Það eru stór próf framundan í þessari viku, fyrst er það útileikur gegn sjóðandi heitu liði Nottingham Forest, eina liðið sem vann Liverpool í deildinni á þessu tímabili. Brentford á útivelli bíður svo um helgina
Liverpool fór áfram í FA Cup síðustu helgi og fær Plymoth úti í næstu umferð.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 504
Nú man ég ekki alveg öll nöfn sem voru nefnd í liði hinna brostnu vona, en kom Musialowski ekkert við sögu? Það voru nú heldur betur væntingar til hins pólska Messi.
Já, það er eins og bölvun fylgi þessum barca-viðurnefnum. Keyptum blóðlítinn Joe Allen – sem var minnir mig ,,hinn velski Xavi” og var ekki Daniel litli James ,,velskur Messi”? Man hvað ég hafði hlakkað til að fylgjast með framgangi pólska Messisins en … fór sem fór!
70m offer í Nunez segja þeir…..
Ég trúi því ekki að Liverpool hafi neitað svo góðu boði í Darwin Nunez. Þetta hlýtur að vera bull. Ég las samt eitthvað í gær um að honum byðist 400 þúsund pund á viku í S-Arabíu (drífðu þig í flugvélina, drengur!) en ef Liverpool býðst líka svona há greiðsla fyrir hann þá skil ég ekki í öðru en að menn séu að spóla í eigin slefi til að losna við kallgreyið sem allra fyrst.
Já maður skilur ekkert hvað er í gangi þessa stundina með hann.
Tæki hálfa þessa upphæð! framherji sem getur ekki klárað meter frá marklínu… komið gott af þessu
Já þeir hafa víst neitað þessu tilboði.
Ég hefði haldið það ansi gott tilboð, farið svo beint og verslað sóknarmann sem kann að skora mörk
Næsta Ögurverkslið fyrir Hauk
Bestu aðkeyptu ensku leikmennirnir
Bestu frá Bretlandseyjum utan Englands
Bestu keyptir eftir 28 ára
Vá hvað það hljómar leiðinlegt lið þetta Bestu frá Bretlandseyjum utan Englands haha
Má samt til með henda i mixið besta liðið skipa leikmönnum frá öðrum löndum en Evrópulöndum.
Besta lið með sköllóttum leikmönnum
Nýjasta grínið….Zubimendi á leið til Arsenal segja þeir…
Ein pæling varðandi Ögurverk liðið, ekki sama konsept reyndar.
Ef við skoðum þetta lið hér:
Neco Williams – Conor Coady – Sepp van den Berg – Nathaniel Clyne
James Milner – Adam Lallana – Harry Wilson
Danny Ings – Dominic Solanke – Fabio Carvalho
(Á bekk: Raheem Sterling og Taiwo Awoniyi)
þá sést að þetta er lið þeirra leikmanna sem nú spila í úrvalsdeildinni fyrir önnur lið, en hafa spilað fyrir Liverpool einhvern tímann á ferlinum.
Pælingin væri sú að stilla upp nokkrum svona liðum, þá t.d. samskonar lið eins og þau litu út árin 2015, 2005, og 1995. Mögulega mætti útvíkka kríteríuna, og segja að í liðið megi líka setja þá leikmenn sem áttu eftir að ganga til liðs við Liverpool síðar meir (við höfum ekki þann möguleika fyrir liðið eins og það er í dag, en sem betur fer þurfum við þess ekki).
Og svo gætum við reynt að meta hversu góð þessi lið eru, hvert þeirra myndi vinna í innbyrðis viðureignum.