Liverpool gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Nottingham Forest og það er ekkert eðlilega drullu pirrandi.
Í raun byrjaði Liverpool fínt fyrir utan eitt moment snemma í leiknum þegar bara gjörsamlega allt klikkaði í vörn. Allt frá linri 50/50 baráttu Salah, klúðurs frá Gravenberch og Konate, Van Dijk að spila framherjan réttstæðan og Alisson ekki gera nægilega vel til að verjast skoti hans. Auðvitað fyrsta og svo gott sem eina skot þeirra í leiknum. Liverpool lentir undir og ljóst að þetta yrði nú eflaust ekki fallegasti og þægilegasti leikur sem Liverpool mun spila undir stjórn Slot.
Í fyrri hálfleik átti Liverpool nokkrar ágætar rispur en gekk ómögulega að ná skoti á markið eða skapa sér almennileg færi. Það var því ljóst að það þyrfti eitthvað að breyta til i hálfleik til að auka hraðann og bæta færin.
Arne Slot gerði ekki breytingar í hálfleik en það var strax sjáanlegur munur á spilamennskunni. Það vantaði samt að láta kné fylgja kviði og það var ekki fyrr en á 66.mínútu þegar Tsimikas og Jota komu af bekknum að Liverpool braut ísinn þegar hornspyrna Tsimikas rataði beint á kollinn á Jota sem skoraði – tók þá félaga ekki nema 20 sekúndur og þeirra fyrstu snertingar voru mark og stoðsending.
Það breyttist svo mikið með Jota, hann skoraði markið og í raun galið að hann hafi ekki endað með þrennu. Ógn Liverpool varð allt öðruvísi þegar hann kom inn á og spilið varð mikið óútreiknanlegra og betra og Liverpool fór að fá fín færi en auðvitað átti markvörður þeirra stórleik og varði í 3-4 skipti frábærlega og tryggði þeim klárlega stigið í þessum leik.
Liverpool hefði svo sannarlega átt að gera betur í leiknum og nýta yfirburðina en því miður mistókst það og snýr til baka með aðeins eitt stig og sem stendur sjö stiga forskot á Arsenal eftir jafn marga spilaða leiki og sex á Nottingham Forest.
Það hafa svo sannarlega flest allir leikmenn liðsins spilað töluvert betur en þeir gerðu í dag og kannski enginn sem átti allan leikinn fullkominn. Miðjan var frekar döpur í fyrri en þeir þrír sem byrjuðu uxu hins vegar ágætlega inn í leikinn í seinni og átti nokkur fín moment, sóknin heilt yfir frekar döpur og Salah svo sannarlega átt betri leiki en var samt líka í nokkur skipti svo nálægt því að eiga stórt moment sem hefði getað klárað leikinn. Fyrir utan mark Forest þá var vörnin að mestu bara mjög fín en maður leiksins klárlega Diogo Jota sem skoraði markið og umturnaði sóknarleiknum í dag þegar hann kom inná.
Arsenal, þeir sem maður telur gjarnan helstu keppinauta Liverpool um efsta sætið í vetur, mæta grönnum sínum í Tottenham á morgun og munu því aftur hafa leikið einum leik meira en Liverpool og ekki ósennilegt að þeir endi morgundaginn á því að vera fjórum stigum frá Liverpool sem er nú drullu pirrandi í ljósi stöðunar sem Liverpool var í en nokkur fúl jafntefli upp á síðkastið eru að éta upp forskotið.
Næsta verkefni er svo útileikur gegn Brentford um helgina sem geta nú verið anskoti seigir eins og Nottingham Forest og verður það líka krefjandi leikur. Þeir gerðu 2-2 jafntefli við Man City í kvöld eftir að hafa lent 2-0 undir og þeir létu Plymouth, næstu mótherja Liverpool í FA bikarnum, slá sig út um helgina svo það getur verið erfitt að spá fyrir um hvernig lið Brentford mætir til leiks næstu helgi.
Áfram gakk, tvo töpuð stig og hellingur eftir í deildinni. Staða Liverpool enn fín á toppnum en það þarf svo sannarlega að fara að breyta þessum jafnteflum í sigra aftur!
Ég spáði 1 – 1, leikurinn fór 1 – 1, sáttur, áfram gakk, næsta leik takk!
YNWA
Þú ert að fokking grínast???
Alls ekki, spáði réttum úrslitum 1 – 1 og Coolbet gaf vel. :0)
En jú miðað við spilamennskuna í seinni hálfleik þá hefði ég verið vel sáttur við 3 stig.
ÓÞOLANDI GETULEYSI
þetta er mjög skrítin athugasemd. Erum með eitt allra best liðið í Evrópu á þessu tímabili.
D-sus hvað þú ert neikvæður
Dapurt að sjá hvað Robbo hefur farið aftur. Liverpool var manni færri þangað til Kostas kom inná.
Áttum að vinna þetta í seinni vorum miklu betri en skítur skeður. City og Chelsea gerðu jafntefli líka nuna vonandi vinna Tott Arsenal á mrg.
Flott innkoma hjá Jota en Salah átti mörg færi að klára þetta.
Skiptingarnar hjá Slot voru góðar.
Áfram gakk !
YNWA
Sloppí fyrri hálfleikur. Frábær seinni hálfleikur. Magnað að sjá hvernig Slot tók Fulham skipulagið á þetta Gravenberch tveggja manna maki á miðju og í vörn!
Þessi markvörður þeirra er yfirnáttúrulegur og þeir vörðu á linu. Hann hefði varið skotið frá Woods sem Alisson lét slefast í markið. Virkilega slappt ef einhver spyr mig.
Svo vorum við feðgarnir á því að Salah hefði átt að fá víti þegar þeir klemmdu hann á milli sín.
Ekki sjón að sjá Allison
Ágætis úrslit gegn grjóthörðu Forest.
Púllarar flottir á köflum. Geggjaðar skiptingar og taktík í seinni!!
En mikið djöfull geta virkir í athugasemdum á þessari síðu verið hrútleiðinlegir.
Top of the Prem og UCL, inni í Mikka mús og FA!
Það þarf alvöru einbeittan brotavilja til að detta í neikvæðnina!
Áfram gakk!!
Svo sammála!!! Þetta er galið! Í hvaða draumaheimi búa menn eiginlega???
Hrikalega erfiður útivöllur hjá liði sem var ekki buið að fá á sig mark forever!!
Ég er amk DRULLU STOLTUR’mm
Við virðum þetta stig.
Það þýðir að Forrest söxuðu ekki á okkur.
Chelsea og City gerðu sér engann greiða heldur.
Nú þurfum við bara að krossa fingur að Spurs taki Nallarana og við erum í betri stöðu en fyrir kvöldið. Forrest og Nallaranir eiga eftir að mætast. Lykil atriði að fá 3 stig í næsta leik. Uppá sjálfstraustið.
Ég bara trúi því ekki að liðið verði ekki styrkt í glugganum. Við erum með mjög brothætt lið í sumum stöðum.
FSG spilar bara uppá fjórða-sætis bikarinn. Þeir hafa engan áhuga á því að vinna deildina. Bara að komast í Meistaradeild. Svo, nei, það verður enginn keyptur í janúar.
Eftir þennan seinni hálfleik þá er maður skítfúll yfir því að liðið fari ekki heim með öll þrjú stigin.
En svo man maður eftir fyrri hálfleiknum og er bara nokkuð sáttur með úrslitin sem slík.
Er mun ósáttari við skituna heima á móti United heldur en þetta jafntefli í kvöld.
Alltaf fúlt að vinna ekki lið sem eru fótboltalega töluvert lélegri og fúlt að taka bara eitt stig á móti Forest þetta tímabil.
Ég vel þó að taka með mér flotta frammistöðu frá mínútu 65 eftir frábæra skiptingu og taktíska breytingu hjá Slot og liðinu – og hlakka til næstu leikja.
Áfram Liverpool!
Forest minnti mig á gríska landsliðið á EM 2004….varnarbarátta og von um upphlaup.
Gott stig en við áttum að taka þetta en svona er þetta stundum.Salah átti dapran leik en Gravenberch var maðurinn í kvöld
Það var einmitt sama hugsunin og flaug um koll minn og ég hripaði niður einhvern tímann í seinni hálfleik! Vælandi og skælandi en takkarnir hátt á lofti. Er þakklátur fyrir að við skulum ekki hafa misst leikmenn í meiðsli. Hefði viljað sjá dómarann taka miklu harðar á þessum brotum og leikaraskapnum
Við verðum bara að virða stigið en já,þeir fengu lausan tauminn í brotum. Hugsaði með mér í hálfleik,miðað við ganginn í leiknum að ef stig fæst úr leiknum þá yrði ég svo sem sáttur,eins hjákátlegt og það er.
Skortir orð til að lýsa þessari frammistöðu.
Hafið samt í huga að þetta eru nákvæmlegasömu leikmennirnir og gerðu upp á bak sl. tímabil, hvers vegna að vera með einhverjar væntingar til annars núna?
Verð samt að koma þessu frá mér.
Þá snillinga, sem datt það í hug að þetta lið þyrfti ekki styrkingu, og ætla ekkert að gera í janúarglugganum, á að reka strax!!!
Gleðilegt að þú varst orðlaus. Hefðir best hætt að skrifa eftir það. Besta leiðin til að vera ekki sakaður um að vera vitlaus er að skrifa ekkert sem staðfestir það…
Ef þú gægist undan sænginni og horfir á stöðu LFC þá kannski sérðu ástæðuna að aðrir en þú reka félagið.
Taktu skrefið með okkur sem gleðjumst bæðir í regni og sól.
LFC var með algera yfirburði í þessum leik gegn lið sem spilar fótbolta ca 5 af 90 mínútum og er aðallega í glímu og vatnshléum þess á milli. Áttum að skora ca 2-3 mörk (xG var 2 fyrir okkur, gegn ca. 0.4 fyrir NFC) gegn liði sem hefur ekki gefið mark síðan um miðjan desember.
Dómarinn algerlega úr takti við þessa taktík. LFC dæmt fyrir 10 brot en NFC 7. Verða ekki allir sammála mér, en Salah átti að fá víti alla daga þarna undir lokin. Nákvæmlega eins brot gegn Bournemouth var víti ca 30 mínútum fyrr á Stamford Bridge.
Þegar við klárum Brentford á Laugardaginn þá er erfiðum kafla að ljúka og leikir eftir það þar sem býðst að spila hópnum aðeins.
Nenni ekki að tuða yfir neikvæðninni sem sumir upplifa í skammdeginu. Vonandi skánar það hjá fólki þegar þorranum líkur.
Þokkalega sáttur með þessi úrslit. Forest eru grjótharðir og skipulagðir. Með smá heppni og ef Salah hefði ekki átt slakan dag hefðum við unnið. Slot með frábærar skiptingar. Aðal áhyggjuefnið er að við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Vil sjá Jota og Tsimikas starta næsta leik á kostnað Diaz og Robertsson.
Eins leiðinleg og tölfræðin getur verið þá var Liverpool með xG uppa 2.28 á moti 0.44 hjá NFO. Þetta er sama sagan og í seinustu leikjum þegar upp er staðið, við áttum einfaldlega að vinna þennan leik.
Síðan má segja að dómarinn að mínu mati átti slappan leik þar sem hann leyfði NFO að komast upp með nánast allt í fyrri en var skárri í seinni. Ég er ekki að reyna að afsaka fremur slaka frammistöðu í fyrri, en ef það er leyft að ýta í bakið, faðma, og hrinda mönnum þá skiptir það máli. Sérstaklega ef fyrsta brotið sem er svipað og Salah tok hinum megin er ekki dæmt eins. Þessi litlu atriði skipta ótrúlegu máli þó enginn vilji endilega viðurkenna það. NFO fengu að spila sinn leik oareitislaust í fyrri sérstaklega, þar á meðal talið allar tafirnar sem þeir gerðu, ein mín í uppbótartíma var brandari í fyrri.
Að því sögðu mjög svekkjandi
Því miður erum við ekki að spila vel núna. Töpum dýrmætum stigum hér og þar. Of margir leikmenn slakir á löngum köflum (Salah, Trent, Robbo, McAllister, Jones, Diaz) . Fáum alltof mörg mörk á okkur og gæðin á síðasta þriðjungi ekki nógu mikil. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en mér finnst ekki vera meistarbragur á liðinu á þessum tímapunkti. Jota komst best frá þessum degi og Gravenberch ágætur.
Ég veit ekki hvort að þú sért að nota windows 95 en það er komið nýtt season og við erum langefstir í deild og með 27 mörk í plús.
Við erum búnir að tapa einum leik!! Það er ekki hægt að fara í gegnum season án þess að tapa stigum! Það bara gerist!
Koma svo!! Updeita tölvuna
Liverpool var einfaldlega að spila á móti heitasta liði deildarinnar sem fram að þessum leik hafði unnið 7 leiki í röð.
Auk þess hentar stíll Forest okkar mönnum afar illa, en eitt er víst að við hefðum ekki geta fengið erfiðara verkefni í augnablikinu.
Eðlilega hafa menn misjafnar skoðanir á frammistöðunni, en Liverpool áttu mun fleiri færi í leiknum og hefðu hlutirnir fallið meira með okkur hefði þessi leikur unnist, það sýnir xg tölfræðin augljóslega.
Punktur er þó alls ekki slæm úrslit, en kannski svolítið svekkjandi að annað jafntefli komið í kjölfar leiksins við Man Utd.
Það er samt sérstakt að tölvuleikjakynslóðin virðist ekki vita neitt skemmtilegra við knattspyrnu en að kaupa leikmenn, og virðist engu skipta þó okkar menn séu langefstir í báðum deildum og enn í öllum bikarkeppnum þá er staðan samt þannig að himin og jörð séu að farast vegna þess að eigendurnir eru tregir við að taka upp veskið.
Skiptir engu þó hópurinn sé breiður og lítið um meiðsli. Einungis einn leikmaður í hópnum,, en á svipuðum tíma í fyrra voru oftast 8-12 fjarverandi vegna Afcon eða meiðsla.
Flestir nefna að okkur vanti varnarmenn nú fyrst Gomez er meiddur og má alveg færa rök fyrir því að þess þurfi.
Hins vegar höfum við nýlega séð bæði Endo og Gravenberch spila miðvörð með frekar fínum árangri.
Sjálfum finnst mér þetta virkilega spennandi lausn, sérstaklega að spila Gravenberch (190cm) í miðverði. Framundan eru leikir við Ipswich, Bournemouth, Everton, Wolves og sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Gravenberch spili einhvers konar hybrid stöðu í einhverjum þessara leikja, eins og hann gerði undir lokin í kvöld.
Önnur eins skipting hafur sennilega aldrei sést!!
Toppið þessa!!!
not working
_________________
cryptoboss ???????? ?? ????????????? ?????