Gullkastið – Prófavika framundan

Það eru stór próf framundan í þessari viku, fyrst er það útileikur gegn sjóðandi heitu liði Nottingham Forest, eina liðið sem vann Liverpool í deildinni á þessu tímabili. Brentford á útivelli bíður svo um helgina

Liverpool fór áfram í FA Cup síðustu helgi og fær Plymoth úti í næstu umferð.

Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 504

12 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Nú man ég ekki alveg öll nöfn sem voru nefnd í liði hinna brostnu vona, en kom Musialowski ekkert við sögu? Það voru nú heldur betur væntingar til hins pólska Messi.

    1
    • Já, það er eins og bölvun fylgi þessum barca-viðurnefnum. Keyptum blóðlítinn Joe Allen – sem var minnir mig ,,hinn velski Xavi” og var ekki Daniel litli James ,,velskur Messi”? Man hvað ég hafði hlakkað til að fylgjast með framgangi pólska Messisins en … fór sem fór!

      1
    • Ég trúi því ekki að Liverpool hafi neitað svo góðu boði í Darwin Nunez. Þetta hlýtur að vera bull. Ég las samt eitthvað í gær um að honum byðist 400 þúsund pund á viku í S-Arabíu (drífðu þig í flugvélina, drengur!) en ef Liverpool býðst líka svona há greiðsla fyrir hann þá skil ég ekki í öðru en að menn séu að spóla í eigin slefi til að losna við kallgreyið sem allra fyrst.

      1
      • Já maður skilur ekkert hvað er í gangi þessa stundina með hann.

        1
    • Tæki hálfa þessa upphæð! framherji sem getur ekki klárað meter frá marklínu… komið gott af þessu

      1
  2. Já þeir hafa víst neitað þessu tilboði.
    Ég hefði haldið það ansi gott tilboð, farið svo beint og verslað sóknarmann sem kann að skora mörk

    1
  3. Næsta Ögurverkslið fyrir Hauk

    Bestu aðkeyptu ensku leikmennirnir
    Bestu frá Bretlandseyjum utan Englands
    Bestu keyptir eftir 28 ára

    3
    • Vá hvað það hljómar leiðinlegt lið þetta Bestu frá Bretlandseyjum utan Englands haha

      Má samt til með henda i mixið besta liðið skipa leikmönnum frá öðrum löndum en Evrópulöndum.

  4. Ein pæling varðandi Ögurverk liðið, ekki sama konsept reyndar.

    Ef við skoðum þetta lið hér:

    Danny Ward

    Neco Williams – Conor Coady – Sepp van den Berg – Nathaniel Clyne

    James Milner – Adam Lallana – Harry Wilson

    Danny Ings – Dominic Solanke – Fabio Carvalho

    (Á bekk: Raheem Sterling og Taiwo Awoniyi)

    þá sést að þetta er lið þeirra leikmanna sem nú spila í úrvalsdeildinni fyrir önnur lið, en hafa spilað fyrir Liverpool einhvern tímann á ferlinum.

    Pælingin væri sú að stilla upp nokkrum svona liðum, þá t.d. samskonar lið eins og þau litu út árin 2015, 2005, og 1995. Mögulega mætti útvíkka kríteríuna, og segja að í liðið megi líka setja þá leikmenn sem áttu eftir að ganga til liðs við Liverpool síðar meir (við höfum ekki þann möguleika fyrir liðið eins og það er í dag, en sem betur fer þurfum við þess ekki).

    Og svo gætum við reynt að meta hversu góð þessi lið eru, hvert þeirra myndi vinna í innbyrðis viðureignum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Nottingham Forest á þriðjudag (Upphitun)