Liverpool fór inn í þessa mjög svo þungu viku með 6 stiga forskot á toppi deildarinnar og endaði tveimur leikjum seinna á nákvæmlega sama stað. Leikurinn gegn Everton á Goodison er svo ennþá inni. Ljómandi góð niðurstaða í ljósi þess að útlitið var bara alls ekkert sérstakt eftir 180 mínútur af fótbolta í útileikjum gegn bæði Nottingham Forest og Brentford.
Vindum okkur í nýtt Ögurverk lið og spáum í spilin fyrir leikinn annað kvöld gegn Hákoni og félögum í Lille frá Frakklandi, sjá upphitun Ívars Reynis hér
Um helgina er svo Kop.is ferð í samstarfi við Verdi Travel með góðan hóp á Liverpool – Ipswich, það verður eitthvað!
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 505
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.
Það er hreint út sagt magnað að það munaði einungis 3 og hálfri mínútu (af uppbótartíma) um hvaða fyrirsagnir yrðu sagðar um Liverpool eftir þessa viku 🙂 alveg magnað að sjá Nunez blessaðan finna netmöskvann í tvígang og skila okkur verðskulduðum sigri. Helgin var annars góð hvað varðar önnur úrslit, sérstaklega þegar þjálfari ManUtd segir það að fyrra bragði að þetta sé versta ManUtd fyrr og síðar. Augljóslega er hann að þessu til heimabrúks til að espa upp sína menn en þetta hefur heldur betur sprungið framan í andlitið á honum. Afskaplega er ég glaður að Amorim tók ekki við okkar liði miðað við þetta ruslagámsbál sem er í gangi þarna á Old Trafford.
Ég er hinsvegar á því að við áttum að hirða öll stigin gegni Forest. Við vorum að fá mun betri færi í þeim leik en því miður þá þurfti þessi blessaði markvörður þeirra að eiga leik lífs síns enda voru vörslurnar hjá honum eftir því. Bara enn einn af þessum effing leikjum þar sem við hefðum átt að hirða allt sem í boði var.
Tek síðan undir það sem flestir Liverpool-menn eru að kalla eftir að við séum að klára leikina svolítið í fyrri háfleiknum, þó það væri ekki nema bara til þess að fá 1 eða 2 mörk inn í leikinn. Ekki að það hafi komið að sök, við erum efstir í deildinni þrátt fyrir allt og mjög svo verðskuldað.
Gleymum samt ekki að Nunez setti einmitt 2 mörk á móti Newcastle á síðasta tímabili en svo spurðist lítið til hans fyrr en um helgina núna. Mögulega er bara ekki verið að spila honum rétt. Hann er bara týpan sem skapar glundroða inn í teig og getur afgreitt þetta með góðu slútti ef hann fær boltann til sín þar. Hann er ekkert að ná neinni boltafimistækni út á velli að sóla mann og annan – hann er bara dæmigerður center og þarf afgreiðslu eftir því, líkt og frændi hans Haaland. Held samt að þessu Nunez-ævintýri sé lokið eftir þetta tímabil því mín tilfinning er sú að það sé frekar undantekningin heldur en reglan að hann sé að stöðugt að raða inn mörkum fyrir okkur – því miður!
Svo þurfa menn að fara að slaka á því að vera gagnrýna Konate, hann er búinn að vera stórkostlegur allt tímabilið en hefur ekki alveg náð sér á strik eftir meiðslin sem hann hlaut fyrir jól – þau einu hjá honum þetta tímabilið. Hann kom inn á þetta í viðtali um helgina að hann væri á verkjalyfjum því hann fyndi ennþá til en hann er að leggja á sig það effort að gera sig leikfæran þrátt fyrir það því það á að landa Englandsmeistaratitli í vor. Það er þessi hugsunarháttur sem mér finnst vera meira ríkjandi hjá liðinu núna og þetta er alfarið í okkar höndum núna að klára þetta.
Svo í lokin, ManUtd-menn eru duglegir að benda á tölfræðina 13:1 í samanburði við Liverpool. ManUtd er með 13 Premier League-titla vs. 1 slíkan hjá Liverpool. Ég hinsvegar fattaði það í dag að 13:1 þýðir ekkert það – þetta er bara einfaldlega staðan á liðunum í deildinni í dag. Við í 1. sæti og ManUd. lengst niðri í 13. sæti 🙂
Áfram að markinu – YNWA!