Annað kvöld fer fram útileikurinn gegn Everton sem var frestað fyrr í vetur og hefur sá leikur mögulega gífurlegt vægi í titilbaráttunni og er því mikið undir. Takist Liverpool að vinna leikinn sitja þeir á toppnum með níu stiga forskot á næsta lið og búa sér til ansi gott svigrúm fyrir strembinn og þéttan febrúarmánuð.
Liverpool datt úr leik í FA bikarnum um síðastliðna helgi eftir óvænt tap gegn Plymouth með mjög róteruðu liði. Það er vissulega fúlt að detta úr bikarkeppni en fari deildarleikirnir í febrúar ágætlega þá opnar það tap á ágætis pásu og fínt leikjaprógram í mars sem myndi nú balancera febrúar mánuðinn ágætlega en byrjum á fyrsta af fimm verkefnum á næstu fimmtán dögum – Everton.
Everton lét Sean Dyche fara fyrir svo löngu síðan og réðu aftur David Moyes og hefur hann komið þeim á ágætis skrið og hafa þeir meðal annars unnið Tottenham, Brighton og Leicester í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Nýr stjóri og fínt skrið, síðasti grannaslagur þeirra á Goodison Park og tækifæri til að mögulega trufla för Liverpool í átt að Englandsmeistaratitli – ég yrði nú ansi hissa ef Everton muni ekki mæta í þennan leik með kjafti og klóm og reyna hvað þeir geta til að koma höggi á Liverpool.
Arne Slot sagði á blaðamannafundi að hann væri mjög meðvitaður um allt svona og að hans menn þurfi að hafa hausinn í lagi í þessum leik og það er ekki spurning. Spennustigið mun pottþétt vera ansi hátt og mikið en vonandi eitthvað sem Liverpool mun geta nýtt sér, það er allavega ansi oft sem manni hefur fundist Liverpool díla vel við svona andlegar áskoranir í vetur.
Joe Gomez fór meiddur út af gegn Plymouth bara strax í upphafi leiks og verður ekki með og held ég að það sé svona eina dæmið þar sem leikmaður verður bókað ekki með. Jones var í einhverju smá brasi fyrir Plymouth leikinn en var á bekknum, Nunez eignaðist víst barn á dögunum og var ekki á æfingu í dag ef marka má umræðu á Twitter en líklega verður hann nú samt í hópnum og Trent gæti verið með svo allt þetta ofan á það að flest allir lykilmenn fengu hvíld um helgina þá verður ekki hægt að skýla sér á bakvið neina þreytu eða álíka.
Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Nunez – Gakpo
Ætli ég spái ekki byrjunarliðinu einhvern vegin svona. Helstu lykilmenn koma inn í liðið aftur og ætli stærsta spurningarmerkið sé ekki það hvort að Bradley byrji í hægri bakverðinum eða hvort að Trent sé í nægilega góðu standi til að gera það og hver mun spila í strikernum – ég ætla að giska á Nunez án þess að hafa neitt fyrir mér í þeim efnum annað en það að Diaz og Jota spiluðu báðir allan leikinn gegn Plymouth um helgina.
Krafan er auðvitað sigur á morgun og sækja stigin þrjú sem gætu reynst svo ofboðslega dýrmæt fyrir restina af leiktíðinni. Ekkert endilega “make or break” leikur en engu að síður leikur sem gæti nú alveg verið stórt skref í átt að því að vinna Englandsmeistaratitilinn. Sjáum hvað setur!
Síðustu 12 leikirnir gegn Everton í deildinni á útivelli
2 sigrar (þar af Mane mark á síðustu sek),
9 jafntefli
1 tap á síðustu leiktíð.
Þetta er lokaleikurinn gegn þeim á þessum velli sem þýðir að þeir verða extra gíraðir í þennan leiki og máttu þeir varla við því.
Mjög erfiður leikur á Morgan og mikilvægt að mæta til leiks af krafti og fá ekki á sig mark í upphafi.
Þetta verður mega eins og þeir sögðu. Væri epískt að vinna blástakka og það er hægt ef okkur tekst að nýta yfirburði í gæðum. Enginn heill everton-leikmaður kæmist í liðið hjá okkur og sennilega ekki á bekkinn heldur, eða hvað?
Sameiginlegt lið:
Alisson
Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Nunez – Gakpo
Vonandi góður og öruggur sigur en ef ekki þá væri bara frábært að fá stigin þrjú. Everon verið á smá siglingu en við verið á flugi þannig að allur styrkleiki á að liggja okkar megin. Við getum stillt upp okkar sterkasta liði og því ætti krafan um sigur að vera raunsæ. En við skulum samt ekki gleyma að þetta er dálítið meira en venjulegur leikur og því munu þeir bláklæddu leggja allt í sölurnar til að leggja okkur að velli. Vonandi koma menn bara heilir úr þessum hildarleik og með stigin þrjú.
YNWA
Tek undir með þér, BjornS. Vona að Pickford og co. láti það eiga sig að sparka og slíta. En þetta verður grimmileg barátta. Moyes mættur aftur og síðasta rimman á Goodison Park. Þeir bláklæddu verða örugglega extra gíraðir í kvöld.
Núna getum við kannski sagt að Arsenal séu að glíma við smá meiðslavesen.
Jesus og þá núna Haverts báðir frá út tímabilið.
Saka að koma aftur til æfinga, tekur tíma að komast í form.
Martinelli er frá næstu vikurnar.
Þeir hafa þá Sterling og Trossard og Saka sem er að koma til baka eftir löng meiðsli.
Sigur í kvöld þá setjum við okkur í þægilega stöðu.
Vonumst eftir góðum leik og 3 stigum í kvöld. Ætla að trúa því. Hvað er með þessar sögur um að Diaz vilji fara, Það hafi átt að selja Nunez og samningamálin?? Bull og vitleysa eða verða bara 3-4 leikmenn eftir í vor???
Nei, nei, það verða a.m.k. fimm leikmenn eftir í vor.
Það eru tvö lið á Englandi sem ég þoli ekki að Liverpool tapi fyrir annað er man utd og hitt helvítis bláa Everton liðið í Liverpool þannig að sama hvernig okkar menn fara að því þá verða þeir að vinna í kvöld og helst eftir skitu frá Pickford.
Þetta verður drullu erfiður leiku sem við vinnum 0-1.
Það er búið að byggja þennan leik svo upp að það er semi svipuð tilfinning og fyrir risastóra Meistaradeildarleiki.
Í fjarveru Moyes hefur Liverpool gert níu fokkings jafntefli þarna, unnið tvo leiki og þar af annan í uppbótartíma og tapað svo leiknum í fyrra!
Leikurinn í fyrra var líka eitthvað annað pirrandi, bæði frammistaða Liverpool og eins hvernig þeir fengu aukaspyrnu fyrir hvern einasta helvítis leikþátt í fyrri hálfleik. Það var eins og dómarinn væri á lúðrasveitaræfingu og bara nýbyrjaður að æfa.
Sigur í kvöld væru risastór þrjú stig
Tölfræðin segir að þetta fari jafntefli í kvöld. En tölfræðin segir ekki alltaf allt við þurfum að taka 3 stig núna.
Sammála þetta eru stór 3 stig í boði á þessum tímapunkti.
Vonandi mæta menn brjálaðir í þennan leik eftir vonbrigðin í síðasta leik.
Hef fulla trú á þessu.
YNWA
Jafnteflisfnykur af þessum leik í kvöld en vonandi ná okkar menn að sýna sitt allra besta og kveðja Guttagarð með bravör og 3 stig í viðbót á töfluna.
Jæja mikið er nú söfnuðurinn á Ystu Nöfn spenntur fyrir komandi leik. Héðan er allt gott að frétta og vatnsbúskapurinn er með besta móti, langt yfir meðaltal og styttist í yfirfall.
Gvendur frá Ysta Gili og Særún frá Suður Hól eru að undirbúa grillið sem verður í hlöðunni á eftir þar sem við munum fylgjast með leiknum.
Ég spurði Copilot gervigreindina: Hvernig fer leikurinn Everton vs. Liverpool á eftir? Ég er Liverpoolaðdáandi.
Copilot svaraði: Leikurinn á milli Everton og Liverpool fer fram í kvöld klukkan 19:30 á Goodison Park. Liverpool er í góðri stöðu og hefur unnið 14 af síðustu 19 leikjum sínum í deildinni. Everton hefur einnig sýnt góða frammistöðu undanfarið, en Liverpool er talið líklegra til sigurs með 65,5% líkur
Ég: En hvernig telur þú að leikurinn fari í tölum?
Copiot: Það er erfitt að segja nákvæmlega hvernig leikurinn fer, en miðað við núverandi form liðanna og fyrri viðureignir, gæti Liverpool unnið með 2-1 eða 3-1. Everton hefur þó sýnt góða frammistöðu undanfarið, svo það gæti orðið spennandi leikur. Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir þig sem Liverpoolaðdáanda! Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í Liverpool?
Jamm svona var samtalið. Ég æta að vera varfærinn og spá 1-2 en til vara 1-3.
En hvað með Gunnu spá? Var hún byrjuð á rauðvíninu kannski?
Hún tekur nú 10.000 krónur fyrir hverja spá. Ég nota hana í að tippa rétt.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur og ekki miklu við hana að bæta. Mér er sama um markatölu ef við vinnum þennan leik og menn sleppa sæmilega ómeiddir frá þessari viðureign. Sigur í hunderfiðum leik er nánast allt sem ég bið um.
Það er nú þannig
YNWA
Það yrði stórkostlegt að vinna þetta í kvöld! Ég myndi líka telja að eitt stig yrði ágætt ef leikurinn þróast í ranga átt því þessir leikir eru öðruvísi. Segjum 1-2 og auðvitað skorar Salah bæði mörkin.