Annað kvöld fer fram útileikurinn gegn Everton sem var frestað fyrr í vetur og hefur sá leikur mögulega gífurlegt vægi í titilbaráttunni og er því mikið undir. Takist Liverpool að vinna leikinn sitja þeir á toppnum með níu stiga forskot á næsta lið og búa sér til ansi gott svigrúm fyrir strembinn og þéttan febrúarmánuð.
Liverpool datt úr leik í FA bikarnum um síðastliðna helgi eftir óvænt tap gegn Plymouth með mjög róteruðu liði. Það er vissulega fúlt að detta úr bikarkeppni en fari deildarleikirnir í febrúar ágætlega þá opnar það tap á ágætis pásu og fínt leikjaprógram í mars sem myndi nú balancera febrúar mánuðinn ágætlega en byrjum á fyrsta af fimm verkefnum á næstu fimmtán dögum – Everton.
Everton lét Sean Dyche fara fyrir svo löngu síðan og réðu aftur David Moyes og hefur hann komið þeim á ágætis skrið og hafa þeir meðal annars unnið Tottenham, Brighton og Leicester í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Nýr stjóri og fínt skrið, síðasti grannaslagur þeirra á Goodison Park og tækifæri til að mögulega trufla för Liverpool í átt að Englandsmeistaratitli – ég yrði nú ansi hissa ef Everton muni ekki mæta í þennan leik með kjafti og klóm og reyna hvað þeir geta til að koma höggi á Liverpool.
Arne Slot sagði á blaðamannafundi að hann væri mjög meðvitaður um allt svona og að hans menn þurfi að hafa hausinn í lagi í þessum leik og það er ekki spurning. Spennustigið mun pottþétt vera ansi hátt og mikið en vonandi eitthvað sem Liverpool mun geta nýtt sér, það er allavega ansi oft sem manni hefur fundist Liverpool díla vel við svona andlegar áskoranir í vetur.
Joe Gomez fór meiddur út af gegn Plymouth bara strax í upphafi leiks og verður ekki með og held ég að það sé svona eina dæmið þar sem leikmaður verður bókað ekki með. Jones var í einhverju smá brasi fyrir Plymouth leikinn en var á bekknum, Nunez eignaðist víst barn á dögunum og var ekki á æfingu í dag ef marka má umræðu á Twitter en líklega verður hann nú samt í hópnum og Trent gæti verið með svo allt þetta ofan á það að flest allir lykilmenn fengu hvíld um helgina þá verður ekki hægt að skýla sér á bakvið neina þreytu eða álíka.
Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Nunez – Gakpo
Ætli ég spái ekki byrjunarliðinu einhvern vegin svona. Helstu lykilmenn koma inn í liðið aftur og ætli stærsta spurningarmerkið sé ekki það hvort að Bradley byrji í hægri bakverðinum eða hvort að Trent sé í nægilega góðu standi til að gera það og hver mun spila í strikernum – ég ætla að giska á Nunez án þess að hafa neitt fyrir mér í þeim efnum annað en það að Diaz og Jota spiluðu báðir allan leikinn gegn Plymouth um helgina.
Krafan er auðvitað sigur á morgun og sækja stigin þrjú sem gætu reynst svo ofboðslega dýrmæt fyrir restina af leiktíðinni. Ekkert endilega “make or break” leikur en engu að síður leikur sem gæti nú alveg verið stórt skref í átt að því að vinna Englandsmeistaratitilinn. Sjáum hvað setur!
Síðustu 12 leikirnir gegn Everton í deildinni á útivelli
2 sigrar (þar af Mane mark á síðustu sek),
9 jafntefli
1 tap á síðustu leiktíð.
Þetta er lokaleikurinn gegn þeim á þessum velli sem þýðir að þeir verða extra gíraðir í þennan leiki og máttu þeir varla við því.
Mjög erfiður leikur á Morgan og mikilvægt að mæta til leiks af krafti og fá ekki á sig mark í upphafi.