp á sitt besta.
klára leiki. voru með flikk sendingar og bull þegar við vorum 2-1 yfir , algjört bull
þetta var alltaf á leiðinni
klassískt liverpool? við erum á toppnum með 6 stiga forskot og leik til góða!
Geta verið sáttir með stigið. Hefði verið hræðilegt að tapa á 96 mínútu með mark frá Harry Maguire.
Fannst góðu kaflarnir of fáir og of stuttir í dag. Gakpo hefði kannski átt að fara ut eftir markið eins og til stóð. En það verður bara rætt um eitt og það er TAA. En ekki hvað?
Áfram Liverpool og áfram Slot !!!
Já, það var ljúft að sjá Maguire skófla honum yfir.
Hahaha, þvílíkur brandari sem þetta liverpool lið er, núna munu þeir tapa stigum á færibandi, mesta rusl lið englands náði jafntefli og var betra liðið. Arsenal vinnur deildina.
Vona að trent ruslið fari til real á morgun.
þvílíkt ömulegt comment frá þér þetta er Man Utd sama hvað þessi lið eru stödd á listanum er þetta alltaf spennandi þessir leikir Man Utd er gott lið og þeir eru jafna sér enn Liverpool eru líka gott lið og liverpool er aðens betra enn þetta fór jafn og áfram gakk við vinnum deildina 100%
Áfram Liverpool
Halda varlega á pennanum eftir slæm úrslit.
Ég hef aldrei haft miklar áhyggjur af samningsmálum TAA. Leikmaður með mikla styrkleika en veikleikarnir vega þungt á móti eins og sást í dag. Ég hreinlega sé heldur ekki punktinn við það að gera þennan værukæra mann sem oft á tíðum missir áhuga á því sem hann er að gera, að fyrirliða. Að mínu mati síðasti leikmaðurinn sem ætti að bera bandið.
Var þetta drasl úthugsað múv hjá Trent? Er þetta eitthvað powerplay? Drífðu þig bara í sólina, vinur. Fyrr má nú reyna að rústa orðspori sínu hjá Liverpool.
Þessi drengur getur aldrei verið fyrirliði, vantar allt til þess. Klúbburinn má alls ekki láta kúga sig.
Nkvl. Aldrei fyrirliðaefni.
4 stig gegn utd á þessu tímabili það er bara ásættanlegt svosem.
United mæti í þennan leik eins og úrslitaleik á tímabilinu ég man þá tíma þegar við vorum í þeirra stöðu og tókum stig 1-3 en gátum svo ekkert á milli. Næsti leikur í Prem er svo gegn Brentford away og menn verða vera gírar þar. Á sama tíma á Arsenal heimaleik gegn Aston Villa.
Í dag hefði sobo gert mikið fyrir okkur.
En jafntefli sanngjörn úrslit gegn baráttuglöðu utd liði sem betur fer misstigu aðrir sig líka þessa helgi
Maður veit amk sirka hvað maður fær frá Szobo. Hins vegar veit maður aldrei hvað kemur frá Curtis Jones. Í dag var hann slakur.
Ég sá votta fyrir rosalegu vanmati hjá mörgu stuðningsfólki Liverpool fyrir leikinn.
Sá spár eins og 5-0 og 7-1 og allskonar.
Kannski gott að skella mörgum aðeins á jörðina.
Rétt.
Ég fékk á mig drullukast eftir Leicester leikinn eftir að krítisera Trent fyrir varnarleikinn og kallaður misvitur mannvitsbrekka ásamt öðrum fyrir að gagnrýna hann en svona hauskúpuleikur eins hann sýndi í dag vinnur ekki titla.
Stig er stig,ekki spurning en Slot átti að húkka Madridarmærina út af í hálfleik….ef þú spilar ekki eins og maður,þá er annar tilbúinn að koma inn.
Ef TAA sýnir svona spilamennsku ì Madrid verður hann fljótlega kominn á hálan ís. Engin þolinmæði þar.
Hann er lúxus leikmaður en þegar kemur að áræðni og hörku er á þarf að halda er hann miðlungs og varla það í varnarleiknum,því miður.
Heilt yfir mjög lélegt enda liðið á heimavelli og á að skila mun betri frammistöðu.
Voru aðeins einni lélegri sendingu (Zirkzee á Maguire í restina) frá því að tapa þessum leik.
Hefur Trent einhvern tímann verið lélegri? Hausinn augljóslega ekki á réttum stað.
Stór ákvörðun hjá Slot að taka hann út af. Respect!
Nú á bara að gefa honum elsku Trent okkar, sem við höfum dýrkað og dáð, max viku til að ákveða sig og skrifa undir eða verða seldur núna í janúarglugganum.
Nunez klaufi. Í þetta skiptið með því að ná sér í spjald og verður því í banni í undanúrslitum deildabikars, í leik sem hann hefði alltaf byrjað.
Hefði verið frábært að auka forskotið í deildinni en miðað við frammistöðu þá er þetta gott stig á heimavelli þar sem liðið er að mínu mati of oft að lenda undir í leikjum.
Vil sjá algjört varalið í deildabikar og vil ég sjá Danns fá sénsinn fyrst að Nunez kom sér í bann (og það í síðasta leik fyrir hreinsun gulra spjalda).
Áfram Liverpool!
Nánast allt vont við þennan leik.
Unnum engin návígi, pressan léleg, þeir spiluðu okkur sundur og saman á löngum köflum.
Varnarleikurinn hræðilegur, sá samningslausi með kröfurnar þar fremstur í flokki. Á hann skilið einhvern ofursamning? Ekki miðað við þessa frammistöðu, bara alls ekki. Þetta hefur lengi verið vandamál, ekkert nýtt þar undir sólinni hjá honum.
Létum miðlunslið líta út eins og topplið.
Óbærilegt að horfa upp á.
Dæmigert að kúka upp á bak þegar tækifæri gefst á að búa til smá bil.
Mjög erfiður leikur næst í deildinni.
Argh og garg.
Drulluerfiður leikur við ömurlegar aðstæður og gegn man utd. Sigur hefði getað dottið öðru hvoru megin því færin voru á báða bóga. Sást vel að það munar dálítið mikið um vel úthvílda miðjumenn hjá utd. Á sama tíma er t.d. Konate að koma úr meiðslum og það sama má segja um Bradley sem skýrir kannski hvers vegna TAA fór ekki fyrr af velli. Svo eru stuðningsmenn endalaust að segja…..hvað ef….. og af hverju…….já hvað ef við hefðum nú skorað úr fyrstu tveim færunum okkar, hefði utd þá ekki brotnað!!!!
Þátttaka TAA í leiknum er síðan alveg sér kapítuli útaf fyrir sig, en óþarfi að hrauna yfir leikmann sem hefur þjónað okkur vel. Auðvitað eiga menn einstaka sinnum lélegan leik og vonandi er þetta sá síðasti hjá honum í búningi Liverpool. Að því sögðu þá vona ég að hann skrifi undir 5 ára samning við Liverpool.
YNWA
Lítum á bj?rtu hliðina:
Varla reka þeir Amorim strax…
Gaman að sjá uppsafnaða þörf nokkurra fyrir neikvæðni fá útrás hér í dag!
Vissulega vonbrigði og vissulega hefur liðið leikið betur. Og vissulega vonbrigði að okkar menn reyndu að spila sókn fyrir ManU þar sem þeir gátu það illa sjálfir. Aðstæður hjálpuðu klárlega lélegra liðinu í dag þar sem margar sendingar uppí hornin rúlluðu útaf þar sem grasið var með svelllag ofaná sér þar sem minna var hlaupið yfir það.
En tölfræðin segir líka ákveðna sögu. Við vorum með ca 3 í xG, Utd með ca 1. Enda hefði 3-1 nokkurn veginn verið eðlileg niðurstaða. En varnarleikurinn var vandi í dag. Vissulega var TAA lélegur og betri en Hojlund í sókn Utd. En verst var að Konate var líka búinn með alla orku eftir fyrri hálfleik og alltaf seinn og á röngum stað í seinni hálfleik. Slot treystir Quansah klárlega ekki nema í neyð.
Sjáum hvernig þróast—en vonandi lærir Slot af þessu og liðið allt.
Já nkl svona tæklum við þetta.
Við vorum yfir á öllum tölum sóknarlega fyrir utan færri horn.
Menn þurfa ekki að panika of mikið eftir þennan leik. Td á þetta utd lið Arsenal og chelsea eftir og vonandi koma þeir svona til leiks.
Vonum svo að TAA sofi á þessu tilboði lfc og klári sín mál og verði okkar maður áfram.
Bara Walk on erum í sömu stöðu og fyrir helgi þrátt fyrir að mæta okkar verstu Rivals..
Einmitt.
Vælu-liðið mætt og hérna erum við mætt á toppnum með öll vandamálin.
Langefstir í EPL og í CL og inni í bàðum bikurunum.
Merkilega margir stuðningsmenn fótboltaliða eru eins og frekir krakkar.
Ég hef engar áhyggjur af því að hafa ekki aukið bilið … ég hef tröllatrú á liðinu og það er dæmi um styrkleik, þegar ManU á sinn besta leik á meðan Liverpool er að eiga miðlungsleik og TAA sinn versta. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin og ég tek þessu jafntefli með pirringi en alls ekki fýlu. Sex stiga forskot og leikur að auki … gott að hafa menn á tánum og halda ekki að þetta sé komið.
Nunez er kominn í bann og það er bara gott … 😉 Bradley með frábæra innkomu sem er … frábært. Og ég var ánægður með lúkkið hjá fyrirliðanum þegar hann var að pirrast yfir TAA 😀
Arsenal virðist vera eina liðið sem á einhverja möguleika og þess vegna eru úrslitin ekki svo slæm þegar litið er á umferðina í heild sinni.
Man. Utd sóttu alltaf á veikasta varnarmanninn sem er Trent og það skilaði árangri. Úr því sem komið er þá er bara fínt að fá 20 millur fyrir hann.
Besta augnablik leiksins: sleggjan hjá Gakpo.
Vanmat, og trent slappur, engin heimsendir, en næst eru 2 erfiðir útileikir á móti forest og brentford.
Gravenberch maður leiksins. Kavanagh í VAR herberginu og Maguire koma þar á eftir
Svona leikir koma af og til og United var aldrei að fara að leyfa okkur að hlaupa burt með leikinn án mótspyrnu. Þegar maður rýnir í baksýnisspegilinn hefði kannski verið sniðugt að henda reynsluboltanum Endo inn á fljótlega eftir að við vorum komnir yfir, þétta vörnina. Hann er eins og hannaður fyrir þær aðstæður.
fsg mun kosta LIVERPOOL titilinn þetta tímabil.
Eins og hinn skiptin þegar klopp fékk ekki að styrkja liðið
FSG eru einfaldlega að sigla liðinu í strand. Ég á heldur ekki orð yfir hvað allt sem tengist þessu liði er ömurlegt. Ég meina líttu á stigatöflunar í PL og Champions league. Kommon kaupa fokkin helvítis leikmenn
Gefa TAA tíma fram á föstudag, skrifa undir gott mál, ef ekki þá til Madrid strax. Getum ekki haft þetta rugl yfir okkur mikið lengur. Það kemur til með að bíta okkur fyrr en seinna.
Við hina tvo þarf að klára lika samning tii tveggja ára innan tveggja vikna.
Selja Trent í hvelli….ef hægt er að fá svo mikið sem pund fyrir hann núna…semja strax við Virgil og Salah..
Ég hef haldið með Liverpool í 45 ár og séð miklu betri leikmenn fara….óþolandi að þessir strákar láti samninginn renna út og fari frítt….fari hann þá bara !
Mér finnst nú alltaf gott að grípa til frasans “Aye here we are with problems at the top of the league”.
Liðið er með 6 stiga forskot á næsta lið, og leik til góða þar að auki. Sama staða eins og fyrir þessa umferð.
Það hefur margoft komið fram að þetta er erfið deild, og ekkert lið er fallbyssufóður. Jújú, United hafa verið í brasi, en það var alltaf vitað að þeir hafa getuna til að særa andstæðingana, og það gerðu þeir sannarlega í dag. Sem betur fer fara okkar menn samt heim með eitt dýrmætt stig.
Það er vert að minna á þessa xG tölfræði:
xG í leiknum í dag: 2.87 vs. 1.03
xG í 7-0 leiknum: 2.78 vs. 0.82
Þetta sýnir hvað þetta er mikið “fine margins” sport. Í dag var þetta stöngin út – ef sentimetrarnir hefðu verið okkar megin hefðu Gakpo og MacAllister verið búnir að skora hvor sitt markið eftir 30 mínútur. Fyrir tveim árum var þetta “stöngin inn” leikur – í nánast hver einasta sinn sem okkar menn komust í færi.
Það er svo alveg ljóst að sumir verða að girða sig í brók fyrir næstu leiki, og ég er handviss um að Slot sér til þess að það gerist.
Trent er í liði úrvalsdeildarinnar hingað til hjá flestum, ef ekki öllum, helstu sparkspekingum. Real Madrid vilja ólmir fá hann til sín.
Robertson er allur að koma til og verður sterkari með hverjum leiknum. Að mínu mati besti vinstri bakvörðurinn í deildinni. Langbesti. Líka þegar hann er ekki upp á sitt besta.
Báðir eru byrjunarliðsmenn í lang efsta liði deildarinnar. Báðir stoðsendingahæstu bakverðir í sögu deildarinnar. Báðir hluti af besta liði Liverpool í ca 30 ár.
Endilega, losum þá báða … helst í gær.
Leikir þessara liða lifa sínu eigin sjálfstæða lífi og það skiptir engu máli hversu mörg stig skilja liðin að á leikdegi. Leikir þessara liða einkennast alltaf af mikilli baráttu og mistökum. Liverpool brugðu oft fæti fyrir United á sigurárum þeirra þó þeir gætu ekkert þess á milli. Að auki var þetta langbesti leikur United á þessari leiktíð. Þessi leikur hafði mikið skemmtanagildi fyrir alla sem elska fótbolta. Stoltur af mínu liði. Þetta mótlæti eflir Liverpool og ég er viss um að Slot nýtir sér svekkelsi leikmanna að vinna ekki leikinn til að gera betur í næstu leikjum. Áfram Liverpool .
Hvað haldið þið með leikmannakaup í janúar? Ætli við fáum einhverja styrkingu? Mér finnst vinstri bakvarðarstaðan mjög tæp með Robbo núna. Og hætta á að Gravenberch og Macca verði keyrðir alveg út á miðjunni ef ekki kemur styrking í sexuna, úr þvi Slot vill ekki nota Endo.
Þessir leikir eru alltaf 50/50 þó svo að annað liðið hafi yfirleitt verið mikið sterkara (undanfarin ár höfum við notið þess heiðurs).
Það sem var verst að sjá var Trent, hann var alveg út á túni blessaður… bæði varnarlega og sóknarlega. Hefði haft trú á því að hann gæti gírað sig vel upp í þennan leik, en því miður eru málefni hans utan vallar klárlega að hafa áhrif. Það verður því að koma niðurstaða í þau sem fyrst, af eða á. Hann hefur hins vegar alltaf átt það til að sofna algerlega í vörninni en í þessum leik varð það okkur dýrt.
Ég held að við fáum mögulega inn leikmann í bakvörð/vörn. Því miður eru bæði Tsimikas og Bradley brothættir (s.s. mikið meiddir) og Robbo og Trent annaðhvort á förum eða kannski komnir yfir sinn besta tíma.
Þá væri frábært að fá sóknarmann sem klárar færin sín. Við sjáum alveg hvernig það virkar þegar Jota er 100%, sem er því miður bara í hálft tímabil eða svo. Við sköpum mikið þannig að góður slúttari er alltaf að fara að skila okkur 20+ mörkum. Hver það ætti að vera og líkurnar á því eru svo annað mál.
Sælir félagar
Ég var búinn að benda á að þessi leikur væri bananahýði af verstu sort. Hitt er svo annað að ef báðir bakverðirnir okkar hefðu verið á sínum betri degi hefði liðið unnið og allir verið glaðir. Takið eftir því að MU stuðningsmenn láta eins og þeir hafi unnið deildina. Þar er viðmiðið orðið svo lágt að jafntefli er þeim sem sigur. Við erum með 4 stig af 6 mögulegum á móti þeim en þeir með 1 stig af 6 á móti okkur.
Ekkie svo slæmt 🙂 Það er nú þannig að skítur skeður og TAA mun standa sig betur í næsta leik en ég hefi meiri áhyggjur af Robbo kallinum. Hann virðist vera að gefa verulega eftir og nauðsynlegt að fá vinstri bak strax. Annars orðinn nokkuð góður og vona bara að vinstri bakvarðarstaðan verði styrkt (Kerkes).
Það er nú þannig
YNWA
…..og ef við hefðum nýtt færin okkar þá hefðum við nú unnið 🙂 En klárlega þarf að skoða bakvarðastöðurnar og það sama á við um striker. Annars hef ég fulla trú á að þessi hópur geti leitt okkur til mikilla sigra en lengi getur gott bestnað 🙂
Það sem mig svíður hvað mest undan í þessu öllu er að pappakassarnir frá Manchester hafi tekist að skora. Þeir voru búnir að vera í markaþurrð á Anfield síðan 2018. Ég hefði orðið sáttari með 0-0 heldur en að sjá þetta enda í 2-2 – alveg skelfileg staða – hefði gjarnan viljað sjá þá með allt niðrum sig áfram en mögulega vorum við að gefa þeim færi á að skjóta sig í gang og koma sér loksins á eitthvað run… nema þetta sé bara týpiskt ManUtd sem mætir bara til leiks þegar stóru liðin eru á vellinum.
Þetta lítur ekki vel út fyrir okkur að missa stig á móti liði sem er í fallbaráttu en staðan er hinsvegar sú að við erum á toppnum, með 6 stiga forskot og eigum leik inni að auki – það er enginn með eitthvað á milli eyrnanna sem myndi segja að þetta væri slæm staða sem við erum í 🙂
Áfram að markinu – YNWA!
Ég hef ekki meira um þennan leik að segja og ætla því að spyrja hvort að ég hafi verið einn um að sjá að Anfield Road stúkan heldur ekki vatni og lekur eins og gamla klósettið og virðist þessi stúka vera byggð af fúskurum og flest verið gert þar af vanefnum og er því miður ekki samboðin storklubbi eins og Liverpool er.
Gullkast straX
Því miður náum við ekki að taka upp fyrr en á fimmtudaginn. Einar veikur og ég upptekinn í kvöld.
Góðan dag, þetta er ekki í fyrsta sinn sem Liverpool tapar stigum gegn liði í neðri hluta deildarinnar. Þetta er oft bikarleikur fyrir þessi lið og þeir vilja sína sig á stóra sviðinu. Það má búast við því að leikmenn sem kosta mikið hitti á dag og dag þar sem hlutirnir ganga upp og sérstaklega í svona leikjum þar sem er tækifæri til að sýna sig. Ef við skoðum muninn á verðgildi leikmanna MU og Liverpool er hann talsverður þó það gæti hafa breyst eða muni breytast á þessu tímabili.
Ranking every Premier League club by their squad cost in 2024-25
Nestor Watach
•
22 Oct 2024
1. Chelsea – €1.26billion
2. Manchester United – €1.038billion
3. Manchester City – €1.017billion
4. Arsenal – €798million
5. Tottenham – €787million
6. Liverpool – €735million
7. Newcastle United – €683million
8. Aston Villa – €475million
Sem sagt MU er með næstdýrasta hópinn og Liverpool er sjötta sæti. Samt líta MU menn á þessi úrslit sem sigur og Liverpool lítur á þau sem tap. Munurinn á liðunum er heilt Bournemouth lið sem er metið á 364 milljón punda. Peningur og árangur fer oftast saman í fótbolta en ekkert kemur í staðinn fyrir góða rekstrarstjórn. Það er í raun með ólíkindum að Liverpool skuli vera þar sem það er miðað við þessar tölur. þetta 2-2 tap okkar er ekki bara skiljanlegt miðað við þetta heldur er frekar óskiljanlegt að þetta gerist ekki oftar.
Hvað segið þið um mögulega sölu á Ben Doak ?
Liverpool hafa neitað tilboðum í hann og er talið að það verði boðið 20mp í hann næst.
Er þetta ekki strákur sem gæti átt framtíð hjá okkur þegar Salah fer (vonandi 2 ár í það )
Væri flott að lána hann 1 ár í úrvalsdeildina og leyfa honum að fá dýrmæta reynslu.
Vona að við seljum hann EKKI, hann er mjög efnilegur.
Við verðum samt að hafa það í huga að nú er Salah í þessari stöðu og Elliot getur leyst hana.
segjum að Salah fari eftir þetta tímabil.
þá er Elliot og Doak eftir.
treysta menn þeim eða vilja menn kaupa annan kost?
nýr kostur væri hugsaður til 5 plús ára. hvernig skilaboð væru það til gæja sem verður 20ára á árinu.
besta staðan er kannski sú sem Red segir að vonandi er Doak tilbúin í fleiri lánsdíla
og Salah verði áfram eða það komi nýr inn fyrir hann ef hann fer.
svo er mögulegt að Elliot fari og Doak taki hans slot, En Elliot getur líka leyst af miðjustöðu.
held að þetta ráðist á vilja Doak.
en svo ég svari þessu þá vill ég halda honum, en skil ef hann verði seldur ef félagið getur ekki lofað honum mínútur.
Verður spennandi að sjá Liverpool glíma við Nottingham Forest eftir viku. Ég horfði á Forest taka Úlfana þrjú núll í gær og það var virkilega skemmtilegur leikur, spilaður á öðru hundraðinu.