Bekkur: Kelleher, Quansah, Tsimikas, Bradley, Endo, Jones, Elliott, Nunez, Jota
Ekkert sem kemur á óvart í uppstillingunni á byrjunarliðinu. Það sem kemur helst á óvart er að Jones nær á bekk, sem og Jota. Gomez og Chiesa eru hvorugir á bekk – Gomez að koma til baka en var byrjaður að æfa í gær – og Chiesa nýbúinn að klára 90 mínútur í fyrsta sinn síðan guðmávitahvenær og er örugglega bara feginn að fá smá andrými. Þetta þýðir einfaldlega að það eru allir heilir. Já ég hélt að þetta myndi maður aldrei skrifa.
Við verðum mjöööööög þakklát fyrir strákana okkar ef þeir krækja í 3 stig í dag.
KOMA SVO!!!!!
Okkar sterkasta lið og ef við ætlum að verma toppsætið í vor þá væri voðalega sætt að ná í eitt stig eða fleiri í dag!
YNWA
Nu mæta flestir vel hvildir og svoleiðis utæfðir, að það halfa er nog. Dugar það, hefur ekki alltaf gert það, en er alla vega a pari við hvild Bournemouthliða. Spai 1-3.
YNWA
Þetta er víst í fyrsta skipti síðan 2007 að það er enginn á meiðslalista Liverpool í febrúar – þá bara einhvern dag í febrúar, ekki endilega allan mánuðinn.
N’Forrest að slátra Brighton 7-0
Þeir líta útrúlega vel út og Wood með þrennu.
Vomandi skila þeir sér í cl sæti.
3 stig eina sem skiptir máli koma svo !
Það yrði sterk og mikilvæg yfirlýsing að spila vel í dag og ná í 3 stig. Það eru engar afsakanir núna með meiðsli, álag eða annað. Ef Liverpool ætlar sér titilinn þá verðum að vinna svona leiki því liðin fyrir aftan okkur munu halda áfram að vinna leiki og þjarma að okkur. Ég vona að Salah og Diaz vakni til lífsins í dag og að vörnin nái að halda hreinu. Ekki væri verra að byrja leikinn sterkt því það hefur ekki alltaf verið þannig.
Afhverju eru Liverpool í náttfötum? Trent vakna!
Einhver krummafótur á Zobo.
Trent út á þekju
Trent í miklum vandræðum enn einn leikinn.
Trent lítur ekki vel út þessa stundina
Djöf.. var þetta lélegt hjá Zobo.
Conor Bradley inn á ekki seinna en í hálfleik. Trent er algjörlega úti að aka í vörninni.
Yesss Salah gott víti
Jess, Sala.
Langt síðan ég var jafn spenntur fyrir víti. Og Salah skilar þessu í netið. Ótrúlega mikilvægt að ná fyrsta markinu.
KOMA SVO!!!
Sly hvað er í gangi ?
Hvað er að Zobo. Það er ekki honum að þakka ef þetta er ekki mark.
Vonandi fà Jota og Nünez mínútur í dag.
TAA með skalla á markið?
Í hvaða sólkerfi erum við í dag?
Heppni að vera yfir. Þetta er ekki beisið sem komið er. Liðið virðist bara ekki komast upp úr 3.gír.
Hefði alveg eins getað verið 1-0 fyrir Bournemouth.
Sly og Trent búnir að vera shaky vonandi koma þeir í öðrum skóm í seinni.
Þurfum að vera grimmari í seinni fannst alltof mikið af göngubolta í sóknini og jafnvel verið að stoppa álitlega færi með hliðarsendingum og þess háttar.
Engu að síður erfiður völlur og Bournemouth eru í fanta formi þetta var aldrei að fara vera auðvelt !
Vonandi bætum við mörkum í seinni.
YNWA !
Ágætur leikur hjá okkar mönnum þó svo ýmislegt gæti verið betra. TAA með hugann á köflum við eitthvað annað sem hann hristir vonandi af sér í hálfleik. Annars heilt yfir sterkari þó svo hætta hafi skapast við okkar marka nokkrum sinnum. Staðan í hálfleik bara sanngjörn að mínu mati en Bournemouth klárlega hættulegir og eins gott að menn haldi vöku sinni.
YNWA
Eina sem maður getur sett út á er að menn eru ekki að hitta rammann úr góðum færum, vonandi verða þeir betri í seinni, þurfum öll stigin, hugsa að city vinni arsenal á morgun og væri gott að auka forskotið á toppnum.
Þeir jafna með þessu áframhaldi.
Hrikaleg byrjun á seinni. Jöfnunarmarkið liggur í loftinu.
Getum við ekki tekið þennan vinstri bakvörð með okkur til Liverpool eftir leikinn
Já takk! Og Semenyo er líka frískur. Með góðan skotfót.
Trent meiddur ekki gott
SHIT ! svakalegt skot hja þeim
Ég elska þig svooo mikið Mo Salah !
Salah þvílíkur leikmaður !!!!!!!!!!!!!!
Er einhver að efast um að hann sé bestur í heiminum.
Krullurnar eru í fótunum á honum. Þvílíkt mikilvægt mark. Þvílíkur leikmaður!!!!
KOMA SVO! Klára þetta.
Geggjuð sókn 4 sendingar og BANG
Þriðja skiptið á stuttum tíma sem innáskiptingar-mennirnir búa til mark undireins. Slot the thinker!
Gleymið Trent og semjið við Virgil van Dijk. Alvöru akkeri og besti maður liðsins á tímabilinu ásamt Gravenberch og Salah.
Alvöru meistarabragur á þessum leik.
Frábær character hjá liðinu á erfiðum velli og hundleiðinlegum stuðningsmönnum Bournmouth þoli ekki þetta endalausa baul
Þetta Bournemouth lið ætti frekar að spila Ruby en fótbolta.
Frábær 3 stig. Ekki frábær frammistaða. Ég er ekki viss um að spilamennskan undanfarið muni duga til að vinna titla en auðvitað gleðst maður á meðan staðan er góð.
Bobby þér getur ekki verið alvara.
Bournemouth voru taplausir síðustu 11 leiki og unnu Arsenal og City á þessum velli nú búnir að pakka saman N.Forrest 5-0 í síðasta leik.
Stórkostlegur sigur og STÓRT skref í átt að titlinum því sjitty munu vinna Arsenal á morgun.