Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir að hafa tapað gegn neðsta liði B-deildarinnar.
Markið
1-0 Hardie (víti) (53. mín)
Hvað gerðist markvert í leiknum?
Í fyrri hálfleik gerðist nákvæmlega ekkert markvert, annað en það að Joe Gomez meiddist eftir 7 mínútna leik og þurfti að fara af velli. Diogo Jota fékk fyrirliðabandið, og Isaac Mabaya kom inná í hægri bakvörðinn. Fékk þar með sínar fyrstu mínútur með Liverpool.
Í seinni hálfleik gaf Elliott víti þegar hann ákvað að fara í atlögu á boltann með báðar hendur upp fyrir höfuð, fékk boltann í hendurnar og ekkert annað en víti hægt að dæma. Kelleher fór í vitlaust horn og Hardie skoraði.
Slot notaði skiptingu nr. 2 til að skipta varamanninum úr fyrstu skiptingunni – Mabaya – útaf, og Nunez kom í staðinn. Undir lokin þá fékk svo Trent Kone-Doherty sínar fyrstu mínútur þegar hann kom inná fyrir Trey Nyoni. Undir lokin gerði Liverpool svo fyrst alvöru atlögu að markinu og líklega var Nunez næstur því að jafna þegar hann átti skalla eftir horn, en Hazard varði.
Hverjir stóðu sig vel?
Það er voða erfitt að ætla að nefna einhverja. Enginn stóð upp og sagði “ég á heima í byrjunarliðinu”.
Það eina jákvæða er að það var hægt að hvíla aðalliðið, og nú fá menn örlítið ráðrúm til að anda á þeim dögum þegar FA bikarinn á leikdaga.
Hvað hefði mátt betur fara?
Sérstaklega slæm frammistaða hjá mönnum eins og Elliott og Díaz, og frekar slappt hjá mörgum öðrum, líklega flestum í liðinu. Líka spurning hvað Slot var að spá með skiptingarnar, hann átti Jones á bekknum, var hann e.t.v. eitthvað tæpur? Miðjan okkar var alls ekki nógu sterk og Jones hefði komið með ákveðin gæði. Mögulega var Slot að sýna okkur – bæði með uppstillingunni og skiptingunum – að hann er þarna að setja FA bikarinn í neðsta sætið.
Umræðan eftir leik
Það væri þá aðallega hvernig við metum stöðu þessara leikmanna sem byrjuðu í dag, og hversu líklegt er að þeir eigi hlutverk með aðalliði Liverpool fyrst þeir náðu ekki að vinna neðsta liðið í B-deildinni. T.d. spyr maður sig hver framtíð Elliott hjá félaginu verði, greinilegt að Slot hefur ekki litið á hann sem byrjunarliðsmann hingað til, og gerir það sjálfsagt enn síður eftir þennan leik. Eins hefði verið gaman að sjá Díaz í forminu sem hann var í í haust, en það er orðið allnokkuð síðan við sáum svoleiðis frammistöður frá honum.
Hvað er framundan?
Næst er það heimsókn á Goodison Park í deildinni. Það verður að segjast að sá leikur er margfalt mikilvægari en þessi sem nú var að klárast, og gríðarlega mikilvægt að Slot nái að gíra menn upp í að hirða 3 stig þar.
Skandall að tapa fyrir Plymouth og nokkrir leikmenn í okkar liði sem mega skammast sín!
Þetta eyðilagði helgina mína afturvirkt
Call the season off!
Þannig fór um sjóferð þá eins skýrsluhöfundur segir og lítið meira um það að segja, allt Liverpool liðið á hælunun allan leikinn, ég öfunda ekki Daníel af því að þurfa að velja mann leiksins.
“Maður leiksins” er bara aðdáendur sem ferðuðust á þennan leik. Þeir einu sem skiluðu sínu.
Enda ætla ég bara alls ekkert að velja neinn sem mann leiksins. Jú kannski Kelleher.
Mögulega þegar horft verður tilbaka eftir tímabilið voru úrslit þessa leiks stærsta skrefið í átt að enska titlinum í vor.
að mörgu leyti léttir að vera lausir úr þessari keppni.
Þess utan ömrulegt að sjá þessa frammistöðu. Þeir völtuðu yfir miðjuna okkar. Nyoni ekki tilbúinn, Elliott sýndi hvers vegna hann er ekki í stóru hlutverki hjá Slot.
Diaz er kominn langt aftur fyrir Gakpo í goggunarröðinni.
Chiesa með eina ömurlegustu frammistöðu sem ég hef séð frá sóknarmanni í langan tíma.
Léttir? Hefðum unnið tvennuna, þ.e. deildina og bikarinn ef við hefðum farið alla leið í þessari keppni.
varstu ekki búinn að heyra að það að knattspyrnusambandið hefur tekið upp ósk þína um að flauta af tímabilið?
og já við við vinnum líka deildina og champions league förum við alla leið í þeim keppnum.
Þú ert alveg flugbeittur kuti.
Til að gera daginn ykkar verri að þá er þetta nokkurn veginn hópurinn sem LFC verður með næsta tímabil þegar Virgil, Arnold og Salah fara í sumar.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég er reiður og ósáttur við ákvarðanatöku Slot. Uppleggið var klárt vanmat gegn liði sem lagði allt í sölurnar til að vinna. Að fara inn í leik með lið sem er blanda af óreyndum unglingum og reyndum leikmönnunum í litlu formi (undantekning Diaz) sem hafa að auki lítið sem ekkert spilað saman er verra en að senda bara unglingaliðið eins og Klopp gerði. Að hafa síðan á bekknum ekki leikmenn sem geta komið inn og breytt leiknum er sorglegt. Það er ekki hægt að kenna löngum meiðslalista þar um. Liverpool á að fara inn í alla leiki með hugarfar sigurvega. Ég vil ekki kenna leikmönnum um hvernig fór. En svona frammistaða er bara til að skemma fyrir þeim góða árangri sem hefur náðst í vetur og neikvæðar tilfinningar ná tökum bæði þjálfurum, leikmönnum og stuðningsmönnum.
Guðlaugur Victor Pálsson besti Liverpoolmaðurinn á vellinum.
I þessum leik sást það svart á hvítu hvað þessir þrír leikmenn sem eru að renna út af samningum eru okkur mikilvægir!
Ég hallast að því að kaupin á Chiesa síðasta sumar hafi verið mistök
Enn hvað um það, vissulega hefði verið gaman fyrir ungu strákana að komast áfram í þessari keppni
Nú er bara að einbeita að leiknum við Everton, leik sem við verðum að vinna
Jæja, þetta var áhætta sem raungerðist.
Ég vil nú samt segja að Elliot var að mínu mati algerlega maður leiksins! Ég hef bara ekki séð aðra eins ömurð síðan ég slisaðist til að horfa á 15 min af Man Utd leik um daginn.
Finnst hann standa algerlega uppúr (eða niðrúr) eftir daginn.
Hér á þessari síðu hefur ekki mátt minnast á það að breiddin sé ekki næg, það sé dapurlegt að ná ekki samningum við lykilmenn eða þegar liðið spilar illa. Einhvern veginn finnst mér þessi leikur einmitt endurspegla þessa hluti. Þetta er breiddin. Liðið getur droppað svona mikið í gæðum þegar 5-6 leikmenn eru hvíldir. Kannski er það hluti af ástæðunni fyrir að lykilmenn vilja ekki endursemja?? Og að Klopp gafst upp??Liðið er ekki að kaupa menn úr efstu hillu til að styrkja sig. Bekkurinn í dag var lygilegur. Við getum ekki kennt meiðslum um. Menn vilja vinna titla. Vera með í öllum keppnum. En til þess þarf fleiri BETRI leikmenn. Það er ekki nóg að hafa 30 leikmenn á skýrslu heila ef það eru bara 15 nothæfir. Meira að segja keyptu reglukramdir Leicester varnarmann í janúar. Liðið mokar inn peningum en ekkert er keypt. Ef liðið endar titlalaust eða með einn Carling cup þá verður það mögulega út af þessu. Guð hvað ég vona að liðið noti þessa rassskellingu til að herða sig og nái sigri á Everton svo að þetta bakslag elti okkur ekki áfram. Og guð hvað ég vona að við missum ekki miðjumenn, Virgil eða Salah í meiðsli.
Læra að telja, það voru ekki 5-6 menn hvíldir. 11 skildir eftir heima auk þess var Jones hvíldur á bekknum. Meira en heilt byrjunarlið.
Líttu á bekkinn í síðasta deildarleik og haltu svo áfram að tala um skort á breidd.
Þar voru m.a. annars Chiesa og Gomes utan hóps.
Var ekki Arteta að tjá sig um þetta mál nýlega?
Þetta var súrt því ég gerði meiri væntingar til Chiesa, Elliott, Quansah og Tsimikas sem berjast um sæti í aðalliðinu. Þeir voru allir slæmir
Jota átti þarna frábært skot en sást ekki annars í leiknum. Diaz eins og skopparakringla. Finnst æði langt síðan eitthvað kom út úr þessu hringsóli hans.
Einnig hefði ég viljað sjá meiri baráttu frá þessum ungu leikmönnum sem maður hefur lítið séð áður. Skil ekki af hverju þeir sýndu ekki meiri hörku. Sigur hefði gefið þeim fleiri tækifæri.
Menn tala um Salah, Virgil og Trent. Jú, sá fyrstnefndi hefði sennilega skorað eitt eða fleiri en hinir hefðu ekki breytt því að Elliott ætlaði að gefa sóknarmanninum tíu þar sem hann hoppaði upp eins og kjáni. Nei, missirinn í leiknum var miðjan okkar, Gravenberch, Macca og Szobo (sem er arftaki Henderson). Miðjan í leiknum var engin og það skýrir sennilega frammistöðu sóknarmanna.
Skil vel að Slot hafi ekki reiknað með baráttu frá þessu liði sem hefur tapað fyrir öllum og ömmum þeirra í þessari Championship deild. Leikmennirnir áttu einfaldlega að nýta tækifærið og gera miklu betur.
Liverpool án Gravenberch er ekki sama lið.
Geggjuð breyting á 1 ári á Gravenberch og menn meiga hafa það meira í huga með leikmenn ekki draga menn undir vagninn of snemma eða þegar menn eiga ekki góðan tíma…
afhverju að tala alltaf þessas FA cup keppni niður. Liverpool var enn í þeirri stöðu að eiga möguleika að vinna 4 falt. hefði þurft að hafa sterkara bekk eða hafa fleiri betri inná. td láta slobo, mcallister eða Gravernbech taka sitthvorn hálfleikinn.
sorglegt með Gomes, enn hefði frekar viljað spila honum í hafsent, minni meiðslahætta þar 🙂
Sorgleg úrslit og ennþá sorglegri frammistaða. 1st 11 kannski nóg á móti Acc Stan á Anfield en hættulegt á móti champ liði. Annaðhvort massivt vanmat hjá Slot eða þá að honum var alveg sama um fa cup. Hann kannski veit ekki hvor bikarkeppnin er veigameiri. Þessi úrslit eru kjaftshögg fyrir fans og Slot vonandi lærir að virða þessi keppni á næsta tímabili. Hann fær afslátt núna en þá er eins gott að epl titill detti í hús.
Mac byrjaði ekki vs spurs, af hverju ekki 60mins í dag? Bradley spilar þangað til Trent er klár, ekki flókið. Sammála með að Nyoni er langt frá 1st team. Virkar ekki sami leikmaður og á pre season. Slot á að sjá það.
3ja sumarið í röð krefst maður að fsg rífi upp veskið en er hættur að búast við því. C. Palmer hlýtur samt að fara vilja CL bolta og Isak vill væntanlega taka næsta skref. Ef það voru til 115m fyrir Caicedo fyrir 18 mánuðum þá ættu að vera til 300m í sumar fyrir þessum köppum.
Asskoti var dauft yfir Diaz í þessum leik og reyndar undanfarið almennt. Hann var dýróður þegar hann kom til Liverpool og byrjunarliðsmaður hjá Klopp en hefur núna dregist langt aftur úr Gakpo. Ætli hann verði ekki bara látinn fara í sumar?
Eru menn í alvöru að láta þessi úrslit ergja sig? Slot tók áhættu og skildi marga lykilleikmenn eftir heima. Þessi áhætta skilaðii sér ekki í næstu umferð en fyrir vikið fáum við úthvílt lið á móti Everton. Hefðu menn virkilega viljað sjá Slot stilla upp sínu sterkasta liði eða taka lykilmenn með í þennan leik? Liðið er að fara spila mikilvægasta leik tímabilsins 76 klst eftir að flautað var til leiksloka á velli lengst í suður Englandi.
Við skulum ekki gleyma því hvernig velgengni í öllum keppnum tóku sinn toll í fyrra og það er alveg ástæða fyrir því að ekkert lið í sögunni hefur unnið fernuna. Meistaradeildin og úrvalsdeildin eru og eiga að vera í forgangi. Einnig jafnar þetta aðeins leikjaálagið við Arsenal sem ekki er í bikarnum. Áframhald í bikarnum gæti hafa kallað erfiða leiki og ferðalög sem hefðu gert kröfu um framlag frá lykilmönnum. Ef bikarkeppnin er fórnarkostnaðurinn fyrir 9 stiga forskot á miðvikudag, þá er ég alveg sáttur við það.
Algerlega sammála þér.
YNWA.
Hvað meinaru!? Þetta er fokking fa cup og menn eru með milljónir á viku fyrir það eitt að æfa og spila fótbolta. Það er ekki 1960 og no subs. Það er róterað ansi vel og næstu 3 þrír mánuðir eru crunch time og peak time í formi. Keyra fokking á þetta og vinna, vinna, vinna!!!
Finnst alveg líklegt að Slot hafi fórnað þessari keppni til að stilla af leikjaálagið. Og ég græt þetta engin ósköp, geri það sjaldan með bikarkeppnir, nema þegar það er komið í úrslit sem ég vil vinna og verð skúffaður ef það gerist ekki.
Á hinn bóginn þá var mannskapur þarna inná sem hefði átt að klára þetta dæmi. Mjög sáttur að okkar besta lið fékk bara góða hvíld, en Chiesa, Diaz, Elliott, Quansa og allir strákarnir sem eru þarna næst inn um dyrnar í byrjunarliðinu, hefðu átt að gera betur. En þeir varla reyndu einu sinni að tryggja sér fleiri tækifæri til að spila á hæðsta level-i. Það eru frekar mín vonbrigði með þennan leik, varla eitt hálffæri í þessum leik með öll þessi gæði.
En áfram veginn bara og vonandi verður þetta til þess að menn keyri bara á deild og evrópu.
Það sem pirraði mig mest var þessi löturhægi bolti og baráttuleysi. Margir leikmenn virtust ekki tilbúnir í baráttuleik. En nú er risaleikur framundan og aðalliðsmennirnir væntanlega úthvíldir og tilbúnir í allar tæklingu.
Best að hlusta á snemmbúna Þungavigtina núna áhugavert að heyra skoðun þeirra utd manna á leiknum okkar……hef gaman af þeirri þrenningu….
Alltaf gaman að sjá hversu margir eru skyndilega sérfræðingar í líkamlegri stöðu leikmanna eftir svona leik, og vilja gjarnan meina að það hversu mikla peninga þeir fái borgað þýði það að þeir hætti að geta meiðst vegna álags.
Það er vissulega klárt að hugsanlega var þetta brottfall úr FA bikarnum ekki til neins. Kannski tapast leikurinn á miðvikudaginn bara samt (guð forði okkur!). En þá er a.m.k. hægt að sleppa því að nota leikjaálag sem afsökun. Annars er liðið að fara inn í 15 daga törn þar sem liðið spilar 5 leiki (frá 12. til 26. febrúar) og ýmist 2 heilir eða 3 heilir dagar í pásu á milli leikja, allt í deild. Ég vil bara gjarnan að fyrstu 11 fari inn í það tímabil án þess að vera á gufunum nú þegar.
Í augnablikinu er ég a.m.k alveg rólegur yfir úrslitunum, og uppstillingunni hjá Slot. Hann þarf klárlega að fara í gegnum leiki þar sem hlutirnir ganga ekki 100% upp, og ég er viss um að hann lærir af því. Svo eigum við alveg eftir að spá í hvaða lærdóm leikmennirnir sjálfir draga af þessum leik.
Spáum að lokum í að það hafa nákvæmlega 4 leikir tapast í öllum keppnum á tímabilinu, einn í hverri keppni, og þetta er (sem stendur) eina tapið sem skipti raunverulega máli. Í öllum hinum keppnunum er Liverpool ýmist á toppnum eða komið eins langt og hægt er á þessum tímapunkti.
já Slot hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir hversu mikið hann er að spila á sömu lykilmönnunum og nú þegar allir fá frí eru hann sakaður um vanmat fyrir að hvíla lykilmenn.
Eins og þú segir þá er gríðarlegt álag framundan en nú mun það álag léttast aðeins.
Svo er það þannig að úrslitaleikirnir í FA cup og CL eru á svipuðum tíma og geta haft truflandi áhrif hver á annan.
Deildarbikarinn er hentugri fyrir lið sem ætlar sé alla leið í CL.
Fyrstu 5 eða 6 árin datt Klopp úr úr FA cup á svipuðum tíma og á svipaðan hátt og Slot núna.
Þetta sýnir bara hvar áherlsunar liggja.
Það besta við FA cup er að vinna hann. Það næstbesta er að detta snemma út og sóa sem minnstri orku.
Ótrúlegt að lesa þessi comment hérna og magn þumla yfir ánægju að vera dottnir úr fa cup. Það finnst mér áhyggjuefni sem stuðningsmaður lfc. Er þetta samansafn aumingja hérna?
Ekki spurning að það eru tvær keppnir sem eru mikilvægari. Ein sem hægt er að fara langleiðina með með sigri á mið.kvöld. Önnur sem þarf ekki að pæla í alveg strax. Svosem ekkert að uppstillingunni nema mac og bradley hefðu mátt byrja og bara það hefði getað gert gæfumuninn auk þess máttu vera kanónur á bekknum ef á þyrfti að halda. Slot misreiknaði sig feitt og skýtur skeður en að réttlæta og peppa comment þar sem ósigur gegn botnliði champ er bara hið besta mál er mér gjörsamlega hulin ráðgata.
Ef það er þér hulin ráðgáta að minna leikjaálag komi liðinu betur á öðrum vígstöðvum þá geti ég varla sagt að vitið sé að þvælast fyrir þér.
Þú hélst kannski að liðið sem þú hafðir enga trú á sl. haust og spáðir hörmulegu gengi í vetur,, væri að fara að taka alla fjóra bikarana?
Var virkilega ósáttur með að það var ekki keypt í 2-3 stöður. Spáði engu og missi aldrei trú. Hvað í andskotanum ertu að tala um?
“Ekki spurning að það eru tvær keppnir sem eru mikilvægari”
Í gær voru reyndar 3 keppnir mikilvægari, líka deildabikarinn fyrst við erum komnir í úrslit þar.
Ég hefði auðvitað viljað vinna leikinn i gær en með liðinu sem spilaði eða kannski örlítið sterkara liði, ekki með öllum kanónunum fyrst álagið verður gríðarlegt næstu vikurnar.
Mestu skiptir að vinna EPL en það er alls ekki öruggt þótt staðan se góð.
Áfram Liverpool og áfram Arne Slot
Ef við vinnum Everton a miðvikudaginn þá er mér alveg sama um þennan leik.
Sælir félagar
Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þetta tap en skítur skeður og úr því sem komið er er ekkert hægt að gera nema sætta sig við orðinn hlut. Það má minna þá á sem gagnrýna Slot að hann hefur verið dásamaður af mörgum sömu mönnum fyrir snilld og frábæran árangur fram að þessu. Svo hrasar liðið og fellur í einum leik og þá tryllist allt. Mér er nákvæmlega sama um þennan leik og bikar ef við vinnum Everton á miðvikudaginn. Ef það tekst er ág sáttr með tímabilið fram að þessu hvað sem öðru líður.
Það er nú þannig
YNWA
Áhersla Slot í þessum leik að spila nær eingöngu á varamönnum og varaliðsmönnum fannst mér í góðu lagi (ef frátalin eru úrslitin).
Hann fékk þarna að sjá hvort einhverjir og hverjir þá gætu mögulega stigið upp í aðalliðið og ansi margir þarna gerðu það bara alls ekki. Tveir leikmenn í gær voru nógu góðir í þessum leik til að tryggja sér sæti á bekknum (að mínu mati) – Kelleher, og Endo. Það getur vel verið að langflestir þessara leikmanna séu samt alveg nógu góðir til að vera á bekknum eða inn á, en greinilegt að þeir áttu erfitt með að stíga upp í þessum leik hver sem ástæðan var.
Að auki náði hann að hvíla fyrir komandi leikjatörn sem er nokkuð þrúgandi og mjög mikilvægt að halda dampi í þeim leikjum.
Það eina sem skiptir máli er að vinna Premier League í vor.
Góðar stundir!
1. Premier League
2. Champions League
3. Carling cup (úr því að liðið var komið í undanúrslit)
4. FA cup
Ekkert óeðlilegt í áherslum Slot.
Margir fengu tækifæri í þessum leik sem þeir nýttu því miður alls ekki vel og því fór sem fór. Ekkert við Slot að sakast í því, það er ekki hann sem spilar leikinn.
Að því sögðu er skömmustulegt að tapa fyrir lélegasta liði B deildar – og eru það þeir leikmenn sem spiluðu leikinn sem mega skammast sín – en verða líka reynslunni ríkari, þó bitur sé.
Það er ekkert mikilvægara en að landa þeim tuttugasta og jafna met erkifjenda okkar í Man Utd.
Áfram Liverpool og áfram Slot!
Unnum bæði FA bikarinn og Carling bikarinn 21-22 og var það tímabil í raun vonbrigði því við misstum af stóru löxunum.
Auðvitað var planið aldrei að tapa þessu – ef ekki hefði verið fyrir þessa slysalegu hendi þá hefðu úrslitin getað farið á hvorn veg sem var. Ólíklegt að reynslulítið lið grænklæddra hefði þraukað í gegnum framlengingu og vítakeppni. En fór sem fór og ég hallast að því að hingað til hafi þessir tapleikir sloppið fyrir horn, eins og nefnt er hér að ofan.
Aðalmálið að vinna PL og svo CL en fyrst verðum við auðvitað að taka Hnjúkaselið, því sá bikar verður gott vegarnesti fyrir nýjan þjálfara til frekari sigurgöngu.