Brentford 0 – Liverpool 2

Okkar menn héldu til vesturhluta Lundúna í dag og freistuðu þess að hrökkva aftur í gang eftir smá hikst í deildinni að undanförnu.

Byrjunarliðið okkar má segja að sé orðið klárt að sé metið það 11 manna lið sem er klárlega aðalliðið sem Slot horfir til. Einu breytingarnar sem við sjáum eru vinstri bak og nían. Í dag var það Kostas í bakverði og Diaz í níunni. Sennilega fyrst og síðast vegna þess að auðvitað náði Jota ekki að vera í hóp, enn á ný meiddur. Frábær leikmaður en sannarlega búinn til úr gleri.

Kostas lenti strax í vanda, gult eftir peysutog strax á 7.mínútu eftir skyndisókn heimamanna, en þær eru þeir jú þekktir fyrir. Fyrsta hálftímann héldum við boltanum að mestu en sköpuðum mjög lítið, í raun áttu Brentford hættulegri færi. Undir lok hálfleiksins jókst sóknarþunginn okkar aðeins, Szobo átti skot í ofanverða slána úr teignum og Gakpo átti að gera betur þegar kannski eina snilld Mo í fyrri sýndi sig. Veit ekki alveg hvort Cody ætlaði að skjóta eða senda á markteignum en hvorugt var gott.

Flautið í hálfleik og 0-0. Enn einn fyrri hálfleikurinn sem við sannarlegaa vorum í brasi.

Siðari hálfleikur

Við byrjuðum nokkuð sterkt án þess að skapa okkur færi af viti og eftir 10 mínútur þá hækkaði heldur betur hávaðinn á vellinum og heimamenn hentu sér í heilmikla pressu og læti. Við stóðum það af okkur og Diaz átti skot sem Flekken varði vel, síðasta alvöru mómentið hjá Diaz sem var stuttu siðar skipt út fyrir Darwin og Robbo kom inn fyrir Kostas.

Brentford skiptu líka um leikmann, Schade kom inn og þeir komu framar, nokkuð sem þýddi opnari leik. Það skilaði þó fáum færum fyrir liðin, hálffæri og efnilegar sóknir sem fjöruðu út svolítið saga leiksins. Á 80.mínútu ákvað Slot að skipta um fremri miðjumennina, Elliott og Jones komu inn í stað Szobo og MacAllister. Ferskir fætur þemað þar.

Leikurinn var ennþá opinn og alls konar sénsar, Trent skaut rétt framhjá og Salah spilaði illa úr séns sem var gott skotfæri eða sending i teignum og Slot ákvað stuttu síðar að henda Chiesa inn. Svo gerðist hið ótrúlega!

Okker eigin Darwin Nunez fokking skoraði!!!!

Ekki bara einu sinni heldur tvisvar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fyrst eftir að mikil pressa leiddi af sér sendingu Trent inn í markteig þar sem hann negldi í netið og svo mínútu síðar eftir frábæra skyndisókn þar sem Elliott lagði á hann, kappinn tók touch og klíndi úr teignum. Velkominn elsku Darwin, please, please, please stígðu nú upp og vertu Liverpool legend.

Að lokum sigur, gríðarmikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi af stað!

Molar

– Pressan okkar er í vanda. Brentford áttu ansi létt með að spila sig í gegnum hana, nú var Szobo mættur sem við höfum stundum saknað en það var alltof langt á milli manna.
– Nían í liðinu okkar verður. Þá meina ég leikstöðuna en ekki leikmanninn Darwin. Jota er búinn til úr gleri og nú þarf Darwin að nýta þessi móment áfram. Ég sennilega jinxaði Diaz í West Ham leiknum. Enn einn leikinn var hann alveg off sem fremsti maður og við megum ekki að þessi staða verði áfram þetta vandamál.
– Hornin okkkar. Vá. Ég veit ekki hvað þau enduðu mörg, hætti að telja í 11 og þá komu nokkur í viðbót. Flest enduðu í fyrsta manni eða höndum Flekken. Ekki nóg með að við skorum ekki þá bara skapast varla hætta.

MIKILVÆGAST

Fokking sigur á erfiðum útivelli eftir alveg ofboðslegt harðlífi og mikið vona ég að þetta sé upphaf á því að við rífum liðið aftur í gang og þá sérstaklega sóknarlega…eða bara því að nýta færin.

Við erum óþolinmóð og pirruð í þessum leikjum en þegar að þeir enda svona er allt gleymt. Það verður alveg fróðlegt að sjá hvort að við höldum þessum leikmannahóp eingöngu í janúar en eftir svona leik þá vonar maður að fleiri séu að stíga inn með alvöru hlutverk.

Að lokum geggjaður dagur í boltanum, en erfitt var það!

Næstu skref

Meistaradeildin er næsta verkefnið, Hákon Haralds og félagar í Lille mæta á Anfield í næstu viku og svo fáum við Ipswich í heimsókn í Kop.is-ferð. Þá bara stíga á bensíngjöfina heima og keyra áfram!

40 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Gat ekki verið sætara! Helvítis pungurinn hann Darwin, gerir okkur alveg brjáluð leik eftir leik eftir leik og svo þetta! Setja hann í bómull og gefa honum kíló af blandi í poka á hverjum degi svo hann sé vel upptjúnaður fyrir leiki.

    19
    • “Setja hann í bómull og gefa honum kíló af blandi í poka á hverjum degi”

      Haha love it!

      14
  2. Bara glæsilegur sigur hjá frábæru liði. Nunez setti tvö eins og ég reiknaði með og flestir bara að standa sig ágætlega. Flottar skiptingar sem gengu 100% upp og gaman þegar meiðslalistinn er svona fámennur. Öðruvísi mér áður brá. Nú er bara að styðja aston villa og vonast eftir sigri þeirra og þá losnar nú um einhverja pressu. Síðan ætti nú að vera hægt að hvíla einhverja leikmenn í meistaradeildinni og mæta ferskir í næstu helgi…..þetta er bara gaman 🙂
    YNWA

    5
  3. Það er ekki hægt að missa tru a einhverjum bara af þvi, personulega finnst mer eithvað við Nunez sem heillar mig, hrar ja, so what. Hann er drullu goður. Flottur sigur, yndislegur sigur. Eðal mork.

    YNWA

    10
    • Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Ég hafði trú í gegnum allan leikinn að markið kæmi. Ég fagnaði svo mikið við fyrsta markið að SOS pípið fór að öskra á Apple úrinu mínu og allir í kringum min héldu að ég hefði fengið hjartaáfall. Þetta var mjög sanngjarn og sterkur sigur gegn liði sem pakkaði í vörn allan leikinn en Liverpool tókst með seiglu að finna gat í vörn Brentford í uppbótartíma og ég elska að það var Nunez sem skoraði, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Það var frábærlega staðið að báðum þessum mörkum. Mörkin voru alls ekki nein tilviljun heldur léku þeir sig snilldarlega vel í gegnum vörnina undir mikilli pressu á loka mínútum sem sýnir vel styrkleika liðsins. Þrátt fyrir galla Nunez elska ég þennan leikmann. Þessi leikur minnti mig mikið á Newcastle leikinn á útivelli á síðustu leiktíð þegar Nunez kom inn á og skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik sem Liverpool var undir og lauk síðan með sigri Liverpool. Sá sigur hafði mikið tilfinnanlegt gildi fyrri Liverpool sem fóru á flug eftir þann leik. Vona að þegar við horfum til baka í vor að þá hafi þetta verið augnablikið sem lagði grunninn að sigri í deildinni.

      20
  4. HólíMólí Melaskóli!
    Livepool bara alltaf að vera bestir og vondu liðin geta ekki baun að láta okkur taba! Haha jess!
    Newer Walk Alon!

    13
  5. Risa risa sigur fyrir LFC í titilbaráttunni.
    Að setja 2 í uppbótartíma er klikkað og langt síðan ég hef öskrað jafn mikið á sjónvarpið yfir 2 mörkum LFC.

    Nunez fær fyrirsagninar í blöðunum á morgun og enn og aftur vonar maður að þetta kveikir í honum því þessi gæji spilar svo mikið með hjartanu sem gefur þessa baráttu og ákefð sem er ekki sjálfgefið í leikmönnum nútímans að manni langar svo alltaf að hann detti í gang.

    Nunez, Nunez, Nunez…

    YNWA

    17
  6. Erfitt að búa til mörk þegar Salah er í Afríkukeppninni.

    Kaoskóngurinn Darwin Nunez.
    Maður blótar honum í sand og ösku leik eftir leik og svo birtist hann og mokar inn tveimur mörkum á tveimur mínútum og hefði átt að fjúka út af með sitt annað gula. Hahaha stórkostlegur brjálæðingur þessi drengur.

    Þung þrjú stig í hús og frábært að setja pressu á Arsenal fyrir leikinn gegn Villa.

    Maður leiksins, fagmaður vikunnar, MVP osfrv osfrv hlýtur að vera Nunez Nunez Nunez.

    Gleðilegt laugardagskvöld kæru stuðningsmenn. Áfram Liverpool!

    17
  7. Aldeilis var þetta fínt!
    Klapp klapp!
    Elliott allt of góður í fótbolta til að verma tréverkið.
    Áfram gakk!

    8
  8. Mikið óskaplega var þetta sætt!!
    Nunez….Els’kann hat’ann hat’ann hat’ann elsk’ann!

    Vonandi verður þetta til að bústa upp hjá honum sjálfstraustið.

    YNWA

    8
  9. Þarf hálsmeðal eftir öskrin þegar Darwin lúðraði boltunum í netið mikil gleði og hversu mikið þurfti hann á þessu að halda!

    Ég nenni ekki að tuða í kvöld liðið gafst aldrei upp þó að möguleika eh stuðningsmenn hafi gert það vörnin var góð og Konate át flest sem þeir reyndu.

    Innkoma Darwin frábær dregur okkur að landi og er maður leiksins að sjálfsögðu.

    YNWA og ég þarf að finna eh meðal fyrir hálsinn!

    10
  10. Frábær úrslit og verð að viðurkenna það að vonin fór nánast er Salah skaut framhjá undir lok venjulegs leiktíma….svo kom herra Núnez með markafléttu sem ég átti alls ekki von á. Konaté alveg upp á 10 og ég væri til í að sjá meira af Chiesa,hann kom vel gíraður inná og átti þátt í öðru markinu.

    12
  11. Hann má eiga það hann Nunez að hann kom vel gíraður inná og kláraði þetta frábærlega, mig langar svo mikið að hafa bullandi trú á honum en hann er bara ólíkindartól.
    Vonandi vonandi vonandi að þetta skili sér í sjálftrausti og hann fari nú að drita inn mörkum.

    Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik og létta aðeins pressuna sem var farinn að myndast.
    Núna er cl leikur og þar þarf að hvíla lykilmenn eins og Salah, Van Dijk og fleiri.

    8
  12. Sa tok allar fyrirsagnir umferðarinar, engin getur litið fram hja þvi, hann er The Man. Hann hefur þetta allt, bara virkja getuna afram og a næsta stig, sem er einungis að roa sig aðeins, en halda akefðini.

    YNWA

    5
  13. -Frábær 3 stig fyrst og fremst
    -Nunez heppinn að fá ekki rautt. Algjör bjáni en hann er okkar bjáni.
    -Skil ekki af hverju Mac er ekki á hornum
    -Elliott á skilið miklu fleiri mins
    -Get ekki Diaz meira í false nine
    -Konate er mættur aftur. Plís ekki meiðast.

    9
  14. Mikið vona ég að Nunez nái einhverjum tökum á sínum skotum á markið, það er eitthvað love/hate ástand hérna, mig langar svo að hann blómstri því hann virðist hafa allt sem þarf til að vera okkar Haaland en einhvern veginn þá bara virðist hann alltaf vera í vinstri skónum á hægri fæti og klúðra dauðafærum trekk í trekk.
    Næstu 3 leikir eru Lille í CL, Ipswich í deildinni og svo PSV úti í CL.
    Hérna er kjörið tækifæri fyrir hann að sanna að hann sé alveg með þetta og nýta þetta tækifæri.
    Ég hef gefist upp á honum svo oft

    5
  15. Mig langar svo að segja að við siglum þessu heim, af því að það er svo viðbúið. Önnur niðurstaða væri glötuð. Þetta er samt smá tæpt ennþá. Fátt er einfalt fyrir nýjan þjálfara sem væntanlega klórar sér daglega í kollinum yfir því að ALLT HAFI GENGIÐ UPP, líklega frekar óvænt. Hann er reyndar alveg frábær náungi og góður þjálfari. Fékk bónusstig í Darwin í gær, sem var frábær. Ekki hægt að treysta á hann. Stundum stórkostlegur (sjaldan) og stundum ekki. En þegar hann skorar þá er hann alveg frábær.

    Við litum framan í jafnteflið og það var nánast hægt að sætta sig við það, samt ekki. Geggjað að hafa siglt þessum stigum í hús. Þetta var – ekkert jinx. En þetta var góður leikur.

    7
  16. Það er stutt á milli í þessu. Minn maður Darwin er auðvitað eins og frönsk rúlletta, maður bara vonar þetta detti með manni án þess að geta nokkuð lesið í aðstæður.

    Langaði samt aðallega að hrósa einum leikmanni. Mér fannst Trent virkilega flottur í þessum leik, hver sem ástæðan er. Hann var fljótur til baka þegar þurfti og mjög pró frammistaða heilt yfir. Ég vona við fáum fréttir að samningamálum hans fyrr en síðar. Ég vil halda honum.

    Mikið svakalega var þetta sterkur sigur og góður dagur í boltanum.

    Áfram Liverpool, vinnum deildina!!!

    9
    • Þarna er ég sammála og ætlaði að fara skrifa þetta.
      Trent var frábær í þessum leik. Vel staðsettur og duglegur!
      Ég fór að fylgjast vel með honum þegar liða fór á leikinn.
      Nunez ég vona innilega að þetta hjálpi honum í framhaldinu. En ég ætla ekki að fara éta Sokka eða neitt álíka eins og margir virðast ætla gera.
      Heilt yfir er hans frammistaða ekki nóg sem striker yfir hálft tímabil.
      En mikið vona ég að þetta hjálpi honum og hann finni sig þarna í spilinu hjá okkur

      5
    • Það gleymist í umræðunni um fyrra mark Nunez (skiljanlega) að sendingin frá Trent er algert gull. Hann veit hvar Nunez er staðsettur og sendingin er hárnákvæm á milli varnarmanna beint í fæturna á Nunez. Fyrri sendingin sem varnarmaðurinn nær að komast fyrir er með nákvæmlega sömu stefnu og þetta auga sem Trent hefur fyrir sendingamöguleikum er ómetanlegt. Þetta sjá Real menn en auðvitað verður Trent áfram hjá Liverpool.

      6
  17. Ok ég veit að stundum er maður búin að gefa upp trúna á þessu liði og bölvar einhverjum leikmönnum í sand og ösku, en svo koma svona augnablik þar sem einn leikmaður breytir öllu og þá allt í einu man maður af hverju maður styður Liverpool. Af því að þetta er besta lið í heimi og þessi þjálfari sem tók við liðinu á síðasta ári er snillingur og bara með ólíkindum að hann hafi komið til okkar. En góður sigur og við verðum bara að halda áfram og vona að þetta sé það sem koma skal og slæmi kaflinn sé buinn fyrir þetta tímabil. En það er langt eftir og við ekki búnir að vinna neitt enþá. Áfram Liverpool

    6
  18. Sælir félagar

    Takk Darwin, takk Elliot, takk Trent fyrir stórkotleg mörk í uppbótartíma. Þetta voru einhverjar erfiðustu 90 mínútur sem ég hefi átt í sófanum og líklega skemmtilegustu 90´+1 +3 sem maður hefur lifað lengi. Arteta farinn að öfunda Liverpool af breiddinni og vælubíllinn kominn á fulla ferð í London. Nú er bara að vinna Neverton í febrúar og þá er staðan orðin mögnuð hjá liðinu okkar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  19. Hálfleikur á sunnudegi: Forrest eins og mulningsvél, búnir að skora þrjú á Southampton. Allt komið í skrúfuna hjá Spurs, þrjú núll undir á móti Everton af öllum liðum. Man Utd hefur ekki átt eitt einasta skot á markið á heimavelli fyrir utan vítið sem jafnaði leikinn á móti Brighton. Þessi vetur ætlar að verða einn sá undarlegasti í ensku deildinni.

    8
    • Mjög svo. Það að sjá United, West Ham, Spurs og Everton hlið við hlið í töflunni er þannig séð ekkert nýtt. En að þau séu í sætum 13 – 16 er eitthvað sem ég átti alls ekki von á að sjá.

      10
  20. Það er eins og var sagt einhverntíman: Þetta er ekki búið fyrr en feita kellingin springur!

    L’pool átti 37 marktilraunir í þessum leik. Ef ég náði því rétt þá er það það mesta sem útilið hefur átt síðan Opta fór að taka sama mælingarnar. Og það var skorað í tilraunum 36 og 37…..SWEET!

    17
  21. Venjulega er ég minna fyrir að spá í stöðu liða og eyði meiri orku í hvernig lið spila og nýta hæfileikana og hugsa um skipulag oþh. Sérstaklega er ég áhugamaður um skemmtilegan fótbolta umfram leiðinlegan árangur sem stundum virðist mér tilgangslaus.

    En það er ágætt stundum að staldra við og reyna að skilja hvernig þetta kemur allt saman. Í byrjun tímabils hélt ég að við ættum að stefna á topp 4 í deild og að vinna bikar og komast langt í UCL. Við erum langt umfram það á þessum tímapunkti. Meira fyrir mig en kop.is samfélagið ætla ég að spá hérna um stöðuna og árangur okkar þetta tímabil svo langt sem það nær. Ég er ekki hjátrúarfullur en bið þau sem eru það afsöknar ef þetta telst geta sett framtíðar árangur í hættu….

    1. Við vinnum deildina nokkuð örugglega og Arsenal, Forest, og City verða í topp 4. Veit ekki hver hvaða lið fær 5 UCL sætið, en vonandi Aston Villa eða Bournemouth frekar en Chelsea.
    2. Við munum í það minnsta spila til undanúrslita í UCL. Eftir það er erfiðara að spá og ræðst af hverjir dragast saman, hvaða leikir eru að spilast fyrir lið og leikjaálagi á þeim tíma — og ekki síst hvort LFC hafi tryggt sér deildina snemma.
    3. Við munum spila til úrslita um amk. annan enska bikarinn. Líklega verðum við að spila algeru B liði í öðrum bikarnum fljótlega því að álagið fer verulega að segja til sín eftir næstu 5 leiki eða svo.

    Ástæðan fyrir þessari bjartsýni er að LIÐIÐ okkar er djúpt, fjölbreytilegt, samheldið, og því er vel stýrt bæði innan og utan vallar. Við höfum sannarlega um 15-16 leikmenn sem geta talist byrjunarliðsmenn. Okkar helstu andstæðingar hafa ekki það marga heila leikmenn núna, og sumir lykilmenn verða frá lengi hjá þeim.

    Það er tími fljótlega fyrir LFC að bæta verulega í hópinn — en ég sé engar alvöru innkomur í janúar nema að verði að klára díl sem átti að gerast í sumar og myndi annars fara frá okkur.

    Það er gaman að vera við — en við þurfum kannski að fara að niðugreiða þorrablót fyrir stuðningsmenn ManU. Skemmdur matur væri nærandi gleðigjafi fyrir það hljóðláta fálynda fólk—góður bóndi gætir búsmalans. Og frá toppi deildarinnar er allur fótboltinn okkar bær — líka litla liðið í Manchester og áhangendur þeirra..

    YNWA

    12
    • Og þvílíkt þorrablótsatriði sem þessi Amorim er orðinn. Þeir tapa og tapa og nú var hann að lýsa því yfir að þetta væri versta Man Utd lið sem hefði nokkurn tímann verið uppi. Frábært fyrir liðsandann, eða þannig. Ég segi enn og aftur: ekki vildi ég hafa þessa eigendur. Kaupa RA á miðju tímabili með miklum tilkostnaði. Hann kemur með system sem ekki nokkur maður hefur spilað nema Harry fucking Maguire og harðneitar að hvika frá því, með þeim afleiðingum að það mígleka bæði brækur og þak á Old Trafford. Uss!

      12
  22. 20 – 5 – 30

    Fjöldi “a”-a í framburði á “Darwin again” þegar Nunez skoraði seinna markið.

    Næstu mörk hans verða mæld í þessum kvarða.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarlið gegn Brentford: Engin Jota sjáanlegur

Liverpool – Lille (Hákon og félagar)