Það eru ekki miklar breytingar fyrir Lille í kvöld þrátt fyrir að vera svo gott sem búnir að tryggja okkur í toppsætin í Meistaradeildinni og greinilegt að Slot ætlar ekki að taka áhættuna á því að missa dampinn.
Bekkur: Kelleher, Jaros, Robertson, Konate, Alexander-Arnold, Mac Allister, Elliott, Morton, Endo, Gakpo, Chiesa og Danns
Hvílt í vörninni og Macca fær hvíld annars líklega snemma skipt og menn hvíldir þannig.
Sælir.
Vonandi fá Elliott, Morton, Endo, Chiesa og Danns að minnsta kosti hálftíma á grasinu.
Sigurður Þ. Magnússon
Já hefði viljað sjá kanski Grav hvíldan og Endo væri inná en þetta er mjög sterkt byrjunarlið!
Vonandi sjáum við Chiesa og Danns fá mínutur
YNWA
Salah þarf hvíld.
Virkar hægur og skrítnar ákvarðanir.
virkaði hann svona þreyttur eftir 13 mínútna leik?
Miðjan er dálítið iffy. Hefði ekki Elliott mátt byrja? Grav þarf hvíld. Og svo er Endo… gæti tekið sexuna eða þá hvílt van Dijk. Rosalegt hvað Slot keyrir mikið á sömu mönnunum.
Grav að leka niður af þreytu eftir 20 mín?
Tekinn út af í leikhléi. Þarftu meiri sannanir?
Sorry skiptingin er ekki sönnun á því að Gravemberch hafi ekki verið í standi vegna þreytu.
99% öruggt að svona hálfleiksskiptingar í leikjum sem litlu máli skipta séu fyrirfram ákveðnar.
Þú hlýtur þá líka að geta sagt mér hvers vegna Jones fór útaf í hálfleuk.
Eftir leik sagði Slot að það hafi verið fyrirframákveðið að taka Gravenberch og Szobo útaf í hálfleik, en hnjaskið sem Jones fékk varð til þess Jones fór út af í staðin og Szobo hélt áfram.
Slot ákvað einfaldlega að dreifa álaginu á alla miðjumennina og spara ákefðina í leiknum.
Væntanlega skipun frá Slot til Gravenberch að spila á lægra tempói frekar en að leikmaðurinn hafi verið þreyttur eftir korter.
Hann er ekki nýjungagjarn þjálfarinn okkar. Svo mikið er víst.
En árangurinn talar víst sínu máli.
Þetta byrjar afar rólega. Gaman að sjá Hákon þarna, snarpur í öllum aðgerðum.
Fer þetta að verða eins og karfan?. Maður kveikir þegar 10 mín. eru eftir!
Hver er í treyju nr. 11? Er þetta frændi Salah sem fékk að prufa að sparka í tuðru? Þessi í treyjunni kann það allavega ekki.
Hahahahah!
Salahhhhh
Mark í fyrri hálfleik! hvað er maður að röfla?
Salah og enginn annar!
Ó nei Curtis meiddur?
taflan lítur ansi vel út í hálfleik. Barcelona að tapa og verði engar breytingar mun ekkert lið geta náð LFC í töflunni.
jæja Lille leikmaður kominn með rautt. Það er gott að einhver hafi trú á sóknarmönnunum okkar – að þeir skori úr þessum færum! Þessi var amk sannfærður …
Vá hvap þetta var kjánalegt rautt spjald hjá mandi
Það var nú lítil dýrð yfir þessu. Hákon beittur en varnarvinnan alveg út í hött.
Hvernig væri nú að leyfa Danns og Chiesa að prófa sig í þessum endalausu færum?
Elliot vel gert !
Jæja Eliott sýnir hvað í honum býr! Glæsileg móttaka!
Mikið var nú gott að Elliott fékk að koma inná!!
Chiesa virðist passa inn og vera að komast í form