Bekkur: Kelleher, Tsimikas, Quansah, Bradley, Endo, Elliott, Nunez, Chiesa, Danns
Eftir fréttir af því að Konate væri tæpur fyrir þennan leik þá er það ákveðinn léttir að hann sé klár í að byrja. Nú vonar maður bara að hann haldist heill, og vonandi gera allir hinir það líka.
Jones, Jota og Gomez eru annars allir frá eins og Slot var búinn að útlista á blaðamannafundi fyrir leik. Þetta þýðir að það er pláss fyrir Jayden Danns á bekknum, en einu miðjumennirnir eru Endo og Elliott. Mætti alveg vera aðeins meiri breidd þar.
Að venju þá pantar maður 3 stig og að meiðslalistinn lengist ekkert. Væri gaman að fá hreint lak í kaupbæti.
KOMA SVO!!!!!!
Þetta er n.b. leikur nr. 300 hjá Virgil fyrir félagið. Fannst hann vera nýkominn… jæja svona er það víst að eldast.
Er þetta ekki okkar sterkast byrjunarlið sem við eigum.
Líklega já. Eins og Maggi útlistaði fyrir viku síðan þá er þetta spurning um vinstri bak og níuna. Ef Nunez myndi bæta nýtinguna hjá sér þá mætti færa rök fyrir að hann ætti að vera uppi á topp, og ef Robbo dalar bara aðeins meira mætti færa rök fyrir Tsimi í vinstri bak.
Jota væri væntanlega þarna ef heill,, þess utan jú
Vandamálið þarna er bara þetta risastóra EF hann er heill.
Ipswich sýnd veiði en ekki gefin, barátta í þessu liði sem ætlar að gefa allt í að halda sæti sínu í deildinni. Ekkert kæruleysi takk hjá okkar mönnum og nr. 1, 2 og 3 að gefa þeim ekki forgjöf með einhverjum klaufaskap í vörninni. Kvitta undir það sem Daníel segir og um leið bara sáttur með 3 stig í dag.
YNWA
Koma svo rauðir það væri gott að halda hreinu í dag.
YNWA
Sly !!!!!
Uff þetta leit illa út hjá Burns slæm meiðsli
Salah geggjað!
Euro Gakpo strikes again !
And again !
Enginn harmleikur hér á ferð. Full yfirráð og fagleg að öllu staðið. Nákvæmlega það sem maður vildi sjá!
Bláklæddir sjá ekki til sólar og verða þeirri stundu fegnastir þegar flautað verður til leiksloka.
Á sama tíma…. Arsenal manni færri og Nott. Forest undir!
Nú þegar staðan er 4-0 má alveg fara að gera skiptingar.
Þetta er rautt spjald!
Algjörlega sammála Ragnar
Ææ maður hefði viljað halda hreinu
Yfirveguð frammistaða í dag þótt liðið hafi misst einbeitinguna í lokin. Smá pirrandi að fá á sig mark þegar leikur er nánast liðinn. En svo er fótboltinn.
Virgill væri auðvitað frábær í hvaða íþrótt sem er; handbolta, langstökki, blaki. Hann valdi fótboltann og Liverpool og því fögnum við auðvitað. Svo fannst mér Endo frábær og snjallt hjá Slot að setja hann inn á. Hann er vanmetin sexa í Evrópuboltanum. Myndi vilja halda honum í eitt ár til. En svo þarf að kaupa. Við getum ekki endalaust spilað á sama liðinu, eins frábært og það er. Ungu mennirnir eru til staðar, frekar margir. Okkur vantar þó einn vanan miðvörð og tvo bakverði. Því hlýtur að verða reddað í sumar.
Vanur miðvorður oskast i gott plass, vinsamlega hafið samband við Kop.is
Annars flottur sigur.
YNWA