Fyrri leikur dagsins: stelpurnar mæta Rugby Borough

Bæði liðin okkar eru að spila í bikarnum í dag, og bæði eru að spila við lið úr neðri deildunum. Leikurinn hjá stráknum hefst kl. 15, en stelpurnar spila núna kl. 12:30.

Það kemur að sjálfsögðu inn þráður fyrir leikinn hjá strákunum gegn Plymouth um kl. 14 – hint: það lítur út fyrir að “stóru” nöfnin eins og Alisson, Virgil Salah, Grav, Szobo, og mögulega talsvert fleiri hafi hreinlega ekki flogið með liðinu suðureftir, og að við eigum eftir að sjá nöfn eins og Nyoni, Ngumoha og fleiri í byrjunarliði.

En nóg um það í bili. Stelpurnar okkar mæta liði sem heitir Rugby Borough og undirritaður ætlar nú bara ekkert að þykjast vita um það lið. Þær eru þó a.m.k. tveim deildum fyrir neðan okkar konur, og allajafna myndi maður ætla að þá væri tækifærið til að spila einhverskonar varaliði, en Matt Beard er heldur betur ekki á þeim buxunum:

Laws

Daniels – Bonner – Clark

Bernabé – Shaw – Nagano – Bartel – Hinds

Roman Haug – Kapocs

Bekkur: Micah, Kirby, Parry, Evans, Kerr, Höbinger, Kiernan, Enderby

Það eru nokkrar fréttir þarna: Faye Kirby er komin tilbaka úr langvarandi meiðslum sem héldu henni á sjúkrabekknum í meira en ár, og byrjar á bekk. Hún spilaði með U21 í vikunni og verður vonandi klár í að byrja fljótlega. Tölfræðin hjá Laws og Micah er ekki það góð að það veiti nokkuð af samkeppni um markmannsstöðuna.

Þá lítur út fyrir að Beard ætli að spila Daniels í miðverði, nema undirritaður sé að lesa eitthvað vitlaust úr uppstillingunni. Látum það koma í ljós.

Þá eru þær Julia Bartel og Alejandra Bernabé að byrja sína fyrstu leiki, en Sam Kerr er á bekk. Zara Shaw byrjar hins vegar sinn fyrsta leik síðan einhverntímann fyrir jól, svosem komin meiri samkeppni um stöðurnar þarna á miðjunni sem er ágætt. Nú og svo er Sophie Roman Haug að byrja sinn fyrsta leik í allnokkurn tíma síðan hún meiddist, og alveg ljómandi gott að sjá hana aftur í byrjunarliði.

Leikinn má sjá á Youtube rás bikarkeppninnar.

KOMA SVO!!!!

Ein athugasemd

Skildu eftir athugasemd
  1. Góður 0-2 sigur, en þetta Rugby Borough lið er vel skipulag varnarlega og það þurfti ákveðna töfra frá Marie Höbinger undir lok leiksins til að klára þetta. En stelpurnar okkar eru komnar í 8 liða úrslit.

    3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Plymouth-Liverpool í FA Cup

Seinni leikur dagsins: liðið gegn Plymouth