Jæja, okkar menn eru einum góðum leik frá fyrsta úrslitaleik undir stjórn Slot. Hollendingurinn hefur valið hér um bil sterkasta lið sem er í boði, utan þess að Bradley kemur inn fyrir meiddan Trent og Kelleher er að vanda í markinu í bikarnum. Svo geta menn deilt um hvort Nunez eða Diaz eru betri til að hefja leik, eins hátt upp og Spurs eiga til að spila held ég að sprengikraftur Nunez muni valda alls konar usla.
Samkvæmt Pearce er Allison ekki meiddur, bara hvíldur í kvöld.
Svona lítur þetta út:
Up the Reds ?? #LIVTOT
— Liverpool FC (@LFC) February 6, 2025
Hinum megin er þessi keppni besti séns Spurs að gera tímabilið eftirminnilegt. Þeirra byrjunarlið er eftirfarandi:
UP THE SPURS! ?
? @krakenfx pic.twitter.com/RGlI3FxeXK
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 6, 2025
Hörkuleikur framundan, ætla að spá okkar mönnum 3-1 sigri. Hvernig lýst ykkur á?
Ég myndi sætta mig við 6-3 en býst frekar við 3-0.
Hvaða þjalfari gæti það verið, sem myndi ekki vilja stilla upp þessu liði. Spai 3-0
YNWA
Verður þetta ekki bikarinn sem Nunez vinnur fyrir okkur. Tvö í kvöld og tvö í úrslitaleiknum. Það er mín ósk.
Áfram Liverpool og áfram Slot!!!
Endilega ef einhver er með góðan link á þetta að deila með okkur hérna.
Er hann ekki örugglega í lokaðri dagskrá ?
https://soccer-100.com/ hérna eru nokkrir frís stundum en búið að vera gott í kvöld
Varnarlína og markvörður Spurs hafa aldrei áður spilað saman. Vonandi getum nýtt okkur það. Spurs oft hættulegir fram á við. Eigum við að segja 4-1?? Vil trúa því að Nunez gagnist í kvöld og að miðjumenn Liverpool mæti til leiks…ekki bara Gravenberch.
Þessi Kristinn Kærnested lýsandi er alveg út að aka.
Hann er finn á KR leikjum.
Euro Gakpo mættur !
Link please
Er Richarlison mesta tu**an í enska boltanum?
Vorum við ekki búin að ræða þetta með orðbragðið hjá þér Henderson14?
En jú.
Hvah? Tugga, tunna, tuðra? Engill, ég.
Halló Hafnarfjörður…. nýjan sett piece þjálfara takk
Ég legg ekki í vana minn að gleðjast þegar leikmaður andstæðinganna meiðist. Geri þó eina undantekningu og það er helvítið hannRicarlison. Megi hann vera sem lengst frá
Hann heitir Gerpið
þekki það enda er nafnið komið frá mér sjálfum. Nefndi hann fyrstur manna “gerpið” hér í kommentakerfinu fyrir nokkrum árum og í kjölfarið tóku stjórnendurnir upp þetta uppnefni.
Hef alveg séð betri leik… en áfram gakk
Yfirburðir í fyrri hálfleik. Af hverju keyra þeir ekki harðar á andstæðina? svar: lítið á meiðslalistann hjá Slott vs. það sem var á sama tíma hjá okkar ástkæra Klopp. Þetta er svo glæsileg blanda af yfirvegun, fagmennsku og ástríðu, fullkomið jafnvægi. Hann spilar liðinu af þeirri hörku sem hver leikur krefst. Allt undir kontról hjá okkar manni og þetta þýðir miklu betri meðferð á leikmönnum.
Og bekkurinn? eigum við eitthvað að ræða hann? Sé fyrir mér Jota og Diaz, grjótharða og ekki væri nú leiðinlegt að sjá þann ítalska.
Virkilega góð frammistaða og nú vantar okkur bara eitt mark!
Nunez góður!
Salah með markið sitt geggjað víti
Svitnaði sekúndubrot, þetta var svo hátt skot. En auðvitað er Salah alvanur að skora í þetta markhorn.
Vá þetta víti hjá Salah, maðurinn er gjörsamlega on fire þennan veturinn
Geggjað samspila hjá Bradley og Sly klárar vel
Þetta lið okkar. Hvað er hægt að segja annað en frábært.
Láta þetta líta auðveldlega út Tottenham eru in the mud
Ég er viss um að Ange hefði verið til í að geta skipt inná eftirfarandi fernu: MacAllister, Jota, Elliott og Diaz!
Bradley er “all in” baráttujaxl.
Tæklingarnar eru delisius hjá þessum dreng. Tók eitt stykki Mpabbé skriðu á einhvern þarna.