Það er orðið ljóst hverjir eiga að sjá um að koma Liverpool í 16 liða úrslit bikarsins:
Bekkur: Jaros, Nallo, Mabaya, Norris, Young, Jones, Kone-Doherty, Ngumoha, Nunez
Miðað við slúðrið þá átti maður allt eins von á fleiri kjúklingum í byrjunarliði, í raun eru Nyoni og McConnell einu alvöru kjúklingarnir þannig séð. En svo eru nokkrir þeirra á bekknum og það kæmi ekki á óvart þó einhverjir fengju mínútur undir lok leiks ef staðan býður upp á það.
Sigur takk, og það væri gaman að losna við meiðsli.
KOMA SVO!!!!!
Ekkert að þessu liði, er ekki best að skjota svona 1-3 a þetta!
YNWA
Gomez kallinn ekki gott
Alls ekki gott með Gomez….Ef Van Dijk eða Konate detta út í einhverjar vikur erim við í verulega slæmum málum. Spurning um að klukka Matip að fara hreyfa sig.
Hversu heimskulegt er að fórna Joe Gomez í leik á móti Plymouth ef hann er ekki ready???? Nú mun hann líklega ekki nýtast liðinu neitt í gríðarlega erfiðu prógrammi næstu 4 vikurnar. Arnold tæpur, Bradley nýkominn úr meiðslum. Breiddin????
Það mátti líka alveg segja að Gomez hafi vantað leikæfingu til að vera kominn almennilega í gang í deildar- og CL leikjunum.
Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á…
þetta er ekki mjög sannfærandi
Sammála Viðari. Það eru allt of margir leikmenn sem eru ekki á tánum. Lítið af færasköpun og liðið missir boltann alltaf mikið þegar þeir eru komnir á hættu svæði andstæðingsins. Fyrir vikið er leikurinn hálf daufur að horf og lítið að gerast.
Vonandi batnar þetta í seinni hálfleik.
Svolítill amatörabragur yfir þessu öllu, hjá báðum liðum. En vonum að seinni hálfleikur færi gæfuna eins og iðulega hefur gerst í vetur!
Hef engar áhyggjur af þessu. Gaman að sjá ungu strákana fá sénsinn og vonandi ná þeir að klára þetta. Ef ekki, verður alla vega minna leikjaálag.
Finnst alltaf gaman að sjá ungu strákana fá að spreyta sig en menn verða að þora að fara í tæklingar og sækja almennilega á þá sérstaklega strákurinn sem kom inná fyrir gomez hann er nánast alltaf með augun afturábak ekki fram og ef bakverðir liverpool spila aftur alltaf þá gerist ekkert framávið
Chiesa er þó alla vega að reyna. Hleypur og hleypur.
Elliot klaufi
Elliot karlinn, verri en engin
Elliot búinn að vera skelfilegur í þessum leik.
menn uppskera eins og þeir sá
Þetta er nú eiginlega bara skammarlegt hvað menn eru áhugalausir
Ahemm… ekki er þetta nú merkileg frammistaða hjá vonarstjörnunum okkar
#rífauppveskið!
Liverpool eru bara ömurlegir í þessum leik gera ekkert. Eiga ekkert skilið úr þessum leik.
Nú er breiddin að koma í ljós. Sýnist bara verið að kasta inn handklæðinu í þessari keppni. Ósköp er hann leiðinlegur sem er að tala yfir leiknum.
Aumt er að sjá og lítið um áhuga. Tsimikas og Elliot alveg heillum horfnir og hreinlega bara allt liðið.
Curtis inn svo það verði eitthvað til
Jones hefði þurft að vera löngu kominn inná. Framlínan fær ekkert til að moða úr.
jæja, fer Jota í 3ja mánaða meiðsli eftir þetta hjakk?
Nú vil ég fá tvö mörk á þremur mínútum frá Nunez. Hann skorar alltaf í tvennum!
En sá allra lélegasti í leiknum hlýtur að vera Chiesa þvílíkt ömurleg frammistaða hjá karlgreyinu.
Guð sé lof að þetta er bara FA cup og bara ekkert sem skiptir máli. En margir þarna ekki Liverpool quality því miður og væri gott að losa við eitthvað af þeim í sumar.
Markið liggur í loftinu
Gera meira grín að Arsenal
Hvar á maður að byrja? Sendingar, tæklingar, miðja, sókn, vörn… afleit frammistaða á öllum sviðum
En það er ennþá möguleik að bjarga andlitinu Vá sá varði….
Erum við ekki að,spila við heimsmeistara Argentínu? Jesús minn
Já þetta er víst botnliðið í næst-efstu deilt. Búnir að tapa fyrir öllum og ömmum þeirra
Ut af með þetta Ciesa italska drasl
Disess christ
Afleitar sendingar í dag. Afleitar. Mér finnst ekki líklegt að Quansah eða Elliott hafi færst neitt nær hjarta Slots í þessum leik. Til að nefna tvo sem hafa verið að banka á aðalliðs dyrnar af og til. Því miður.
Því fyrr sem þeir eru seldir Því betra.
jæja hauskúpuleikur. Kúdos á þá grænu. Börðust eins og ljón.
Wakey wakey … breiddin er engin.
Call the season off!
Þetta eru leikir þar sem leikmenn fá tækifæri til að sýna sig. Vinna sig nær aðalliðinu. Getur pottþétt verið erfitt þar sem þú ert ekki með sömu gæði í kringum þig, plús þeir spila aldrei saman sem lið. Og Plymouth á nú að vera þægilegur andstæðingur.
Hér má segja allir hafi samt unnið sig frá aðalliðinu. En líka vanmat hjá Slot.
Ég vil deildina. sama um allt annað.
Áfram Liverpool og áfram Slot.
Það sem ég er mest vonsvikin útaf það eru leikmenn sem eru á bekknum í aðalliðinu og reyna að vinna sig inni liðið en það virtist ekki vera nokkur einasti vilji að berjast og gera vel eins og Elliott fær algera falleinkunn ekki bara fyrir blaktakta heldur var hann alveg áhugalaus allan leikinn.
Tsimikas var bara hundlelegur allan leikinn slappar sendingar og lélegar hornspyrnur.
Chiesa á bara alls ekkert í þetta lið hægur, hræddur við tæklingar og virtist alltaf taka rangar ákvarðanir allan leikinn.
Og svo koma þeir 2 sem eru byrjjnarliðsmenn Jota sá maður varla fyrr en eftir 70 mínútur og Diaz virðist alltaf þurfa að leika boltanum inná miðju hann virðist bara ekki geta sent boltann í fyrstu snertingu.
Alltaf að koma meira og meira í ljós af hverju Juve losaði sig við chiesa. Hann er bæði alltaf meiddur og því miður ekkert rosalega góður í fótbolta lengur. Annars á Slot þetta vandræðalega tap. Mikið af mistökum hjá honum varðandi þennan leik. Uppleggið að labba í gegn um Plymouth með þennan hóp, byrja með Gomez inn á, gera ekki breytingar strax upp úr hálfleik þegar það var augljóst að þetta væri ekkert að breytast.