Eftir gríðarlega svekkjandi jafntefli gegn Manchester United um helgina er komið að fyrri undanúrslitarimmu Liverpool gegn Tottenham. Fyrri leikurinn fer fram á útivelli en seinni leikurinn verður á Anfield í byrjun febrúar.
Tottenham liðið er fremur fámennt þessa dagana en ofan á mikil meiðsli virðast þeir hafa lennt verst í þeirri flensu sem gengur yfir deildina þessa dagana. Þeir töpuðu gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir spiluðu seinni hálfleikinn með engan hafsent og óreyndan markmann.
Á morgun gætum við séð nýjan markmann í marki Tottenham manna en þeir keyptu í glugganum hinn tékkneska Antonin Kinsky frá Slavia Prag og hefur verið að heilla menn þar í landi og var meðal annars valinn í síðasta landsliðshóp Tékka framyfir okkar eigin Jaros.
Okkar meginn er minna um fjarverur, í raun aðeins Joe Gomez sem er frá vegna meiðsla og spurning með Szoboszlai sem var ekki með um síðustu helgi vegna meiðsla og náði ekki að æfa með liðinu í gær heldur og er því frekar óliklegt að hann verði með frá byrjun allavega.
Það er frekar erfitt að giska á líklegt byrjuarlið á morgun. Slot stillti upp frekar breyttu liði gegn Southampton í átta liða úrslitum en nú er næsti leikur gegn Accrington Stanley í FA bikar og fleiri geta hvílt þá svo ég set liðið upp svona.
Geri ráð fyrir að hann vilji ná að hvíla Gravenberch og reyni Jones í þeirri stöðu með Mac Allister og Endo fái frekar Accrington leikinn. Hann er búinn að fara mjög varlega með Jota en hann þarf að fara að fá byrjunarliðsleik á næstunni og geri ráð fyrir að hann komi hér og þá er varnarlínan helsta vandamálið.
Við sáum Trent eiga hræðilegan leik um helgina en Slot var ekki tilbúinn að setja Bradley inn nema í lokamínútur leiksins þannig hann er líklega ekki tilbúinn til að byrja og Trent fær tækifæri til að borga fyrir leik sinn. Van Dijk hefur spilað mikið undanfarið en Konate kom beint úr meiðslum inn í leikinn gegn United þannig ég get ekki séð hann byrja aftur á morgun. Því býst ég við að Van Dijk spili þennan leik en fái svo frí um helgina.
Spá
Tottenham vilja ekki láta niðurlægja sig aftur á heimavelli og mæta líklega dýrvitlausir í þennan leik en býst við að okkar menn sjái við þeim og við vinnum 2-1 sigur sem verður gott veganesti í seinni leikinn.
Ég rétt vona að Szoboszlai verði með annað kvöld. Hann hefur stimplað sig rækilega inn sem hinn nýi Henderson. Rétt eins og Hendo þá höktir liðið ef hans nýtur ekki við. Framlagið vissulega ekki mikið séu mörk talin og stoðsendingar en við sjáum hvað miðjan okkar átti erfitt með miðju MU á sunnudaginn, þarna hefði þindarlaus Szobo verið game-changer. Þótt ég vilji ekki draga úr sök Trents í þeim leik þá getum við líka skoðað þátt Jones og Gravenberch í því að vernda bakvörðinn en þeir tvöfölduðu á hann alveg grimmt. Þetta hefði að mínu viti riðið baggamuninn.
Nú þurfum við góða orku gegn Tottenham og þá verður líka gott að fá Endo inn, hann hefði líka alveg mátt koma inn gegn MU þegar við vorum komnir yfir í þeim leik.
Þetta prógram ætlar að verða þyngra en þarna um daginn þegar öll stóru liðin mættu. Nú var það barátta upp á líf og dauða gegn mu, sama verður gegn Tottenham og viti menn – bíða ekki sjóðheitir en úthvíldir Forest-menn um helgina.
úff.
Forest leikurinn er reyndar í miðri næstu viku, eftir leikinn gegn Accrington Stanley.
Ég ætla rétt að vona að byrjunarliðið verði víðsfjarri þeim leik.
Forest spila við Luton um helgina þannig að við fáum þá ekki úthvílda á þirðjudaginn í næstu viku, nema þeir taki ákvörðun um að hvíla byrjunarliðið.
Hugsa að Liverpool séu í betri stöðu til að hvíla byrjunarliðið um næstu helgi.
Afsakið þráðránið en ætli Elon Musk muni kaupa Liverpool og væru menn sáttir með það ?
Það styður aðeins við það að hann á rætur að rekja til borgarinnar enda amma hans fædd þar.
En æj ég veit það ekki.
Trump og Elon Musk á Liverpool leikjum úfff
https://www.visir.is/g/20252672298d/elon-musk-sagdur-vilja-kaupa-liverpool
Nei takk ég vil ekki sjá þann rugludall koma nálægt Liverpool enda er ég er mjög sáttur við þá eigendur sem nú eiga Liverpool og það sem þeir hafa gert fyrir klúbbinn sem var nánast gjaldþrota þegar þeir tóku við Liverpool.
Ég myndi hætta að styðja klúbbinn, ef þetta gengur eftir.
Ef City fær ekki dóm/a og FFP
Sé ekki að fara virka þá er fótboltin bara á leið í þessa átt.
Nú veit ég ekki hvernig eignir hans skiptast er þetta ekki flest allt í bundnu fé ? Lítið lausafé.
Annars skora ég á að Kop podcastið taki þetta örlítið fyrir í næsta þætti. Væri gaman að heyra smá umræðu þar. Þarf tvofaldan þátt svo mikið að gerast hjá félaginu :).
En svo ég svari fyrir mig þá segi èg nei takk.
Ég vill FSG áfram og sem lengst.
Ég tæki langa pásu frá fótbolta áhorfi ef Elon Musk myndi kaupa Liverpool.
Ég hætti á Twitter þegar hann keypti það og endurskírði. Ég gæti í alvörunni ekki meikað það að hafa hann sem eiganda Liverpool. Sorry … not sorry.
Allt of margir key leikmenn í spánni. Endo, Nyoni og Morton inn í stað Salah, Mac og VVD. Endo tekur cb aftur með stæl. Diaz startar líka í stað Gakpo.
nú, viltu tefla fram varaliði í undanúrslitum?
Sé ekki betur en Arsenal og Newcastle tefli fram sínu sterkasta liði
Þurfum ekki aðaliðið til að vinna Tottenham.
Hvers vegna ertu að vanmeta andstæðingana?
Varaliðinu var teflt fram gegn Southampton í síðustu umferð þessarar keppni og liðið skrölti áfram.
Spurs skoruðu 3 gegn Liverpool í síðasta leik, og væri þá fýsilegt að tefla Endo fram í miðverði, gegn Solanke, Son og Johnson?
Leikmenn þurfa að spila í hverri viku til að haldast í leikformi.
Hafi Slot áhuga á að hvíla einhverja þá er tækifæri að gera það gegn Accrington Stanley um helgina.
Enginn leikmaður 11 daga hvíld.
Enginn leikmaður þarf 11 daga hvíld.
Mér er bara svo fokk sama um þessa keppni í ár. Allur fókus ætti að vera á EPL og CL. Er hræddur við meiðsli í “óþarfa” leikjum. Mun samt alltaf horfa á leikinn og styðja og vonast til að sjá Nyoni og Morton spila. Þeir eiga það skilið. Svo eru Spurs í bölvuðu meiðsla-og veikinda veseni og munu stilla upp liði langt frá sínu besta auk þess er þetta bara fyrri leikurinn.
Öllum er svosem frjálst að kalla þetta óþarfa leik.
Ef mönnum er bara sama þó liðið detti út í tvöfaldri undanúrslitaviðureign þá verður bara þannig að vera.
Merkilegt samt að Newcastle og Arsenal hafi svo gott sem stillt upp sínu sterkasta liði í jafn ómerkilegri keppni.
Að mínu mati væri það ansi hart að detta úr þessari keppni þegar svo langt er komið. Sérstalega gegn meiðslahrjáðu liði sem við eigum að vinna og allar líkur eru á að sigurvegarinn spili við Newcastle í úrslitaleik.
Kjörið færi á að vinna bikar.
Og ef hvíla á lykilmenn og gefa Danns, Nyoni og Morton tækifæri þá erum við að spila um helgina gegn liði sem er neðarlega í League 2
Þegar við erum í dauðafæri að vinna PL þá skiptir þessi deildarbikar engu máli. Hvíla bara sem flesta leikmenn.
Vonandi að okkar menn séu búnir að æfa sig með þennan bikar bolta því annars munu þeir ekkert hitta á markið miðað við ummæli Arteta.
Meiri trúðurinn þessi stjóri
https://www.visir.is/g/20252672432d/kennir-boltanum-um-slaka-faeranytingu-arsenal
Ég myndi vilja byrja með Gapko og Salah á bekknum og setja Endo og Darwin inn í staðin.
Væri ekki kjörið að láta Chiesa spila þennan leik?
Það væri kjörið að láta Chiesa spila eitthvað í næstu tveimur leikjum. Deildin er númer 1,2 og 3. þannig að ég vona að Slot hvíli lykilmenn sem mest í tveimur næstu leikjum.